Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 37 Bakterían blossaði upp Þótt svo virtist sem búið væri að reka hestabakteríuna endanlega úr Sigurði var raunin aUt önnur. Þegar hann gifti sig blossaði hún upp á nýjan leik. Eiginkona hans, Kolbrún Hreinsdóttir, er af miklum hesta- mannaættum komin. Móðir hennar er Rut dóttir Sigurmons hestarækt- anda á Kolkuósi. Fjölskylda hennar hefur verið mikið með hesta. Hún bjó á Akranesi og Hreinn faðir Kol- brúnar gerði mikið að því að temja fyrir tengdaföður sinn og selja til útlanda. „Þaö var gaman að heyra sögumar frá þessum tíma, þegar hann gat val- ið úr stóðínu," segir Sigurður. „Þá var mikið undan Herði 591 og mikið af góðum hrossum sem kom þaðan. Maður smitast þegar verið er að tala um þessa gömlu daga í Kolkuósi og eins þegar ég er að tala viö bræður mína. Áhuginn hefur alltaf verið fyr- ir hendi og allt þetta hestatal eins og olía á eldinn." Stríðnir hestamenn „Þegar ég var að koma heim frá Englandi á sumrin skaust ég svolítið á hestbak. Á seinni árum hef ég farið að gæla við þá hugmynd að gaman væri nú að eignast eitthvað. Það varð þvi úr að við fórum að kaupa hross, raunar eintómar merar. Þeir stríða mér rosalega mikið, þessir hesta- menn héma, og kaúa mig „mera- spillinn," sem á líklega að vera and- stæðan við merakóngur. En hesteignin er sumsé orðin sú, að sonurinn á hryssu, ættaða frá Kolkuósi, sem hann fékk í skírnar- gjöf. Albert ætlar að temja hana í vetur og svo er hugmyndin að sýna hana og koma henni í ættbók. Svo á ég meri fyrir austan og aðra gamla af Kolkuóskyni, sem er fylfull. Loks keypti ég tvö merfolöld. Ánnað er frá þeirri frægu hestakonu Ólöfu Guð- brandsdóttur í Nýjabæ og hitt er Kolkuósættað. Enn á ég engan reiðhest, en ég fæ lánaðan reiðhest hjá pabba. Síðustu tvö árin hef ég verið svo önnum kaf- inn við æfmgar þegar vel hefur viðr- að að ég hef ekki haft mikinn tíma afgangs. En ég hef strítt Guðjóni þjálfara og sagt honum að nú hafi ég verið á þessari eða hinni ótemj- unni og að þetta sé stórhættulegt því þessi villidýr geti fleygt mér og þá sé tímabilið búið fyrir mér. Hann hefur þá hrist hausinn og bölvað. Það er von að hann sé ekkert ánægður með einhverja ævintýramennsku á hestbaki því ég gæti slasað mig.“ Draumur umjörð ogferðalög „Ég er nú í fótboltanum ennþá og hef hug á að vera þar nokkur ár í viöbót. En Albert hefur lofað mér að taka fyrir mig nokkrar merar. Það er varla hægt að segja að ég sé kom- inn á kaf í hrossaræktina því þetta er rétt að byija. Þegar ég hætti í fót- boltanum eftir 6-8 ár verð ég kominn með vísi að ræktun sem ég get snúið mér að. Þá kaupir maður sér jörð og fer á fullt í þetta. Ætli ég eigi ekki bara eftir að slá bræðrum mínum við? Svo á ég mér draum, að komast í fjallaferðir á hestum. Það hlýtur að vera mikil upplifun að komast í slíka ferð á góðum reiðskjótum. Ég þarf endilega að kaupa tvo góða reið- hesta, annan handa mér og hinn handa konunni. Viö getum þá farið í kúrekaleik. Ég held að byssubeltin séu enn til en líklega verður hraðinn meiri en í kúrekaleiknum forðurn." Nú er Sigurður með 3 ára samning við ÍA upp á vasann, þannig að það er ljóst að hrossaræktunin verður að víkja fyrir fótboltanum enn um sinn, a.m.k. næstu þrjú árin. „Það var spurning eftir tímabilið núna hvað ég myndi taka mér fyrir hendur,“ segir hann, þegar talið berst að framtíðinni í fótboltanum. „Ég var með tilboð frá tveim félögum í Svíþjóð og þrem hér heima. Það var vissulega freistandi að fara út til Svíþjóðar en konan mín stundar nám í Myndlista- og handíðaskólanum pg við ákváðum að vera á íslandi. Ég er sáttur hér. Það var dálítið slæmt Sigurður í heimsókn hjá hinum þekkta hestamanni Ragnari Hinrikssyni en þar voru myndirnar teknar. þegar ekki var búiö að ganga frá þessu máh og það fréttist að ég var að tala við KR. Þá fóru foreldramir og fjölskyldumeðlimir aö líta mig homauga og hættu að tala við mig. Það kom aldrei til greina í huga þeirra að spila með öðnun en Skag- anum. Þau fussuðu og sveiuðu bara viö tilhugsuninni um að ég færi að leika með öðm hði. Ég er mjög ánægður að hafa gert þennan samn- ing við ÍA og hann kemur sér mjög vel fyrir báða aðila. Ég á ekki von á að fara aftur í fót- boltann erlendis því að þegar samn- ingstímabih minu hjá ÍA lýkur verð ég orðinn þrítugur. Þeim fer eðlilega fækkandi árunum sem maður á eftir í þessu. Sumarið í sumar er vafalaust eftir- minnilegasti tíminn sem ég hef nokk- um tíma átt í fótboltanum. Þetta var ógleymanlegt sumar með ógleyman- legum árangri. Stærsta augnablikið var þegar við unnum Feyenoord hér heima. Það var mesta stemningin aö vinna þann leik.“ Auk knattspymunnar er Sigurður nú starfsmaður hjá ÍA og verður m.a. með knattspymunámskeið milli jóla og nýárs og svo í sumar. Æfing- ar í fótboltanum em hafnar á fuhu og er það vissulega nokkuð frábragð- ið því sem gerist í ensku knattspym- unni þar sem menn fá tveggja mán- aða frí. „Hér æfa menn kannski fjórum sinnum á viku í hálft ár, áöur en þeir spha alvöruleik. En þetta er þró- unin í hnotskum. Það era gerðar meiri kröfur th hðanna og þetta er orðin meiri keppni en það var áður. Þá er það orðið mikið peningaspurs- mál fyrir félögin að standa sig vel th þess að komast í Evrópukeppni. Það er mikih fjárhagslegur ávinningur fyrir þau að standa sig vel th þess að komast í slika keppni. Knattspyman hér heimna tók miklum breytingum á þeim tíma sem ég var úti. Það er meira æft og menn era í betra líkamlegu formi. Knatt- spyman er orðin hraðari. Nú verð- um við að vera bjartsýnir. Við getum bætt okkur enn meira í landshðsmál- unum. Við verðum að hafa trú á því að við getum einhvem tíma komist í einhveija úrshtakeppni." Eins og sjá má af framansögðu hef- ur Sigurður meir en nóg fyrir stafni. Æfingamar og námskeiðin taka sinn tíma. Svo er hann að koma sér fyrir ásamt flölskyldunni. Á morgun þarf hann svo að skjótast með merfolaldið frá Nýjabæ th Alberts bróður síns í Votmúla og hta um leið á hryssumar sem hann á þar. JSS !l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.