Dagur - 22.12.1969, Side 10
10
JÓLABLAÐ DAGS
HOLMSTEINN HELGASON:
Hjásetan
Gamall vibbur&ur
B/EÐI í þjóðsögum og sönnum heim-
ildum, er skýrt frá mai'gvíslegum yfir-
gangi erlendra sjómanna, sem stunduðu
fiskveiðar hér við land, á umiiðnum
öldum, og rændu bæði sauðfé, sér til
matar, og ýmsu öðru fémætu, og urðu
stundum átök af. Hér á Norð-Austur-
landi hefir verið mest í hámæli þjóð-.
sagan um franska sjómenn, sem rændu
sauðfé í Þistilfirði, í tíð séra Eggerts á
Svalbarði, og sönn saga af Jóhannesi
Gíslasyni vinnumanni séra Vigfúsar
Sigurðssonar á Sauðanesi, á áttunda
tug næstliðinnar aldar, sem barðist við
franska sjómenn, á Grenjanesi, með
rekatré að vopni, og hrakti þá til skips,
frá bundnum kindum í fjörunni. Grun-
ur lá og á því, á mínum uppvaxtarár-
um, á Langanesi, framan af þessarri
öld, að erlendir sjómenn, einkum þá
Færeyingar, hefðu náð sér í kindur,
í smáum stíl, þar sem strjálbýlt var og
fáferðugt, með' sjó fram, en engin voru
þar vitni að, og má því vera hugar-
burður einn. En Fæiéyingar keyptu
mikið af sauðfé, áf bændum á Langa-
nesi, á þeim árum, og var það. sum-
um bændum til mikilla hagsbóta. Verð-
ur svo eigi meira um það rætt.
Sá einstæði viðburður, sem hér verð-
ur frá sagt, gerðist sumarið 1902 eða
1903, sem ég man ógerla, en finnst þó
af ýmsum minnisatriðum, til hliðar, að
hafi fremur verið sumarið 1903. Um
þetta furðulega og einstæða atvik, mun
engin skráð heimild til vera. Þá var
enginn sími, og fréttaflutningur sein-
fær, helzt í sendibréfum, og kann þar
eitthvað um þetta að vera sagt, án þess
að mér sé kunnugt. Það er því ökki
öðru til að dreifa, en' minni mínu og
þeirra fáu manna, sem enn eru ofar
moldu er samtíða voru þessum við-
burði. En á 66 árum fennir yfir mörg
minnisatriði, hafi það ekki verið á blöð
éða bækur fest. Mun ég nú reyna að
segja þessa dularfullu, og af samtírn-
anum, mjög umdeildu sögu, svo sem
mitt minni frekast leyfir, en ég var 10
ára gamall þegar hún gerðist, ef það
hefir verið árið 1903, sem ég held, en
annars 9 ára. Söguna sagði mér við-
komandi sjálfur og heimilisfól'kið, sem
hann dvaldist með, sem var mér ná-
komið, mjög greinilega í öllum smáum
og stórurn atvikum.
Valgeir Bjarnason hét hann, dreng-
urinn sem hér verður frá sagt, og varð
fyrir árás ókunnra manna í hjásetu yfir
kyíaám, frá Grund á Langanesi, þetta
hér áðurnefnda sumar, en hann var
mér vel kunnugur og leikfélagi minn
Hólmsteirin Helgason. (Ljósm. E. D.)
og vinur, þegar ég dvaldist á Grund
tíma og tíma hjá ömmu minni. Valgeir
mun hafa verið fæddur árið 1889, og
því fermdur þetta vor. Hann kom að
Grund fárra ára, mig minnir 4 eða 5 ára
gamall, sem tökudrengur til móður-
ömmu minnar, Sigurbjargar Sigurðar-
dóttur, sem þar bjó þá ekkja, með að-
stoð barna sinna, sem komin voru og
að komast á fullorðinsaldur. Móðir Val-
geirs hafði látizt frá tveimur ungum
börnum sínum, og faðirinn, Bjarni
Jónsson, var mjög heilsutæpur, en hafði
þó með sér, og á sínu framfæri, í vinnu-
mennsku, yngra barnið, stúlku að nafni
Guðbjörgu. Ekki tilgreini ég hér ættir
Valgeirs, til þess tel ég mig ekki nógu
fróðann um þá hluti, en skal geta þess,
að afi Bjarna, föður Valgeirs, var Sig-
urður bóndi í Gunnólfsvík, um rniðbik
19. aldarinnar, sem var talinn merk.ur
maður, og kom til manns 12 börnum,
sem margt manna er frá komið, bæði
hérlendis og vestan hafs. Valgeir átti
góðu atlæti að fagna á Grund, og
þroskaðist vel, var því fremur stór
vexti um fermingaraldur, og ötull
drengur, sv.o sem við hann loddi alla
ævi. Valgeir hafði þann starfa á hendi
á Grund, frá 9 til 10 ára aldri, fram yfir
fermingu, á sumrum, að sitja yfir og