Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Síða 5
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 5 Fréttir Skúlagatan þykir betri kostur fyrír Hæstarétt - andmæliborgarbúanáeyrumráðamanna Líkur eru nú á að stjórnvöld hætti við fyrirhugaða byggingu hæstarétt- arhúss á lóðinni miIli.Landsbóka- safnsins og Arnarhvols. Að sögn Þor- seins Pálssonar dómsmálaráðherra kemur hins vegar vart annað til álita en byggja húsið í miðbænum, í nám- unda við Stjórnarráðið og Alþingi. Samkvæmt skoðanakönnun, sem DV framkvæmdi nýverið, er mikill meirihluti borgarbúa á móti fyrir- hugaðri staðsetningu, eða átta af hverjum tíu sem afstöðu tóku. í kjöl- far skoðanakönnunarinnar lýsti Davíð Oddsson forsætisráðherra því yfir á Alþingi að til greina kæmi að byggja annars staðar en á baklóð Landsbókasafnsins. í DV í gær lét Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra síðan hafa eftir sér aðfyrirhug- uð staðsetning væri ekki heilög í sín- um augum. Að sögn borgaryfirvalda er það ekki á þeirra valdsviði að finna hæstaréttarhúsinu nýjan stað heldur ríkisins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar Reykja- víkurborgar, segist hins vegar ætíð reiðubúinn að ræða við ríkisvaldið um þessi mál reynist vilji fyrir því að flnna húsinu nýjan stað. Að mati forsætisráðherra koma einkum tveir staðir til greina - báðir á Skúlagötu. Hægt sé að byggja húsið á bílastæðinu við hlið sjávarútvegs- ráðuneytisins eða á lóðinni þar sem rústir SS-hússins standa. Að sögn Þorsteins Pálssonar var það upphafieg tillaga hans að flytja Hæstarétt í Landsbókasafnið. Það hefði verið ódýrasti og hentugasti kosturinn, að sínu mati. Á það hefði ríkisstjórnin hins vegar ekki fallist. Margir hafa bent á að á lóðinni fyrir austan núverandi aðsetur Hæstaréttar við Lindargötu megi koma fyrir nýju hæstaréttarhúsi. Upphaflega var talað um viðbygg- ingu í því sambandi en það þótti hins vegar ekki viðeigandi. Til að tryggja virðingu Hæstaréttar yrði húsið að standa sjálfstætt. Svala Arnardóttir þula: Ég sé ekki ástæðu til að tala við Hraf n „Ég sé enga ástæðu til að tala við Hrafn Gunnlaugsson um þetta mál því til þessa hefur dagskrárritari séð um niðurröðun vakta,“ sagði Svala Arnardóttir, sambýliskona Arthúrs Björgvins Bollasonar. Eins og fram kom í DV í gær kvaðst útvarpsstjóri, Heimir Steinsson, hafa komist að samkomulagi við Hrafn Gunnlaugs- son um að Svala kæmi á fund Hrafns til að ræða 60 prósenta vaktaskerð- ingu sem hún varð fyrir í febrúar- mánuði. Svala sagðist telja að mál hennar yrðu komin í lag á ný þegar vakta- tafla þuia fyrir mars verður gerð. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir tók málið upp á útvarpsráðsfundi fyrir viku. Hún'sagði við DV í gær að hún hefði hvatt til þess að vaktamál Svölu yrðu lagfærð. „Ég mun taka þetta mál aftur upp í útvarpsráði ef þetta verður ekki komið í lag næst þegar vaktir verða settar upp,“ sagði Ásta Ragnheiður við DV í gær. -Ótt Að sögn Þorvalds S. Þorvaldssonar, sá möguleiki fyrir hendi en þó aðeins Þorsteinssonar verði látiö víkja. forstöðumanns Borgarskipulags, er að því tilskildu að íþróttahús Jóns -kaa Módelmyndir Sérhæfðar Ljósmyndatökur -Fyrirsætukeppnir -Möppur -Módelskrifstofur Hár og listförðun á staðnum Upplýsingar og Pantanir 811001 811050 Ljósmyndarar: Kristján Maack Sigþór H.Mark... Förðun: Sif Guðmundssdóttir Ragnheiður Stefánsdóttir STUDIO Sumarbækling urinn‘94 er kominn út y Opið verður hjá Ferðaskrifstofu Reykjavíkur í Aðalstræti 16 sunnudagirtn 13. febrúar frá kl 13:00- 16:00. Verum öll í sumarskapi og losum okkur úr viðjum vetrarins. Margír spennandi valkostir í ferðum og verðum. Benidorm - Barcelona - Costa Brava - Costa Dorada - Kýpur Grikkland - Tyrkland - Madeira - Kanaríeyjar - Tenerife Florida - Baltimore — New Yprk - Okuleiðir um Bandaríkin og margt, margt fleira. Líttu við hjá okhur sunnudaginn 13. febrúar. FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVIKUR Aðalstræti 16 • Sími 62 14 90

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.