Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1993
19
Haraldur fékk æðstu viðurkenningu sem óbreyttur borgari getur fengið hjá bandaríska hernum fyrir frábær störf.
Michael D. Haskins, yfirmaður varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, veitti honum hana.
Leggjum mik-
ið í eldvamir
- segir Haraldur Stefánsson, slökkviliðsstjóri á Keflavíkurflugvelli
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli
hefur á undanfornum árum fengið
fjölda viðurkenninga og verðlauna
fyrir frábæran árangur. En það er
ekki bara slökkviliðið sem hefur
fengið viðurkenningar heldur einnig
flugþjónustudeild slökkviliðsins sem
á einnig þátt í þessari velgengni.
Deildin sér um að flugbrautirnar séu
í lagi. Hún hefur einnig með höndum
snjóruðning og hafa margir furðað
sig á því hvernig tekist hefur að
halda brautunum opnum aflt árið,
hvernig sem veðráttan hefur verið.
Þá hefur deildin umsjón með þotu-
gildrum eins og eru á flugmóðurskip-
unum.
Fréttaritari DV náði tali af Haraldi
Stefánssyni, slökkviliðsstjóra á
Keflavíkurflugvelli, og spurði hann
fyrst hvort ekki væri ánægjulegt að
fá þann dóm frá öðrum flotastöðvum
bandaríska hersins að slökkviliðið á
Keflavíkurflugvelli væri meðal
hinna bestu í heimi.
„Þegar verið er að segja að
slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli sé
eitt besta slökkvilið í heimi þá er
erfltt að fullyrða slíkt. En við höfum
lagt spilin á borðið og sagt frá því sem
við erum að gera, hvernig við förum
að því og hver árangurihn er. Menn
hafa svo fellt þennan dóm út frá ár-
angrinum. Við látum aðra dæma um
það hvort við séum eitthvað betri
slökkviliðsmenn en aðrir.
Viö leggjum óskaplega mikið í eld-
varnir, enda er sennilega ekkert
slökkvihð til í heiminum sem er
frægt fyrir það að vera duglegt að
slökkva bál. Það er raunverulega
enginn árangur. Það er jú ágætt að
geta ráðið við eldinn, ef hann kemur
upp, en árangurinn er bestur ef hægt
er að koma í veg fyrir að kvikni í.“
Byrjaði sem
sjúkrabílstjóri
Haraldur byijaði sem sjúkrabíl-
stjóri hjá flughernum árið 1955. Ári
síðar hóf hann störf í slökkviliðinu
og er búinn að starfa þar í 38 ár.
„Ég sé ekki eftir þessum árum,
þetta eru mjög góöir húsbændur sem
ég vinn hjá og sennilega er óvíða
hægt að ná betri árangri í starfi en
hjá þeim.“
Slökkviliðsstjórinn heldur sér í góðu
formi með því að hlaupa i hádeginu
á hverjum degi.
í slökkvihðinu á Keflavíkurflug-
velh eru eingöngu íslenskir ríkis-
borgarar, 136 fastir starfsmenn og 25
lausráðnir allt árið. í slökkviUöinu
sjálfu eru 78 manns og hinir starfs-
mennirnir eru í flugþjónustudeild-
inni.
„Það fer gott orð af slökkvihðinu
og flugþjónustudeildinni út um allan
heim. Mannskapurinn liefur sýnt
það í verki að hann kann að gera vel
og leggur sig aUan fram við það. Við
höfum verið ósparir við það að kynna
starfsemina út á við og að segja frá
því sem við erum að gera hverju
sinni. Við höfum fengið að halda fyr-
irlestra í Bandaríkjunum og kynna
það sem fram fer hér á Keflavíkur-
flugvelli. Þeir eru farnir að taka upp
okkar aðferðir, bæði við skipulag og
stjórnun og hvernig við stöndum að
ýmsum verkefnum."
- Er það rétt sem sagt er að stöðin
sé svo snyrtileg aö fólk geti beintínis
speglað sig þegar inn er komiö?
„Við höfum ákveðnar húsreglur
sem eru byggðar þannig upp að hver
maður lýtur ákveðnum sjálfsaga. Við-
leggjum mjög mikið upp úr vönduð-
um vinnubrögðum við allt sem gert
er, hvort sem það heitir að þrífa gólf,
þurrka af ofni eða leggja slöngu."
Slökkvihðið er einnig þekkt fyrir
að gera við bílana sína. Má nefna sem
dæmi atvik sem átti sér stað þegar
einn bílhnn valt. Þá voru það ein-
mitt starfsmennirnir sem gerðu við
hann og vakti það mikla athygli víða.
„Þetta er einn af demöntunum hjá
þessari stofnun, hvað mennirnir geta
gert. Árið 1963 fórum við út í það að
gera við hlutina sjálfir. Mennimir
reyna að koma í veg fyrir bhanir
áður en þær verða þannig að tækin
verði aldrei lengi frá.“
Frá þessu skrifborði er slökkviliðinu á Keflavikurflugvelli stjórnað.
DV-myndir Ægir Már
tækniskóli Hl íslands
háskóli og framhaldsskóli
Höföabakka 9, 112 Reykjavík
sími 91-814933
minnir á að umsóknarfrestur fyrir þá sem hyggjast
hefja nám í Frumgreinadeild og Rekstrardeild í jan-
úar 1994 rennur út 15. október.
Rektor
ÖKUSKÓLI ÍSLANDS HF.
Námskeið til undirbúnings aukinna
ökuréttinda
(leigubifreiða, vörubifreiða, hópbifreiða)
verða haldin í Reykjavík og annars staðar
á landinu þar sem næg þátttaka fæst.
Verð kr. 100.000 staðgr.
ÖKUSKÓLI ÍSLANDS HF.
Dugguvogi 2, Reykjavík
sími 683841
LÆKKUN!
25%
LÆKKUN Á STOFNGJALDI
FYRIR BOÐTÆKI
Nýttu þér kosti Boðkerfisins sem er sniðið
að þörfum nútímafólks á öllum aldri.
Nánari upplýsingar um þjónustuna er að
finna á bls. 18 í símaskránni, í síma 997000
(grænu upplýsinganúmeri Pósts og síma)
og á póst - og símstöðvum um land allt.