Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. desember 1995 - DAGUR - 3 B
„Ég var í sjöunda himni yfir
veðrinu í sumar. Það var
ótrúlegt að oft kvartaði ég
um hita þvíþað var hrein-
lega erfitt að vinna íþeim
liita sem var. Enda eru svo
stórir hjá mér gluggarnir að
þetta er eins og sólhýsi,"
segir Guðbjörg Guðmunds-
dóttir, hótelstjóri og eigandi
Hótels Jórvíkur á Þórshöfn.
Að koma til hennar Guð-
bjargar er ekki eins og að
koma á eitthvert venjulegt
hótel. Hótelið hennar er til
húsa í reisulegu stóru ein-
býlishúsi. Sólin brýst fram
úr skýjunum um teið og
komið er að tröp>p>unum,
enda segir fólk á Þórshöfn
og gestir Guðbjargar að aílt-
af sé sólskin umhverfis
þessa konu. Rúgbrauðsang-
an leggur út á lóð, þvt þenn-
an daginn er Guðbjörg við
rúgbrauðsgerð handa gest-
unum, nýkomin úr sinni
daglegu sundferð.
Guðbjörg Guðmundsdóttir í stofunni á Hótel Jórvík. Mynd: IM
„Mannfólkið skapar sér
sína menningu sjálft,77
- segir Guðbjörg Guömundsdóttir á Hótel Jórvík d Þórshöfn
Leiðist ekki nokkurn dag
Frá borðstofuborðinu sér á haf út.
Húsið stendur á höfða rétt við sjó-
inn og Guðbjörg segir að þetta sé
eins og að sitja um borð í
skemmtiferðaskipi, og það er rétt.
En í stofuglugganum vaxa ótal
rósir og það hefur heimilislega
hótelið hennar Guðbjargar fram
yfir skemmtiferðaskipin: „Þær
dafna vel rósimar mínar, ég tala
alltaf við þær og hrósa þeim fyrir
hvað þær séu fallegar. Þær remb-
ast hver um sig við að verða fal-
legri en hin. Þetta er samkeppni,
ég verð alveg vör við að þær
reyna að verða hver annarri fal-
legri."
- Hvenær byrjaðir þú hótel-
reksturinn héma?
„Ég veit ekki hvort ég byrjaði
nokkum tíma. Ég fór að dvelja hér
fyrir alvöru 1980. Það var fyrsti
veturinn sem ég var hér. Aður
hræddu mig margir með að ég
vissi ekki hvað norðlenskur vetur
væri, en næstu tíu árin kom aldrei
neinn vetur og þetta var allt svo
yndislegt. Það var enginn snjór
héma, mikið meiri snjór á Akur-
eyri og Húsavík en eins og hann
kæmist aldrei alla leið hingað.
Þetta varð mikið betra en margir
spáðu sem héldu að mér mundi
leiðast héma. Héma leiðist mér
ekki nokkum dag og ég hef alltaf
nóg að gera. Það er nóg að starfa
og ég þýt úr einu í annað.“
- Hér tekur þú það elskulega á
móti gestum að það er rómað
hvað gott sé að koma til þín?
„Það er gaman að heyra. Ég hef
það aldrei á tilfinningunni að fólk
sé að koma á hótel, mikið frekar
að fólkið sé að koma heim til
hennar mömmu sinnar. Viðgerð-
armenn og fleiri em hér öðru
hvom og það er eins og þeir séu
að koma heim til mömmu. En
þess vegna þarf ég að hugsa um
að baka rúgbrauð og vera með ný-
bökuð brauð. Það þarf að vera
brauðlykt í húsinu.
Ég er líka með lítið reykhús og
reyki sjálf. Þegar ég fæ glænýjan
fisk reyki ég hann og fólki finnst
alveg lostæti að fá fiskinn síðan
soðinn með nýjum kartötlum."
