Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Lestin brunar hjá Því færri kostir sem eru í boði, þeim mun auðveldara er kjósendum í Reykjavík að átta sig og taka afstöðu. Við val á milli aðeins tveggja lista fækkar óákveðnum og öðrum þeim, sem ekki svara, úr 45% niður í 18%. Allur þorri mismunarins styður sameinaðan lista. Þetta er ein af niðurstöðum könnunar DV á skoðunum 600 kjósenda, sem birt var í blaðinu í gær og í fyrradag. Þar kom líka fram, að ekki er nóg með, að kjósendur styðji sameinaðan lista, heldur vilja þeir beinlínis velja milli tveggja nafngreindra borgarstjóraefna. í ljós kom, að sameinaður listi gegn núverandi meiri- hluta mundi fá 54% fylgi á móti 46% og að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur 52% fylgi á móti 48% fylgi Mark- úsar Amar Antonssonar. Aðrir þeir, sem nefndir hafa verið, komust varla á blað í skoðanakönnuninni. Litlu flokkamir komast ekki lengur hjá því að vita, að sameinaðir geta þeir náð meirihluta í borginni og annars alls ekki. Og þeir komast ekki heldur lengur hjá því að vita, að þeir geta boðið vinsælt borgarstjóraefni, sem slær við sjálfum borgarstjóra Sjálfstæðisflokksins. Sennilega ýta mislukkaðir ráðamenn litlu flokkanna þessari óþægilegu staðreynd út af borðinu, af því að þeir óttast, að borgarstjóraefnið skyggi á þá sjálfa og að elsku hth flokkurinn þeirra sjálfra hætti að vera th, bráðni hreinlega í birtunni af sameiginlega framboðinu. Niðurstöðumar stríða gegn þeirri skoðun, að fjöl- breytt framboð laði samanlagt að meira fylgi, af því að þá fái hver tegund sérvizku sinn griðastað og að síðan geti hinar ýmsu sérvizkur sameinazt um nægan meiri- hluta til að stjóma því kerfi, sem kosið er th. Hingað th hafa margir tahð, að hehdarfylgi komist ekki th skha í sameinuðu framboði. Vísað er th reynsl- unnar af slysum á borð við af Hræðslubandalagið. En það bandalag var annars eðhs, því að þá studdu flokkar bandalagsins framboð hins á vhd eftir kjördæmum. Ekki er heldur alltaf tækifæri th að nýta kosti sameig- inlegra framboða. Ýmsar aðstæður geta valdið því, að fylgi kvamist af jöðrum slíkra framboða og að þau nái ekki að grípa hugi kjósenda sem virkt og öflugt afl þeirra hluta, sem gera þarf. En tækifærið virðist þó vera núna. Skoðanakönnunin sýnir einfaldlega, að meðal óákveð- inna kjósenda sé mikill vhji til að skipta um meirihluta í Reykjavík og að sá vhji muni fá útrás, ef af sameigin- legu framboði smáflokkanna verður og ef Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir verður borgarstjóraefni framboðsins. Könnunin sýnir hka, að vhjinn fær ekki útrás, ef smáflokkamir gauka áfram hver í sínu homi. Á þann hátt afla þeir ekki trausts meðal óákveðinna kjósenda. Á þann hátt vantar fókusinn, sem vera þarf að mati kjós- enda, sem vhja hreinar og afdráttarlausar línur. Dæmigerður kjósandi í nútíma kærir sig ekki mikið um smáatriði í raunverulegum eða ímynduðum mismuni flokka. Hann vih taka afstöðu í stórum línum og hann telur persónu lykilframbjóðandans skipta miklu máh. Það, sem hann vhl 1 raun, er tveggja flokka kerfi. Sú