Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Page 17
LÁÚGARDAGUR 9. OKTÓBER 1993
Sundlaugarvörðurinn Inga Jónasar var uppgötvuð á Spáni:
Boðið á Útsýnar-
kvöld eftir mik-
innsöngsigur
- dularfulla söngkonan fannst eftir birtingu lesendabréfs í Dagblaðinu
Inga Jónasar fæddist á Siglufirði en ólst upp á Suðureyri við Súganda-
fjörð. Inga starfaði við sundlaugina gömlu fyrir innan Suðureyri í átján ár.
Á innfelldu myndinni er sundlaugin á Suðureyri, ein sú elsta á landinu,
og var hún byggð við fjöruborðið þar sem var heit uppspretta og hægt að
dæla i hana sjó til að kæla hana. Sundlaugin var nýlega tekin úr notkun
eftir að ný sundlaug var opnuð á Suðureyri. DV-myndir GHS
Söngkonan og trúbadorinn Inga
Jónasar frá Suðureyri var uppgötvuð
í sólarlandaferð á Spáni fyrir þrettán
árum þegar hún var þar í fríi ásamt
manni sínum. Á hóteli íslendinganna
var haldin vikuleg söngkeppni og var
Inga „pínd“ til að koma niöur og
keppa í söng. Hún vann gullverðlaun
í keppninni og var fengin til að taka
þátt í hverri keppni meðan hún var
á Spáni. Hún vann söngkeppnina
viku eftir viku og um haustið var
auglýst í Dagblaðinu eftir konunni
sem vann söngkeppnina á Spáni.
Þegar hún fannst bauð Ingólfur Guð-
brandsson henni suður til að syngja
á sólarlandakvöldi á Sögu og gaf
henni sólarlandaferð á sviðinu.
Söngur Ingu vakti heilmikla athygli
og skemmtilegt tímabil hófst í lífi
hennar.
Inga Jónasar er fædd á Siglufirði
en alin upp á Suðureyri. Hún íluttist
tveggja ára gömul til Suðureyrar og
hefur alið sinn aldur þar, fyrir utan
söngferðalög víða um land og til út-
landa. Hún hefur gert sér ýmislegt
til dundurs, átt sína fjölskyldu, börn
og barnabörn en einnig hefur hún
keppt í sundi og verið virk í ýmsum
félagsmálum. Inga var umsjónar-
maður með gömlu sundlauginni á
Suðureyri í átján ár, auk þess sem
hún ók börnum í skólasund í gömlu
lauginni. Inga er nú sest í helgan
stein en blaðamaður DV notaði tæki-
færið til að ræða við hana um söng-
inn og sundlaugina frægu á Suður-
eyri í sumar.
Æðislegt ævintýri
Talsverð blaðaskrif urðu um dular-
fullu söngkonuna í Dagblaðinu á sín-
um tíma. Enginn virtist vita hver
hún var eða hvaðan hún kom og því
var gripið til þess ráðs að auglýsa
eftir henni. Vont veður var fyrir vest-
an þegar lesendabréíið birtist og
Dagblaðið barst ekki þangað í nokkra
dagá. Inga vissi því ekki að hennar
var leitað en að lokum fannst hún
og hún kom suður til að syngja.
„Það voru nokkrir strákar sem
plötuðu mig til að syngja úti og vildu
svo fá mig á Útsýnarkvöld um haust-
ið. Þetta var æðislegt ævintýri. Ing-
ólfur bauð mér suður og hældi mér
óskaplega fyrir sönginn og sagði að
ég hefði unnið til verðlauna á Spáni
en ég sagði að ég hefði bara verið
dregin upp úr sundlauginni og skip-
að að keppa,“ riíjar Inga upp.
Söng á Útsýnarkvöldi
Söngskemmtunin á Sögu varð til
þess að Inga var fengin til að syngja
við ýmis tækifæri, meðal annars á
vegum Hermanns Ragnars, en hann
hafði heyrt Ingu syngja á Útsýnar-
kvöldinu. Hún greip tækifærið og
flutti ýmist frumsamin lög eða þekkt
lög á ýmsum skemmtunum hér á
landi og víðar. Hún bjó til texta,
meðal annars um Ingólf Guðbrands-
son, sem hún söng við gamalt lag.
