Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Side 16
16 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1993 Skák Einvígið í London: Enn hefur Short ekki tekist að vinna skák Indverjinn knái Viswanathan Anand mætir atskákmeistara Reykjavíkur í beinni útsendingu á Stöð 2 kl. á sunnudagskvöld. Aö loknum fjórtán skákum í heimsmeistaraeinvígi Kasparovs og Shorts í London hefur Kasparov hlotið 9,5 vinninga en Short 4,5 v. Short má enn una við það aö hafa ekki unnið skák af heimsmeistaran- um, þótt oft hafi hann verið nálægt því. Í síðustu skákum hefur Short sótt án afláts en Kasparov hefur jafn- an tekist að bægja hættu frá. í þrettándu skákinni tókst Kasparov loks að sjá glætu, enda er talan þrettán happatalan hans. Sjálf- sagt hefur hann af þeim sökum búist við því að vinna skjótan sigur. Þegar skákinni lauk með jafntefli brást hann reiður við, samkvæmt frétta- skeytum. Víst fékk Kasparov vænlegt tafl strax eftir byrjunarleikina en lagleg- ur vamarleikur bjargaði Short. Þrettánda einvígisskákin Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Nigel Short Slavnesk vörn. 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. Rf3 dxc4 5. a4 Bf5 6. e3 e6 7. Bxc4 Bb4 8. 0-0 Rbd7 9. De2 Bg6 10. e4 0-0 11. Bd3 Da5 12. e5 Rd5 13. Bxg6 fxg6! 14. Re4 c5!? Það virðist glapræði að hleypa riddaranum til d6. 15. Rd6 Da6 16. Dxa6 bxa6 17. Rg5! cxd4 18. Rxe6 Hfb8 19. Hdl Hvíta staðan lofar góðu, því að eft- ir 19. - Rxe5 20. Hxd4 má riddarinn á d5 sig hvergi hræra vegna 21. Rc7 og 20. - Bxd6 21. Hxd5 Hb6 22. Be3 Hc6 23. Rd4 kostar einnig lið. En Short finnur lausn á vandanum. 19. - Rxe5 20. Hxd4 Hb6! 21. Hxd5 Hxd6! 22. Hxd6 Ekki 22. Hxe5?? Hdl og mátar! 22. - Bxd6 23. Bf4 He8 24. Rd4 Bc5 25. Rb3 Bb4 26. Be3 Auðvitað ekki 26. Hel?? Rf3+ og 26. Hdl strandar á 26. - Rd3! 26. - Rd3 27. Hbl Hc8! Snjöll peðsfórn. Short nær að virkja stöðuna og halda jafnvægi. 28. Bxa7 Hc2 29. Bd4 Kf7 30. h3 Be7! 31. Hdl Rxb2 32. Ral Rxdl 33. Rxc2 Bf6 34. Bxf6 7 Og jafntefli samið. í fjórtándu skákinni, sem tefld var Umsjón Jón L. Árnason á fimmtudag, hafði Short frumkvæð- ið en enn einu sinni koðnaði það nið- ur í ekki neitt. Short bryddaði upp á gömlu afbrigði, sem löngum hefur verið talið meinlaust en tókst að blása í það nýju lífi. Fjórtánda skákin Hvítt: Nigel Short Svart: Garrí Kasparov Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bc4 e6 7. Bb3 Rc6 8. Be3 Be7 9. 0-0 0-0 10. f4 Rxd4 11. Bxd4 b5 12. e5 Fischer haföi ekki trú á þessu gamla afbrigði gegn Spasskíj í Laug- ardalnum hér um árið. Hann lék 12. a3 en eftir 12. - Bb7 13. Dd3 a5! náði Spasskíj þó undirtökunum. 12. - dxe5 13. fxe5 Rd7 14. Re4 Bb7 15. Rd6 Bxd6 16. exd6 Dg5 17. De2 e5 18. Bc3! Endurbót á áður tefldum skákum, þar sem leikið var 18. Be3 Dg6. Short hafði nú aðeins notað fimm mínútur af umhugsunartíma sínum en eftir næsta leik hafði Kasparov notað 40 mínútur. 