Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Síða 28
LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1993 Líf mitt er ekki til eftirbreytni segir Kristinn Guðnason í Skarði sem rekur tvö býli í Landsveit, sitt með hvorri konunni Bændablóðið rennur í æðum „Þetta er mjög erfitt og getur stundum verið mikið sálarstríð. Líf mitt hefur verið mikil togstreita. Hvers vegna þetta er svona get ég ekki útskýrt og ég veit að mörgum finnst það undarlegt," segir Kristinn Guðnason, fjallkóngur og stórbóndi að Skarði í Landsveit, sem vekur at- hygli fyrir flest það sem hann tekur sér fyrir hendur og ekki síst að reka tvö heimili, sitt með hvorri konunni. Kristinn er með eitt stærsta bú á landinu sem hann stjórnar ásamt eiginkonu sinni, Fjólu Runólfsdótt- ur, og föður sínum, Guðna Kristins- syni hreppstjóra. Ekki langt frá, í Arbæjarhjáleigu, rekur Kristinn mikið hrossabú en þar býr k. 'rjolein Tiepen frá Hollandi sem starfaoi áð- ur sem tamningamaður í Skarði. Saga þeirra er á allra vitorði á Suð- urlandi og menn hafa velt fyrir sér högum stórbóndans. Sögur eru fljót- ar að berast um sveitir og svo er einn- ig með þessa. Helgarblaðið óskaði eftir því við Kristin að hann segði frá þessu tvöfalda lífi sínu í viðtali og hinum mikla búskap sem hann rek- ur. Hann féllst á það vegna þess hversu útbreidd sagan er, enda er Kristinn stöðugt milli tannanna á fólki. „Ég get fullyrt að það eru fleiri menn í sömu stöðu og ég - þeir segja bara ekki frá því,“ segir hann. Blómlegur búskapur Margir bændur líta öfundaraugum þetta blómlega bú að Skarði þar sem er hrossarækt, sauðfjárrækt og að minnsta kosti 36 kýr. Þeir feðgar, Kristinn og Guðni, eru með tæp sjö hundruð ærgildi í fé og átta hundruð í mjólk. Fjóla sér ein um kúabúskap- inn. „Þegar byrjað var að skera niður á sínum tíma vorum við með tvö þús- und og þrjú hundruð ærgildi. Við vorum með mjög stórt bú þegar viðmiðunin var gerð, kannski of stórt, og hrossin hafa veriö í kringum tvö hundruð," segir Kristinn. Hann hefur verið öflugur í hrossa- ræktinni og margir góðir verðlauna- gripir hafa komið frá honum. Enda er heimili hans að Skarði hlaðið bik- urum og verðlaunapeningum eftir veðreiðar. Kristinn og Fjóla eiga fjögur böm. Þrjú þau elstu em farin að heiman en sú yngsta, sem er 6 ára, sækir skóla í nágrenninu. Elstu dætumar hafa unnið marga verðlaunagripi sem knapar. Kristinn hefur selt taisvert af hrossum til útlanda og þegar viðtalið var tekið átti hann von á Belgum sem vom að leita að íslenskum hestum. Hann segir að erfitt sé að selja dýra hesta í dag enda kaupi íslendingar ekki mikið af hrossum um þessar mundir. Útlendingamir vilji ekki dýmstu hrossin; sæki helst í góða töltara." Ekki er langt síðan Kristinn kom af fjalli þetta haustið. Hann hefur verið íjallkóngur undanfarin tólf ár á stærstu afrétt landsins þótt ekki sé hann nema 42ja ára gamall. „Við er- um viku að smala og réttum síðan í afréttinni. Það er hætt að reka hingað niður. Annars er þetta orðið fátt fé. Það er aðeins þijóskan í nokkmm aðilum hér sem heldur þessari afrétt uppi,“ segir Kristinn. „Ég segi alltaf að afréttin sé í eigu sveitabýlanna en ekki hreppanna." „Ef menn halda að þetta sé eitthvert fyrirmyndarlíf sem ég lifi þá