Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1993 26 Ævintýri íslenskra skotveiðimanna: Á villisví naveið - um í Rússlandi „Það var tilviljuiiin ein sem réð því að við kynntumst villisvína- veiðum í Rússlandi. Ég hafði farið sem skiptinemi á vegum ISEC til Suður-Afríku fyrir 14 árum. Þar kynntist ég Norðmanni sém ég hef haldið sambandi við síðan. Kunn- ingi kunningja hans vinnur fyrir sænskt fyrirtæki sem byrjaði með veiðiferðir til Rússlands eftir að það opnaðist. Hann hringdi í okkur að fyrra bragði og spurði hvort við værum tilbúnir að koma á slíkum ferðum frá íslandi og hvort við vildum koma með í prufuferð. Við ákváðum að slá til.“ Þetta segir Björn Birgisson sem hefur farið ásamt félaga sínum, Jó- hanni Halldórssyni í allsérkennileg- ar veiðiferðir til Rússlands. Þeir fara ásamt hópi þarlendra aðstoðar- manna um tiltekin svæði í Rúss- landi og skjóta villisvín. „Við fórum fyrst í tilraunaferð í janúar 1991 til að kynna okkur hvort þetta væri eitthvað sem væri hægt að bjóða fólki,“ segja þeir fé- lagar. „Við vorum þarna í viku við veiðar og það gekk mjög vel. Viö héldum til í ijöllunum nærri horg- inni Machaskala sem er við Kasp- íahaf. Við vorum bæði við veiðar í fjöllunum og niðri á sléttunum. Við skutum sjö vilhsvín á fimm dögum þannig að árangurinn var góður. Niðurstaðan varð sú að við töldum okkur geta boðið fólki hér heima upp á slíka ferð. Jóhann með leiðsögumönnum og túlk eftir langan og strangan veiðdag. Einn veiðimannanna, Sveinbjörn Bjarnason, með feng sinn, 300 kílóa gölt. Björn hefur farið tvisvar á villisvínaveiðar í Rússlandi og hyggst fara í þriðju ferðina í haust. Skotglaðirverðir Það var svo í nóvember 1991 sem við fórum með fyrsta hópinn héð- an. En í millitíðinni haíði valda- ránstilraunin verið gerð í Moskvu og Sovétríkin voru að liðast í sund- ur. Það voru því töluverðar óeirðir á þessum slóðum. Þetta varð til þess að ferðin fór meira og minna út um þúfur. Við urðum að hafa með okkur hermenn sem áttu að gæta þess að ekkert henti okkur því þama fóru um óaldaflokkar sem skutu á allt sem fyrir varð. En árangur „verndarinnar“ varð sá að hermennimir eyðilögðu veiðiskapinn fyrir okkur því þeir skutu íleiri dýr en við. Þeir máttu alls ekki skjóta en gerðu bara það sem þeim sýndist. Við áhtum af þessari reynslu fenginni að það væri ekki lengur hægt að fara með fólk á þetta svæði. Nú erum við í sambandi við mann í Moskvu sem við þekkjum vel og hann hefur mihigöngu um ferðir á nýja staði. í haust verða famar tvær ferðir á svæði nærri borg sem heitir Kuybyshev. Hún er við bakka Volgu, um 1000 khó- metra suðaustur af Moskvu. Það kostar um 195.000 krónur að fara þetta. Innifahð er aht nema dýrin sem maður skýtur. Það þarf að greiða ákveðið gjald fyrir hvert svín sem skotið er, 100-260 dollara (7.100-18.000 ísl. krónur). Svo ráöa menn hvort þeir skjóta eitt svín eða tíu. Það komast aðeins sex í hvora ferð sem við skipuleggjum en em famar á vegum Ratvís. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem erlendir veiðimenn fara um þetta svæði. í umræddri ferð verður dvahð í sumarbústað fyrrverandi for- manns Kommúnistaflokksins í héraðinu. Eins og nærri má geta er um að ræða tvhyfta lúxusvihu sem nú er nýtt í þágu einkafyrir- tækja.