18. - Dg6 19. Hadl Kh8 20. Bd5 Gerir biskupinn á b7 óskaðlegan og ætlunin er síöan að opna línur á drottningarvæng og nýta frelsingj- ann á d6. 20. - Bxd5 21. Hxd5 De6 22. Hfdl Hfc8 23. Ba5 Hc6 24. b3 Hac8 25. Bc7 He8 26. c4 bxc4 27. bxc4 f5 28. h3 h6 29. Dc2 e4 30. Da4 Hc5 31. Hxc5 Ekki 31. Dxa6? Hxc7! og vinnur. 31. - Rxc5 32. Dc6 Rd7 Short kýs að hafa vaðiö fyrir neðan sig. Ef hann seilist eftir peðinu með 33. Dxa6 gefur 33. - f4 svörtum öfluga gagnsóknarmöguleika. Og 33. c5 e3 er heldur ekki ljóst. 33. - Dg6 34. Dd2 He5! 35. De3 De6 36. Hcl Hc5 Hrókurinn nær að skorða c-peðið í tæka tíð. 37. Hc2 Kg8 38. a4 Kf7 39. Df2 e3 - Og í þessari stöðu sættust kapp- arnir á skiptan hlut. Trúlega byggj- ast friðarsamningar á afbrigði eins og 40. DÍ3 Re5 41. Dxe3 Hxc4 42. Hxc4 Rxc4 43. Dd3 Del+ 44. Kh2 De5+ og þráskákar. Anand á íslandi Indverski skáknillingurinn Viswa- nathan Anand, sem er næststiga- hæstur skákmanna heims með 2725 Elo-stig, kom til landsins í gær í boði Taflfélags Reykjavíkur. Anand mæt- ir sigurvegaranum í VISA-mótinu - atskákmóti Reykjavíkur - í beinni útsendingu á Stöð 2 á sunnudags- kvöld. Þetta er í annað sinn sem Anand kemur hingað til lands en síð- ast var hann gestur á heimsbikar- móti Flugleiða fyrir tveimur árum; skýrði skákir og tefldi fjöltefli við unga og efnilega nemendur Skák- skóla íslands. Núverandi atskákmeistari Reykja- víkur er Helgi Ólafsson sem gerði sér lítið fyrir og vann síðan áskorandann Jan Timman í einvígi. Helgi er einn- ig meðal þátttakenda nú ásamt flest- um sterkustu skákmönnum þjóðar- innar. í úrslitakeppninm, sem hófst sl. fimmtudag, áttu þessir sæti: Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson, Jón L. Ámason og Hannes Hlífar Stefánsson, allir stór- meistarar; Karl Þorsteins og Haukur Angantýsson, alþjóðlegir meistarar; Helgi og Andri Áss Grétarssynir, Þröstur Árnason, Héðinn Stein- grímsson, Davíð Ólafsson, Jón G. Viðarsson, Ágúst S. Karlsson, Jó- hann Örn Sigurjónsson og Arnar E. Gunnarsson. Úrshtaeinvígið hefst kl. 15 í dag og verður sjónvarpað beint á Stöð 2. A sunnudagskvöld kl. 23 teflir Anand síðan við sigurvegarann. Bridge Bikarkeppni BSÍ: Sveit Samvinnuferda- Landsýnar sigraði Sveit Samvinnuferða-Landsýnar stóð uppi sem ömggur sigurvegari þegar maraþoneinvígjum síðustu helgar lauk. Undanúrslitin vom spiluð á laug- ardaginn og sveit Samvinnuferða- Landsýnar vann sveit TVB16 með yfirburðum, 155-28. Hinn undanúr- slitaleikurinn var hins vegar æsi- Umsjón Stefán Guðjohnsen spennandi til síðasta spils en hann stóð milli sveita Björns Theódórsson- ar og HP-kökugerðar frá Selfossi. Selfyssingamir unnu þijár fyrstu