Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 27

Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 27
Þriðjudagur 19. desember 1995 - DAGUR - B 27 -i sækja hana á stórhátíðum. Og í Bárðardalnum, þar sem ég var alltaf í sveit á sumrin, fór ég alltaf með bænir, meira að segja fram á unglingsár, „Faðir vorið“ var allt- af öruggt skjól og hjálp. Engu að síður var kirkjan og atferli hennar mér mjög á móti skapi. En síðan hef ég lært. Til dæmis lærði ég heilmikið í litúrgíu í námi mínu úti í Þýskalandi og hvað hún merkir. Sömuleiðis las ég heilmik- ið um sögu kirkjunnar og kristn- innar í tengslum við þróun tónlist- ar og það átti sinn þátt í að breyta viðhorfi mínu. í starfi mínu sem organisti við Hallgrímskirkju og kennari við guðfræðideild Há- skóla Islands í tíu ár, hef ég verið talsmaður gilda sem ég barðist áð- ur á móti. Ég hef verið talsmaður reglunnar í helgihaldi og litúrgí- unnar í atferli og tónlist og tel miklu skipta að þetta sé í ákveðnu samhengi við gengnar kynslóðir. Með öðrum orðum tel ég mikil- vægt að halda í þessi gildi og þar með er ég kominn í mótsögn við það sem ég sjálfur gekk út frá. Ég hef lært að trúa en telst sennilega ekki til bókstafstrúarmanna, ein- hverjir myndu líklega kalla mig efahyggjumann." Þetta leiðir hugann að því að sumir vilja, eins og það er kallað, „poppa kirkjuna upp“. Hörður er ekki hrifinn af þessari hugmynda- fræði. „Ég geri mér grein fyrir því að uppi eru mismunandi sjónar- mið og ég er tilbúinn að hlusta á og beygja mig undir sjónarmið þeirra sem ég starfa með í kirkj- unni. Dæmi um þetta er notkun á léttari tónlist í kirkjunni, sem menn tala svo mikið um. Mér finnst oft að þeir sem tala hvað hæst um að messuformið sé þungt og gamaldags og tónlistin sömu- leiðis, séu þeir sem ekkert þekkja neitt til og vilja ekki gera tilraun til þess að kynna sér hvað helgi- hald í raun er. Ég held að helsti misskilningurinn sé fólginn í því að setja helgihaldið á sama bekk og afþreyingu eða skemmtun. Fólk segir sem svo að það sé leið- inlegt að fara í kirkju, miklu nær sé að fara í bíó eða ball. Þetta eru ekki sambærilegir hlutir. Fyrst og fremst tel ég að guðsþjónustan eigi að vera farvegur þess að dýpka sjálfan sig.“ Hörður segist í lengstu lög reyna að komast hjá því að spila popptónlist við kirkjulegar athafn- ar, en oft er beðið um slíkan tón- listarflutning við t.d. giftingar. „Auðvitað erum við að veita fólki ákveðna þjónustu, en því miður eru margir sem átta sig ekki á því um hvað málið snýst og er ekki komið inn í kirkjuna á forsendum hennar. Oft er það svo að búið er að ákveða tónlist við giftingar og ég hef ekkert um hana að segja. Ef ég hef hins vegar fæ tækifæri til að útskýra fyrir fólki hvað þessi athöfn sé í raun, að hún sé ekki skemmtun þar sem boðið er upp á uppáhalds lög brúðhjónanna, heldur að hún sé athöfn sem lúti lögmálum kirkjunnar, þá opnast augu brúðhjónanna fyrir því að mörg þeirra laga sem þau höfðu haft áhuga á að yrðu flutt við brúðkaup þeirra, eiga alls ekki við í sjálfri giftingunni, en eru vel við- eigandi í veislunni á eftir.