Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 4 Einn virtasti vinur Hafnarfjarðar liggur enn flatur: Landnámsmaðurinn; kemst ekki heim • - styttan af Ingólfi Amarsyni sem ný eftir viðgerðir Pétur Bjarnason myndlistarmaður hefur unnið við lagfæringar á landnámsmanninum Ingólfi Arnarsyni. Styttan er enn á hliðinni í Hafnarfirði og bíður eftir að komast á sinn stað. Vonast er til að hægt verði að koma Ingólfi á stallinn fyrir jólin. DV-mynd Brynjar Gauti „Hér liggur landnámsmaðurinn og bíður þess aö komast á stail sinn en það átti að vera 1 ágústlok," segir myndlistarmaðurinn Pétur Bjama- son sem lauk að mestu í september að gera við styttuna af Ingólfl Arn- arssyni. Aðeins er eftir aö oxídera styttuna eða lita hana en það verður gert áður en hún verður sett upp. Vonast er til að hægt verði að setja Ingólf á stallinn á Amarhóh fyrir jól en þegar hefur veriö hafist handa við að búa til nýjar undirstöður þar. Styttan af Ingólfi var steypt í brons í Danmörku árið 1923 en það var Ein- ar Jónsson sem gerði frummyndina árið 1907. Styttan var síöan afhjúpuð árið 1924. „Styttan hefur staðið af sér öU veður í sjötíu ár án þess að nokk- uö hafi verið gert við hana. Þaö var því kominn tími á ýmsar lagfæring- ar,“ segir Pétur sem hefur sérhæft sig í bronsviðgeröum og hefur unnið við lagfæringar á ýmsum frægum verkum þekktra Ustamanna. í fyrstunni var fyrirhugað að senda Ingólf til útlanda og láta viðgerðir fara fram þar. Frá því var horfið enda hefði það orðið mjög kostnaðar- samt. Óskað var því eftir að Pétur tæki að sér verkið. Hann segist ekki hafa séð skemmdimar nægilega fyrr en styttan var komin af stalUnum. „Þegar styttan var komin hingaö í Hafnarfjörð og ég fór að skoða hana og sandblása tók ég fyrst eftir að hún haföi verið upphaflega steypt í að minnsta kosti fimmtán einingum. Það kom mér vemlega á óvart. Við sandblásturinn komu fram glufur í samskeytum og þurfti að sjóða sam- an töluvert á þeim. Neöst var hún farin að gliðna og steypan sem var inni í stalUnum var farin að morkna. Styttan hefur því ekki átt mörg ár eftir. Hún hefði getað fallið hvenær sem var þannig aö þaö var kominn tími á hana. Ég hreinsaði burt alla steypuna og setti nýjar festingar, skipti um 35 bolta. Maður kemst tak- markað inn í styttuna en þar sem skemmdir voru sjáanlegar þurfti að saga í hana og sjóða saman á ný til að fá styrkingu. Ég á eftir að vinna við styttuna í um það bil viku sem ég geri rétt áður en hún fer frá mér. Þá þarf styttan að koma inn í hús til að hægt sé að þrífa hana, Uta (patinera eða oxídera) og bóna,“ segir Pétur. Ingólfur hefur legið á hliðinni frá því í júní er hann kom til Hafnar- fjarðar og þar hefur hann fengið að vera í friði meðal Gaflaranna. Mun hann vera orðinn einn fremsti vinur ^ Hafnaríjarðar eftir þessa löngu vist í bænum. Pétur segist varla hafa fengið A skemmtilegra verkefni en að flikka Ingólf Arnarson upp. Hann hefur ágætis aðstöðu í Hafnarfirði þar sem hann vinnur viö mörg fræg og merk verk. „Þetta er líklegast óvenjuleg- asta verkefniö