leið, sem smákóngar htlu flokkanna munu helzt sjá úr ógöngum sínum, er að halda áfram þeirri stefnu að bjóða fram í mörgu lagi, en gefa vhjayfirlýsingu um stuðning við sameiginlegt borgarstjóraefni. Sú leið mun ná nokkrum árangri, en tæpast þeim, sem máh skiptir. Kirkjugarður stjómmálasögunnar er fuhur af hths háttar köhum, sem ekki höfðu vit á að stökkva um borð, þegar lestin brunaði hjá og hvarf inn 1 framtíðina. Jónas Kristjánsson Sj álftekt við Svalbarða er fásinna Öðru hvoru rísa upp íslenskir land- vinningamenn, sem færa vilja út yfirráð eða ítök íslands í einhverja áttina. Skortir þá ekki þrætubókar- rök fyrir máli sínu, og þau berg- mála síðan í þeim fjölmiðlum sem einkum leggja sig eftir að vekja athygli en hugsa minna um trú- verðugleik. Lengi rak dr. Jón Dúason ákafan áróður fyrir tilkalli íslendinga til yfirráða yflr Grænlandi, setti fram röksemdir sínar í mörgum bindum og eignaðist meira að segja stuðn- ingsmann við málstaðinn á Al- þingi. Málið dó svo með dr. Jóni. Um þær mundir sem menn kom- ust upp á lag með að veiða loðnu og olíufundir í Norðursjó vöktu athygli á verðmæti hafsbotnsrétt- inda, tóku nokkrir íslendingar sig til og vildu vefengja rétt Noregs til yfirráða á Jan Mayen. Meginrök þeirra fyrir tilkalli íslandsjil eyjar- innar voru að Eyfirðingar heíðu sótt þangað rekavið einhvem tíma á síðustu öld. Þessi málatilbúnaður lognaðist brátt út af. Nú her svo við aö togaraútgerðar- menn vilja hefja veiðar á fisk- vemdarsvæði Norðmanna við Svalbarða og krefjast stuðnings stjómvalda til að fá veiðirétt sinn þar viðurkenndan. Benda þeir helst á þá leið að norska strand- gæslan verði egnd til að taka ís- lenskan togara að veiðum og færa til málsóknar og dóms í Noregi. Síðan skjóti ríkisstjóm íslands málinu til Alþjóðadómstólsins í Haag. Ekki er ljóst hvort talsmenn slíkrar ráðabreytni gera sér í hug- arlund aö málalok í Haag hljóti að vera sér í vil, eöa halda að Noregs- stjóm glúpni fyrir hótuninni einni og kjósi að veita íslenskum togur- um veiðikvóta við Svalbarða um- svifalaust. Hvort tveggja er jafn fjarstæðukennt. Með Parísarsáttmálanum frá 1920 viðurkenna önnur ríki sem að hon- um stóðu og töldu sig hafa hags- muna að gæta á Svalbarða yfirráð Noregs yfir eyjaklasanum, en áskilja sér aðgang að auðlindum svæðisins á jafnréttisgrundvelli, þó undir lögsögu Noregs. Síðan sátt- máhnn kom til framkvæmda er hann hluti af alþjóðalögum. Það er fyrst að athuga við loft- kastaia togaraútgerðarmanna að ísland er ekki aðili að Svalbarða- sáttmálanum og getrn- því ekki að svo stöddu byggt veiðiréttarkröfur á honum. Á þeirri forsendu einni Erlend tídindi Magnús Torfi Ólafsson hlyti Alþjóðadómstólhnn að vísa frá íslenskri áfrýjun á norskum. dómi yfir íslenskum togara fyrir veiðar á vemdarsvæði við Sval- barða. Gengi ísland í snatri í hóp aðild- arríkja Svalbarðasáttmálans, yröu togaraútgerðir htlu bættari í brölti sínu. Norðmenn hafa haldið uppi fiskverndarsvæði við Svalbarða í áratugi. Það er þáttur í sameigin- legri stjóm þeirra og Rússa á fisk- veiðum í Barentshafi. Sú stjóm fer fram í