“ Næturveiðar Vhlisvínaveiðarnar fara fram með tvennu móti, að sögn þeirra félaga. Annars vegar er rekstrar- veiði sem fer þannig fram að inn- lendir aðstoðarmenn veiðimann- anna fara með hunda um tiltekin svæði og reka svínin fram úr fylgsnum sínum. Veiðimennirn- ir skjóta þau þegar þau koma í færi. Hin aðferðin er næturveiði. Þá velur veiöimaðurinn sér ákveðinn stað í skóginum, gjarnan fæðustað dýranna, og bíður átekta þar til þau birtast. Villisvínakjöt þykir hið mesta lostæti og veiðimennirnir og leið- sögumennirnir lifa gjarnan ein- göngu á shku kjöti meðan ferðin stendur yfir. Afgangurinn er seld- ur. Þá þykir hin mesta landhreins- un að losna við sem flest vilhsvín því þau sækja í akra og eyðheggja uppskeruna. Geta verið hættulegar Vilhsvínaveiðar geta verið hættulegar. Ef svín er sært snýst það undantekningarlaust th vam- ar. „Ef slíkt hendir er eins gott aö hafa skot í byssunni. Það lá við að hla færi fyrir einum í hópnum okk- ar í síðustu ferð. Hann hafði skotiö heljarstóran gölt, um 300 khóa flikki. Þetta er eitt stærsta dýr sem skotið hefur verið þarna. Gölturinn lá í einu skoti hjá honum og maður- inn gekk að honum. Dýrið kipptist th og maöurinn hélt að það væru dauðakippir í því. Hann gekk því á stað sinn aftur. Hann var ekki fyrr kominn þangað en dýrið kom æð- andi og ætlaði í hann. Hann var með hálfsjálfvirka haglabyssu og skaut fjórum skotum í einni runu. Tvö þeirra hittu svínið þannig að maðurinn slapp með skrekkinn. Auövitað ghda ákveönar reglur í þessum veiðiskap. Ein er sú að ganga aldrei að nýfehdu dýri held- ur láta það hggja þar th veiðiskap er lokið. Vhhsvínin eru afar skyn- söm. Þau hafa mjög næma heyrn og raunar öll skynfæri í mjög góðu lagi. Þau fara mjög hljóölega um og sjást ekki á ferh fyrr en tekið er aö skyggja. Menn hafa oft bjarg- að sér undan þeim með því að klifra upp í næsta tré eða skríða upp á stóran stein. Hundur rifinn á hol í fyrri ferðinni okkar gerðist það að hundur var riflnn á hol. í stað þess að lóga honum á staðnum var hann látinn hristast í rússajeppa í nokkra tíma á leiðinni th baka. Við dauðvorkenndum honum þar sem hann lá í blóði sínu og hinir hund- amir tröðkuðu yfir hann sitt á hvað. Svo var stoppað heima hjá forstöðumanni leiðsögumannanna og kallað á lækni - ekki dýralækni heldur mannalækni. Þetta var gamall maður sem hafði unnið á vígstöðvunum í seinni heimsstyij- öldinni. Hann var eina tvo tíma að rimpa hundinn saman. Okkur var sagt að þetta væri ekkert einsdæmi og ef lóga ætti hundunum sem yrðu fyrir meiðslum af völdum svína yrðu leiðsögumennirnir brátt hundlausir. Einn leiðsögumann- anna sagði okkur reyndar að það væri búið að bíta besta hundinn hans fimmtán sinnum. Það eru th ótal sögur um menn og hunda sem vhlisvín hafa ráðist á og full ástæða th að fara varlega. Það eru ekki sett nein skilyrði um skothæfni manna sem fara í þessar veiðiferðir en þeim er búin aöstaða þannig að þeir geta verið nokkuð öruggir ef þeir fara eftir settum reglum. Og eitt er víst. Þetta er tví- mælalaust mest spennandi veiði- skapur sem maður kemst í tæri við,“ sögðu þeir félagamir að lok- um. -JSS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.