Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 Fréttir Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigðisráðherra: í hávaða og andstreymi - Þú hefur verið gagnrýndur fyrir gassaskap, talinn koma með illa ígrundaðar tillögur og oft þurft að draga tillögur þínar og ákvarðanir til baka. Hefði ekki verið nær að vinna betur og ráðgast við félaga þína innan ráðuneytisins og í þing- flokknum áður en tillögurnar voru lagðar fram? „Ég hef vitaskuld ráðgast við fjöl- marga. Ég hef ekki farið fram með gassaskap og að lítt ígnmduðu máh. Velflestar ttUögur mínar hafa náð fullkomlega fram að ganga og aðrar að langstærstum hluta. Þrátt fyrir þennan hávaða og það mold- viðri sem þyrlað hefur verið upp út af einstaka málum er ég fullviss um að þegar rykið sest sjái fólk aö hér hefur verið vel gert.“ - Hugmynd um tekjutengd sjúkra- tryggingaiðgjöld var fleygt án sam- ráðs við þig í samningum við verka- lýðshreyfinguna nýlega. Ertu snið- genginn i ríkisstjórninni? „Nei, íjarri því. Tillögunum var ekki fleygt án samráðs við mig. Ég tel nauðsynlegt að heilbrigðiskerf- ið fái nýtt fjármagn og aö spamað- ur og hagræðing í heilbrigðisþjón- ustunni eigi sér tímaleg endamörk. Ein af niðurstöðunum í viðræðum við verkalýðshreyfinguna var sú að hinar sérmerktu tekjur sem áttu að renna í heilbrigðiskerfið vom aflagðar ásamt flölmörgu öðru. Þaö var mat manna að ýmsu væri fóm- andi til að fá vinnufrið. Þetta var eitt af þeim atriðum." - Talsverður ágreiningur hefur verið milli þín og Friðriks Sophus- sonar fjármálaráðherra um heilsu- kortin og það hvernig eigi að fylla upp í 400 milljóna króna gatið i fjár- lögunum. Hvernig hyggist þið gera það? „Það er verkefni sem við emm að ræða í ríkisstjóminni. Það er ekkert óeðlilegt að ég sem fagráð- herra útgjaldafrekasta ráðuneytis- ins og hann sem ráðherra fjármála ríkisins skiptist á skoðunum og hafi ólík viðhorf tíl mála. Við emm að fjalla um þetta þessa dagana og ég væntí þess að við náum niður- stöðu fljótlega þannig að ríkis- stjómin og aðrir megi vel við una.“ - Er endanlega búið að jarða hug- myndir um heilsukort og tekju- tengd sjúkratryggingaiðgjöld eða hyggstu útfæra þær eitthvað frek- „A þessu stígi em þær ekki inni í tekjuöflunarkerfi heilbrigðiskerf- isins og þar með íjárlaganna fyrir árið 1994. Ég held að það sé aðeins tímaspursmál hvenær sjúkra- tryggingaiðgjöld komi með einum eða öðrum hættí inn á nýjan leik. Undirbúningur að útgáfu hefisu- korta er í gangi hér þó að ekki veröi um þá gjaldtöku að ræða sem ráð var fyrir gert.“ Efnisleg gagnrýni - Þú gagnrýndir Sighvat Björg- vinsson harðlega þegar hann var heilbrigðisráðherra. Ert þú ekki á góðri leið með að feta í hans fót- spor? „Ég gagnrýndi Sighvat Björg- vinsson á efnislegum forsendum. Ég hafði áhyggjur af því að hann færi of geyst í að fjármagna heU- brigðiskerfiö með þjónustugjöld- um. Ég taldi að menn yrðu að stíga varlega tU jarðar við álagningu þjónustugjalda því að sjúklingar, aldraðir og böm lenda eöli málsins samkvæmt í þessari álagningu. Ég tel aö ekki verði lengra farið með þjónustugjöld sem veigamikla Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigðisráðherra: „Ég vildi gjarnan láta athafnir fylgja orðum. Pólitík er óvissa. Þegar menn hugsa um pólitík í ég-inu eiga þeir að snúa sér að öðru. Ég taldi mig og tel mig ennþá geta gert gagn í þessu ráðuneyti. Þess vegna er ég hér.“ DV-mynd BG tekjuöflun í heUbrigðiskerfinu. Þau gegna áfram hlutverki sem virkt neytendaeftirlit. Ég læt mér í léttu rúmi Uggja það sem menn hafa sagt í gríni og alvöru um að forveri minn sé orðinn hálfgerð móðir Teresa eftir að ég settist hér inn. Ég hef lent í stælum og and- streymi vegna einstakra ákvarð- ana. AUar fullyrðingar um að ég hafi ætt af stað af lítilli fyrirhyggju og endað í tómri þvælu eru algjör- lega út í bláinn." - í leikskóladeilunni hefurðu verið gagnrýndur fyrir að taka ákvarð- anir án samráðs. Hefurðu einræð- istilhneigingar? „Ég hef verið gagnrýndur fyrir einræöistilhneigingar, yfirgang og frekju og um leið fyrir að vera eins og vingulí og standa ekki í ístaöinu. Ætli ég sigli ekki lygnan meðalsjó." - Þú ætlaðist til þess að sveitarfé- lögin yfirtækju rekstur leikskól- anna að fullu. Nú er ljóst að rekst- urinn verður óbrey ttur, að minnsta kosti næsta árið. Hefurðu náð hug- myndum þínum fram? „Auðvitað hef ég ekki náð fram mínum ýtrustu hugmyndum. Sveitarfélögin og ríkið komá að rekstrinum á næsta ári. Þá strax Yfirheyrsla Guðrún Helga Sigurðardóttir lækkar framlag ríkisins úr 210 milljónum í um 70 milljónir og fer svo snarminnkandi ár frá ári þar til styrkur ríkisins verður enginn eftír fimm ár. Hér er um varanlega hagræðingu og breytingu að ræða.