Textinn endaði svona: „0, Ingólfur,
mér leggðu liö, mig langar svo í sól-
skinið."
Inga Jónasar hefur unnið sér ýmis-
legt til frægðar annað en að syngja.
Hún byrjaði á unga aldri að stunda
sund og keppa í þeirri íþrótt. Þá var
hún umsjónarmaður með gömlu
sundlauginni á Suðuréyri í átján ár
og lengi vel fyllti hún bílinn sinn af
börnum úr sveitinni til að aka þeim
í skólasund í gömlu lauginni.
Sundlaugar-
vörðurí 18 ár
Sundlaugin á Suðureyri er ein elsta
sundlaug á landinu og söguleg fyrir
margra hluta sakir. Sundlaugin var
byggð í byrjun fjórða áratugarins og
var henni valinn staður fyrir neðan
snarbratta íjallshlíðina í fjöruborð-
inu í Súgandafirði, fyrir innan Suð-
ureyri, en þar var heit uppspretta.
Aðkoma að lauginni er erfið og ekki
var hún léttari á þeim árum, enda
enginn vegur kominn þá. Allt efni í
laugina var flutt á trillum úr þorp-
inu. Laugin var byggð við uppsprett-
una og var hún höfð við sjávarmáíið
til að hægt væri að hleypa í hana sjó
og kæla hana. Laugin var mjög vin-
sæl og þótti einstaklega létt og þægi-
legt að synda í henni vegna sjávarins
í henni.
Suðureyringar hafa löngum verið
þekktir fyrir sundhst sína en áður
en sundlaugar urðu algengar voru
haldnar sérstakar sundskemmtanir
á Suðureyri með keppni í sundi og
öðrum íþróttum, auk skemmtana og
harmoníkuballs. Vestfirðingar komu
alls staðar að og sátu á vörubílspöll-
um yfir heiðarnar. Þegar keppt var
í sundi var stundum byggð bryggja
út í sjóinn frá sundlauginni og fór
svo keppnin fram i sjónum því að
sundlaugin var svo lítíl.
Ásta-Brandur sigraði
Það var alltaf hátíð fyrir krakkana
á Suðureyri þegar sundskemmtunin
nálgaðist því að þá komu ýmsir í
þorpið að sýna sig og sjá aðra. Þann-
ig man Inga eftir manni sem kallaður
var Ásta-Brandur en hann var öllum
öðrum mönnum sprettharðari og átti
gjarnan til að stoppa á miðri leið og
taka í nefið og bjóða félögum sínum
líka. Það þarf vart að taka það fram
að Ásta-Brandur sigraði alltaf.
Þannig leið tíminn á Suðureyri við
skemmtanir, sund og annaö gaman.
Inga segir að hún sé stundum spurð
hvers vegna hún hafi ekki flutt suður
þegar hún söng og skemmti sem
mest. Hún svarar því gjaman til að
ef hún hefði flutt suður hefði hún
aldrei haft tíma til að spila á gítar
og syngja og það skipti jú mestu.
-GHS
LÝST EFTIR KONUMEÐ GÍTARl
- sló í gegn á Costa del Sol
um en eitKcri kunna MJaÉMHMI > -.rf*
hafa l*rt smávegó . ' MHP *
, sagöist reyna aS trijl*™
,
Éf
6r4\)V»J-TV- í; -á
Fyrir þrettán árum fór Inga Jónasar ásamt manni sínum til Spánar. Á hótel-
inu þar var haldin söngkeppni vikulega og var Inga fengin til að taka þátt
t slikri keppni. Hún vann hverja keppnina af annarri og þá um haustið birt-
ist lesendabréf í Dagblaðinu þar sem auglýst var eftir þessari hressu söng-
konu. í framhaldi af því fékk Ingólfur Guðbrandsson hana til að syngja og
skemmta á Útsýnarkvöldi og þannig hófst ferillinn.
GRAFlSK HÖNNUN: MERKISMENN HF