Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Blaðsíða 8
8 Matgæðingur vikuimar LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1993 LEÐURLÍNAN Nýkomið úrval af jökkum frá 13.900. LEÐURLÍNAN LAUGAVEGI 66 - SÍMI 91-23560 f|| Frá Grunnskólum Reykjavíkur Grunnskólar Reykjavíkur hefja starf í byrjun septemb- er. Kennarafundir hefjast í skólunum miðvikudaginn 1. september kl. 9.00 árdegis. Nemendur komi í skólana mánudaginn 6. september sem hér segir: 10. bekkur 9. bekkur 8. bekkur 7. bekkur 6. bekkur 5. bekkur 4. bekkur 3. bekkur 2. bekkur (nem. f. 1978) kl. 9.00 (nem. f. 1979) kl. 10.00 (nem. f. 1980) kl. 11.00 (nem. f. 1981) kl. 13.00 (nem. f. 1982) kl. 13.30 (nem. f. 1983) kl. 14.00 (nem. f. 1984) kl. 14.30 (nem. f. 1985) kl. 15.00 (nem. f. 1986) kl. 15.30 Nemendur 1. bekkjar (börn fædd 1987) hefja skóla- starf miðvikudaginn 8. september en verða áður boðaðir til viðtals með foreldrum, hver í sinn skóla. PRÓFADEILDIR (ÖLDUN G ADEILD) GRUNNSKÓLADEILD Grunnnám: Samsvarar 8. og 9. bekk í grunnskóla. Ætl- að þeim sem ekki hafa lokið grunnskólaprófi eða vilja rifja upp frá grunni. Fornám: Samsvarar 10. bekk í grunnskóla. Ætlað þeim sem ekki hafa náð tilskildum árangri í 10. bekk. Undir- búningur fyrir nám í framhaldsdeild. Kennslugreinar í grunnnámi og fornámi eru: íslenska, danska, enska og stærðfræði. Kennt er íjögur kvöld í viku og hver grein er kennd tvisvar í viku. Nemendur velja eina grein eða fleiri eftir þörfum. FRAMHALDSDEILD Æskilegur undirbúningur er grunnskólapróf eða fornám. Menntakjarni: Fyrstu þrír áfangar kjarnagreina: ís- lenska, danska, enska og stærðfræði. Auk þess félags- fræði, saga, eðlisfræði, tjáning, þýska, hollenska, ít- alska, stærðfræði 122 og stærðfræði 112. Heilsugæslubraut: Sjúkraliðanám í tvo vetur - kjama- greinar auk sérgreina svo sem: heilbrigðisfræði, sál- fræði, líffærafræði, efnafræði, líffræði, næringarfræði, skyndihjálp, líkamsbeiting og siðfræði. Lokaáfanga til sjúkraliðaprófs sækja nemendur í Fjölbraut í Ármúla eða Breiðholti. Viðskiptabraut: Tveggja vetra nám sem lýkur með versl- unarprófi. Kjarnagreinar auk sérgreina svo sem: bók- færsla, vélritun, verslunarreikningur og fleira. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla. Skólagjöld miðast við kennslustundafjölda og er hald- ið í lágmarki. INNRITUN fer fram í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1, dagana 1. og 2. september frá klukkan 17.00 til 19.30. Kennsla hefst 13. september. ATH. Innritun í abnenna flokka (frístundanám) fer fram 16. og 17. september. Ekta chili frá Mexíkó „Ég ætla að bjóða lesendum upp á ekta mexíkóskt chili. Þetta er réttur sem mexíkósk kona, sem bjó í Bandaríkjunum, gaf mér. Síðan hef ég- þróað uppskriftina efdr mínu höfði. Ég hef bætt sykri í hana, sem mér finnst gefa réttinum fylira bragð,“ segir Halldór Lárus- son, trommuleikari í Júpíters og matgæðingur vikunnar. Haildór segist vera hrifinn af sterkum „hot“ réttum og þess vegna sé þessi í miklu uppáhaldi. „Ef menn vilja ekki hafa réttinn svo sterkan er lít- iö mál að minnka skammtinn af chiliduftinu og sleppa alveg pipam- um,“ segir HaUdór. Hann hefur oft boðið gestum upp á þennan rétt og hefur fólki fundist hann bæði fram- andi og spennandi. Og hér kemur uppskrifön sem er ætluð fjórum til sex manneskjum en hana má stækka eftir þörfum: Það sem þarf 450 g nautahakk 1 stór laukur 2 hvítlauksrif 1 dós nýmabaunir (niðursoðnar) 1 stk. ferskur rauður pipar 1 tsk. salt 1 tsk. svartur pipar 3 msk. chiliduft (ef það er krydd frá Rajah þá er notað helmingi minna þar sem það er sterkara og ferskara en annað chilikrydd) 'A tsk. muhð kúmen 'á tsk. timian 'A tsk. kaniU 1 tsk. sykur 3 bollar vatn 2 msk. olífuolía Aðferðin Brytjið laukinn og hvítlaukinn og steikið upp úr olíunni þangað tíl guliinn Utur er kominn á lauk- inn. Þá á að bæta kjötinu, kryddinu Halldór Lárusson, matgæðingur vikunnar. DV-mynd JAK og sykrinum út á pönnuna. Kjötið er steikt þangaö til aUur rauöur Ut- ur er horfmn úr því. Þá er tveimur boUum af vatni hellt yfir og suöan látin koma upp. Hrærið vel í á meðan. Þegar suðan er komin upp er einum boUa af vatni bætt út í og heUi piparinn lagður ofan á. Þá er rétturinn soðinn í tvær klukku- stundir og að því loknu er piparinn tekinn upp úr. Best er að láta réttinn standa í eina klukkustund eftir að hann hefur verið soðinn í tvær klukku- stimdir. Það er tíl þess að krydd- blandan fái að bijótast í honum. Síðan er rétturinn hitaður upp og þá er nýmabaununum bætt út í. Ekki má setja þær nema aUra síð- ast svo að þær ofsjóði ekki. „Ef fólk viU nota nýjar baunir er það í góðu lagi en leggja verður þær í bleyti sólarhring áður en þær em notað- ar,“ segir HaUdór. „Mér finnst raunar allra best, og geri iðulega ef ég á von á góðum gestum í mat, að elda réttinn dag- inn áður. Eftir tveggja tíma suðu læt ég hann standa í heUan sólar- hring og þá er hann langbestur. Þá er rétturinn hitaður upp rétt áður en gestimir setjast til borðs og nýmabaununum bætt út í.