Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993
27
Skólafélagar á Laugarvatni: F.v. Ragnheiður Magnúsdóttir, Þórhallur Arason frá Patreksfirði, Dadda, Guðmundur
Kærnested, Sigríður Rósa og Valdína.
fyrir þessi smáu fyrirtæki en fékk
aðstoð við ársuppgjör.
Ég fór til Noregs 1. desember og
þegar líða fór á desembermánuð kom
í ljós að viðgerðimar myndu dragast
og skipið yrði að liggja þarna yfir
jólin. Það varð úr að við hjónin urð-
um eftir þegar aðrir úr áhöfninni
fóru heim til íslands og héldum viö
jólin um borð í skipinu. Við höfðum
eftirlit með vinnunni þar til henni
lauk 20. janúar 1973. Ég sá um mat-
seldina og það má segja að ég hafi
verið verkstjóri því ég varð að tala
við Norðmennina þar sem Ragnar
þóttist ekki geta það. Ég notaði þá
tækifærið og lét þá laga ýmislegt í
dagstofunni aftur á þar sem var brot-
in klæöning og fleira smálegt. Mér
féll aldrei verk úr hendi. Eftir að
Norðmennimir hættu að vinna, á
slaginu klukkan hálfíjögur á daginn,
unnum við Ragnar í vélinni fram að
kvöldmat og var ég þá handlangari.
Þess á milli gerði ég handavinnu og
saumaði út í áklæði á rokokkóstól.
Á kvöldin fengum við oft heimsókn
af íslenskum hjónum sem bjuggu í
Egersund og við heimsóttum þau
líka. Þau heita Jón Þorgeirsson,
byggingatæknifræðingur, og Sigur-
björg Runólfsdóttir. Og á hverjum
morgni, virka daga, kom ungur
skipamiðlari til okkar og fylgdist
með framvindu verksins. Leiland,
hét þessi ungi maður. Einn morgun-
inn séttist hann niður í borðsalnum
og sagði:
„Ég ætla að sitja héma í hálftíma
því það er svo rólegt hjá ykkur. Þeg-
ar ég kem upp á skrifstofu verður
allt vitlaust, hamrandi vélar, hávaði
og stress."
Og hann naut þess að slappa af í
amstri hversdagsins þama um borð.
Hann hafði byrjað 16 ára gamall sem
skipamiðlari, ásamt félaga sínum, og
fengu þeir aðstöðu á skrifstofu pabba
hans og vom nú komnir með mikil
umsvif eftir 10 ára starf.
Mér þótti vænt um það að tveimur
árum seinna fékk ég kveðju frá
verkamönnunum á vélaverkstæðinu
sem sá um viðgerðimar. Þeir sögðust
aldrei áður hafa haft konu til að segja
sér fyrir verkum og þó að maðurinn
minn hafi verið til staðar og haft fag-
þekkingu á verkunum sögðust þeir
ekki hefðu unnið líkt því eins vel ef
ég hefði ekki verið til staðar. Enda
gerðu þeir allt sem ég bað þá um að
gera.
Þegar líða tók að lokum fram-
kvæmdamia kom áhöfnin út og við
sigldum heim. Morguninn eftir að
við komum heim vakti Ragnar mig
og sagði að farið væri að gjósa í Vest-
mannaeyjum. Það tók mig tíma að
átta mig og trúa að þetta væri satt.
Þar með var ætlun okkar um að gera
Víði Trausta út frá Vestmannaeyjum
á vertíðinni úr sögunni. Annað rot-
högg reið yfir tæpri viku seinna.
Þann 28. janúar sökk Jón Kjartans-
son þegar hann var að koma heim
úr fyrsta loðnutúmum með fullfermi
af loðnu. Ég sem hafði vandað mig
svo við að láta snurfusa skipið úti í
Noregi. Þar með varð það allt til
einskis.
Barátta í tíu tíma
Ekki er vitað hver orsökin var að
því að skipið sökk. Þeir voru að háfa
úr nótinni þegar slagsíða kom á skip-
ið og það náði ekki að rétta sig við.
Þeir börðust í tíu tíma við að reyna
að ná landi en Jón Kjartansson sökk
skammt utan við Vattames. Síðastir
frá borði vom skipstjórinn, stýri-
maðurinn og Ragnar. Jón tengdason-
ur minn, maður Guðnýjar, var líka
um borð. Það vantaði ekki að fólkið
í landi þættist vita hver orsökin var
fyrir þessu óhappi og komust marg-
víslegar sögusagnir á kreik en mestu
skipti auðvitað að ekki varð mann-
fjón.
Ragnar fékk sér vinnu í landi þenn-
an vetur og varð þetta mikið fjár-
hagstjón fyrir okkur. Við höfðum
gert ráð fyrir því að hluturinn á Jóni
Kjartanssyxú gæti orðið um 400.000
krónur þessa vertíð en Ragnar hafði
64.000 krónur fyrir vinnuna í landi.
Það fór því ýmislegt úrskeiðis hjá
okkur efnalega við þetta og það
fékkst ekkert bætt.
