Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1993 39 Sviðsljós Hún er með tvö móðurlíf: Fæddi tvö böm á sama tíma - sem ekki eru tvíburar Madison og Mitchell fæddust nánast á sömu mínútunni en eru samt ekki tvíburar. Monika Steep frá Canberra í Ástr- alíu má vera glöö þessa dagana eftir aö hafa eignast tvö börn sama dag- inn. Ætla mætti aö hún hefði þá eign- ast tvíbura en þannig er það ekki því börnin voru getin meö tveggja vikna millibili. Monika er nefnilega ein fárra kvenna í heiminum sem eru með tvö móðurlíf og þaö einstæöa gerðist að hún varð ófrísk í báðum. Helgarblað DV skýrði frá Moniku er hún gekk með börnin en þann 22. maí í vor voru þau tekin með-keis- araskurði. Það er einsdæmi að kona verði ófrísk í tveimur móðurlífum og má segja að bömin hennar Mon- iku séu sannkölluð kraftaverk. Meðgöngutíminn hjá Moniku var vandræðalaus. „Hann var næstum ótrúlega góður,“ segir hún. Þó missti hún vatnið tíu dögum áður en ákveð- ið hafði verið að gera keisaraskurð á henni. Hún var þá ein heima en hringdi til nágranna sem ók henni á næsta sjúkrahús. Monika hafði ætlað sér að eignast börnin á litlu einka- sjúkrahúsi og þar hafði hún verið undir eftirliti lækna. En á stóra al- menningssjúkrahúsinu, sem ná- granninn ók henni á, þekkti enginn læknir hana eða vissi að hún væri með tvö móðurlíf. „Það trúöi mér enginn þegar ég sagði að ég væri með tvö móðurlíf,“ segir hún. „Ein hjúkr- unarkona reyndi að teija mér trú um að þó ég gengi með tvíbura þýddi það ekki endilega að ég væri með tvö móðurlíf." Monika segist hafa vitað af sér all- an tímann meðan læknarnir skáru hana og henni dauðbrá þegar einn læknirinn sagi: „Guð minn góður, hún er með tvö móðurlíf. Ég hélt að hann myndi gera einhverja vitleysu og að eitthvað kæmi fyrir börnin mín,“ segir hún. Monika varð því mjög hamingju- söm þegar hún fékk að halda á htlu börnunum sínum í fyrsta skipti. Madison Mtla kom úr vinstra móður- lífinu og tveimur mínútum síðar kom Mitchell, bróðir hennar, í heiminn. Þrátt fyrir að þau fæddust bæði nokkrum vikum fyrir tímann voru þau með fullþroskuð lungu og þurftu því ekki að liggja í hitakössum. Monika og barnsfaðir hennar shtu samvistum meðan hún gekk með börnin og er hún því einstæð tveggja barna móðir í dag. Pabbinn kemur þó í heimsókn og hjálpar henni með börnin. Monika, sem er 22ja ára, heidur hér á litlu kraftaverkabörnunum sínum. jySrV f&K !£<
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.