Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 15 Ég hef verið sakaður um það á mínu heimili og jafnvel í vinnunni að vera karlremba. Dóttir mín htil segir stúndum að ég sé rembusvín. Það tel ég vera ofmælt. Ég er nefni- lega dagfarsprúður maður og frið- samur. Raunar er það svo að þótt sú stutta segi mig rembusvín fer hún oftast með sigur af hólmi í okkar viðskiptum. Móðir hennar segir líka að ég láti allt eftir henni og mæli allt upp í stelpunni. Vel sloppið Ég viðurkenni að vísu að ég hef komist upp með ýmislegt í sambúð okkar hjóna. Bamauppeldið hefur lent miklu meira á henni en mér. Ég hef afsakað það með mikilli vinnu en innra með mér veit ég að hennar vinnutími er ekki styttri, nema síður sé. Matargerðin er hennar nema í undantekningartil- vikum. Þar hef ég mér til stuðnings blessuð bömin sem krossa sig ef þau sjá pabba gamla við pottana. „Verða nú bjúgu einu sinni enn - þú sem kannt ekki einu sinni að búa til uppstúf," stynja þau í kór. Þetta er auðvitað ekki upporvandi og því ekki von að ég sækist mikið eftir þessum þætti heimilisstarf- Þvottavélin hefur heldur aldrei veriö mín sérgrein. Ef satt skal segja hef ég aldrei treyst mér inn í flókinn heim þvottakerfanna. Þetta hefur því lent á konunni. Ekki er mér þó alls varnað í þvottahúsinu. Ég gríp nefnilega stundum með mér þvottabala með fötum og ber hann í og úr þvottaherberginu. Þetta geri ég auðvitað fyrir konuna og læt hana vita af því. Ég er líka klaufi með straujám. Stöku siimum hef ég þó prófað það apparat en útkoman er slæm. Eink- um gengur mér illa með stærri svæði á flíkunum og kringum töl- ur. Það má því segja að þessi þáttur heimilisstarfanna lendi líka á kon- unni. Rembueinkenni Er þetta karlremba? Það má ef til vill greina smáleg einkenni en hver verður auðvitað að dæma fyrir sig. En á það ber að hta að mér hefur — kona. Hún hafði sömu sögu að segja um konur sem viðmælendur og fréttaheimildir. Konur, sem eru sem betur fer fjölmargar í frétta- mannastétt, tala nefnilega meira við karla en konur eins og starfs- bræður þeirra. Fréttamat Nú má vel vera að ég sé karl- remba en ég lít svo á að þaö sé eðli- legt af hálfu fjölmiðils að tala við þá sem máli skipta í hvert eitt sinn. Ef karlar eru í meirihluta áhuga- verðra viðmælenda þá verður svo að vera. Fjölgi konum í stjórnunar- störfum í viðskiptum, stjómmálum og hverju því sem fréttnæmt telst þá fjölgar viðtölum við þær að sama skapi. Sumar konur segja á móti að mat fjölmiðlanna sé rangt. Það sé mat karla við hverja eigi að tala. Karlar séu í meirihluta yfirmanna á rit- stjórnum og stjómi því við hverja sé talað hvort sem blaðamaðurinn sé karl eða kona. Konur séu að gera marga merkilega hluti sem nái ekki inn. Eitthvað kann að vera til í þessu og ekki er dregið í efa að konur eru að gera fjölmargt merkilegt og raunar karlar líka þótt það komi ekki í fréttum. Hitt er ofmælt að yfirmenn stjómi því eingöngu við hverja skal tala. Hver blaðamaður metur það í hvert eitt sinn og þá út frá því hveiju er hægt að ná með viðtalinu, algerlega óháð kynferði viðmælandans. Því má heldur ekki gleyma að óháðir fjölmiðlar taka tillit til markaðarins. Þeir leita eftir hug lesenda sinna, áhorfenda eða hlust- enda. Sé mat þeirra á einhvem hátt úr sambandi við samfélagið kemur það fram í notkun miðils- ins. Við því veröur þá að bregðast svo menn haldi sínum hlut og auki helst. Við mat á fréttmn nýta menn sér reynslu sína. Þar er um samstarf margra að ræða, bæði karla og kvenna. Blaðamenn með langa reynslu vita þvi nokk hvað er frétt og hvað ekki. Það breytir þó ekki því að umræðan er þörf, ekki síst fyrir okkur sem viðurkennum ör- htla karlrembu. Heimur þvottakerfanna farið svohtið fram. Konan hefur viðurkennt að ég sé betri í barna- uppeldi en áður var. Það þurfti þó ekki mikið tíl. Hún segir nefnilega að ég hafi ekkert kunnað með smá- börn að fara þegar drengimir okk- ar fæddust. Viðleitni var greinileg þegar eldri dóttirin fæddist og aug- ljósar framfarir með tilkomu