Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 43 Umkyn- fræðslu unglings Tómas Jónsson er dæmigerður reykvískur unglingur í 9. bekk grunnskóla. Fyrir tveimur árum vaknaði hann í fyrsta skipti blaut- ur í klofmu eftir nætursáðlát. Þetta vakti með honum mikia skelfmgu enda vissi hann ekki hvaðan bleyta þessi var upprunnin. Hann fletti upp í kynlífssérfræðingi skólans, kotrosknum læknissyni, sem leiddi hann í allan sannieika um fyrir- bærið. „Þig hefur verið að dreyma eitthvað spennandi og fengið úr honum,“ sagði þessi 14 ára kynlífs- fræðaþulur, „enda er þetta stund- um kallað draumkunta." Tómasi leið mun betur eftir þetta samtal og leitaði stundum til þessa skólafélaga síns úm margt sem laut að kynlífi. Hann reyndi að ræða við pabba sinn en samtalið endaði í gagnkvæmum vandræðum, þögn og misskilningi. Móðir hans taldi að þessi fræsöla ætti að vera á veg- um fóöurins. Tómas uppgötvaði á næstu mánuðum hvernig kynþro- skinn helltist yfir hann eins og sandur af vörubílspaUi. Grófgert hár tók að vaxa á ólíklegustu stöð- um, röddin breyttist og bólur spruttu upp í fíngerðu andlitinu. Hann fann fyrir óljósri spennu og óróleika gagnvart skólasystrum sínum sem ekki voru lengur bara leiðinlegar, frekar og háværar, heldur leyndardómsfullar og óræð- ar. Hann fór á nokkur skólaböll og dansaði sérstaklega við tvær skóla- systur. í dansinum fann hann fyrir notalegu holdrisi sem fyllti hann feimni og sneypu. Á þessum árum lærði Tómas að fróa sér. Fullnægingin fyllti hann ljúfsárri sælu og óljósri skömm og sektarkennd. Einhvers staðar haföi hann lesið um skelfilegar afleiðing- ar sjálfsfróunar en kyniífsfræðing- ur skólans sagði honum að þetta væri alit í lagi. Heimur kyniífsins laukst hægt upp fyrir Tómasi. Hann heyrði niðinn í frumskógat- rommum lífsins og fór að velta fyr- ir sér gátum tilverunnar. Hann tók að efast um sannindi bernskunnar. En ótal spumingum var ósvaraö, óteljandi herbergi, skúmaskot og vistarverur kynlífsins voru enn hulin í dalalæðu óvissu, spennu og vanþekkingar. Eitt laugardagskvöld leigði hann sér bláa mynd ásarnt nokkrum fé- lögum. Hljóðir af æsingi horfu þeir á nokkra leikara í trylltum kynlífs- leikjum í 90 mínútur. Allir sváfu hjá öllum. Samfarir komu í stað handabands. Fólk hittist, heilsaðist og skellti sér upp í rúm með tilheyr- andi stunum, frygö og æsingi. Tóm- as fékk þá tilfinningu að allir væru reyndari og fróðari en hann sjálf- ur. Hann fylltist vanmetakennd, öryggisleysi og feimni. Honum fannst hmur sinn í minna lagi og virti fyrir sér í laumi hvernig skóla- félagamir væm vaxnir niður. Kynfræðsla íflá öðmm spendýrum fylgist ungviðið með kynhegðun þeirra fullorðnu og fær þannig fyrstu kyn- fræðsluna. I flestum mannlegum samfélögum er þessu ekki þannig varið. Böm í Vesturheimi fá ekki að fylgjast með foreldmm sínum í samfórum svo að þau verða að afla sér slíkrar þekkingar annars stað- ar. Þó fylgjast böm með atferh for- Börnin fá oft fyrstu kynfræðslu sína hjá félögum og vinum sem sjálfir eiga önnum kafna og bælda foreldra. Álæknavaktiimi Óttar Guðmundsson læknir eldra sinna svo að kynfræðsla byij- ar þegar í fmmbernsku. Þau taka eftir því hvemig foreldrarnir koma viö bamið og hvort annað og tala saman. Ef aht fer vel skilur barnið að samskipti tveggja fulloröinna manneskja eiga aö vera frjálsleg en jafnframt þmngin ástríðu. Bamið lærir á snertinguna og fær ákveðna tilfmningu fyrir eigin lík- ama og annarra og skynjar hvernig kossar og blíðuhót em sjálfsögð leið til að losna við einsemdina. Þegar unghngar em spurðir um kynfræðslu segjast níu af hveijum tíu vilja fá hana frá foreldrum sín- um en ekki frá félögum, úr bókum eða í skólastofunni. Þegar sömu unghngar em inntir eftir því hvort þeir tah við foreldra sína um kyn- líf segjast einungis tveir af hveijum tíu gera það. Ástæðan er yfirleitt sú að foreldrarnir eiga erfitt með að tala um þessi mál