mitt. Ég hef komist að mörgu athygUsverðu við styttuna sem maður hefur aldrei spáð í áður. Sérstaklega varðandi skreytiUstina og myndbygginguna í henni. Munstrið í hjálminum er mjög sér- stakt og einnig skóböndin þar sem er blómamynstur. Það er í raun merkUegt hvemig Einar hefur leyst marga hluti á sniðugan hátt,“ segir Pétur ennfremur. Reykvíkingar hafa án efa saknað landnámsmannsins af Arnarhóli. Það er fornleifauppgröftur sem hefur tafið fyrir því að Ingólfur komist á staUinn. Á meðan er hann í góðum ^ höndum hjá Pétri og öðrum Hafn- firðingum. -ELA Skák Interpolis-mótið í Tilburg: Jusupov sló Kamsky út Stórmeistarar frá Sovétlýðveldun- um hafa reynst sterkastir á Inter- polis-skákmótinu í TUburg. Nú eru aðeins átta skákmenn uppistand- andi, í þeirra hópi er FIDE-heims- meistarinn Anatoly Karpov. Úrsht einvígjanna ráðast býsna oft í bráðabana en meginreglan þar er sú að eftir því sem umhugsunar- tíminn er styttri skipta peðin minna • máh. Fischer-klukkan svonefnda er þó greinileg endurbót. Hún tryggir „réttlát" úrsht í auðunnum stöðum því að við hvem leik sem leikinn er bætast tíu sekúndur við umhugsun- artímann. i TUburg eru fyrst tefldar tvær kappskákir. Ráðist ekki úrslit er umhugsunartími styttur niður í 20 mínútur á skák að viðbættum tíu sekúndum á leik - Fischer-klukkan. Standi enn jafnt eftir tvær skákir til viðbótar er Fischer-klukkan stiUt á tíu mínútur á skák og síðan er teflt tU úrsUta á þeim hraða. í átta manna úrsUtum tefla þessir saman: Júsupov - Karpov Vaganjan - Beljavskí Bareev - Sírov Georgiev - Ivantsjúk TU mikUs er að vinna því að sigur- vegarinn fær í sinn hlut nálægt 4 miUjónum ísl. króna. Þeir sem faUa út í næstu umferð verða á hinn bóg- inn að „sætta sig við“ um 370 þúsund ísl. króna. Þessar upphæðir eru hreinustu auðæfi á rússneskan mæUkvaröa og því kemur ekki á óvart að taugar skákmannanna hafi á stundum verið þandar tíl hins ít- rasta. Stórmeistarar austan jám- tjalds, sem einu sinni var, hafa þó skákað koUegum sínum vestar í álfu: Eftir standa Rússar, Úkraínumenn, Letti, Búlgari og Júsupov en hann er nú búsettur í Þýskalandi og mun væntanlega leiöa landslið þeirra á ólympíuskákmótinu á næsta ári, sem fram fer í Þessalóníku. Karpov átti í mesta bash með rúss- neska Bandaríkjamanninn Kajdanov í sextán manna úrslitum. Kajdanov hélt sínu í kappskákunum en í bráöa- bana tókst Karpov að véla af honum taflið eftir langt þóf þar sem hvorug- ur virtist aðhafast nokkuð. Kajdanov áttaöi sig ekki á lævísum leik Karpovs, missti peð og lokin tefldi Karpov skemmtUega. Grípum niður í stööuna eftir 39. leik Kajdanovs sem hefur hvítt: Svart: Anatoly Karpov 8 7 6 5 4 3 2 1 Hvítt: Gregory Kajdanov 39. - Hd7 40. h4?? Hxd6 Svona einfalt var það. Riddarinn má sig ekki hræra vegna óvaldaðrar drottningarinnar svo að nú er peð falUö bótalaust. Karpov hefur oft lát- ið sér nægja minna. I I Á á & ■ÉL A W1 1 1 A A & A S ABCDEFGH 41. Bfl Hdd8 42. Da3 exf4! 