“ Organisti og kórstjórnandi Auk þess að vera organisti við Hallgrímskirkju stjórnar Hörður Askelsson Mótettukór Hallgríms- kirkju sem er án efa einn allra besti kór landsins. Mótettukórinn hefur tekist á við mörg af stærri verkum tónbókmenntanna, nú síð- ast Jólaóratóíu J.S. Bachs. Hörður hugsaði sig vel um þegar hann var inntur eftir því hvort félli honum betur, að sitja við orgel Hallgríms- kirkju eða stjóma Mótettukómum. „Ég vil helst ekki þurfa að gera þama upp á milli. Að sjálfsögðu er töluverður vandi að rata hinn gullna meðalveg. Maður getur ekki verið góður organisti nema að gefa sér tíma til æfinga og halda tónleika. Að sama skapi er ekki hægt að gera kór stöðugt betri nema með mikilli yfirlegu. Þetta þýðir að stundum verða árekstrar og þeir geta verið býsna slítandi, einkum þó þegar maður er í þeirri stöðu að finnast vera að vanrækja hvort tveggja, en það gerist því miður oft. Eg hætti að kenna við guðfræðideild Háskól- ans til þess að geta sinnt betur mínu starfi sem organisti Hall- grímskirkju og koma tónleikahaldi hér heima og erlendis inn á stundaskrána hjá mér. Hitt er svo annað mál að ef til vill á kórstarfið betur við mig. Ég hef alltaf átt auðvelt með að vinna með fólki og ég hygg að það sé minn helsti styrkur. Eg hef haft það sem ákveðið mottó í kórstarfi að „ramminn stemmi“, að stundvís- lega sé byrjað og stundvíslega hætt, en innan rammans sé ákveð- ið frelsi. Söngurinn er númer eitt í kórstarfi en félagslegi þátturinn er líka afar mikilvægur og hann má ekki vanmeta." Hörður neitar því ekki að hann geri miklar kröfur. „Já, ég held ég geri nokkuð miklar kröfur. í kór- starfinu miða ég hraða yfirferðar gjaman við þá sem em næstbestir í nótnalestri. Ég miða ekki við þá bestu og alls ekki þá lökustu, þá myndi kómum ekkert fara fram.“ Staða kirkjutóníistar á íslandi Hörður segist sáttur við þá þróun sem hafi orðið á undanfömum ár- um í íslenskri kirkjutónlist. „Fljót- lega eftir að ég kom heim varð breyting á tekjustofnum safnað- anna og kirkjan fór að hafa meiri fjárráð, einkum þó stærri söfnuð- imir. Það þýddi að unnt var að greiða fyrir tónlistina og „standardinn" hækkaði. Nú eru um 30 manns vítt og breitt um landið í fullum stöðum sem tón- listarmenn við kirkjur og góðum kirkjuorgelum hefur fjölgað um- talsvert á undanfömum árum. Ég tel að kaup á orgeli Hall- grímskirkju, sem er þriggja ára í þessum mánuði, hafi haft mjög mikið að segja og sé jákvæður áhrifavaldur í orgelkaupum ann- arra sókna á landinu.“ Orgel Hallgrímskirkju er stærsta orgel landsins og það hljóta að vera ákveðin forréttindi að hafa tækifæri til að spila á það á degi hverjum. „Aðdragandinn að kaupum á orgelinu, sem er 72ja radda og fjögur hljómborð, var langur og vissulega hafði ég oft Véal og mynd: OskarÞór Halldórsson. efasemdir um að við værum að gera rétt. En við gerðum rétt og þetta er sannarlega glæsilegt hljóðfæri, tilkoma þess hefur aug- ljóslega stóraukið áhuga fólks á orgeltónlist og eflt áhuga nem- enda á orgelnámi. „Við höfum komið á sumartón- leikaröð í Hallgrímskirkju og að- sókn að þeim er afskaplega góð. Gæði orgelsins hafa spurst út og fjöldi erlendra orgelleikara sækist eftir að fá að spila á það.“ Þar sem tóníistin rceður rikjum Þau hjónin Hörður og Inga Rós háfa búið sér fallegt heimili við Faxaskjól í Reykjavík, alveg við sjóinn. Utsýnið er einstakt. Elsta dóttirin, Guðrún Hrund, 21 árs gömul, virðist ætla að feta í fótspor foreldranna því hún stund- ar nú víólunám í háskólanum í Köln í Þýskalandi. Tvö yngri bömin, Inga 16 ára og Áskell 5 ára, eru í foreldrahúsum. Aldrei að vita nema þau feti einnig braut tónlistarinnar. í það minnsta hafa þau til þess kyn, að þeim standa tvær stórar tónlistaifjölskyldur, norðan og sunnan heiða. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.