Um sumarið gerðum við Víði
Trausta út á humar og var Friðrik
Rósmundsson ráöinn skipstjóri. Það
gekk nokkuð vel en það var orðið
erfitt að fá mannskap því nú vildu
allir vera á skuttogumnum. Þeir
lönduðu humrinum á Höfn og var
honum ekið til viimslu í Hraðfrysti-
hús Eskifjarðar. Þar með má segja
að útgerðarsögunni hafi lokið. Ég var
í raun neydd til að selja bátinn því
það kom í ljós að karlarnir mínir,
sem ég var að reyna að skaffa at-
vinnutæki sem átti að sjá þeim og
okkur öllum fyrir lífsviðurværi,
vom ekkert náttúraðir fyrir atvinnu-
rekstur. Ég hélt að þeir yrðu menn
til að standa í því, sem fylgir því að
eiga og reka bát, en svo var ekki.
Kannski hafði ég innst inni hugsað
mér bátinn gerðan út frá stað eins
og Grenivík og sé stundum eftir því
að hafa ekki bara farið með hann frá
Eskifirði, t.d. að Rifi eöa til Ólafsvík-
ur þar sem slík útgerð hefði getað
gengið vel. En maður tekur sig ekki
upp frá fjölskyldu og ég var enda
bundin í báða skó, hvað sem löngun
liði.
VíðirTrausti
aldrei nefndur
Áður en til sölu bátsins kom tók
ég loforð af þeim feðgum. Þeir skyldu
aldrei minnast á útgeð Víðis Trausta
í mín eyru. Ég hefði alls ekki þolað
að hlusta á þá seinna barma sér yfir
vitleysunni. Ég var algjörlega slegin
út og var lengi að ná mér. En síðan
hafa þeir ekki getað valdið mér von-
brigðum. Það var ekki hægt að ganga
naer mér.
Á tímabili stóð til að Hafrann-
sóknastofnun keypti Víði Trausta og
kom fiskifræðingur einn þaðan aust-
ur, ásamt fleirum, og þeir skoðuðu
bátinn. Þeim leist ljómandi vel á
hann enda var þetta nýr bátur. Við
hluthafarnir vorum öll þama og það
var rætt um verðið sem átti að vera
18,5 milljónir króna. Svö kom upp
einhver vandræðagangur sem ég
skildi ekkert í enda er ég ekki inni í
þessum karlaviðskiptum. En þeir
fóm án þess að semja um eitt eða
neitt og viö heyrðum aldrei frá þeim
meir. Seinna heyröi ég haft eftir þess-
um fiskifræðingi að hann hefði ekki
getað talað við mig um verðið, sem
framkvæmdastjóra, af því að maður-
inn minn var viðstaddur! Ekki veit
ég hvort þetta er rétt. Ég vissi heldur
ekki að þeir ætluðust til að fá borgað-
ar mútur fyrir að kaupa bátinn. Ég
hélt að það viðgengist bara í svört-
ustu Afríku enda hefði ég aldrei
borgað þær. Það var alla vega ein-
hver kafbátastarfsemi í gangi í kring-
um þetta, mér fannst þeir að minnsta
kosti'æði djúpsigldir. Hafrannsókna-
stofnun keypti svo gamlan bát á 26
miUjónir og hann þurfti það mikilla
viðgerða við að mér var sagt að hann
hafi kostað ríkið um 38 milljónir á
endanum. Þetta em víst karlavið-
skiptin í ríkisgeiranum. Hærra er nú
ekki risið.
Ath.: Millifyrirsagnir eru blaðsins
Könnun - útboð
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins auglýsir eftir
húsnæði undir vínbúð á Blönduósi og eftir sam-
starfsaðila um rekstur verslunarinnar.
Lýsing á þessu verkefni er fáanleg á skrifstofu
Blönduósbæjar.
Þeir sem áhuga hafa á samstarfi sendi nafn og
heimilisfang til ÁTVR eigi síðar en 7. des. 1993.
ÁTVR mun velja aðila úr röðum þeirra sem
gefa erindi þessu gaum og þjóða þeim þátttöku
í útboði.
Áfengis- og tóbaksversiun ríkisins
Stuðlahálsi 2, 110 Reykjavík
ÚTSALA
Vatnsrúm á stórlækkuðu verði.
20-40% afsláttur.
Einnig fataskápar
með 50% afslætti.
| Vatnsrum hf |
SKEIFUNNI 11 - SÍMI 688 466
Fyrirtæki - verslanir - heildsalar
er kjörin leið til að koma afsláttartilboðum
á framfæri við hagsýna neytendur.
Kjaraseðill DV er öflug nýjung
fyrir auglýsendur sem birtast mun í blaðinu
þriðjudaga til föstudaga.
Hafið samband við Sigríði Sigurðardóttur,
auglýsingadeild DV.
Sími: 63 27 00 Bréfasími: 63 27 27
Auglýsingadeild
íslandsmeistarakeppni
í suður-amerískum og standard-dönsum
með frjálsri aðferð verður haldin sunnudaginn 28. nóv.
í Laugardalshöllinni.
Einnig verður einsdanskeppni í grunnspomm fyrir
10 ára og eldri.
Við viljum hvetja darisáhugafólk til að koma og horfa á spennandi
og skemmtilega keppni.