Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1993 Bandaríkjamenn verða enn einu sinni að fást við sjúkan og útsmoginn fjöldamorðingja: Haldinn áráttu til að brenna ekkjur - allt bendir til að sami maður hafi líf fjögurra gamalla kvenna í sama bænum á samviskunni Springhill Tampa FORT uv Hugleysingi í Hernandosýslu unhverfis Spring Hill er þriöjungur íbúanna eldri en 65 ára og fjölmargir hafa atvinnu af að þjóna gamla fólkinu. Gripi ofsa- hræðsla um sig í sýslunni og gamla fólkið ákveði að flytja á heimaslóðir á ný verður atvinnulíf þar fyrir þungum áföllum. Ekki eru þó allir íbúar í Spring Hill logandi hræddir. Gamlar komur hafa undanfarna daga ijölmennt í byssuverslanir og keypt sér vopn til að verjast ofbeldismanninum. Lög- reglunni líst hins vegar ekki á blik- una ef allar gamlar konur á svæðinu ganga með skammbyssu í beltinu. Dorothy Curulla, áttræð kona, er ein þeirra sem ætla að verjast. „Þetta er hugleysingi sem ræðst á varnar- laust fólk. Ég myndi ekki hika við að skjóta hann,“ sagði hún við blaða- mann sem hitti hana við að velja sér skammbyssu. -GK Fyrst héldu allir að Sophia Garriti, áttræð ekkja í Spring Hill á Flórída, heföi látist vegna bilunar í rafmagni. Hún skaöbrenndist í rúmi sínu og var látin þegar að var komið. Þetta var í byrjun ágúst en nú, þegar fjórða ekkjan er látin með sama hætti í sama bæjarfélaginu, er mönnum hætt að lítast á blikuna. Löggan hikar Lögreglustjórinn á staðnum segir að ekki sé enn ástæða tU að hefja skipulega leit aö sjúkum fjöldamorö- ingja þótt nú bendi allt til að þess sé full þörf. ' < „Við notum hugtakið fjöldamorð- ingi ekki enn i þessu máli en það kann vissulega að koma að því,“ seg- ir Frank Bierwiler lögreglustjóri. Öðrum þykir lögreglustjórinn full- rólegur í tíðinni. Þar á meðal er Naft- ah BerrUl, sálfræðingur í New York og sérfræðingur í hegðun fjölda- moröingja. Hann segir: „Það er fullkominn óþarfi hjá lög- reglunni að láta þetta mál þvælast fyrir sér. Augljóslega gengur sjúkur fjöldamorðingi laus og hann heldur áfram að drepa þar til hann verður stöövaður." Fleiri taka undir með sálfræðingn- um og segja að lögreglan hefði átt að sjá samhengið milli morðanna miklu fyrr. Ögranir Morðinginn virðist athafna sig á litlu svæði. Aðeins eru nokkrir kíló- metrar mUli morðstaðanna en það er oft háttur sjúkra moröingja að drepa á sama staðnum aftur og aft- ur. Þetta er rakið til þess að þeir eru að ögra lögreglunni og sýna henni að þeir geti framið glæpi sína alveg við nefið á henni. Eftirlaunaþegar í Spring Hill ætla að taka vopnaðir á nióti fjöldamorðingjanum láti hann sjá sig. Undanfarna daga hefur sala á byssum aukist að mun. Hér er Sharon Gariepey, sjötug amma sex barna, að velja sér skammbyssu. „Nú verður skotið til að drepa,“ sagði hún. Verksummerkin sem morðinginn skilur eftir sig eru órækasta vitniö um að sami maður hafi myrt konurn- ar fjórar. í öllum tilvikum hefur hann nauðgað konunum, myrt þær og síðan lagt eld að líkunum í rúmum þeirra. Fyrstu Ukin voru svo illa brunnin að merki um ofbeldi sáust ekki í fyrstu. Verk ofbeldismannsins voru hins vegar greinileg á fjórða líkinu sem fannst nú á dögunum. Maðurinn virðist hafa talað sig inn á gömlu konurnar því engin merki um innbrot hafa fundist. Þetta þykir benda til að hann sé venjulegur borg- ari sem kemur vel fyrir. Það gerir leitina að honum enn erfiðari. Paradís Svæðið umhverfis Spring Hill á vesturströnd Flórída hefur um ára- bil verið paradís gamla fólksins. Eft- irlaunaþegar víðsvegar úr Banda- ríkjunum hafa sest þar að og notið elliáranna á friðsælum og rólegum stað. Nú eru hugmyndir manna um paradísina á Flórída að breytast. Undanfarna mánuöi hefur