43. Rd6?! Dc6 44. Rxe8 fxg3+ 45. Dxg3 Hxe8 Karpov á ríflegar bætur fyrir skiptamun - tvö peð og hvíta kóngs- staðan opin. 46. Kgl Rb3 47. Hcc2 Bd4 48. Bc4 HÍ8 49. Bd5 Dd7 50. Khl Bx£2 51. Hxfi Rd4 52. Hg2 Re6 53. De5 Kh8 54. Kgl Dc7 55. Dc3 Rd4 56. De3 De5 57. Da3 De7 58. Dg3 f5 - Og Kajdanov gafst upp. Einvígi Kamskys og Jusupovs lenti einnig í bráðabana eftir tvær jafnte- flisskákir. Fyrri 20 mínútna skákinni lauk einnig með jafntefli en í þeirri síðari vann Kamsky, sem hafði hvítt, peð. Úrvinnslan fórst honum þó ekki hetur úr hendi en svo að Jusupov fékk fullnægjandi spil og eftir frekari mistök af hálfu Kamskys fékk hann Skák Jón L. Árnason tækifæri tU þess að Ijúka skákinni snyrtilega. Hvítt: Gata Kamsky Svart: Artur Jusupov Biskupsleikur. 1. e4 e5 2. Bc4 RfB 3. d3 c6 4. Rf3 Be7 5. 0-6 Gildran 5. Rxe5?? Da5+ og riddar- inn fellur er vel kunn. 5. - d6 6. c3 0-0 7. Hel Rbd7 8. Rbd2 Rb6 9. Bb3 Be6 10. Bc2 h6 11. a4 a5 12. Rfl Rh7 13. d4 Rg5? 14. Bxg5 hxg5 15. dxe5 dxe5 16. Rxe5 Eftir drottningakaup og síðan 17. Rxe5 er hæpið að biskupapar svarts gefi honum nægUegt mótvægi í enda- taflinu. 16. - Dc7 17. Rf3 Had8 18. Dcl g4 19. Rd4 Bc5! 20. Rb3 Bxb3 21. Bxb3 Rd7 22. Re3 Df4 23. Dc2 Re5 Virk staða svarts og veikir svörtu reitirnir gefa honum nú mjög góð færi. 24. Hadl Hxdl 25. Dxdl g6 Jusupov finnur leið til þess að treysta stöðuna enn frekar. Hrókur- inn er á leiö yfir á h-Ununa. Hins vegar ekki 25. - Dxe4 26. Rc4 Df4 27. Hxe5. 26. De2 Kg7 Riddarafórnin er of snemma á ferð- inni. Eftir 26. - Rf3 + 27. gxf3 gxf3 28. Dfl Bd6 29. Dh3 fær hvítur varist. Nú hótar svartur fóminni en 27. Dd2 hefði bjargað málunum. En ekki 28. Rfl Rd3! og vinnur. 27. g3 ?? RÍ3+ 28. Khl 28. - Hh8! 29. Rfl Engu bjargar 29. h4 Hxh4! 30. gxh4 Dh2 mát. 29. - Dh6 30. h4 Rxh4! - Og Kamsky gafst upp. HelgiÁss unglingameistari Helgi Áss Grétarsson sigraði á ungUngameistaramóti íslands sem fram fór um miðjan mánuðinn. Helgi hlaut 6 v. af 7 mögulegum. í 2. sæti varð Arnar E. Gunnars- son, hærri á stigum en Magnús Öm Úlfarsson, sem varö í 3. sæti, og Bragi Þorfinnsson sem hreppti 4. sæti. AU- ir fengu þeir 5 vinninga. Ingvar Jó- hannesson, Kristján Eðvarðsson og Björn Þorfmnsson fengu 4,5, Smári Rafn Teitsson og Einar K. Einarsson fengu 4 v., Ámi R. Árnason, HaUdór Ingi Kárason, Bergsteinn Einarsson, JúUus Björnsson og Gestur Einars- son fengu 3,5 v., Torfi Leósson og Davíð Guðnason fengu 3 v., Sindri Bjarnason og Janus Ragnarsson fengu 2,5 v., Sveinn Þ. Vilhelmsson fékk 1 v. Úrslit í drengja- og telpnaflokki urðu þau að Torfi Leósson og Jón Viktor Gunnarsson defldu sigrinum með 7,5 v. af 9 mögulegum, Berg- steinn Einarsson hafnaði í 3. sæti með 7 v„ Björn og Bragi Þorfmnssyn- ir deildu 4. sætinu bróðurlega með 6,5 v., Arnar E. Gunnarsson og Árni 9 R. Árnason fengu 6 v„ Björn Finn- bogason, Janus Ragnarsson og Orri Freyr Oddsson fengu 5,5 v„ Harpa 0 Ingólfsdóttir, Anna B. Þorgrímsdótt- ir, Ingi Ágústsson, Sindri Guðjóns- son, Davíð Stefánsson, Hjörtur Daða- son, Davíð Guðnason, Loftur Bald- vinsson og Benedikt Siguijónsson fengu 5v.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.