Dagur - 17.12.1956, Blaðsíða 12
12
JÓLABLAÐ DAGS
málmsagir til útsögunar á silfur-
munum, blýskálar og eirskálar fyrir
sýruböð, til þess að hreinsa í gull
og silfurgripi nýja og gamla, gull-
vog (metaskálar), steðji með löng-
um og mjóum nefjum, kúlupúnsl-
ar, vírburstar, hárburstar, renni-
járn, grafalar fyrir leturgröft, bol-
millumót.
Ursmíðaverkfæri og viðgerðir.
A fyrstu dögum Magnúsar, þá cr
hann var orðinn úrsmiður, var
rennistóllinn aðeins með tveim
nálum (spíssum) sinni í hvorri
„dúkku", og var þá hluturinn, sem
renna átti, t. d. óróaás, settur á
milli oddanna i stólnum, en í enda
oddanna voru litlar holur. Lítilli
trissu (snúru) var komið fyrir \ið
„dúkkuna" hægri handar megin á
bekknum og snúið með streng á
boaa fram og aftur. Strengurinn
var úr taglhári. Rennijárnið studd-
ist við „forsetann" á rennistólnum,
og járnið spændi af ásnum, þegar
strengurinn á boganum var dreg-
o o o
inn að þeim, sem verkið vann, en
þegar boganum var ýtt frá sér, var
rennijárninu þokað frá ásnum um
leið. iÞurfti mikla leikni ti! að
renna á þennan hátt, og sóttist
verkið seint. Vinnuafköst voru því
harla ólík því, sem nú gerist, þegar
unnið er í rafknúnum rennibekkj-
um.
Þegar nú lokið var að renna óróa-
ásinn, var hann settur í löð og lát-
inn hvíla á sætinu á ásnum og síðan
linoðaður í óróaihjólið með þar til
gerðum pípu-„púnsli“. Því næst var
hjólið með ásnum sett í svonefndan
„pólerstól“. Var það áhald líkt
bogarennistólnum, sem fyrr er get-
ið, en án „forseta“. Óróaásinn var
svo settur í holan enda, sem gekk
úr hægri „dúkkunni“. Á honum var
snúruhjól, sem snúið var fram og
aftur með bogastreng, en í hinni
„dúkkunni" var stál með fínum
legum, sem óróa-endarnir voru
slípaðir í, og var jrað gert með
sléttri stálstöng, sem slípuð var með
grófum smergli. Stálinu var svo ýtt
Iram og aftur móti bogadrættinum
O O
með hægri hendi. Þetta var vanda-
samt verk og þurfti góðan hand-
styrk og nákvæmni, svo að ásend-
arnir brotnuðu ekki, en þeir eru
ekki gildari en mannshár. Er því
sízt að undrast, þótt þeir brotni, ef
úr verður fyrir höggi eða fellur á
hart. Snemma á árum mun Magnús
hafa fengið handsnúinn rennibekk,
sem bæði mátti renna í milli
„spíssa“ og einnig setja joað, sem
renna átti, upp í „patrónu" eða svo
nefndan „spinnil“. Þessi rennibekk-
ur er mjög handhægt verkfæri og
var mikil framför frá bogastólnum.
Nú munu allir úrsmiðir vera hættir
að nota handsnúna bekki, en vinna
í rafknúnum bekkjum. Magnús átti
og notaði nokkuð hjólskurðarvél,
en hún var notuð til að skera
(fræsa) hóltennur í úrum, sem voru
með of stórum hjólum eða með
rand-kasti. Kastið var tekið af hjól-
inu með Jtví móti að slá það út með
litlum hamri, var svo hjólið skorið
í vélinni, jrar til jrað var hæfilegt,
svo að það lék létt í tanndrifi næsta
hjóls, sem J)að átti að ganga í.
>