Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Blaðsíða 34
42 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 Iþróttir Þjálfun íslenskra íþróttamanna á tímamótum: Menn eru farnir að horfa til vísinda og fræðanna Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Þjálfun íslenskra íþróttamanna er á tímamótum og það virðist liggja í loftinu að íslensldr íþróttaþjálfarar fari í auknum mæli að vinna sín störf samkvæmt „vísindunum" og þegar má sjá þess dæmi. Menn sjá fyrir sér störf Guðjóns Þórðarsonar knatt- spymuþjálfara og árangur hans með Akranesliðið og störf Jóhanns Inga Gunnarssonar, handknattleiksþjálf- ara Hauka, sem báðir hafa verið aö taka upp nýjar aðferöir við þjálfun hér á landi sem skila miklum ár- angri. Vandlega er fylgst með íþrótta- mönnunum og líkamsástandi þeirra, æfmgamar eru öðmvísi upp byggðar og íþróttamennimir ganga ekki ælandi út af þeim vegna þreytu. Störf þjálfaranna em að verða „vísinda- legri“ og þeir þjálfarar sem ætla að ná árangri verða að fara að tileinka sér breyttar aðferðir við þjálfun. „Ég held að það sé ekki spuming að íslenskir þjálfarar eru í auknum mæli að tileinka sér þessar aðferðir, kröfurnar era að aukast og félögin leggja meira upp úr góðri þjálfun en áður. Ef ég nefni körfuboltann sem dæmi þá var það nær algild regla fyrir örfáum áram að félögin vora að fá erlenda leikmenn til sín sem jafnframt vora þjálfarar. í fæstum tilfellum höfðu þessir menn nokkra hugmynd um þjálfun. Þetta hefur breyst og menn sjá mikilvægi þess að standa betur aö þjálfuninni. En þegar þessi mál era rædd ber allt að sama branni, fjármálum félaganna," segir Hrannar Haraldsson, sem þjálf- ar körfuboltalið Þórs á Akureyri. Hrannar er íþróttafræðingur frá Háskólanum í Tubingen í Þýska- landi, lauk þar námi á fimm árum sem þykir stuttur tími. Hann segir námið mjög umfangsmikið en segja má að það sé þrískipt. íþróttirnar sjálfar era einn hlutinn en Hrannar valdi körfubolta, fimleika, tennis og handbolta sem aðalgreinar og körfu- bolta og tennis sem sérgreinar er á leið. Annar hluti eru fræðin, s.s. þjálffræði, sálfræði og hreyfifræði, og í þriðja lagi var lögð áhersla á uppeldismál. Námið er mjög yfir- gripsmikið og nær til allra þátta þjálfunarinnar. „Það sem er að gerast í þjálfun hérlendis er að menn eru famir að horfa til vísindanna og fræðanna en það hefur ekki verið gert í miklum DV-mynd gk, Akureyri - segir Hrannar Hólm, íþróttafræöingur og körfuboltaþjálfari mæli áður og hér er ekki til nein hefð fyrir íþróttafræðum. Þjálfunin hefur gengið meira mann fram af manni þannig að einn maður kennir það sem þjálfari hans kenndi honum. Þaö sem er að gerast er að menn era að kynna sér betur starfsemi líkam- ans, sálfræðilega þáttinn og fleira sem máli skiptir varðandi þjálfunina. Við höfum verið á eftir hvað þetta varðar en farið áfram á hörkunni og keppnisviljanum. Oft hefur þetta verið þannig að þjálfarar hafa ekki verið ánægðir nema íþróttamennirnir hafi farið hálfdauðir af þreytu af æfingum. En með fræðunum sjáum við hversu auðvelt-er að ofbjóða líkamanum og við þurfum auðvitað að tileinka okk- ur þær rannsóknir og vísindi sem liggja að baki bestu þjálfun sem völ er á í dag. Ef ég horfi til körfuboltans, þá held ég að það sé ekkert út á það að setja hvemig leikurinn sjálfur er kenndur og við höfum íþróttamenntaða menn sem gera þetta af viti. Annað eru hlutir s.s. að fylgjast náið með líkam- legu ástandi íþróttamannanna t.d. með mjólkursýruprófum