Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1993, Síða 34
42 LAUGARDAGUR 9. OKTÓgER 1993 Iþróttir „Gleymdi oft að ég væri kominn í sjónvarpið" segir Sigurður Sigurðsson, íþróttafréttamaður 122 ár Sigurður stimplar sig út i siðasta skipti á Ríkisútvarpinu. Sigurður þotti einkar skemmtilegur vinnufélagi og hann varð fljótlega einn vinsælasti útvarpsmaður þjóðarinnar. Hann fluttist yfir á sjónvarpið þegar það tók til starfa og segir það hafa verið mistök. „Ég fylgist mest lítiö meö íþrótt- unum í dag og geri lítið að því aö fara á leiki. Ég fékk minn skammt á rúmlega tuttugu ára ferli sem fréttamaöur. Maöur er orðinn full- ur af þessu upp í háls. Annars fylg- ist ég svona svolítið með því helsta sem er að gerast ef eitthvað aðlað- andi er á dagskrá. Ég hef til dæmis alitaf gaman af góðum fótbolta- leikjum." til dæmis á sjónvarpsstöðvunum. Þeir eru með tíu til tólf menn. Þær hafa ekkert við allan þennan mannskap aö gera. Það virðist vera aðalatriðið hjá þessum stöðvum að vera með sem flesta íþróttafrétta- menn. Og hvað eru þeir margir frambærilegir? Og svo á útvarpinu. Guð minn almáttugur, minni gömlu stofnun. Þeir eru með tíu til tólf menn.“ Sigurður Sigurðsson var - innheimtustjóri hjá Rikisútvarpinu áður en hann gerðist íþróttafréttamaður árið 1948. Hann var að reyna að hætta svo til allan tímann fram til 1970. mjög gaman að sjá skemmtilega körfuboltaleiki í sjónvarpinu." „Torfi Bryngeirsson var í mestu uppáhaldi hjá mér" - Ef viö snúum okkur aftur til ár- anna 1948-1970. Hvaða íslenskur íþróttamaður er þér minnisstæð- astur frá þessum árum? „Persónulega var ég alltaf hrifn- astur af Torfa Bryngeirssyni. Hann var alger frummaður í íþróttunum og gat gert allt sem honum var sagt að gera. Mér er minnisstætt atvik frá 1951 í Ósló er Haukur Clausen meiddist og það vantaði mann í boðhlaupssveitina. Torfi tók þá síð- asta sprettinn þrátt fyrir að hann hefði aldrei gert þetta áður. Hann hristi allt af sér og bölvaði mikiö.“ „Myndi varla fara í þetta starf aftur" - Að lokum, Sigurður. Myndir þú feta sömu slóðina aftur ef þú værir ungur í dag? „Ég efa það stórlega. Ég var alltaf að reyna að hætta. Ég var inn- heimtustjóri hjá útvarpinu áður en ég byrjaði í íþróttunum 1948. Ég gerði síöan mistök þegar ég hætti ekki þegar sjónvarpið hóf göngu sína. Þar var ég í fjögur til fimm ár. Maður, sem ahnn er upp í út- varpi, á hvergi annars staðar heima. Þetta eru tveir heimar. Þetta er svo ólíkt. í útvarpinu verð- ur þú að yfirfæra atburðinn með orðunum en á hinum staðnum ert þú betri eftir því sem þú heldur meira kjafti. Þetta fór stundum í handaskolum hjá mér því ég gleymdi því oft að ég væri kominn í sjónvarpið," sagði Sigurður Sig- urðsson. -SK „Var meó Jóni Múla á ólympíu- leikunum 1948" „Ég byrjaði sem íþróttafréttamað- ur árið 1948. Þá fór ég sem aðstoð- armaður með Jóni Múla Ámasyni á ólympíuleikana. Þar átti ég ails ekki að vera í neinu sviðsljósi en það fór öðruvísi. Ég var svo píndur í þetta og gaf eftir. Síðan var ég alitaf að reyna að hætta en það gekk ekki. Það tókst ekki fyrr en 1970.“ „Fréttamennskan er komin út í hreinar öfgar" „í dag finnst mér fréttamennskan komin út í hreinar öfgar. Eins og „Breytingarnar hafa verið til hins verra" - Það er þá mikill munur á frétta- mennskunni í dag og þegar þú varst upp á þitt besta? „Það er nú alltaf auðveldara að gagnrýna. Já, og mér finnst breyt- ingarnar vera til hins verra.“ - Hvað með íþróttafréttir í blöðun- um í dag? „Þau eru upp og niður. Stundum finnst manni þetta vera fullmikið um lítiö en annars er eðli blaða- mennskunnar ailt annað en eðh fréttamennskunnar. Þegar menn setjast niður að atburði loknum hafa þeir alltaf tækifæri til aö vinsa úr og heiidarútkoman verður kannski skárri þess vegna. Á blöð- unum er líka hægt að slá upp frétt- um ef ástæða er til. Gera eins mik- Við störf á fréttastofu útvarpsins. Sigurður starfaði sem iþróttafréttamaður í 22 ár og segir fréttamennskuna i dag ólika því sem var í gamla daga. Reyndar fá arftakar Sigurðar ekki háa einkunn hjá þessum reynda útvarps- og sjónvarpsmanni. Varla er á nokkurn hallað þó sagt sé að Sigurður Sigurðsson sé einn þekktasti fréttamaðurinn sem starfað hefur á íslenskum ljós- vakamiðlum. Sigurður lýsti íþróttaviðburðum af mikilli innlifun og þekkingu um áratugaskeið. Frægustu orð hans eru án efa „Kom- ið þið sæl" sem segja má að hafi verið „vörumerki" hans alla tíð. Rúmir tveir áratugir eru liðnir frá því að Sigurður lét af störfum hjá Ríkisútvarpinu. í spjallinu hér á eftir ræðir hann meðal annars um íþróttafréttamenn og íþróttfréttamennskuna nú og þá menn sem tóku við. Margir þeirra fá harða dóma hjá Sigurði og á honum er helst að heyra að fréttamennskunni hafi farið stórlega aftur. ið úr hlutunum og hægt er. Annars les ég ekki íþróttafréttir blaðanna frá orði til orðs. Ég lít á fyrirsagn- irnar og les fréttir ef þær vekja áhuga. Eins og til dæmis brott- hvarfið hjá Michael Jordan." „Ingi kenndi mér helstu brögðin" „Ég hef reyndar alltaf haft gaman af körfuboltanum og byrjaði að lýsa frá körfunni fyrir íjöldamörg- um árum með Inga Þorsteinssyni. Ég sat hjá honum nokkur kvöld fyrir fyrstu lýsinguna. Hann kenndi mér helstu brögðin og svo þurftum við að finna íslensk orð yfir þetta allt því þetta var allt á ensku. Ég lýsti fyrst frá Háloga- landi. En fljótlega datt áhuginn nið- ur og það er ekki fyrr en núna síð- ustu árin sem áhuginn á körfunni hefur blossað upp aftur. Mér finnst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.