lotumar og höfðu 37 impa forskot þegar komið var að síðustu 12 spila lotunni. Sveit Bjöms vann hana hins vegar með 37 impa mun þannig að leikurinn endaði 112-112. Fram- lengja þurfti því leikinn um fjögur spil en þau vann sveit Björns, 26-6. Hin unga og efnilega sveit Selfyss- inga varð því að játa sig sigraöa þrátt fyrir ágæta spilamensku mestallan leikinn. Sjálfur úrslitaleikurinn var síðan nokkuð jafn fyrstu þijár loturnar. Samvinnuferðir-Landsýn unnu fyrstu lotuna með 20 impa mun. Björn svaraði með 7 impa sigri í ann- arri lotu en þriðja lotan féll í hlut þeirra fyrmefndu með eins impa sigri. Staðan var því 121-107 þegar síðasta lotan hófst. Þessi lota reynd- ist liðsmönnum Björns ofraun og „at- vinnumennimir" sigrnðu fyrirhafn- arlaust með 54-1. Sömu spil vom spiluð í báðum undanúrshtaleikjunum og við skul- um skoða eitt skemmtilegt spil frá þeim viðureignum. A/A-V * Á74 V D102 ♦ ÁKD109 + K4 ♦ 863 V K6 ♦ G8752 + Á62 * D V Á543 ♦ 63 4> D109875 í leik Samvinnuferða-Landsýnar og TVB-16 sátu n-s Ragnar Magnús- son og Páll Valdimarsson. Sagnir gengu þannig: Austur Suður Vestur Norður pass pass 2 spaöar 2grönd pass 31auf pass 3tíglar pass 3grönd pass pass dobl pass pass pass Austur spilaði út spaða, vestur drap á kóng, spUaði spaðagosa meðan Ragnar m K.G10H52 V G987 ♦ 4 Bikarmeistarar Bridgesambands íslands 1993, sveit Samvinnuferða-Land- sýnar. Talið frá vinstri: Páll Valdimarsson, Aðalsteinn Jörgensen, Ragnar Magnússon, Björn Eysteinsson, Helgi Jóhannsson og Guðmundur Sv. Her- mannsson. Það fer vel á því að Aðalsteinn hampi bikarnum því hann hefur verið fastur áskrifandi að honum sl. þrjú ár. gaf tvisvar. Vestur réðst nú á hjartaiitinn í þeirri von að ná hjartaásnum úr blind- um áður en laufliturinn fríaðist. Hann spUaði þjartaniu, Ragnar lét tíuna, aust- ur kónginn en ennþá gaf Ragnar. Austur hélt nú áfram með spaðann og Ragnar prófaði tígulinn. Þegar legan kom í ]jós lagði hann af staö með laufakóng sem austur drap þegar í stað og spUaði meira laufl. Nú reyndi á þolrifin í Ragnari en hann ákvað að drepa á drottningu. Þar meö var spUið unnið og 13 impar með því á hinu borðinu voru sagnhafa mis- lagðar hendur í úrspilinu eftir sömu vöm og hann varð fjóra niður. í hinum leiknum endaði undirritaður einnig í þremur gröndum og fyrstu þrír slagimir fóm eins. Austur spUaði hins vegar meira hjarta í fjórða slag sem ég drap heima á drottningu. Nú spUaði ég laufakóng, austur lét lítið, þá kom meira lauf, aftur lítiö frá austri, en ég var með stöðuna á hreinu og drap á drottningu. Unnið spU. Auðvitað hefði vestur haldið áfram með spaðann ef hann átti laufásinn en ef austur átti A-G-x-x, þá gat tígullinn gefið fimm slagi. Skemmtílegt spU í sókn og vöm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.