samráði við alþjóðastofnan- ir. Veiðileyfi sem Norðmenn hafa veitt öðriun þjóðum, til að mynda Evrópubandalaginu, Færeyingum og Grænlendingum, við Svalbarða em hluti af norska veiðikvótanum á svæðinu. Sá hefur htla hugmynd um túlkunarvenjur Alþjóðadóm- stólsins á alþjóðalögum, sem gerir sér í hugarlund að hann kunni að leggja blessun sína yfir að íslenskar togaraútgerðir taki sér þar einhhða veiðirétt án þess að leitað sé samn- ingaumleitana við norsk stjóm- völd. Þeir einu sem nokkru sinni hafa reynt að skerða rétt Norðmanna til lögsögu á Svalbarða vom stjóm- völd Sovétríkjanna fyrrverandi. Þau mál vörðuðu kolanámubúðir á landi, og með hófsemi en festu höfðu norsk stjórnvöld sitt fram í þeim ýfingum, þótt við óvæginn væri að etja. Norsk lögsaga yfir nýtingu auðhnda Svalbarða er því ekki bara á pappírnum heldur rækhega staðfest í framkvæmd. Vandi íslenskra togaraútgerða stafar af of þungri sókn hátækni- væddra skipa í fiskstofna á heima- miðum. Eigi að leita verkefna fyrir skip sem í rauninni er ofaukið í flotanum, eins og stofnstærð er nú komið, verður það mál ekki leyst meö því að reyna sjálftekt á ein- veijum tonnum við Svalbarða. Þar þurfa að koma til önnur og hald- betri úrræði, hugsuð til langs tíma, en ekki fálm út úr skuldahelsi sem menn hafa búið sér með ásókn í niðurgreidd skip úr erlendum skipasmíðastöðvum umfram það sem rúm er fyrir með góðu móti til að veiða það sem th skiptanna er á íslandsmiðum nú um skeið. Skodanir annarra Öld Kyrrahafsins Ef 20. öldin hefur verið öld Atlantshafsins þá verður 21. öldin öld Kyrrahafsins. Svo verður í það minnsta hvað efnahagslífið varðar. Tvennt veldur þessum umskiptum. Það eru NAFTA og APEC - Fríverslunarsamtök Noður-Ameríku og efnahags- samvinna ríkja við Kyrrahaf. Séð frá sjónarhóh Evr- ópumanna hefur þungamiðja heimsins í viðskiptum og verslun færst vestur. Friður og lýðræði virðast einnig stefna vestur. Úr forsystugrein Expressen, 23. nóv. Gagnslaus byssulöggjöf Glæpum mun ekki fækka þótt löghlýðnir horgar- ar séu afvopnaðir. Því hlýtur krafan aö vera að tryggja full réttindi byssueigenda. í hvert sinn sem lög um takmarkanir á byssueign eru samþykkt á þingi fjölgar glæpum en fækkar og ekki. Andstæðing- ar byssueignar nota þá tækifærið til að heimta enn meiri takmarkanir. Það er því ekki að undra þótt byssufjendumir séu þegar farnir að biðja um strang- ari byssulöggjöf. Þessir menn vita ekki að þegar 15 daga biðtíma eför byssum var komið á í Kalifomíu íjölgaði vopnuðum ofbeldisverkum um 19%. Formaður félags byssueigenda, í USA Today, 23. nóv. Hreingerningar þörf á Ítalíu Sjaldgæft er að úrsht sveitarstjórnarkosninga á Ítalíu veki eftirtekt í öðmm löndum. í ár hafa kosn- ingamar þó vakiö heimsathygh, einkum vegna þess að kristhegum demókrötum hefur verið vikið út valdastólunum. í fyrsta sinn frá stíöslokum missir ilokkurinn völdin í stóru borgunum. Þetta stafar af því að flokkurinn hefur ekki gert hreint fyrir sínum dymm í fjölmörgum sphhngarmálum. Úr forystugrein norska Dagbladet, 23. nóv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.