Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 Vísnaþáttur________ Þegar ég í ferðir fer Þann 8. febrúar 1993 lést Steinþór Ásgeirsson, sem var starfsfélagi minn 1940-46 og góðkunningi æ síð- an. Hann varð áttræður 19. júlí 1992 og bauð mér í afmælishóf sitt. Þar hitti ég konu hans, Þorgerði Þórar- insdóttur, en hún lést skömmu síð- ar. Nokkru eftir það hitti ég Stein- þór á heimili hans, Móaflöt 21 í Garðabæ, og átti með honum stund. Hann var þá að fletta göml- um bréfum, sem farið höíðu á milli foðurbróður hans, Ásgeirs Jóns- sonar í Gottorp, og Jóns Pétursson- ar á Nautabúi í Skagafirði. Hann léði mér bréfin og gaf mér leyfi til að birta þau. Utanáskrift á bréfi J.P. 29. júh 1931 var þessi: Ásgeir glaður arfi Jóns á hér blaö frá Skagfirðingi. Gangi þaö úr greipum þjóns Gottorp að í Húnaþingi. Bréfið komst 1 réttar hendur - og var á þessa leið „Hofi 27. júlí 1941. Góði gamli vinur! Innhega þakka ég þér síðustu samfundi og aht gott, að ógleymdu bréfinu þínu í vor, sem mér þótti mjög gaman að fá, að öðru leyti en því, að slæmar voru fréttirnar af hehsufari þínu. Verst ef ferðalagið norður hefur haft slæm áhrif á þig, sem ég get vel ímyndað mér. Þó geta menn fengið slíkar hremming- ar án sérstakra orsaka, þegar þeir eru orðnir gamiir. Það er slæmt aö þú verður að hætta búskapnum þó fjárpestin hafi farið iha með bú- stofn þinn, en það er eins og þú getur um ókleift að búa eingöngu við aðkeypt vinnuafl, og alltaf fer það versnandi. í kaupstað getur þú því síður unnið. Helst passaði þér eitthvert eftirlitsstarf, en ekki er hlaupið ofan á slíkt, þar eru ótal fyrir einn. Þó Ingibjörg gæti inn- unnið mikið með saumum, ef hún hefur heilsu, þá mundi það ekki nægja til heimhisþarfa í þeirri dýrtíð sem nú er, og getur staðið lengi. Að spekúlera í útgerð, t.d. kaupa vélbát, er lukkusph og þér ógeðfellt. Áður en fjárpestin (garnaveikin) kom að Hólum, sem sló óhug á fjárræktina, var mér búið að detta í hug starf sem þú hefðir verið fyrsti maður að takast á hendur, það var eftirlit eða um- sjón með fjárgeymslu, eða yfir höf- uð fjárrækt á skólabúinu. Það er óhæfa að þar skuh ekki vera fyrir hendi fyrirmyndar hirðing og um- gengni öll í besta lagi, sem phtar gætu tekið sér th fyrirmyndar, en eftir því sem ég hefi heyrt vantar mikið á aö svo sé. Sama má segja um kynblöndun og úrval. Við þannig lagað starf vhdi ég vita þig, en því miður er þess konar líklega skýjaborgir, þó þörf væri á slíku, því hvers þarfnast bændaefni fremur að læra en þess, að fara vel og hygghega með bústofninn, eða veltur ekki mikiö, eða jafnvel mest, á afuröum búsins? Og svo hefur snyrtimennskan sinn fagra kost. Ekki hefi ég tíma eða sál th að fara útí eilífðarmálin í þetta sinn, en þykir þó gaman að heyra hvað þú gruflar út í þau, og þakka þér vísumar sem þú kveður um vænt- anlegt ferðalag okkar þar efra á gömlu reiðskjótunum okkar. Þær eru ágætar á sína vísu. Ég hefi hingað th látið spíritisma hggja á mhh hluta, tek ekki af neinu, en trúi með varúð. Heimihsfólk er flest farið útí buskann, en ég ætla að helga þér stund úr deginum, ef þú kynnir að hafa gaman af þessu ómerkhega blýantskroti og stökunum á með- fylgjandi skekklum. Ég man ekki vel hvað ég sendi þér af vísum, en þessar em svo nýlegar að þú hefur ekki heyrt þær, nema ef vera skyldi „Milli Fehs og Hofs“. Ef þú síðar meir hugsar þér aö kría eitthvað útúr mér, þarf ég helst að vita hvað þú hefur fengið af því tagi. Af því að Gunnar ráðunautur, sem er glaðlyndur náungi, hafði gaman af vísu Stebba Vagnssonar tók ég mér það leyfi aö kveða um hann í líkum anda, nema hvað það var víðtæk- ara. Það er eitt nýyrði í einni vís- unni, sem ég tel hárrétt, þó ég hafi ekki heyrt það fyrr. Það er hest- kenningin „mélbitlingur" sam(an)- ber bithmar og mélarnar. En í vís- um th Óhnu er ég hreykinn af tveimur orðum, það er, að ég vh vera með hróðrardætrum hennar, því nú á tímum er orðið að ver(a) meö henni eða honum notað í stað orðsins daður í okkar ungdæmi. Allt