bæði við hvort annaðogbörnsín. Börnin fá oft fyrstu kynfræðslu sína hjá félögum og vinum sem sjálfir eiga önnum kafna og bælda foreldra. Sumir unglingar komast yfir klámblöð eða klámspólur sem segja frá kynlífi á berorðan hátt og halda engu undan. Samkvæmt ís- lenskum og erlendum rannsóknum fá þó strákar mun minni kyn- fræðslu en stúlkur. Þær em gjam- an nátengdar mæðmm sínum og eiga auðveldar með að tala viö þær um kynlíf, blæðingar og samskipti við hitt kynið. Margar mæður veigra sér við að tala við syni sína um þessi mál og faðirinn er oft {jar- lægur og treystir sér ekki th að ræða af neinni hreinskilni við ung- an son sinn. Skóhnn hefur á liðnum árum komið til móts við fjölskyld- umaríþessuefni. En fræðslan er of einskorðuð við tæknileg atriði. Unglingar fá kennslu um útht kynfæra, blæð- ingar, getnað og getnaðarvarnir en mun minna um siðfræði kynlífs og kynnautnina sjálfa. Tómas Jóns- son unghng þyrstir í meiri fræöslu um kynlíf og kynnautnina. Hann leitar svara úti um aht en oft em svörin tvíræð og torskilin eins og véfréttin í Delfi. Foreldrar eiga að ræða þessi mál af hreinskhni við Tómas og eyða ýmsum delluhug- myndum sem búið hafa um sig í hugarskotihans. A síðustu tímum hafa komið út bækur um þessi efni sem höfða th ungs fólks sem gætu reynst gott vegamesti á þeirri löngu leið losta, langana og nautna sem hefst við kynþroskann. Vaxandi tíðni astma og vestrænir lífshættir Unnur Steina Björnsdóttir læknir, sérfræöingur í ofnæmis- og ónæmissjúkdómum, flytur erindi og svararfyrirspurnum á fundi Samtaka gegn astma og ofnæmi í Múlabæ, Ármúla 34,3. hæð, kl. 20.30 á mánudagskvöld, 29. nóvember. Allir eru^elkomnir á fundinn á meðan húsrúm leyfir. Kaffiveitingar. SAMTÖK GEGN ASTMA OG OFNÆMI Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Öldrunarþjónustudeild, Síðumúla 39 Félagsstarf aldraðra Leiðbeirtendur óskast í hlutastörf í nokkrar af félagsmiðstöðvum aldraðra á vegum Reykjavíkurborgar. Um er að ræða íþróttakennslu, íþróttakennararéttindi áskilin, postulínsmálun, vefn- að, bókband, leður og loðskinnasaum, bridgespilun og ensku. Námskeið, reynsla eða sérmenntun í viðkomandi greinum nauðsynleg. Nánari upplýsingarveitir ÞórirS. Guðbergsson, Síðu- múla 39, síma 678 500. Umsóknum, merktum félagsstarfi aldraðra, sé skilað í Síðumúla 39 á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 10. desember nk. Laxveiðimenn - laxveiðimenn Veiðifélag Fnjóskár óskar eftir tilboðum í Fnjóská veiðitíma- bilið 1994. Skila- fresturertil 15. des- ember 1993. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem ereða hafnaöllum. Uppl. veitir Sveinn Sigurbjörnsson í síma 96-33167 eða Benedikt Sveinsson r síma 96-33267. „Út í heim á nœstu leigu“ Vinningshafar í 3. drætti 25. nóvember 1. Ferð fyrir 2til Luxemburg Hólmfríður Sigurðard., Keilusíðu 10l, Ak. 2. Ferð fyrir 1 til Gasgow Örvar Arngrímsson, Jörvabyggð 4, Akureyri 3. Ferðfyrir 1 til Amsterdam Drífa Lind Gunnarsd., Aratúni 32, Garðabæ 4. Ferð fyrir 1 til Hamborgar Björn Þorsteinsson, Digranesvegi 24, Kópav. 5. Ferð fyrir 1 til London Halla Viðarsdóttir, Arnarhrauni 4, Hafnarfirði 6.-15. Gjafakörfur frá Coke/Maarud og Nóa & Síríusi Coke & Maarud Coke & Maarud Coke & Maarud Coke & Maarud Coke & Maarud Nói & Síríus Nói & Síríus Nói & Síríus Nói & Síríus Nói & Síríus Guðrún Elín Guðmundsd., Ölduslóð 44, Hf. Valgerður Helgadóttir, Hnúkaseli 8, Reykjavík Gunnar Böðvarss., Faxastíg 2, Vestmannaeyjum Sigríður B. Kristjánsd., Brúnum, Eyjafjarðarsveit Guðrún Helga Ivarsd., Ránargötu 11, Reykjavík Hulda Signý Gylfad., Lönguhlíð 13, Akureyri Silvía Sölvadóttir, Kambahrauni 23, Hveragerði Þóra Ingvarsd., Vesturhúsum 2, Reykjavík Normandy B. del Rosario, Grettisgötu 31, Rvk Ármann Rögnvaldss., Krummahólum 103E, Rvk Það má geta þess að vinningarnir verða sendir til viðkom andi vinningshafa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.