en þetta er mjög kostnaðarsamt og félögin þurfa að vera mjög öflug til að standa að slíku. Mæhngar á ástandi leikmanna hjálpa vissulega en það má þó ekki ofmeta þann þátt. Menn mega alls ekki gleyma því að horfa á heildar- myndina og tú allra þátta en einblína ekki á hluti eins og mjólkursýrupróf- in. En það er sama hversu mikið við hugsum um þessi mál sem vissulega er brýnt að skoða vel og tileinka sér, allt snýst þetta um peninga þegar upp er staðið. Menn mega heldur ekki gleyma því að unglingastarf fé- laganna er það sem allt á að snúast um hjá félagi sem ætlar sér að ná árangri. En allt hangir þetta saman. Unglingastarfinu verður ekki sinnt vel nema til séu hæfir þjálfarar og þar er víða pottur brotinn. Leikmenn i meistaraflokki, sem ekkert þekkja til þjálfunar, era oftar en ekki að þjáffa unglingana nánast í þeim til- gangi einum að fá fyrir það laun. Það er því margt sem betur má fara hjá okkur, en þegar á heildina er litið er ljóst að við eram á réttri leið þegar við eram farnir að horfa til þeirra vísindalegu vinnubragða sem víða era stunduð," segir Hrannar Hólm. Hrannar Hólm gefur sinum mönnum góð ráð á æfingu hjá Þór. Iþróttamaður vikunnar: Bjarki Sigurðsson - á beinu brautinni á ný eftir erfið meiðsli PLÚS Plús vikunnar fær Bjarki Sig- urðsson, handknattleiksmað- ur í Víkingi. Bjarki hefur und- anfarin ár glímt við alvarleg meiðsli og í fyrra voru þeir margir sem töldu að ferill hans væri á enda ranninn. Bjarki er kominn á fulla ferð aftiu- og skoraði 11 mörk gegn Seffossi í vikunni. MÍNUS Mínus vikunnar fá leikmenn Þórs og Hauka en leikur lið- anna í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik karla í vik-, unni þótti ekki frambærileg- ur. Leikurinn þótti hreinasta hörmung og ekki boðlegt að bera slíkan handbolta á borð fyrir áhorfendur. Bjarki Sigurösson er að komast í sitt gamla góða form. Glansleikur hans gegn Selfossi í vikunni sann- aði þaö. Bjarki Sigurðsson, handknatt- leiksmaður í Víkingi, er íþrótta- maður vikunnar aö þessu sinni. Hann hefur af feiknalegum krafti, ósérhlífni og eljusemi náð aö rífa sig upp úr mjög erflðum meiðslum. í vikunni lék Bjarki listavel gegn Selfyssingum og skoraði þá 11 mörk hvert öðra glæsilegra. „Ég er að ná mér og reyni að flnna sem minnst til inni á vellinum. Dags daglega finn ég aðeins fyrir þessu, sérstaklega ef álagið er mik- iö. Ég fer þrisvar í viku til sjúkra- þjálfara og vona að þetta lagist al- veg meö tímanum," segir Bjarki. Bjarki sleit krossbönd í hné á vinstri fæti árið 1990, nánast allt nema krossbandið í hné á hægri fæti í fyrra og í ár fór krossbandið sömu leið. Bjarki var skorinn upp í júní sl. sumar og síðan þá hefur hann æft grimmt. „Það var sagt við mig að ferillinn væri búinn. Það ýtti verulega við mér. Ég var ákveðinn í að sanna mig á ný. Ég gat ekki hugsað mér að horfa á handboltann af áhorf- endabekkjunum. Staðan hjá mér er góö í dag. Vonandi er þessi langi kafli meiðsla að baki og ég á þá ósk heitasta að geta farið að einbeita mér af krafti að handboltanum og bæta mig sem handknattleiks- mann,“ segir Bjarki. Bjarki er uppáhaldsleikmaður margra handknattleiksunnenda og unnendur hans einskorðast ekki eingöngu við stuðningsmenn Vík- ings. Hann er án efa sá handknatt- leiksmaður sem hefur yfir mestri tækni að ráða hér á landi. Og oft er það svo að flinkir íþróttamenn skipa efstu sætin á vinsældalistum íþróttaáhugamanna. -SK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.