Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 Mæðgur í útgáfustarfsemi: Unnu í nálægð- inni hvor við aðra Guðrún Guðlaugsdóttir gefur út skáldsögu og Móeiður Júníusdóttir plötu Fjölskyldu- samkunda „Fjölskyldan er mjög samhent og hefur svipuö áhugamál. Þess vegna er skemmtilegt að við skulum vera að koma þessu frá okkur á sama tíma,“ segja mægðurnar Guðrún Guðlaugsdóttir og Móeiður Júníus- dóttir. Guðrún er að senda frá sér fyrstu skáldsöguna, Nellikur og dimmar nætur. Móðeiður, dóttir hennar, er hins vegar að gefa út sína fyrstu sóló-plötu, Móa syngur - Lögin við vinnuna. „Bókin er skáldsaga en hún er byggð á eigin lífsreynslu á vissan hátt. Ég hef tekið viðtöl við fjölda fólks í gegnum tíðina og hef komist að því að það er fleira sameiginlegt með ævi fólks heldur en það sem aðskilur það. Þetta er þroska- og örlagasaga konu. Hún verður fyrir áfollum í lífinu rétt eins og viö öll hin. Það er þó sjaldnast fyrirséð hvað eru mestu áfolhn í lífi fólks. Þetta er kona sem upplifir bæði mótlæti og gleði,“ segir Guðrún og er frekar treg að segja frá sögu- þræði þessarar fyrstu skáldsögu sinnar. „Það má ekki taka spenn- una frá lesandanum," segir hún. Guðrún Guðlaugsdóttir hefur áð- ur skrifað tvær viðtalsbækur og tvær ljóðabækur. Hún hefur starf- að sem blaðamaður á Morgunblað- inu undanfarin níu ár en var þar áður dagskrárgerðar- og frétta- maður á Ríkisútvarpinu. Guðrún segir að það hafi lengi blundað í sér að skrifa þessa bók. „Fyrir þremur árum fékk ég þriggja mánaða frí í vinnunni og ákvað þá að setjast niður og byija. Það var ákveðið söguefni sem mér fannst ég þurfa að koma á blað og fékk ekki betra tækifæri en í þessu fríi til að byija. Mér hefur oft fundist samtíminn vera séður með augum karlmanna í íslenskum bókmenntum. Mig langaði til að skoða þennan sam- tíma með mínum augum og flétta honum saman við örlög einnar manneskju," segir Guðrún. Lögin viðvinmma Móeiður, dóttir hennar, hefur hins vegar gefið sig sönglistinni á vald og plata hennar, Lögin við vinnunna, hefur strax vakið mikla athygh. Móeiður er þó ekki sú eina í fjölskyldunni sem syngur því söngurinn er ríkur þáttur í lífi þeirra beggja. Guðrún tók söng- tíma þegar hún var við nám í Leik- hstarskóla Þjóðleikhússins og síðar hjá fóðursystur, sinni Guðmundu Ehasdóttur. „Ég fór síðan í tónhst- arskólann sl. vetur en hef lagt sönginn tímabundið á hihuna,“ segir móðirin. Dóttirin hóf hins vegar feril sinn fyrir nokkrum árum er hún varð númer tvö í Söngkeppni framhaldsskólanna. Móeiður hefur einnig verið að læra söng. Hún hefur farið í nokkra tíma til frænku sinnar, Guðmundu. Einnig stundaði hún nám í Tónhst- arskólanum í Reykjavík. Móeiður hefur vakið mikla athygh fyrir flutning sinn á gömlu góðu dægur- lögunum sem hún hefur nú komið á plötu. „Þetta eru bæði íslensk lög sem erlend og má reyndar finna lög á fjórum tungumálum á plötunni,“ segir hún. „Þetta er ijóminn af efn- Guörún Guölaugsdóttir og dóttir hennar, Móeiður Júníusdóttir, halda upp á þaö þessa dagana að gefa út sína fyrstu skáldsögu og plötu. DV-mynd Brynjar Gauti isskránni sem ég hef verið að syngja undanfarin ár,“ segir Mó- eiður sem er 21 árs. Hún túlkar lögin í djassaðri útgáfu meö skemmtilegri útkomu. Móeiöur hélt útgáfutónleika á Hótel Borg fyrir nokkrum dögum og