Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Blaðsíða 36
14 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 Sviðsljós Þaö er hart barist í Hollywood um kvenhlutverkin enda eru þau eitt á móti fjórum karlhlutverkum. Ungar, sætar konur eru eftirsóttastar í kvikmyndaborg- inni um þessar mundir. Eldri leikkonur eiga undir högg að sækja í Hollywood: Ungar og sætar leik- konur selja myndirnar Þær konur sem viröast eiga vel- gengni að fagna í Hollywood um þessar mundir eru ungar og kyn- þokkafullar. Eldri konumar eiga erf- iðara uppdráttar. í kvikmyndaborg- inni er rætt um hvaða konur munu selja best. Bíómyndirnar eiga helst að vera uppfullar af ást, kynlífi, spennu og hraðri atburðarás. Konur eins og Daryl Hannah, Julia Roberts og Sharon Stone þykja eftirsóttar. Myndir sem þær leika í trekkja að. Kvikmyndafyrirtækin í Hollywood selja myndir til Evrópu fyrir 3,7 milljarða dollara á hverju ári. Stærstu hlutverkin ganga til eftir- sóttustu leikaranna þrátt fyrir að þeir setji upp hátt verð. Hartbarist í Hollywood er aðeins eitt kven- hlutverk í bíómyndum á móti fjórum fyrir karlmann. Þar er því barist hart. Fyrir kvenstjörnurnar getíir það verið erfitt þegar þær finna höfn- unina einungis sökum þess að aldur- inn færist yfir. Það er einmitt með aldrinum sem reynslan fer að segja til sín. Sagt er að ekki séu nógu mörg hlutverk skrifuð fyrir eldri leikkon- ur þó vissulega séu undantékningar eins og Hús andanna eftir Isabel AI- lende. Þar fara meö hlutverk leik- konurnar Meryl Streep sem er 44ra ára og Glenn Close sem er 46 ára. í raun fá eldri leikkonur einungis hlutverk þegar góð bókmenntaverk em mynduð eins og Hús andanna og myndin Out of Africa eftir Karen Biixen. Einnig má nefna myndina Steikta græna tómata. Sumar konur halda sig þó bara við einn leikstjóra og láta hann um að finna fyrir sig hlutverk eins og Diane Keaton, 44ra ára, og Woody Allen. Fjölskyldan kallar Leikkonurnar vilja oft hverfa frá starfinu um tíma til að vera meira með fjölskyldum sínum. Þá er ekki alltaf létt að koma til baka. Að minnsta kosti bíða stóm hlutverkin ekki endilega. Margar leikkonur hafa flutt til afskekktra staða til að koma í veg fyrir að börnin þeirra alist upp innan um glauminn og glys- ið í Hollywood. Má þar nefna Meryl Streep, Jessica Lange (44) og Sissy Spacek (43). Meryl Streep er reyndar kominn aftur til kvikmyndaborgar- innar. En sumir verða einfaldlega mjög þreyttir á Hollywood. Jane Fonda, 56 ára, ætlar ekki að flytja til baka enda er hún hamingjusamlega gift og komin í nýtt umhverfi. En þar sem eiginmaöurinn hefur hug á að kaupa eitt stykki kvikmyndaver er aldrei að vita hvað hún gerir í fram- tíðinni. Stjömunar mega heldur aldrei verða svo stórar með sig að þær geti ekki leikið hvaða hlutverk sem er. Oftast þarf að vinna með öðrum stjörnum. Áhorfendum fellur þó ekki aÚtaf samsetningin. Til dæmis vom ekki allir sáttir við að Roseanne Barr léki með Meryl Streep í Kvendjöflin- um. Þá hefur leikkonan Whoopi Goldberg leikið jafnt í alvarlegum myndum sem gamanmyndum. Leikstýra og leika Margar eldri leikkonur hafa tekið að sér leikstjórn þegar þær hafa eng- in