Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Blaðsíða 36
44 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1993 Jk íþróttir Úrslitaleikurinn í Mjólkurbikarkeppni KSÍ á morgun: Það getur allt gerst" - segir Asgeir Elíasson landsliðsþjálfari um leikinn Á morgun, sunnudag, klukkan 14, fer fram úrslitaleikurinn í Mjólkur- bikarkeppni Knattspyrnusambands íslands á Laugardalsvelli. Úrslita- leikur i bikarkeppni er ávallt há- punktur á hverri knattspyrnuvertíð. Bikarkeppnin hefur alltaf yfir sér sérstakan blæ og bikarleikir eru oft dramatískari en aðrir leikir því þar er sigur allt. Jafntefli dugar ekki og tap þýðir að viðkomandi hð er úr leik. Það er þvi aht að vinna í bikar- leikjum og það gerir þá eflaust meira spennandi en flesta aðra leiki. ÍAog ÍBKekki ókunn úrslitaleikjum í ár eru það íslandsmeistarar Skaga- manna og hð Keflvíkinga sem mæt- ast um bikarinn eftirsótta. Bæði þessi hð eru ekki ókunn því að leika th úrslita um bikarinn því Skaga- menn eiga alls 13 bikarúrslitaleiki að baki síðan 1960 og Keflvíkingar hafa 5 sinnum leikið til úrslita. Skagamenn hafa 5 sinnum unnið síð- an 1960 en Keflvíkingar hafa einu sinni hampað bikamum, en þeir unnu einmitt Skagamenn í úrslita- leik 1982. Leikurinn á morgun verður eflaust spennandi og skemmtilegur. Skaga- menn hafa leikið frábærlega í deild- inni í sumar og eru langefstir þar. Þeir hafa aðeins tapað einum leik af Í4 og unnið 12 sem er hreint ótrúleg- ur árangur. Keflvíkingar hafa einnig staðið sig vel og sennilega betur en flestir áttu von á en hðið er sem stendur í 4. sæti deildarinnar. En í bikarleik skiptir staða í dehd engu máh. Þar eru vígstöðvamar aðrar en baráttan sem fyrr upp á líf og dauða. DV fékk Ásgeir Elíasson, landsliðs- þjálfara íslsands í knattspymu, th að fjalla stuttlega um leikinn á morg- un. Líst mjög vel á leikinn „Mér hst mjög vel á úrslitaleikinn og þetta ætti að verða góð knatt- spyrnuskemmtun. Bikarleikir em oftast frábragðnir öðrum leikjum og Líkleg byrjunarlið Keflavík oft meiri spenna og dramatík í kring- um þá. í bikar er aht opið og alhr geta unnið aha eins og oft hefur sýnt sig. Fótbolti er fótbolti og það getur allt gerst. Minni lið koma oft og vinna þau stærri sem gerir þetta miklu skemmtilegra. Liðin koma í svona leik og reyna að sýna sínar bestu hliðar," sagði Ásgeir við DV í gær, aðspurður um leikinn. Skagamenn illviðráðanlegir „Ég tel að Skagamenn séu sigur- stranglegri aðihnn og er eflaust ekki einn um þaö. Þeir hafa leikið geysi- vel í sumar, bæði í deild og bikar, og haldið vel út í leikjum sínum. Þeir hafa frábæra hðsheild og það er hvergi veikan blett að finna í hð- inu. Það er alltaf viss hætta á að sterkara hðið vanmeti það veikara en Skagamenn virðast hafa komist hjá því í sumar og ég á ekki von á að breyting verði þar á. Það er samt alltaf viss spenna sem fylgir bikarúr- slitaleik og það má ekkert út af bera í svona leik og eins og ég segi þá get- ur allt gerst. Það er ljóst að Skaga- menn eru ihviðráðanlegir en þeir eru ekki ósigrandi. Keflvíkingar hafa leikið vel í sumar og geta vel unnið hvaða lið sem er á góðum degi. Það er góð barátta í lið- inu og þeir hafa engu að tapa á morg- un. Flestir reikna með að þeir tapi og það kemur þeim til góða. Það er því engin pressa á þeim. Kehvíkingar eru hka í ömggri stöðu í deildinni og þurfa ekki að hafa áhyggjur þar.“ Skagamenn meira með boltann „Varðandi leikinn þá á ég von á því að Skagamenn verði meira með bolt- ann og komi th með að stjóma spil- inu á miðjunni. Keflvíkingar munu eflaust bakka og reyna að beita skyndisóknum. Það er erfitt að skora hjá liði sem leikur vel aftarlega á vellinum og það verður efiaust taktík Keflvíkinga á morgun. Þetta verður án efa mjög erfitt hjá þeim en á góö- um degi er allt hægt. Keflvíkingar hafa fljóta menn frammi og ef þeim tekst aö skora snemma þá eiga þeir stóran möguleika. Þeir verða hins vegar að passa sig vel að gera ekki nein mistök gegn hði eins og Skagan- um. Það getur kostað mark og það er ekki gaman að lenda snemma marki undir gegn Skagamönnum. Ég vona bara að leikurinn verði skemmtilegur og spennandi og áhorfendur fái knattspyrnuveislu, “ sagði Ásgeir ennfremur. Eins og áður sagði hefst leikur lið- anna á morgun klukkan 14 á Laugar- dalsvelli. Og nú er bara að skora á fólk að fjölmenna á völhnn og sjá skemmtilegan leik. -RR Ásgeir Elíasson landsliðsþjálfari segir Skagamenn líklegri til sigurs en á góðum degi geti Keflvíkingar unnið hvaða lið sem er. Ásgeir telur að Skagamenn verði meira með boltann á morgun en að Kefivíkingar reyni að beita skyndisóknum. '60@: Frani2:0 72^:FH2:0 '61 ÍA4:3 73 ^ : ÍBK 2:1 '6210): Fram 3:0 74 'uf'*: ÍA 4:1 '630: ÍA 4:1 75^:ÍA4:1 '640: ÍA 4:0 76^:ÍA3:0 '65 ^ ; ÍA 5:3 77 ^: Fram 2:1 'GS0I: Valur 1:0 78 : Valur 1:0 '67(0: Víkingur3K) 78 ^: Valur 1:0 '68 : KRb 2:1 '80 ^ : ÍBV 2:1 '69 ÍBA: ÍA 1:1, 3:2 flifa '81 W : Fram 3:2 '70*fjl: ÍBV 2:1 '71 $§) : UBK 1:0 H oq ; Á CM OO IBV 2:1 Fram 2:1 : BK 3:1 : Fram 2:1 : Víöir 5:0 : IBK 1:0 : KR 3:1 : KR 1:1, 0:0, 5:4V H 1:1, 1:0 82 7; KA 5:2 Kristján Lúkas Olafur Sigurður Sigurður Alexander Karl Tanasic Þórður Oli Þór ÓlalurÞ. Guðjón (þjálf.) OlafurA. Sturlaugur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.