get ég sagt að svo er ekki. Ég myndi ekki vilja óska nokkrum manni þess að lenda í sliku,“ segir Kristinn um kvennamál sín sem eru á hvers manns vörum á Suðurlandi og þó víðar væri leitað. Fjóla Runólfsdóttir, húsmóðir I Skarði, þykir hörkudugleg. Hún sér ein um fjósið þar sem eru 36 kýr. Hér er hún með eftirlætiskúnum sínum. Kristinn er fæddur og uppalinn í Skarði. Hann á eina systur og segir að það hafi alltaf verið ákveðið að hann yrði bóndi: „Ég fór lítið í skóla enda hafði ég alltaf brennandi áhuga á búskap, sérstaklega sauðfjárrækt. Líklega myndi ég taka féð fram yfir hrossin ef ég þyrfti að velja. Maður getur náð miklum árangri í ræktun á sauðfé og mér hefur tekist það, sér- staklega eftir að umræðan um fituna kom upp. Við höfum líka verið mjög heppin með sauðfjárráðunaut sem var Hjalti Gestsson. Hér áður vorum við í Landsveitinni með afar lélegt fé en nú er það orðið það besta hér á Suðurlandi. Við höfum lært að langt fé er fituminna en það sem er stutt og þykkt að framan. í haust sluppum við alveg ótrúlega vel með fituna þrátt fyrir að féð væri vænt.“ Samkeppnisfærir bændur Kristinn er þess fullviss að íslensk- ir sauðfjárbændur geti staðið af sér erlenda samkeppni. Það er alltaf ver- ið að tala um styrki og niðurgreiðslur til okkar en útflutningsbætur eru t.d. löngu aflagðar. Reyndar fáum við ennþá þessar beingreiðslur en það er ekkert öðruvísi í öðrum löndum. Ef bætur og niðurgreiðslur væru lagðar niður alls staðar í heiminum væru íslenskir bændur vel sam- keppnisfærir. Ég hef mikið áht á af- urðum okkar enda höfum við mikla sérstöðu meðan við notum afréttina skynsamlega. Ef bændur gefast upp á að nota afréttina þá versnar mjög samkeppnisstaða okkar. Það hefur verið hlegið að okkur bændurn hér að nota enn afréttina fyrir þennan htla hóp en viö notum hana skyn- samlega. Við förum aldrei með kind fyrr en 20. júlí og sækjum aftur um miðjan september. Þessi tími skhar okkur ótrúlega miklu þvi meðaivigt- in hjá okkur í haust var um sextán kíló.“ Kristinn segist vera mikih frjáls- hyggjumaður og hann hefur aha tíð stutt Sjálfstæðisflokkinn. „Það hent- ar ekki sami búskapur öhum bænd- um,“ segir hann. „Það vita allir aö fjölskylda liflr ekki af því að hafa 70-100 ærghdi, alveg sama hversu hagkvæmur reksturinn er. Mér þyk- ir ákaflega slæmt ef sauðfjárræktin fer að verða aukabúgrein í sveitum." Kristinn á marga verðlaunahesta og hrossaræktin er öflug hjá honum. Hann segist þó I raun hafa meira gaman af sauðfjárrækt sem hann stund- ar einnig af kappi. Kommúnismi í verslun Kristinn segir að lambakjötið hafi sjaldan verið ódýrara en nú og á þá við þegar það er keypt í hálfum eða heilum skrokkum. Hins vegar sé kjötið ennþá of dýrt í kjötborðum og þar komi inn mihihðakostnaður sem bændur eru alltaf að berjast við. „Maður heyrir stundum af mjög lágu kindakjötsverði í verslunum," segir hann. „Annars er ég mjög hræddur við þessa duldu kommúnista sem eru í hki stórra verslanakeðja eins og Hagkaups og Bónuss. Þessar versl- anir kappkosta að koma verðinu eins mikið niður og þær mögulega geta en er síðan alveg sama hvort söluað- ilinn fer á hausinn við viðskiptin. Ég er viss um að þegar þessir risar eru búnir að stúta hinum og hafa ekki lengur virka samkeppni fer verðið aftur upp. Ég tel að þessar verslanakeðjur séu að skapa sér ein- okunarstöðu.