hlutverk. Jafnvel Liv Ullman (54) er gott dæmi um það. Sumar eru svo klárar að þær framleiða, leikstýra og jafnvel leika í einni og sömu myndinni eins og Goldie Hawn (48), Victoria Principal (48) og Barbra Streisand (51). Þá hafa söngkonur komist í feit hlutverk og má þar nefna Diönu Ross (49) sem lék í kvikmynd um Billie Holiday og Angela Bassett sem lék í Tinu. Cher hefur einnig fengið nokk- ur hlutverk þó ekki hafi þau krafist sönghæfileika eins og í Silkwood og Moonstruck. Og Bette Midler (49) hefur átt mörg góð hlutverk jafnt syngjandi sem leikandi. Framleiða ilmvatn Elstu leikkonurnar svo sem Elisa- beth Taylor hafa helst haldið frægð- inni með því að setja á markað ilm- vatn, snyrtivörur eða aðra hluti. Og ekki má gleyma ævisögunum þar sem þær segja frá lífsreynslusögum sínum. Sjónvarpið hjálpar Hins vegar hafa nokkrar eldri leik- konur fengið uppreisn æru með frá- bærum hlutverkum sínum eins og Katharine Hepburn og Jessica Tandy á hvíta tjaldinu og Jane Wyman (79) og Angela Lansbury (69) í sjónvarpi. Sjónvarpsmyndaflokkar geta gert heilmikið fyrir eldri leikkonurnar. Ein leikkona sem var dauðhrædd um að gleymast með aldrinum er Jean Simmons (64) sem hefur fengið fín hlutverk t.d. í myndaflokknum Þyrnifuglar. Þá hefur leikkonan Faye Dunaway (52) leikið mörg fræg hlutverk jafnt á hvita tjaldinu sem 1 sjónvarpi. Hún hefur þó ekki sést lengi og menn spyrja því - hvar er Faye? Er hún orðin of gömul? Játvaröur prins með litríkum persónum í Ghana. Játvarður heimsækir Ghana Sá aðili innan bresku konungsfjöl- skyldunnar sem minnst virðist talað um er Játvarður prins (Edward). Fyrir stuttu fór prinsinn í heimsókn til Ghana og þá fengu fjölmiðlamir tækifæri til að mynda hann. Að öðru leyti velta þeir lítið fyrir sér þó prins- inn virðist ekki mikið upp á kven- höndina. Prinsinn dvaldi í Ghana í íjóra daga og hitti marga mæta menn eins og Rawhngs forseta. ... að nú væri ekkert vafamál að fjölgun yrði bráðlega hjá furstafjölskyldunni í Mónakó. Það er Stefanfa prinsessa sem á von á sér aftur en hún á árs- gamlan son fyrir. Prinsessan, sem er 28 ára, er þegar komin með það stóran maga að enginn efast lengur um að hún er kona ekki einsömul. ... að leikarinn Dean Martin, sem er orðinn 76 ára, hefði bar- ist við lungnakrabbamein und- anfarið og vissi að hann ætti ekki langt eftir. Leikarinn viður- kennir þó að hann hafi átt gott líf og sjái ekki eftir neinu. ... að eiginkona Mick Jaggers, Jerry Hall, ætti nú söluhæsta myndabandið I Englandi en það kennir fólki jóga og hvernig eigl að lifa heilsusamlega. ...að poppsöngkonan Cindy Lauper, sem er fertug, hefðl skritlð áhugamál. Hún og eigln- maður hennar, David Thomton, safna nefnilega dyrahömrum. Nú þegar eru þau með þrjátiu dyra- hamra á útidyrahurðinni. Ef dyrabjallan klikkar er því lítið mál fyrir gesti að iáta vita af sér. dóttur linnli ekki. Þessi mynd birtist af henni í Norsk Ukeblad þar sem segir frá hinni íslensku Björk sem breskir poppaðdá- endur annaðhvort elska eða hata. Þá má minnast á að Björk er í forsiðuviðtali hjá poppblað- Inu VOX ef einhver vill lesa um hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.