er að verða svo fínt innra og ytra, silkibuxur í stað prjónabróka eöa vaðmáls áður fyrr. Þeir felldu ekki sök á ungar og fagrar meyjar fyrir klæðnaðinn þann áður, og aht gekk sinn eðhshvatagang, ef Vísnaþáttur Torfi Jónsson ekki var um sóðabrækur að ræða. 0 jæja, jæja! Tímarnir breytast en ástalífið og innsta eðlið hjá körlum og konum verður lengi hið sama, enda þarf svo að vera ef ekki á al- veg að hætta allri iðju og öhu við- haldi mannkynsins. Hjónin hér biðja innilega að hehsa ykkur. Sólveig er noröur á Akureyri, fór um miðjan þennan mánuð. Verið þið hjónin svo best kvödd með óskum ahs hins besta af ykkar vin og velunnara. Jón Pétursson“ Stökurnar á meðfylgjandi skekklum: Þegar Gunnar Bjamason hrossa- ráðunautur hélt sýningu í Skaga- firði voriö 1941 og ferðaðist á mót- orhjóh kvað Stefán Vagnsson: Tregaði ekki tölt né skeiö og tilþrif gæðinganna. Sinni mótormeri reið milli sýninganna. Þegar Jón karhnn Pétursson heyrði stökuna kvaö hann: Reisu háði og hendings kast hreyflar kváðu og flautur, hleypti í gráðið, hélt sér fast hrossa ráðunautur. Alltaf er stormur á mótorhjóh. Sig ei kærði um knapa lyst kennd sem hrærði blóðiö. Á véla færleik ferðaðist, fældi og ærði stóðið. Allir störðu á undra reið, en þó vörðust spotti, hann með jörð, er skrykkjótt skreið Skagaflörður glotti. Etja léttum hófahund héraðsréttur væri. Víð og slétt er gróin grund gnægð af sprettafæri. Þótt í hringa hjóh þeir hestaþinga miUi' Skagfirðingar meta meir mélbithnga snflli. Þeir sem muna skemmtiskrár, skrið, og funá í blakknum hef ég grun uns blikna brár best sér una í hnakknum. Framhald í næsta þætti. Torfi Jónsson Matgæðingur vikunnar Fiskisúpa og snittubrauð „Ég ætla að bjóða uppskrift að fiskisúpu sem er mjög góð og ein- föld þótt það sé kannski svohtið maus að brytja niður grænmetið í hana,“ segir Kristín Pálsdóttir, matgæðingur vikunnar. Sigríður Friðjónsdóttir, sem vísaði á Krist- ínu, benti á að hún gæti komið með eitthvað suður-amerískt þar sem hún væri nýkomin frá Hondúras. „Mér fannst ekki nógu sniöugt að vera með shka rétti þar sem margt af því hráefni sem þarf fæst ekki hér á landi,“ segir Kristín. Auk fiskisúpunnar býður hún upp á snittubrauð með osti og hvít- lauk sem hún segir að sé mjög gott með súpunni. Kristín hefur betr- umbætt fiskisúpuuppskriftina eftir eigin höfðu. Þannig hljóöar upp- skriftin: Fiskisúpa 1 kg lax eða lúða 1 htri vatn 2 dl hvítvín (má sleppa) 4 laukar 2 fiskteningar 2 hvítlauksgeirar 4 tómatar 2 grænar paprikur 1 gulrót 1 blaðlaukur 4 stilkar sellerí 1 dl olía saffran eða turmeric (gurkemeie) salt og pipar 3—400 g rækjur og krækhngur (spari) Byijað er á að sjóða fiskinn í Kristín Pálsdóttir, húsmóðir og matgæðingur vikunnar. stuttan tíma í vatninu, suðan látin koma upp. Þá er fiskurinn tekinn upp úr og soðið síað. Fiskurinn er roð- og beinhreinsaöur og geymdur meðan súpan er búin til. Aht græn- metið er hreinsað og skorið niður, tómatarnir flysjaðir með því að stinga þeim í heitt vatn. Olían er hituð í stórum potti og grænmetið látið krauma í tíu mínútur. Þá er soðinu ásamt fiskteningnum og hvítvíninu bætt út í og látið malla í aðrar tíu mínútur. í lokin er saffr- an eða gurkemeie látið út í ásamt rækjunum og kræklingi ef súpan á að vera sparimatur. Skelfiskurinn er einungis hitaður í gegn. Osta- og hvítlauksbrauð 50 g þurrger 3 dl vatn 1 tsk. salt 1 msk. oha 2 hvítlauksgeirar 1 dl rifinn ostur 500 g hveiti, má blanda til helminga með hehhveiti ef vhl Þurrefnunum blandað saman. Vatnið er hitað upp í 37 gráður. Osturinn er settur út í þurrefnin en marinn hvítlaukurinn í vatnið. Síðan er aht hnoðað vel saman og látið lyfta sér í 2-3 tíma. Þá er deig- ið hnoðað aftur létt, því skipt í þijú th fjögur langbrauð sem eru látin lyfta sér eina klukkustund í viðbót. Þá er skorið í brauðin og þau pensi- uð með vatni eða mjólk. Loks eru brauðin bökuð í tuttugu mínútur við 225 stiga hita. Kristín segist hafa gaman af að prófa nýja rétti og þetta brauð sé mjög einfalt að baka fyrir þá sem eru vanir aö baka úr geri. „Þetta er mjög gott brauð,“ segir Kristín. Hún ætlar að skora á Gunnvant Ármannsson, sölumann hjá Fransk/íslensku eldhúsi, að vera næsti matgæðingur. „Hann er hálf- ur Indverji og getur komið með skemmthega og framandi rétti.