“ Kristinn er líka á þeirri skoðun að hinir „gömlu ekta“ sjálfstæðismenn séu að hða undir lok eins og komm- únistar. „Ég er þó að mörgu leyti ánægður með Halldór Blöndal en öhu ánægðari með aðstoðarmann hans, Sigurgeir Þorgeirsson. Það eru mörg ár síðan Sigurgeir sagði bænd- um í hvað þeir væru að stefna en við hlustuðum því miður ekki á hann. Ég er samt alls ekki sáttur við ráð- herrana okkar. Mér finnst þeir óábyrgir og tala fuilfrjálslega. Það var fáránlegt hvernig þeir gerðu t.d. aht sjóðvitlaust út af kalkúnalær- um.“ Rándýr kvóti Kristinn telur að margir bændur hafi það mjög gott, sérstaklega þeir sem eru með ágætan fullvirðisrétt og skuldlaus bú. Hins vegar séu aðr- ir sem mjög iha sé komið fyrir. Þeir hafi sumir offjárfest. „Það eru þó aðeins um þijátíu prósent þeirra sem standa hla sem hafa ofljárfest. Það eru gerðar miklar kröfur til þess að bændur fjárfesti. Við þurfum að hafa góð fjós, annars er þeim lokað, við verðum að hafa góð tún og dýrar vélar. Ef ungir og duglegir bændur vhja fara í búskap af alvöru og hefðu aðgang að lánsfjármagni á eðhlegu verði myndi margt breytast. Ég við- urkenni samt auðvitað að það eru til kolruglaðir bændur sem sífellt eru að braska með vélar og annað. Hins vegar má alls ekki setja samasem- merki á aha bændur," segir Kristinn og bætir við að áður en kvóti kom th sögunnar hafi bændur lifað með lokað, mjög gott kerfi. „Þá voru bændur ofdekraðir og þeir viður- kenna það. Á þeim tíma var borgað fyrir allt kjöt, hvort sem það seldist eða ekki,“ segir hann. „Vissulega lifðu þeir við súperkjör og enga verð- tryggingu. Nú eru bændur að kaupa kvóta fyrir stórfé. Þaö er ótrúlegt verð sem menn eru að borga fyrir kvótann, t.d. fer mjólkurlítrinn á 120 krónur. Ærgildið í kindakjöti fer á flmmtán th tuttugu þúsund. Þetta er orðið tómt rugl. Annars horfum við LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1993 Kristinn Guónason, fjallkóngur og stórbóndi í Skarði í Landsveit, rekur eitthvert stærsta bú landsins ásamt eiginkonu sinni, Fjólu Runólfsdóttur, og föður, Guðna Kristinssyni hreppstjóra. Auk þess rekur hann annað býli ekki langt frá, Árbæjarhjáleigu, þar sem hann er með hross. Önnur kona ræður ríkjum þar, tamningakonan Marjolein. Kristinn hefur selt talsvert af hrossum til útlanda. Hér eru væntanlegir kaup- endur frá Belgíu, auk Þórðar Jónssonar, sem býr i Danmörku og aðstoð- aði Belgana hér á landi, og Kristinn að skála fyrir væntanlegum kaupum v í Árbæjarhjáleigu. DV-myndir Brynjar Gauti fram á bjartari tíð þar sem vel lítur út með útflutning th Svíþjóðar og Bandaríkjanna." Gegnir trúnaðarstörfum Kristinn hefur valist th ýmissa trúnaðarstarfa. Hann hefur verið formaður félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu en er nú í stjórn Landssambands sauðfjárbænda. Auk þess hefur hann gegnt hinum ýmsu störfum fyrir hestamenn. Hann var kosinn formaður fram- kvæmdanefndar fyrir landsmót hestamanna sem verður á Hehu næsta sumar og er þegar farinn að vinna við undirbúning. Kristinn stjórnaði fjórðungsmóti hestamanna sem gekk mjög vel og vakti mikla athygli. Hann hlakkar því mjög til að koma landsmótinu