þeirr- ar yngri. Þegar þar var komið sögu vöm bleiuskipti leikur einn. Bam- ið gat ég klætt skammlaust, jafnvel í smekkbuxur þar sem böndin yfir axlimar vom undir peysunni. Þetta er aðdáunarverð þróun og aðlögun þótt ég segi sjálfur frá. Kvenfrelsisáhrif Það er svo önnur saga að einmitt þetta htla bam, sem ég læt allt eft- ir, heldur því stíft fram að pabbi sé rembusvín. Er það hugsanlegt að bamið hafi orðið fyrir áhrifum frá einhverjum á heimilinu, jafnvel móður sinni? Þetta veit ég ekki en ákveðinn grunur læðist að. Stúlku- bamið er jú ekki nema fjögurra ára gamalt og ekki farið að gera sig verulega ghdandi í kvenfrelsisbar- áttunni enn. Gottjafnvægi Að mínu mati hefur jafnvægið á heimilinu veriö gott. Eg hef kunnað vel að meta þetta góða kerfi. Mæð- ur og eiginkonur hafa kynslóðum saman séð vel um sína og inn í það kerfi féh ég prýðfiega. Ég á meira að segja svo góða að, frænkur, mömmur og ömmur, að ef konan þarf að fara eitthvað um stundar- sakir vUja þessar góður konur aht fyrir mig gera. Þær bjóða mér og bömunum í mat og hugsa vel um okkur. Mér er það og minnisstætt að þessar góðu konur fóra um heimili mitt eins og hvítur storm- sveipur þegar konan fór á fæðing- ardehdina forðum. AUt var hvít- skúrað og ég í hinum bestu málum. Þarf að breyta kerfi sem gengur svona vel? Meintofríkikarla Spumingin er ekki ástæðulaus. Við karlar höfum heyrt það und- anfarin ár að konur fái ekki notið sín vegna ofríkis okkar. Tími þeirra fari í matarstúss, bamaum- sjón og skúringar meðan karlamir leika sér í framapotinu. Þá segja konumar okkur að við höldum þeim frá valdastörfum á þingi jafht sem í sveitarstjómum. Þær fái heldur ekki að njóta hæfileika sinna í vinnunni og verði undir í baráttunni við karlana. Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri Kvenréttindafundur Nýjasta dæmið um þetta er kvöldverðarfundur sem Kvenrétt- indafélag íslands gekkst fyrir í vik- unni. Þar vora konur í fjölmiðlum til umræðu. Blaðamaður frá DV, karlmaður, var fenginn til að halda stutta tölu. Hann kom með uppkast að ræðu sinni til mín fyrir fundinn og bað mig um áht. Spurði hrein- lega hvort hann yrði afhausaður á kvennaráðstefnunni? Niðurstaða hans sem blaðamanns var nefni- lega sú að konur væra sjaldnar í fréttum en karlar vegna þess að karlar stýrðu þeim málum sem væru til skoðunar og því væri eðh- legt að talað væri við þá karla. Fjölmiðlarnir væru jú spegilmynd af samfélaginu. Þá var það og áht hans að konur væru erfiðari við- mælendur. Þær væra svo varfærn- ar að erfitt væri að fá fram eitthvað bitastætt og það tæki til muna lengri tíma en sambærileg viðtöl við karla. Kliðurfórum freyjuhóp Ég gerði ekki athugasemdir við þetta og bað hann að taka örlögum sínum á kvennaþinginu. Eftir á sagði þessi blaðamaður mér að hann hefði heyrt khð fara um freyjuhópinn meðan þær hlustuðu. Það varð okkar manni samt til bjargar að á eftir honum talaði fréttamaður af öðrum fjölmiðli, Hófsamar umbætur ■ Það má því segja með nokkram rétti að pistilskrifari gæti bætt sig í heimilis- og uppeldisstörfum og að athugasemdir konu og dætra eigi rétt á sér. Á sama hátt verður auðvitað að bregðast við telji konur sig verða undir í fjölmiðlaumfjöll- un. Það ástand má eflaust bæta. En ef ég í lokin má setja mig í svolitlar karlrembustellingar þá ber að vara við ofstæki og smá- munasemi í þessum efnum svo sem öhum öðrum. Á fyrrgreindum kvöldfundi Kvenréttindafélagsins vora raktar nokkrar fyrirsagnir úr blöðum sem þóttu kvenfjandsam- legar. Þar var meðal annars tiltek- in fyrirsögnin: „Ég er engin pissudúkka, segir Össur Skarphéð- insson umhverfisráðherra“. Þama þótti á konur hallað. Ég er ósam- mála. Ég sé ekki að þetta líkinga- mál skaði konur, fyrir utan það að þetta var haft beint eftir ráðherran- um og var því yfirlýsing hans. Á sama hátt held ég að það skaðaði hvorki mig né karla yfirleitt þótt við læsum í blaði fyrirsögnina: „Ég er enginn jólasveinn, segir Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.