“ -ELA Hinhliðin Ástfangin upp fyrir haus - segir Valgerður Guðnadóttir, nemandi og söngkona Valgerður Guðnadóttir, nemandi í Verslunarskóla íslands, hefur vakið mikla athygli fyrir söng sinn í uppfærslu skólans á söngleiknum Jesus Christ Superstar. Eitt lagið, sem Valgerður syngur, hefur meira að segja komist á vinsældahsta DV og Bylgjunnar. í gærkvöldi var fyr- irhugað að nemendur kæmu fram á Hótel íslandi ásamt gömlum stjörnum úr söngleiknum, þeim Shady Owens, Pálma Gunnarssyni og Guömundi Benediktssyni. Val- gerður átti von á að sýnjngum á söngleiknum yrði fjölgað vegna gíf- urlegs áhuga. Það er þessi unga söngstjarna sem sýnir hina hhðina að þessu sinni: Fullt nafn: Valgerður Guðrún Guðnadóttir. Fæðingardagur og ár: 13. septemb- er 1976. Kærasti: Þorsteinn Freyr Bender. Börn: Engin. Bifreið: Engin. Starf: Nemandi og ég skúra hka af og th. Laun: Um tíu þúsund á mánuði. Áhugamál: Söngur, leiklist og að fara í leikhús. Ég hef líka áhuga á að fara í söngskólann næsta haust og byrja að læra söng. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur i lottóinu? Aðeins þrjár tölur. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera með kærastanum og fara út og hitta vini og skemmta mér. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að vera aðgerðalaus. Uppáhaldsmatur: Indverskur mat- ur finnst mér æðislegur. Uppáhaldsdrykkur: Eg er svoldið hrifin af hvítvíni og kampavíni. Valgerður Guðnadóttir er nýjasta söngstjarnan. Hvaða iþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Ég er voða- lega htið fyrir íþróttir en dáist mjög af Birki Rúnari Gunnarssyni. Uppáhaldstimarit: Ég er mjög hrif- in af erlendum tískublöðum eins og t.d. Vogue. Þau eru mitt líf og yndi. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð fyrir utan kærastann? Enginn sérstakur enda er ég svo ástfangin upp fyrir haus að ég get ekki ímyndað mér neinn fáhegri en kærastann. Ertu hlynnt eða andvig rikisstjórn- inni? Ég er nokkuð hlynnt henni en finnst þó að ýmislegt megi betur fara. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Robert De Niro. Uppáhaldsleikari: Það er hka Ro- bert De Niro. Uppáhaldsleikkona: Jodie Foster. Uppáhaldssöngvari: Ég er ahtaf hrifin af Bono í U2 og Janis Jophn. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ég hef varla hugmynd um það. Ég held að það sé enginn sérstakur en þó finnst mér Jóhanna vera dugleg. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Hómer Simpson er alltaf jafn fynd- inn. Uppáhaldssjónvarpsefni: Evrópsk- ar myndir þó þær séu sjaldgæfar. Uppáhaldsmatsölustaður: Ég er voðalega hrifin af Taj Mahal. Ertu hlynnt eða andvíg veru varn- arliðsins hér á landi? Frekar andvíg því, það hefur svo htið að gera. Ég er þvi andvíg. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Þær eru allar ágætar en þó hlusta ég mest á Aðalstöðina, hún er mjög góö. Uppáhaldsútvarpsmaður: Ég á eng- an sérstakan nema ef vera skyldi Gest Einar Jónasson þegar hann spilar gömlu lögin. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Ég horfi mjög htið á sjónvarp og vel einungis það efni sem mér finnst áhugaverðast hverju sinni. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ólöf Rún Skúladóttir er alltaf mjög góð. Uppáhaldsskemmtistaður: Hressó. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Æth ég veröi ekki að segja KR fyrir bróður minn. Stefnir þú að einhverju sérstöku i framtíðinni? Að verða söngkona og svo auðvitað að verða hamingju- söm kona. Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu i sumar? Ég fer th Englands 3. júní með Langholtskómum til að syngja og vonast til að fá vinnu þar ytra eftir það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.