Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Page 17
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 17 Á þessu ári eru 150 ár síðan langa- langafi minn Ólafur Jónsson og kona hans, Oddný Ólafsdóttir, fluttu að Sveinsstöðum í Þingi. Ölafur var sonur Jóns Péturssonar, síðar prests í Steinnesi, og konu hans, Elísabetar Björnsdóttur, prests í Bólstaðarhlíð, Jónssonar, þess sem Bólstaðarhlíð- arætt er komin frá. Oddný, kona Ól- afs, var dóttir Ólafs Björnssonar, bónda á Litlu-Giljá. Þessi 150 ár hafa afkomendur þeirra hjóna búið á Sveinsstöðum í beinan karllegg og er ég sá fimmti í röðinni. Tel ég fullvíst að það séu ekki margar jarðir hér á landi sem undanfarin 150 ár hafa verið setnar af sömu ætt í beinan karllegg, en gaman væri að frétta af því. Þessu til viðbótar má geta þess að lang- amma mín, Þorbjörg Kristmunds- dóttir frá Koiugili í Víðidal, kona Jóns Ólafssonar, var af þeirri ætt sem setið hafði á Sveinsstöðum frá því um 1700. Get ég því sagt að for- feður mínir hafi samfellt setið Sveinsstaði í tæpar þijár aldir. Niðjamót og niðjatal Ákveðið er að minnast þessarar 150 ára búsetu með þvi að efna til niðja- móts Ólafs og Óddnýjar og verður það haldið 5. og 6. ágúst í sumar. Samhhða er verið að taka saman niðjatal þeirra hjóna. Þessi grein er skrifuð.til þess að vekja athygli á þessu máli og reyna að ná til þeirra ættingja sem hugsanlega hefðu hug á að mæta á niðjamótið og vilja láta í té upplýsingar vegna niðjatalsins. Dagskrá mótsins hefur ekki endan- lega verið samin, en allar hugmyndir eru vel þegnar. Fjórtán börn og fjöldi afkomenda Oddný og Ólafur áttu 14 böm og komust 10 þeirra upp. Þau voru þessi: Elstur var Jón, bóndi á Sveins- stööum, langafi minn. Meðal afkom- enda hans má nefna Friðrik Pál Jónsson, fréttamann á Ríkisútvarp- inu, og Guörúnu. Halldórsdóttur, skólastjóra Námsflokka Reykjavík- ur. Annað barn var Ehsabet. Dóttir hennar, Kristín, giftist Stefáni Þórð- arsyni Guðjohnsen, kaupmanni á Húsavík. Meðal afkomenda þeirra eru Einar Öm Stefánsson fréttamað- ur, Amór Guðjohnsen knattspymu- maður og Oddur Einarsson, fyrram prestur á Skagaströnd og forstöðu- maður atvinnuátaks á Suðurnesjum. Þriðja barn var Gróa Ólafsdóttir. Sonur hennar var Jón Kristjánsson nuddlæknir og meðal afkomenda er Bogi Ágústsson, fréttastjóri Sjón- varps. Fjórða bam var Þómnn, sem dó í Ameríku. Líklega em engir af- komendur hennar á lffi. Fimmta bam var Ólafur söðlasmiður, sem dó í Ameríku. Meðal aíkomenda hans er Auður Júhusdóttir, kona Friðriks Ólafssonar stórmeistara. Sjötta barn var Oddný sem giftist Vigfúsi Melsted Guðmundssonar, prests á Melstað. Meðal afkomenda þéirra er Guðmundur Garðar Art- hursson bankastarfsmaður. Sjöunda barn var Sigríður. Afkomendur hennar eru í Ameríku. Áttunda barn, sem upp komst, var Elín, sem giftist Metúsalem Einarssyni, bónda á Bur- stafelh í Vopnafirði. Meðal afkom- enda þeirra em: Sigurjón Friðriks- son, bóndi í Ytri-Hhð í Vopnafirði, og Gestur Einar Jónasson, útvarps- maður á Akureyri, og Aðalsteinn Ingólfsson hstfræðingur. Níunda barnið var Böðvar, sem fór til Amer- íku ásamt fjölskyldu sinni. Tíunda barniö var Björn, guhsmiður í Reykjavík, kvæntur Sigríði Vilhelm- ínu Jónsdóttur. Mikill félagsmálamaður Ólafur Jónsson bjó á Sveinsstöðum til dauðadags 1873. Hann var hrepp- stjóri sveitarinnar og tók mikinn þátt í félagsstörfum auk þess að vera dugandi bóndi. Hann var þingmaður Húnvetninga eitt kjörtímabil en sótt- ist ekki eftir endurkjöri vegna hehsubrests. Hann var sæmdur heið- urskrossi dannebrogsmanna. Ólafslundur Til þess að undirstrika hve Ólafur var mikilsmetinn frammámaður hér um slóðir má geta þess að um 1940 þegar félagasamtök hér í sveit hófu skógrækt og góðursettu htinn lund var hann skírður Ólafslundur th þess að halda nafni Ólafs Jónssonar á Sveinsstööum á lofti. Ólafur var m.a. einn aðalhvatamaðurinn að stofnun Búnaðarfélags Sveinsstaðahrepps, en hafist var handa um ræktun Ól- afslundar í tengslum við 75 ára af- mæh Búnaðarfélagsins. Þessi lundur er sunnan í hól fast við Norðurlands- veginn. Þar hefur nú verið gerður áningarstaður sem er mjög vinsæh af feröamönnum. Magnús Ólafsson, Sveinsstöðum / blómabúð PU 20- ITABLÓM 50% afsláttur I GJAFAVÖRUR 20-75% afsláttur 1 ^ÖTTAHLÍFAR 20-50% afsláttur TILBOÐ í húsgagnadeild GARÐSHORN &ð við Fossvogskirkjugarð - sími 40500 Opið 10-19 alla daga STÓRA BÓKAVEISLA FJÖLVA í tuUum gangi á Grensásvegi 8 Komið öll Sjölskyldan. Reynið heppnina í ævintýralega hagstæðum kaupum Ótrúleet úrval bóka á væeu verði um lístir, náttúruíræðí, veraldarsögu, tónlist, byggingar- list, heimsstyrialdarsögu, málara líst, byggingarlíst, skáldsögur, ljóð, þjóðlegur fróðleikur, ævísögur og samtiðarbækur. UNDRAHEIMUR FYRIR BÖRN. Þau mega skoða hundruð ævin- týrabóka, allar teiknisögumar um Tinna, Prins Valíant, Astrtk, Lukku-Láka og Hringadróttin. Skemmtileg helgi ivrir bömin. Hagstæðustu bókakaup sem hægt er að gera!! Opið virka daga kl. 12-6, laugardaga kl. 10-5, sunnudaga kl. 1-5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.