tókust þeir með eindæmum vel. Hún setti saman hljómsveit fyrir plötuna sem er skipuö Kjartani Valdimars- syni, sem spilar á harmoníku og píanó, Þóri Högnasyni, kontra- bassa, Matthíasi Hemstock, trommuleikara og Jóel Pálssyni, sem leikur á saxófón og klarínett. „Tvö lög sem Móa syngur koma fyrir í bókinni minni,“ segir Guð- rún. „Þar sem erfitt var fyrir mig að skrifa hér heima fékk ég fyrst inni hjá elstu dóttur minni meðan hún var í vinnunni. Þar sem bókin er skrifuð í þremur áfóngum leigði ég mér næst þakherbergi á Birki- melnum og endurskrhaði bókina þá frá byijun og breytti um frá- sagnarhátt. í þriðju atrennu, sem var sl. sumar, fékk ég afnot af kvist- herbergi á Hringbrautinni þar sem Móeiður býr. Meðan Móeiður æfði lögin í stofunni sat ég og skrifaði," segir Guðrún ennfremur. Næst- elsta dóttir mín, Ásgerður, sem er að ljúka áttunda stigi í söngnámi, býr í sama húsi og Móeiður, en maður hennar er Siguijón Sigurðs- son, Sjón, sem einnig sat og skrif- aði á þessum tíma. Ég heyrði því tikkið frá honum úr annarri áttinni og Móu syngja úr hinni,“ útskýrir Guðrún. Sjón kom þó ekki sinni bók út fyrir jólin en sambýhsmað- ur Móu, Eyþór Arnalds tónhstar- maður, var hins vegar að gefa út plötu með Todmobile og má því segja að mikið sé um að vera í fjöl- sk'yldunni. Guðrún Guðlaugsdóttir er sex bama móðir, það yngsta, Sigríður Elísabet, er sjö ára. Guðrún varð ung ekkja með fimm börn en er nú ght Benedikt Jónssyni, fram- kvæmdastjóra Lífeyrissjóðs bænda. Guðrún á sautján ára tvíbura, Kristin og Guðlaug, sem eru saman í hljómsveit og urðu þeir í öðru sæti í Músíktilraunum Tónabæjar í vor. Tengdasonur hennar, Ævar Ágústsson, sem kvæntur er elstu dótturinni, Ragnheiði, tók stúd- entspróf úr öldungadeild sl. vor. Þannig að segja má að hægt sé aö halda fjölskyldusamkvæmi að öhu þessu loknu. „Siguijón er gesta- skáld í Bretlandi núna en þegar hann kemur heim mun fjölskyldan öll hittast og borða góðan mat sam- an í tilefni af þessu viöburðaríka ári,“ segir Guðrún. Áframhaldandi útgáfa Platan varð til við mjög fmm stæðar aðstæður á aðeins fjórum klukkustundum. „Hún var tekin upp í Gerðubergi með eldgömlum hljóðnemum sem við fengum lán- aða hjá Ríkisútvarpinu. Það má segja að Gerðubergi hafi verið breytt í risastórt stúdíó. Síðan tók- um við upp tuttugu lög en völdum sextán á plötuna. Á vissan hátt er þetta því „hfe“ plata," segir hin unga söngkona. „Þetta eru aht þekkt lög þó þau séu úr ýmsum áttum. Þau eiga það sameiginlegt að vera klassískar dægurperlur." Móeiður segir að hún og Eyþór Amalds vinni mikið saman við að semja tónhst. Þau sendu eitt lag sameiginlega frá sér á nýrri safn- plötu hjá Spori. Einnig voru þau með lag á plötunni Núll og nix. Móeiður telur hugsanlegt að sam- starf þeirra verði enn meira í fram- tíðinni þar sem Todmobhe er að hætta. Guðrún segist vera komin með ákveðna hugmynd að næstu bók en veit ekki hvenær hún muni byija á henni. „Það kemur út önn- ur bók fyrir þessi jól sem ég á hlut að en það er ævisaga Odds Ólafs- sonar á Reykjalundi. Ghs Guð- mundsson er höfundur hennar en ég lagði honum lið með því að taka íjölda viðtala í bókina. Talsverð vinna fór í það einnig þannig að þetta hefur óneitanlega verið anna- samurtími." -ELA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.