á laggimar. „Ég er bæði stoltur og glaður að fá að stjórna þessu,“ segir hann. Kristinn hefur skoðanir á öllum málum og þegar hann er spurður hvort hrossarækt verði ekki næsta tískugrein í landbúnaði svarar hann játandi. „Hins vegar eru hross mjög hættuleg varðandi ofbeit," bætir hann við. „Menn verða því að fara varlega." Kvennamálin brenna heitast Haustverkin eru enn á fullu og mikið að gera hjá bóndanum. Það verður þó ekki komist hjá því að spyrja hann um þau mál sem brenna heitast á sveitungum og öðrum, nefnhega kvennamálin. Menn ræða venjulega ekki framhjáhald fyrr en Marjolein Tiepen er tamningakona frá Hollandi og bústýra t Árbæjarhjá- leigu. Hún er hér á fjórðungsmóti hestamanna. DV-mynd EJ því er lokið, eins og Guðlaugur Berg- mann gerði í bók sinni sem kom út fyrir síðustu jól. Kristinn segist vita að mikið sé rætt um kvennamál hans þótt aldrei sé hann spurður beint um þau. Hann viðurkennir að hann reki tvö býh í sveitinni og tvær konur tengist honum. „Ég get ekki skýrt hvers vegna þetta er svona,“ segir hann. Maijolein er hollensk tamninga- kona sem kom hingað til lands fyrir nokkrum árum. Hún hóf störf í Skarði árið 1988 og samband þróað- ist. „Þetta er mjög erfitt líf,“ segir Kristinn. Hann segir að þetta tvö- falda líf sitt sé afar erfitt fyrir börnin og hann er leiður vegna þess. Krist- inn á tvær dætur með Marjolein, sú eldri er þriggja ára. Erfið flækja og „tvíkvæni" „Ég veit auðvitað að ég er söku- dólgurinn í þessu máli þótt margir vilji kenna Maijolein um það,“ segir hann. „En málið er erfitt á alla kanta og fyrir alla aðha. Hins vegar er ekki gott að segja hvernig það endar. Það eru margir hlutir skrítnir sem maður á enga skýringu á. Þegar svona flækja kemur upp getur verið erfitt að leysa úr henni. Minn háttur hefur verið sá að halda bæði búin en menn segja að það sé ekki gáfulegt. Að minnsta kosti er það ekki í anda þess sem tíðkast," segir Kristinn. Það er mikh togstreita í lífi stór- bóndans og hann viðurkennir það fúslega. „Ég er mikhl öfgamaður," segir hann. „Ef menn halda að þetta sé eitthvert fyrirmyndarlíf sem ég lifi þá get ég sagt að svo er ekki. Ég myndi ekki vilja óska nokkrum manni þess að lenda í slíku." Krist- inn leynir því ekki að hann sé nán- ast tvíkvæntur eins og líf hans sé í dag. „Það hljóta ahir að sjá,“ segir hann. Vitaskuld er erfitt að ræða mál sem þetta opinberlega. Eiginkonan líður fyrir gjörðir eiginmannsins. Fram- hjáhald er hins vegar ávallt í umræð- unni og sáu sjónvarpsáhorfendur þátt um það á miðvikudagskvöldið. Eiginkona, sem er fædd og uppalin í sveitinni og á þar bæði atvinnu sína og heimili, á ekki margra kosta völ. Margir árekstrar Árekstramir eru margir hjá Kristni í hinu daglega tvöfalda lífi. „Við reynum að láta þetta ganga. Þetta er auðvitað erfitt fyrir Fjólu og ég geri mér grein fyrir að þetta mun ekki ganga endalaust. Það kemur að því að uppgjör verður að fara fram. Rætur mínar liggja hér í Skarði, enda hef ég verið hér í meira en fjörutíu ár,“ segir hann. I Skarði er kirkja og svo er einnig í Árbæjarhjáleigu. Kristinn benti blaðamanni á guðshúsin og sagði: „Ég hef kirkjurnar í kringum mig, bersyndugur maðurinn." -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.