“ - Þurftirðu ekki að draga ákvarð- anir þínar i Gunnarsholtsmálinu til baka lika? „Þaö stendur sem ég sagði. Viö æfium ekki að reka meðferðar- stofnun í Gunnarsholtí. Við höfum kallað saman vinnuhóp og ég væntí þess að við náum prýðilegri lend- ingu. Ljóst er að reksturinn heldur áfram í breyttu formi og að fjár- framlag heilbrigðisráðuneytisins verður mun lægra en áður.“ - Gætt hefur talsverðrar óánægju meðal grasrótarinnar í Alþýðu- fiokknum með ríkipstjórnarsam- starfið. Valta ráðherrar Sjálfstæð- isfiokksins yfir ráðherra Alþýðu- fiokksins? „Nei, það er af og frá. Þegar lítill flokkur eins og Alþýðuflokkurinn er í samstarfi með stórum flokki eins og Sjálfstæðisflokknum koma upp álitamál og menn velta fyrir sér hvort halli á annan hvorn sam- starfsaðilann. Frá byijun stjómar- samstarfsins hefur verið rætt um að ráðherrar Alþýðuflokksins hafi tekiö störf sín alvarlegar en ráð- herrar Sjáifstæðisfiokksins, verið kraftmeiri í nauðsynlegum sparn- aði og gengið harðar fram. Agæti stjómarsamstarfsins hefur verið umdeilt hjá sumum í flokknum. Margir flokksmenn tortryggja samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og aðrir í flokknum hefðu viljað áframhaldandi vinstristjóm." - Heldurðu að rikisstjórnarsam- starfið komi niður á Alþýðuflokkn- um i kosningum? „Það gefur auga leið að aðild Al- þýðuflokksins að þessari ríkis- stjórn er langstærsta ástæðan fyrir slöku gengi flokksins í skoðana- könnunum. Boðberar válegra tíð- inda vom teknir af lífi fyrr á tím- um. Nú er auðvitað ekki gengið svo langt en menn fagna ekki boðber- um válegra tíðinda. Þaö hefur verið hlutskipti ríkisstjómarinnar aö segja frá hinni erfiðu stööu efna- hags- og atvinnumála og grípa til óvinsælla aðgerða tíl að sporna við þeim áhrifum. Ég er þess fullviss að nú þegar menn sjá loks fyrir endann á þessu samdráttarskeiði taki hagur Alþýðuflokksins að batna.“ - Opinberir starfsmenn fá biðlaun þegar þeir missa starfið. Þú fékkst biðlaun þegar þú hættir sem bæjar- stjóri. Var þetta ekki siðblinda af þinni hálfu? „Nei.“ - Þú hefur ráðið mág þinn, Jón H. Karlsson viðskiptafræðing, sem aðstoðarmann þinn í heilbrigðis- ráðuneytinu. Jón er óreyndur i pólitik. Hefði ekki verið æskilegra að ráða annan mann, sérstaklega með tilliti til mægðanna? „Nei.“ Pólitík er óvissa - Stjórn Alþýðuflokksfélagsins í Hafnarfirði samþykkti sögulega ályktun þar sem þátttaka í rikis- stjórninni var gagnrýnd harðlega. Ertu að stofna þinni pólitísku fram- tíð í hættu með þátttöku í þessari ríkisstjórn? „Það gefur auga leið aö með þeirri ákvörðun minni að taka boði flokkssystkina minna um að taka sætí í þessari ríkisstjórn lagði ég mína pólitísku framtíð að veði. Þannig á það að vera í póhtík. Ég gerði mér þetta fullkomlega ljóst og gekk að því meö opin augu.“ - Ertu að missa tökin á stuðnings- mönnum þínum í Hafnarfirði? „Ég hef aldrei haft nein tök á vin- um mínum í Hafnarfirði. Ég hef haft gott samstarf við þá. Þaö hefur ekkert breyst. Fimm dögum eftir samþykkt stjórnar Alþýðuflokksfé- lagsins í Hafnarfiröi lýsti 60 manna fundur trúnaöarmanna sérstöku trausti á mín störf.“ - Nú ert þú sestur á þing í fyrsta skipti og orðinn ráðherra í einu erfiðasta ráðuneytinu. Hefði ekki verið eðlilegra og kannski æski- legra fyrir þig að sitja áfram sem bæjarstjóri í Hafnarfirði? „Ég var búinn að vera bæjarstjóri í sjö ár og bæjarfulltrúi í ellefu ár. Þegar mér bauðst þetta starf gat ég ekki hlaupist undan, ekki síst í ljósi þess að ég hafði áður gagnrýnt ýmislegt í þessu ráðuneyti. Eg vildi gjarnan láta athafnir fylgja orðum. Póhtík er óvissa. Þegar menn hugsa um póhtík í ég-inu eiga þeir að snúa sér að öðru. Ég taldi mig og tel mig ennþá geta gert gagn í þessu ráðuneyti. Þess vegna er ég hér.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.