Flórída helst verið í fréttum vegna fellibylja og morða. Glæpirnir eru ekki lengur einskorðaðir viö undirheimaveröld- ina á Miami heldur verða saklausir ferðamenn fyrir barðinu á glæpa- lýðnum og nú síðast gamalmenni sem ætluðu að njóta síðustu ára lífs- ins í friði og ró. Skiptar skoðanir um 12 ára fangelsisdóm yfir flóttakonunni Katherine Ann Power: Fyrirgefning kom ekld til greina „Það kom aldrei til greina að fyr- irgefa henni. Sakaruppgjöf jafn- gildir réttlætingu á glæp,“ sagði Robert Banks, dómarinn sem dæmdi Katherine Ann Power í allt að 12 ára fangelsi fyrir aðild að morði á lögregluþjóninum Walter Schroeder í Boston í Bandaríkjun- um fyrir 23 áram. Dómurinn féll fyrr í vikunni og þykir harður þegar haft er í huga að Katherine Ann er nú heiðvirður borgari sem leiddist út á glæpa- brautina á unglingsárum. Lögmað- ur hennar baðst vægðar á þessum forsendum en dómarinn tók ekki mark á orðum hans. Hetja Katherine Ann brást hetjulega við dómnum og mótmælti honum ekki. Þvert á móti sagðist hún ánægð meö að flótta sínum undan réttvísinni væri lokið. Katherine Ann er líka oröið hetja í augum margra. í fæðingarborginni Bos- ton, þar sem dómur var kveðinn upp, hafa menn fyllst aðdáun á þessari konu sem alltaf slapp und- an lögreglunni á þeim 23 árum sem hún var eftirlýst. Ekki eru þó allir tilbúnir að hefja dæmdan morðingja upp til skýj- anna. Níu böm lögregluþjónsins, sem var myrtur, hafa lýst opin- berri hneykslan sinni á viðbrögð- um fólks við handtöku Katherine Ann. Þau voru öll í réttarsalnum þegar dómur var kveðinn upp. í þeirra hópi kemur fyrirgefning ekki frekar til greina en hjá dómar- anum. Glæpur Lögreglumenn í Boston fjöl- menntu og fyrir utan dómhúsið. Þeir sýndu málinu mikinn áhuga og vom á einu máli um að dæma ætti Katherine Ann til þyngstu refsingar. Hún væri sek um glæp sem ekki fyrndist. Enn er eftir að dæma í nokkrum sakamálum á hendur Katherine Ann. Það eru ákærur vegna nokk- urra bankarána og innbrots í vopnabúr þjóðvaröliðsins í Boston. Búist er við að fyrir þessi afbrot fái Katherine Ann einnig fangelsis- dóma og sektir. Dómur verður ekki kveðinn upp fyrr en 24. nóvember. Þrátt fyrir þungan dóm er ekki búist við að Katherine Ann veröi lengi í fangelsi. Fjöldi fólks er tilbú- inn að vitna um aö hún sé strang- heiðarleg kona og nýtur þjóðfélags- þegn. Ákvörðun hennar um að gefa sig fram eftir 23 ár í felum sýni best ábyrgðartilfmningu hennar. Katherine Ann Power var dæmd í 12 ára fangelsi eftir að hafa verið á flótta undan lögreglunni í 23 ár. Henni er bannað að selja útgáfu- og kvikmyndarétt að ævisögu sinni fram til ársins 2013. Símamynd Reuter Svo kann þvi að fara að hún verði náðuð innan árs og fái þá að fara heim til Oregon þar sem hún á hlut í veitingahúsi og heldur reglulega matreiðslunámskeið. Sjálf segist hin dæmda vera tilbúin aö sitja allan dóminn af sér. Engin sjálfsævisaga í dómnum yfir Katherine Ann er sérstakt ákvæði sem bannar henni að hagnast á nokkurn hátt á glæp sínum næstu 20 árin eöa fram til ársins 2013. Banks dómari sagðist ekki geta hugsaö sér að dæmdur glæpamaður auðgaðist á að úthella blóði saklauss fólks. Þetta þýðir að Katherine Ann getur ekki selt ævisögu sína. Hún má ekki selja kvikmyndaréttinn að sogu sinni og á enga hátt reyna að auðgast á broti sínu. Katherine Ann er sama um þetta ákvæði. Hún ætlaði sér aldrei að verða rík á að fela sig fyrir lögregl- unni í 23 ár. Kvikmyndafélögin eru hins vegar ekki eins ánægð með sinn hlut. Þau geta nú ekki gert mynd eftir sögu Katherine Ann sjálfrar þótt vart leiki vafi á að saga hennar á eftir að birtast í ýmsum myndumánæstuárum. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.