Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 44

Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 44
Myrkranna á milli Það ríkir ávallt mikil eftirvænting þegar konungur spennusagnanna, Sidney Sheldon, sendir frá sér nýja bók. A því var engin undantekning þegar þessi bók kom út í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Myrkranna á milli spannar vítt sögusvið, allt frá fagurri strönd ítölsku Rívíerunnar til tískuhúsanna í París. Söguþráðurinn er haglega ofmn gegnum móðu og mistur, og endalokin korna á óvart eins og Sheldons er von og vísa. Mundu mig Mary Higgins Clark hefur skrifað ellefú spennusögur sem allar hafa orðið metsölubækur um gjörvallan heim. I þessari bók dragast sögupersónurnar inn í ógnvekjandi og undarlegan vef sem ókunn öfl virðast spinna þeim. Mary Higgins Clark bregst ekki lesendum nú frekar en endranær og heldur þeirn í magnaðri spennu allt til síðustu blaðsíðu bókarinnar. Morð í þremur þáttum Þau eru orðin mörg sakamálin sent Hercule Poirot hefur leyst allt ffá því að fyrsta bók Agöthu Christie, Hús leyndardómanna, kom út árið 1920. Síðan hafa milljónir lesenda um allan heim notið snilligáfu þessa litla belgíska einkaspæjara. Morð í þremur þáttum er sígild, fyrsta flokks leynilögreglusaga með spennandi söguþræði, óvæntum atburðum, grunsamlegum persónum og síðast en ekki síst sögulokum sem konta öllum á óvart... nerna Hercule Poirot. Andlit öfundar Jóhanna er ung stúlka, sem er búsett í Reykjavík. Hún er gædd dulrænum hæfileika, fjarskyggni, sem gert hefur henni lífið leitt en hún telur sig hafa losnað við. Hún bjargar litlu barni frá drukknun og fyrr en varir er hún flækt í ótrúlega atburðarás, þar sem hún fær engu ráðið. Lífi hennar er stefnt í hættu. Þessi þrettánda skáldsaga Birgittu er spennandi saga um afbrot og ástir. Enn á ný kemur Birgitta skemmtilega á óvart. ____ Án plantna yrði enginn matur á jörðinni, engin dýr af nokkru tagi, ekkert líf. Þær lifa þó lengsmrn í sínum eigin heimi, og við vitum sáralítið um hvað þar gerist. I þessari stórbromu bók opnar David Attenborough okkur heim náttúrunnar svo ljóslega og af slíkum áhuga að fáir rithöfundar og kvikmyndagerðarmenn hafa leikið það eftir. Bækur hans og sjónvarpsmyndir em í ffemstu röð og hafa reynst einn mesti fróðleiksbrunnur á seinni hluta 20. aldar. Einkaltf plantna erþungamiðja í verkum hans, grunnurinn að öllu sem hann hefur rannsakað hingað til. Hestar og menn 1995. Glæsileg árbók þar sem sagt er ffá hestamönnum og hestum þeirra á ferðalögum og í keppni. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda, bæði litmynda og svarthvítra. Islensk knattspyma 1995 í bókinni er að finna upplýsingar um allt það helsta sem gerðist í knattspyrnu á Islandi árið 1995. Litmyndir af öllum meistaraliðum ársins og áberandi einstaklingum. Mundu mig David Attenb orough Skjaldborg HS Armúla 23, Reykjavik i 588-2400 Fax 588-8994 Akureyri: Furuvellir 13 i 462-4024

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.