“ HaUdór segist bera réttinn á borð með taco-skeljum og góðu fersku hrásalati. Ég strái mozzareUa osti síðan yfir. „Þaö má bera réttinn fram á margan hátt, jafnt með hrís- gijónum eða salati eða bara sem venjulegan pottrétt. Mér finnst harm bestur í taco-skeljum,“ segir hann. HaUdór segist vera mjög hrifinn af sterkum mat en sumum finnst þessi réttur of „heitur“. „Menn verða að gæta þess að krydda eftir smekk,“ segir hann. „Ég hef tölu- vert oft eldað þennan rétt fyrir gesti. Fólk er mjög hrifið af honum enda getur það varla hætt að borða þegar það er byijað.“ HaUdór hefur einnig prófað að gera réttinn fyrir grænmetisætur en þá er nautahakki sleppt en auk- ið magnið af nýmabaunum. „Þá nota ég gulrætur og „Baby-Com“, sem er UtiU maís, sveppi og stappað tofu, jafnvel papriku líka. Græn- metið er þá snöggsteikt." HaUdór segist hafa gaman af að elda og þessi réttur finnst honum takast einna best hjá sér í matar- gerðinni. „Þegar ég kynntist kon- unni minni bauð ég henni upp á þennan rétt. Hún er ekki mjög hrif- in af sterkum mat en lét sig þó hafa það.“ Uppskriftin er fyrir svona fjóra til sex en það má stækka hana eftir þörfum. HaUdór ætlar að skora á hjónin Maríu Gústafsdóttur og Steingrím Eyfjörð, sem er gítarleikari Júpít- ers, að vera matgæðingar næstu viku. -ELA Hinhliðin Lundaveiðin í uppáhaldi - segir Grímur Gíslason, formaður stjómar Heijólfs Ómar Garöarsson, DV, Vestmannaeyjum; Grimur Gíslason, formaður stjómar Herjólfs hf„ hefur haft í mörg hom að Uta síðasta árið. En þótt mikið hafi verið að gerast á þeim vettvangi er það honum ekki efst í huga. Grímur, sem er mikiU lundaveiðimaður, er háifniður- dreginn eftir sumarið sem er eitt það lélegasta í lundaveiði í mörg ár. Veiðamar hefur hann stundað í Álsey. Þá hefur Grímur tekið að sér formennsku Handknattleiks- deUdar ÍBV þannig aö hann hefur nóg að gera í frítíma sínum í vetur. Fullt nafn: Grímur Gíslason. Fæðingardagur og ár: 26. apríl 1960. Maki: Bryndís Guðmundsdóttir. Böm: Þijú, tvær stelpur, Kristín Inga og Ema Ósk, og UtiU peyi, GísU. Bifreið: DaUiatsu Charade, árgerö 1987. Starf: Vélstjóm og blaðamaður. Laun: Misjöfn. Áhugamál: íþróttir, lundaveiði og stjómmál. Hvaða orð finnst þér lýsa persónu þinni best? Ákveðinn. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera við lundaveiði í Álsey. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Hlusta á mann halda ein- hveiju fram sem ég veit að er ósatt. Uppáhaldsmatur: Rétt matreiddur Grímur Gislason. DV-mynd ÓG, Vestmannaeyjum humar. Uppáhaldsdrykkur: ískalt vatn og góður bjór. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur i dag? Eyjólfur Sverrisson. Uppáhaldstimarit: íþróttablaðið. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Það em svo margar faUegar konur sem ég hef séð og treysti mér ekki til að velja eina úr þeim hópi. Ertu hlynntur eða andvigur ríkis- stjórninni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Forseta Bandaríkjanna. Uppáhaldsleikari: Er UtUl bíómað- ur og á engan sérstakan. Uppáhaldsleikkona: Engin sérstök. Uppáhaldssöngvari: Andrea Gylfa- dóttir. Uppáhaldsstjómmálamaður: Ég á engan uppáhaldsstjómmálamann en mér finnst Þorsteinn Pálsson hafa staðið sig vel í þessari ríkis- stjóm. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Tommi og Jenni. Uppáhaldsmatsölustaður: Það er aUtaf gott að borða á Hard Rock Café. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarUðsins hér á landi? Hlynnt- ur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Bylgjan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Stein- unn Böðvarsdóttir. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: EUn Hirst. Uppáhaldsskemmtistaður: Dans- paUurinn á þjóðhátíð. Uppáhaldsfélag í íþróttum: ÍBV. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Að reyna að standa mig í þeim verkum sem framundan eru. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Fór í nokkra daga í Álsey til lundaveiöi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.