Löt að biðja um hjálp>
- Þú ræktar líka ýmislegt í garði
og gróðurhúsi.
„Aðallega kartöflur, ég hef
reynt að rækta gríðarmargar teg-
undir og prófa mig áfram. Ég var
svo heppin að fá kartöflur frá Síb-
eríu, sem virðast ætla að spretta
alveg sérstaklega vel. Ég er með
svolítið af jarðarberjum í gróður-
húsi, en er ekki orðin eins dugleg
að rækta og ég var. Ég var með
tómata og gúrkur og það gekk
ágætlega, en svo hætti ég því.
Þegar ég var með tómatana þurfti
ég að fara í gróðurhúsið til að
vökva minnst tvisvar til þrisvar á
dag. Ég var alltaf á hlaupum og af
því að ég hafði ekki jarðhita vom
tómatamir frekar seinna á ferðinni
en frá garðyrkjubændum, og þegar
ég fór að fá mína tómata voru
þeirra tómatar orðnir alveg verð-
lausir. Því fannst mér tómatamir
mínir orðnir dýrir miðað við alla
vinnuna sem ég lagði í að rækta
þá. Þetta borgaði sig ekki.“
- Nú ertu með stórt hús og mik-
ið af fallegum hlutum. Það hlýtur
að vera mikil vinna við þrif og að
halda öllu í horfinu. Hvemig
kemstu yfir alla þessa vinnu?
„Ég hef voða gaman af falleg-
um munum og er alveg sjúk í
kristal og silfur, en ætli ég fari
ekki bara á hundavaði yfir þegar
ég er að þrífa.
Ég fer í sund alla daga þegar ég
mögulega kemst. Það er alveg
nauðsynlegt og það besta sem
maður getur gert. Síðan reyni ég
alltaf að gera allt eins og ég sé
ekkert að gera. Þegar ég veit t.d.
að það em að koma dálítið margir
í mat, þá skelli ég einhverju í
potta og flýti mér, rétt eins og ég
sé ekkert að gera. Þá verður þetta
svo auðvelt. Ég vil alls ekki vera
að tala um að ég þurfi að gera
þetta og þetta, ég geri bara hlutina
steinþegjandi og hljóðalaust og þá
verður enginn var við að ég sé að
gera neitt.
Svo em nágrannakonumar
mínar afskaplega góðar og alltaf
tilbúnar til að hjálpa mér. En það
er galli hjá mér að ég er svo löt að
biðja um hjálp og finnst ég fljótust
að gera hlutina sjálf. Það er ekki
af því að konumar vilji ekki
hjálpa til og þær eru alveg bráð-
myndarlegar þegar þær koma að
hjálpa mér. Stundum man ég ekki
eftir að biðja um hjálp og er að
bisa við eitthvað sem ég hefði átt
að biðja um hjálp við.“
Rósir þurfa vætu
- Þú hefur ekki alltaf dvalið í
strjálbýlinu, heldur víða farið og
einnig búið erlendis.
„Ég er búin að sjá mikið af
heiminum og hef farið víða. Ég
hef syðst komið að Rauðahafi,
kom þar einu sinni um jól. En mér
líkar ekki vel í Afríku, t.d. sá ég
allt of mikla fátækt í Kaíró. Mig
langar ekki aftur til þessara landa
þar sem ég sé svona mikla fátækt,
ég er svoddan auli að ég græt yfir
þessu. Það er alveg hræðilegt að
sjá svona. Ég hef ferðast afturábak
og áfram og bjó í Skotlandi í sjö
ár en þar var yndislegt að vera.
Þar er nóg af rósum, mikil rigning
og rósir þurfa vætu.“
- Af hverju settist þú að héma á
Þórshöfn?
„Ég skil það ekki enn af hverju
ég er hér. Ég er bara héma og mér
líður afskaplega vel héma. Það er
svo fallegt hér að það er engu líkt.
