Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 16

Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 16
16 B - DAGUR - Þriðjudagur 19. desember 1995 Hún œtlaði ekki að verða útvarpskona - en varð það nú samt. I þá daga var útvarpið á Akureyri að stíga sín bernskuspor í gamla reykhúsinu við Norðurgötu ogjónas Jón- asson hélt um stjórnar- tauma. Margrét Björns- dóttir Blöndal árazddi í september 1983 að banka upp á hjá Jónasi og spyrj- ast fyrir um skúringar eða skrifstofustörf. Jónas tók fyrirspyrjanda Ijúfmann- lega. I stað þess að ráða Margréti í skúringar eða skrifstofustörf sagði Jónas; „farðu heim og gerðu út- varpsþátt", og þar með voru örlögin ráðin. Þetta rifjaðist upp fyrir Mar- gréti þegar blaðamaður heimsótti hana á laugardegi ekki alls fyrir löngu í Reykjavík. Georg eigin- maður hennar Magnússon, tækni- maður á Ríkisútvarpinu og dag- skrágerðarmaður þar, var að vinna, sex ára dóttir þeirra, Sara Hjördís, dundaði sér við að byggja framtíðarhallir úr Legókubbum og Sigyn, 13 ára dóttir Margrétar og Kristins E. Hrafnssonar, myndlist- armanns frá Ólafsfirði, var eitt- hvað að bjástra uppi í skóla með „Veistu það að ég er ekkert viss um að þetta starf sé svo stressandi. Eg man eftir því að einhvem tímann komu hjúkrunar- fræðinemar og tóku blóðþrýsting- inn á okkur í útsendingu, en í Ijós kom að mælamir hreyfðust ekki neitt. Að starfa við útvarp er skemmtilegasta vinna í heimi. Ég viðurkenni þó að á slæmum stund- um getur þetta verið þreytandi og jafnvel leiðinlegt. Auðvitað eru til þeir hlustendur sem þola mann ekki, við það verð- ur maður bara að búa og því verð- ur ekki breytt. Ég heyri þó þessar neikvæðu raddir ekki svo mikið, algengara er að fá upphringingar hlustenda sem segja; „mér finnst þú alveg æðisleg, get ég fengið að senda kveðju?“ Á meðan 50 manns eru ekki héma fyrir utan húsið argandi á mig á hverjum morgni, þá er þetta allt í lagi. Að sjálfsögðu reynir maður að gera öllum til hæfis, en með tímanum lærist að það er alls ekki hægt. Hér á árum áður var það þann- ig að ef mér varð á að láta út úr mér ambögur, þá var ég miður mín í viku á eftir. Ég tók líka afar nærri mér ef ég hafði sagt eitthvað sem fólki kynni að sáma og ég hygg að það versta sem útvarps- fólk lendir í sé að segja eitthvað sem meiðir fólk.“ Útvarpslegt uppeldi Margrét Blöndal hóf útvarpsferil- inn á Akureyri og þar segist hún hafa fengið ákveðið uppeldi. „Ég labbaði inn í Norðurgötuna og það varð úr að Jónas Jónasson og Útvarpskonan Margrét ,,Auðvitað eru til þeir hlustendur sem þola mann ekki, við það verður maður bara að búa og því verður ekki breytt. Eg heyri þó þessar neikvæðu raddir ekki svo mikið. Algengara er að fá upphringingar hlustenda sem segja; „mér finnst þú alveg æðisleg, get ég fengið að senda kveðju?“ Mynd: óþh Forréttindi að fá borgað fyrir að tala vinkonum sínum. Margrét hellti kaffi í sinn bolla, blaðamaður lét sér Melroses te duga. „Ætli það séu ekki forréttindi að fá borgað fyrir að tala,“ svarar Margrét og skellir upp úr, þegar sú spuming er borin upp af hverju menn endist svo lengi f „útvarps- bransanum“. Áður en lengra er haldið er líklega rétt að geta þess að Margrét Blöndal starfar nú við hlið Þorgeirs Ástvaldssonar í morgunútvarpi Bylgjunnar, en áð- ur hefur hún eins og kunnugt er komið við sögu á Rás 2 og Ríkis- útvarpinu á Akureyri. Gunnvör heitin Braga réðu mig. Ég var líka svo heppin að þar starfaði einnig Bjöm Sigmunds- son, tæknimaður, sem var betri en enginn. Mér var ekki endilega sagt hvemig ég ætti að fara að því að gera útvarpsþátt, en ég komst fljótlega að raun um að ákveðnar reglur vom í gildi. Síðar fór ég suður og hóf störf á Rás 2 og það var líka góður skóli. í þá daga vann maður eftir handriti og ef tæknimennimir sáu að ég var að bregða út af því og koma mér í ógöngur, þá björguðu þeir mér oft fyrir horn. En auðvit- að reyndi maður að læra af þeim sem reyndari voru og til dæmis var Þorgeir Ástvaldsson góður kennari. Ég ætlaði mér ekki að verða starfsmaður við útvarp, minn hug- ur stóð til þess að verða íslensku- kennari og ég fór því í íslensku- nám í Háskóla Islands. Fyrir- myndin var Valdimar Gunnars- son, íslenskukennari og konrektor Menntaskólans á Akureyri, og ég ætlaði mér að verða eins og hann. En á daginn kom að ég hafði engan tíma til þess að sinna nám- inu vegna þess að ég þurfti að vinna svo mikið með því. ís- lenskunáminu hef ég því aldrei lokið en stefnan er sett á að gera það áður en Njörður P. Njarðvík hættir." Útvarp er aíltaf útvarp Eins og áður segir vinnur Margrét ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni við að fylgja hlustendum morgunút- varps Bylgjunnar inn í amstur dagsins. Margrét sagði skilið við Rás 2 á liðnu sumri eftir margra ára starf hjá Ríkisútvarpinu og segir hún að þá hafi alveg eins verið inni í myndinni að hún hætti að tala í hljóðnema og snéri sér að einhverju allt öðru. En annað kom á daginn. Óli H. Þórðarson hjá Umferðarráði hringdi í Margréti og bauð henni að vinna um tíma hjá Utvarpi Umferðarráðs og það varð úr. Síðan lá leiðin upp á Bylgju. „Viðfangsefnin eru auðvitað ólík hjá þessum miðlum, en út- varp er alltaf útvarp. Á því er mik- ill munur að búa til útvarpsþátt fyrirfram, vinna við fréttaöflun eða starfa við tónlistarútvarp. En markmiðið er alltaf það sama; að hlustandinn heyri bitastætt efni þegar hann opnar viðtækið sitt.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.