Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 Sérstæö sakamál Martraðimar Ópin sem vöktu Bemard og Ruth Marsden voru skerandi. En þetta var ekki í fyrsta sinn sem þau heyrðu þau og þótt þau væru vissu- lega óhugnanieg vissu þau hjón að í raun var ekkert að óttast. Ópin komu frá sautján ára dóttur þeirra, Beverly. Það var ljóst að enn einu sinni hafði hún fengið martröð. Hjónin flýttu sér inn til hennar. Hún var rennsveitt þar sem hún lá í rúminu og barðist við ósýnifegan andstæðing. Eins og í fyrri skiptin þegar þetta hafði gerst vöktu for- eldramir hana og móðir hennar tók utan um hana og huggaði hana. Unga stúlkan hélt fast í móður sína meðan hún var að komast til raun- veruleikans. „Mig dreymdi aftur sama draum- inn,“ sagði hún. „Ég var í almenn- ingsgarði og það var margt fólk þar. Skyndilega dró Gordon stóran hníf upp úr vasanum og stakk mig í magann og bijóstið með honum. Ég reyndi að berjast á móti en hann var of sterkur til þess að ég gæti það. Og þegar ég reyndi að hlaupa frá honum stakk hann mig í bakið. Ég man aö ég datt.“ Ráðalaus Bernard Marsden, sem var orð- inn {jömtíu og tveggja ára, var bmgðið. „Við verðum að biðja lög- regluna um að vemda Beverly," sagði hann. „Þetta er í þriðja sinn sem hana dreymir að þessi óþokki, hann Gordon, stingi hana til bana.“ „Og hvað hefurðu í huga að segja lögreglunni?" spurði Ruth, kona hans, sem stóð á fertugu. „Að Beverly dreymi iila? Við getum reynt að ræða við lögregluna en ég held ekki að hún geti gert mikið. Og þar að auki er Gordon Ross aumingi. Hann hefur ekki kjark til að gera Beverly neitt.“ Þau hjón komust að þeirri niður- stöðu að þýðingarlaust væri að hafa samband við lögregluna. Beverly hafði kynnst Gordon tveimur árum áður. Hann bjó í húsi við Pembroke-stræti í Salford, smábæ í Lancashire, en þar bjó Marsden-fjölskyldan líka. Beverly varð ástfangin af Gordon sem var ári eldri en hún. En nokkru síðar var hann handtekinn fyrir þjófnað og þá kom í ljós að hann átti sér afbrotaferil. Um hríð hafði hann dvalist á heimifi fyrir vandræða- unglinga en hann hafði einnig setið í fangelsi. Þegar Beverly komst að þessu ákvað hún að hætta að vera með honum. Nýtt afbrot Gordon reyndi hvað hann gat tii að halda í Beverly en dag einn ræddi faðir hennar við hann og sagði honum að það væri honum fyrir bestu að halda sig frá henni. Gordon reyndi samt sem áöur að taka upp samband við Beverly eftir að hann hafði fengið tveggja ára skilorðsbundinn dóm hjá dómara sem taldi að hann ætti skilið aö fá enn eitt tækifæri til að koma sér á rétta braut. Beverly hafði ekki meiri áhuga á Gordon nú en þegar hún hafði sagt skilið við hann. Hún neitaði bæði að hitta hann og ræða við hann. Dag einn gekk hann að henni á götunni þegar hún var á leið heim frá vinnu. Þá ítrekaði hiin að hún vildi hvorki heyra hann né sjá. Nokkrum mánuðum eftir dóms- uppkvaðninguna var lögreglan enn farin að leita Gordons. Nú fyrir árás á gamla konu en af henni hafði honum aðeins tekist að ná smáupp- hæð. Þegar hann gerði sér Ijóst að hann haföi þekkst og lögreglan var á hælunum á honum varð til með honum hugmynd sem teljast verð- Gordon Ross. ur fáránleg ef ekki hreinlega brjál- æðiskennd. Áætlunin Gordon tókst að sannfæra sjálfan sig um að leiðin úr öllum hans vanda væri að ræna Beverly, halda henni sem gísl og láta fóður hennar greiða fyrir hana hátt lausnargjald. Er hér var komið sögu hafði Beverly kynnst öðrum ungum manni, Anthony Bums, sem var tuttugu og eins árs. Þau höfðu trú- lofað sig og hún reyndi að gleyma Gordon Ross. En hann hafði ekki gleymt henni, eins og komiö er fram. Hann ræddi um hana við kunningja sína og skýrði þeim meðal annars frá því að hann hefði jafnvel í huga að ráða Bevery Marsden af dögum. „Hún ,er mín,“ sagði Gordon. „Þetta er allt foreldrum hennar að kenna. Þeir hafa eitrað hug hennar og ég vil heldur sjá hana deyja en vera með öðrum strák.