Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Side 56
w FRÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 3.000 krónur. Ritstjórn - Auyiysingar - Áskriffc - Preifing: Slini 63 27 Oð Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993. Björgunar- sveitarmaður slasaðist Björgunarsveitarmaður slasaðist í gærkvöld þegar þakplötur fuku af rússneska sendiráðinu við Garða- stræti. Töluvert var um að þakplötur fykju og rúður brotnuðu í Reykjavík. í Borgamesi var fjöldi manns veð- urtepptur. Að sögn lögreglu var vart fært bílum yfir Borgarfjarðarbrúna. Þakplötur fuku af vörugeymslu- húsi við höfnina í Ólafsvík. Ekki var stætt uppi á þakinu vegna hvassviðr- is svo að menn brugðu á það ráð að aka lyftara að húsinu og leggja gaffl- ana á þakið. Þá fauk bíll út af vegin- um á Fróðárheiði síðdegis og valt. -hlh/pp Haföminn: Bærinn eykur ekki hlutafé „Menn eru að skoða hvað hægt er að gera og ákveðnar hugmyndir'eru í gangi sem ég get ekki tjáð mig um nú. Þessar aðgerðir verða þó örugg- lega ekki í þá veru að bærinn auki þátttöku sína í fyrirtækinu. Annars er þetta svekkjandi þar sem atvinnu- ástandið er ekki gott hér á Skaganum og slæmt ef 120 manns verða at- vinnulausir," sagði Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, en bærinn á rúm 30 prósent í útgerðarfyrirtæk- inu Haferninum sem fór í þriggja vikna greiðslustöðvun vegna rekstrarörðugleika í gær. Var öllu starfsfólki, 120 manns, sagt upp störfum. Nettóskuldir Hafarnar- ins eru um 800 milljónir króna en tap fyrstu 9 mánuði þessa árs voru 106 milljónir. Hafórninn gerir út tvo tog- ara, Höfðavík og Sæfara, sem reynd- arhefurveriðlagt. -hlh _----■_—_ LOKI I þessu hundaveðri varsem sagt hundi útsigandi! Þakplöturnar f uku ems og spil ut a sjo „Það er kraiú hérna að setja 500 kílóa heyrúllur hér upp á leifaraar af þakinu til að stoppa þetta. Það eru þvílíkar hviður sem koma hérna niður Blikdaiinn. Þetta gýs hérna niður og verður eins og hvirfilvindur. Ég vona bara að hús- ið standi," sagði Guðríður Gunn- arsdóttir, ábúandi aö Dalsmynni í Kjós, í samtali við DV í gærkvöld. í Dalsmynni er starfrækt hunda- hótel og voru flmm gestir á hótel- inu þegar helmingurínn af þakinu fauk af. Guðriður segist hafa verið íljót að bjarga þeim inn í íbúðar- húsið og hafi þeim ekki orðið meint af. Bílskúr er áfastur hótelinu og hafði helmingurinn af þakinu fokið af honum og voru heyrúllur hífðar upp á leifarnar af þakinu til að bjarga þvi sem bjargað yrði. „Ég var stödd í eldhúsinu að baka þegar lætin byrjuðu. Svo heyrði ég þennan rosalega hvin og flýtti mér út í glugga og sá manninn rninn standa úti á miðju plani. Þá fóru plöturnar að fjúka hver af annarri og þær þeyttust eins og spil út í sjó. Ég bara trúði þessu ekki," seg- ir Guðríður. Eíginmaður Guðríðar, Björn Ól- afsson, var hins vegar farinn að óttast um hlöðuna. Þar voru um tiu björgunarsveitarmonn frá Kyndli í Mosfellsbæ og nokkrir frá björgun- arsveit i Kjós. Um tíma var vart stætt þegar hörðustu hviðumar buldu á mannskapnum og brugðu björgunarsveitarraennirnir, sem börðust við að bjarga hlöðuþakinu, á það ráö að binda sig i krana sem notaöur var til björgunarstarf- anna. -pp Björgunarmenn vinna að því að koma heyrúllum upp á þakið á hundahótelinu að Dalsmynni. Á minni myndinni er einn björgunar- sveitarmanna kominn upp á þakið og kaltar til féiaga sinna. DV-myndir Brynjar Gauti Veðrið á sunnudag og mánudag: Sunnanátt með skúrum Á morgun, sunnudag, er gert ráð fyrir fremur hægri sunnan- og suðaustanátt á landinu. Smáskúrir verða sunnan- og vest- anlands og einnig á sumum stöðum á Austfjörðum en þurrt norðanlands. Á mánndag verður hæg suðaustan- og sunnanátt. Smáskúrir verða sunnan- og austanlands en úrkomulaust annars staðar. Veðrið 1 dag er á bls. 61 í í í í í í í í í í í í í á I (>

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.