Þú hlýtur að sjá það.
Aldrei séð aðra eins fegurð
Degi fyrir jónsmessu í sumar var
bankað hér og úti stóð maður sem
sagðist vera frá Nýja-Sjálandi.
Hann var kominn alla leið hingað
til að taka myndir af miðnætursól-
inni. Hann var hinum megin af
hnettinum og mér brá svo við þeg-
ar ég hugsaði um að það gæti ver-
ið skýjað þannig að hann sæi ekki
nokkra sól.
Hann kom í glampandi sólskini
og eftir að ég hafði vísað honum
til herbergis kom hann fram með
svo mikið af myndavélum og
tækjum og landaJcortum. Hann
reiknaði út hvar hann ætti helst að
vera, en aldrei kom í huga hans að
það gæti orðið skýjað og ég var
svo hrædd við það að ég var alveg
í öngum mínum. Um klukkan
fjögur um daginn fór að draga fyr-
ir sólina og um kvöldið var svo
skýjað að það sást ekki sól.
Ég vaknaði snemma daginn
eftir og þá var skýjað. Ég var
eyðilögð, en hann byrjaði aftur að
reikna út og alla útreikninga bar
hann undir mig. Klukkan fjögur
var svo eins og það hreinsaðist
himinninn, glampandi sól og eins
og ekki sæist ský á lofti. Ég^ sagði
að nú skyldi hann fara út. Ég var
hér ein um kvöldið og hef aldrei
séð aðra eins fegurð. Hann kom
ekki heim fyrr en fimm um morg-
uninn og var svo hamingjusamur
að hann sveif alveg. Hann hafði
farið vítt og breitt, þeyst um og
verið hér, líka hinum megin við
fjörðinn og farið niður á Bakka-
fjörð. Alls staðar tók hann myndir.
Þetta tókst ágætlega, en hann var
kominn alla leið frá Nýja-Sjálandi
og það hefði eins getað verið skýj-
að og rigning meðan hann var
héma.
Það getur skeð margt skemmti-
legt á Jórvík.“
Þetta er allt svo
stórkostlegt
- Þú ert þekkt fyrir að taka hlutun-
um af jákvæðni, það er alltaf allt í
lagi, þú er ánægð, allt svo bjart og
veðrið svo gott. Hefur þú fundið
lykilinn að lífshamingjunni?
„Það er fyrst og fremst að vera
alltaf í góðu skapi. Ef eitthvað
kemur fyrir er ég fljót að hugsa:
Ja, verra gæti það verið.“
- Þú finnur ekki fyrir einmana-
leika að búa hér í dreifbýlinu.
„Það er svo ágætt fólk héma.
Ef ég er allt í einu orðin ein tölti
ég yfir í næsta hús eða hringi í
einhvem og býð í kaffi eða mat.
Héma er eins mikil menning og
annars staðar. Mannfólkið skapar
sér sína menningu sjálft. Það er
ekkert síðra að vera út á hjara ver-
aldar en í miðri London.
Það er svo gaman að vera til.
Hugsa sér að geta horft á rós sem
er að springa út. Þetta er svo mikil
fegurð og stórkostlegt að sjá blóm
springa svona út. Og þetta er alls-
staðar, allt umhverfís er eitthvað
sem er svona stórkostlegt. Alveg
eins héma og einhversstaðar úti í
heimi. Að fara upp á Gunnólfsvík-
urfjall eða Heiðarfjall og sjá litlu
blómin sem em að reyna að gægj-
ast upp á milli steina. Þetta er hátt
uppi og það er kalt en samt reyna
þau að komast til að springa út á
móti sólinni. Þetta er allt svo stór-
kostlegt,“ segir þessi stórkostlega
kona, Guðbjörg á Hótel Jórvík.
Og mikið yrðu jólin okkur gleði-
legri ef við gætum öll tileinkað
okkur brot af lífsspekinni hennar.
IM