“ Nokkrum mánuðum eftir þetta fór Beverly að fá martraðimar. í hvert sinn gerðist allt eins. Gordon stakk hana þrívegis með hníf og hún var að deyja. Margt fólk horfði á það gerast. í almennings- garðinum Síðdegi eitt í ágúst var Beverly á leið heim frá vinnu og gekk í gegn- um Heaton-almenningsgarðinn, en hann var nokkurra mínútna gang frá heimili hennar. Skyndilega stóð Gordon Ross við hlið hennar. Hann spurði hvort hann mætti ganga meö henni um stund. Beverly bað hann að fara en hann gaf sig ekki. Hann sagði henni að foreldrar hans hefðu snúið við honum bak- inu og þess vegna ætti hann hvergi heima. Svo fór hann að gera Beverly grein fyrir áætlun sinni mn að ræna henni. Hann sagðist vera viss um að foður hennar yrði svo bmgðið að hann féllist á að greiða allháa upphæð, jafnvirði tveggja milljóna króna, í lausnar- gjald fyrir hana. Þegar hann hefði Frú Mary Wilson. fengið þetta fé gætu þau tvö haldið út í heim og byrjað nýtt líf. í lokin sagði Gordon Beverly að hann væri á flótta undan lögregl- unni af því hann hefði framið rán. Beverly sagði honum að hann hlyti að vera genginn af vitinu og bað hann að koma sér burt. Martröðin verður að veruleika Ýmisir hafa látið í ljós þá skoðun að Beverly hefði átt að sýna meiri varúð þarna í garðinum, með martraðimar í huga. Skyndilega dró Gordon upp blað- langan hníf. Svo stakk hann Beverly í magann. Þegar hún hörf- aði aftur á bak stakk hann hana í brjóstið. Einhvern veginn tókst henni að snúa sér frá honum og ætlaði að reyna að hlaupa en hún komst aðeins nokkur skref. Þá gáfu fætumir sig. Og um leið rak Gord- on hnífinn í bakið á henni. Þegar þetta gerðist var margt fólk í almenningsgarðinum en það var eins og enginn áttaði sig á því sem var að gerast, utan ein fullorðin kona, frú Mary Wilson. Hún sá bhka á hnífsblaðið, tók á rás og stökk á árásarmanninn. Hún hugs- aði greinilega ekki mikið um þá hættu sem hún kallaði yfir sig og einhvem veginn tókst henni að fella Gordon Ross. Nú áttaði fólk sig á hvað gerst hafði og augnabliki síðan komu fleiri að. Afvopnaði fólkið Gordon og hélt fostum þar til lögreglan kom. Skammtmilli lífs og dauða Það leið ekki á löngu þar til lög- reglan kom. Reyndar var óþarfi að hringja á hana því lögreglumenn höfðu elt Gordon þennan dag og vora skammt á eftir honum í al- menningsgarðinum þegar atburð- urinn gerðist. Hann var því von bráðar kominn undir lás og slá. En lifi Beverly varð ekki bjargað. Um það var talað síðar, er öll málsatvik lágu fyrir, hve litlu hefði í raun munað að Beverly héldi lífi. Það var fyrir tilviljun að hún fór aðeins fyrr úr vinnunni þennan dag en venja hennar var því þá um kvöldið hafði hún ætlað sér að hitta kærastann sinn. Þess vegna hitti Gordon hana. Hefði hún farið úr vinnunni á venjulegum tíma bend- ir allt til að Gordon hefði verið far- inn úr garöinum af því að hann hefði orðið var lögreglumannanna sem voru á eftir honum. Það má því segja að nokkrar mínútur hafi skihð milli lífs og dauða. Ummæli foreldranna Gordon Ross og verjandi hans héldu því fram að um manndráp, ekki morð að yfirlögðu ráði, hefði verið að ræða. Reyndu þeir að fá breytt ákæru saksóknaraembætt- isins en það tókst ekki. Og þegar máhð kom fyrir rétt var skýrt frá því að Gordon hefði rætt um það við kunningja sína að hann hygðist ráöa Beverly af dögum svo hún gæti ekki gifst öðrum manni. Þá þótti það renna stoðum undir ásetningsverk að Gordon hafði tek- ið með sér hníf í almenningsgarð- inn þegar hann hugðist hitta Beverly til að fá hana til að gerast gísl sinn. Einnig þóttu þijár hnífsstungur sýna að ætlun Gor- don hefði verið að svipta Beverly lífinu. Kviðdómendur voru ekki í nein- um vafa um að Gordon Ross væri sekur um morð og dómarinn dæmdi hann í hfstíöarfangelsi en með möguleika á reynslulausn eftir sextán ár. „Enginn dómur getur fært okkur dóttur okkar," sögðu foreldrar Beverly. „Og við vonum að Gordon fái aldrei frið. Og verði hann ein- hvern tíma látinn laus og svo hla fari að hann verði á vegi okkar mun annaðhvort okkar hjóna verða honum að bana, sama hverjar af- leiðingarnar verða. Það var aumur dagur þegar dauðarefsingin var afnumin á Englandi." Þessi orð voru sögð í lok réttar- haldanna en megi marka svipuð ummæli annarra við svipaðar aö- stæður er ástæða th að ætla að af- staða þeirra Marsden-hjóna hafi breyst með tímanum. Missir þeirra var mikhl en tíminn læknar öll sár, er sagt. Verði Gordon látinn laus eftir sextán ár verður Bemard Marsden sextugur en Gordon þrjátíu og fjög- urra ára svo því hefur verið haldið fram að líklega þyrfti Gordon ekki að óttast hann mikið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.