Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 8
8 B - DAGUR - Þriðjudagur 19. desember 1994 Leikfélag Akureyrar æfir nú eitt af meistaraverkum bandaríska leikrita- skáldsins Tennessee Williams, Sporvagninn Girnd\ sem sumir telja hans besta verk, og verður leikritið frumsýnt á Akur- eyri á friðja dag jóla. Leikritið er skrifað 1947 og gerist rétt eftir seinna stríð í New Orleans í Suðurríkjum Bandaríkj- anna. Leikritið lýsir lífs- krafti, uyygangi ungs fólks og einnig fólki sem tilheyrir gamla aðlinum og vill halda í gamlar hefðir. Við æflngar á Sporvagninum Girnd, jólaleikriti LA. Rósa Guðný Þórsdóttir sem Blance og Valdimar Flygenring sem Stanley. Mynd: BG „Nóra í Brúðuheim- ilinu eftir Ihsen er mér mjög hugstæð" -segirRósa Guðný Þórsdóttir, sem leikur Blanche í Sjaorvagninum Girnd, jólaleikritiLA Rósa Gúðný í hlutverki Nóru í Brúðuheimilinu eftir Ibsen. Aðalpersónan í leikritinu, Blanche DuBois, er háskólamenntaður enskukennari um þrítugt. Hún er ekkja sem giftist mjög ung en missti mann sinn. Hún kemur nið- urbrotin á heimili systur sinnar og leitar hjálpar hjá henni en getur ekki skýrt frá því hvaða hjálpar hún þarfnast. Hennar von er að líf hennar taki einhverjum breyting- um við þetta og snýst leikritið að mestu um hennar örlög, átök hennar við mág sinn, Stanley, mannlegan breiskleika og tilfinn- ingar sem ekkert hafa breyst gegn- um aldimar. Höfundur segir leik- ritið fjalla um misskilning, fólk misskilji hvort annað. Blanche er leikin af Rósu Guðnýju Þórsdótt- ur, og er hlutverkið mjög kreij- andi því hún er nánast allan tím- ann á sviðinu en þetta hlutverk er eitt af óskahlutverkum margra kvenleikara, þykir eitt af betri kvenhlutverkum leiklistarsögunn- ar. Aðal karlhlutverkið er í hönd- um Valdimars Flygenring, sem leikur Stanley, mág Blanche, en Bergljót Arnalds leikur Stellu, systur Blanche. Á áttunda ára- tugnum var Sporvagninn Girnd sýndur í Þjóðleikhúsinu og þá fór Þóra Friðriksdóttir með hlutverk Blanche. Rósa Guðný kom til starfa hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir tveimur árum, í byrjun leikárs 1993, en fyrsta leikritið sem hún lék í var Afturgöngur eftir Henrik Ibsen en þar lék hún Reginu Engstrand. Rósa Guðný ætlaði í upphafi að- eins að vera einn vetur, en segist greinilega ekki vera dugleg að „plana“. í haust lék hún Mínu Harker í Drakúla greifa eftir Bram Stoker, en það Ieikrit gekk ekki nógu vel. Leikhúsi fyígir áhætta Hvaða skýringar hefur leikkonan á því að verkið gekk ekki lengur? „Kannski það hafi ekki höfðað til leikhúgesta, en ég hélt að fólk hefði áhuga á að sjá þetta verk á sviði því margir þekkja þetta vel úr kvikmyndum. Mörgum fannst sýningin of löng, það spurðist út, en margir veigra sér við að sitja of lengi í leikhúsi. Leikhús er áhætta, því verður að fylgja áhætta, og þeir sem standa fyrir leikhúsi verða að vera djarfir og brjóta upp hefðbundin munstur og reyna að Úr leikverkinu, Dalur hinna dauðu. F.v.: Rósa Guðný, Árni Pétur Guðjóns- son, Ólafur Guðmundsson og Stefán Jónsson. „Ég sýni sannleika í Ijúfu dulargervi blekkingar" Thomas Lanier Williams, sem síðar tóks sér nafnið Tennessee Williams, fæddist árið 1911 í Columbus í Mississippi, sonur drykkfelds farandssala sem hann sá sjaldan. Sjö ára fluttist hann til St. Louis og þaðan lá leiðin til New Orleans árið 1938. Tenn- essee Williams segist hafa fund- ið frelsið í New Orleans, kraum- andi af leikritum eins og Gler- dýrunum, Sporvagningum Gimd og Ketti á heitu tinþaki, sem tal- ið er hans mesta raunsæisverk. Skáldið hóf að skrifa 12 ára gamall og hélt því áfram alla tíð, en hann segir sjálfur að næst rit- störfum hafi hann haft mesta un- un af því að vera hommi. Hon- um hefur verið lýst sem manni fullum haturs, ofbeldis, bældur og bitur. Lífsskoðun hans var því á vissan hátt harmræn. Undir þessa lýsingu tók hann í sjón- varpsviðtali og sagði að þannig væri heiminum lýst, tilfinninga- legt ofbeldi væri snar þáttur í lífi okkar. Eftirlætispersóna skálds- ins var Blanche í Sporvagninum Gimd, leikriti sem fjallar um misskilning en ekki mann- vonsku. Blanche er persóna sem leitar eftir vernd en hefur fyrir- gert öllu og leitar griða hjá syst- ur sinni en hefur ekki kynnst mági sínum, Stanley, en milli þeirra er mikill stéttamunur. Stanley afber hins vegar ekki að einhver annar þykist honum fremri. Blanche er í upphafi ráð- rík, hjálparvana, frek en óömgg en Stanley skynjar hættuna sem honum stafar af Blanche. Hún er sjúk, fölsk og ætlar að leggja heimilið í rúst. Fyrsta verk Williams var Glerdýrin, sem var fmmsýnt í Chicago árið 1944. Meðal verka Williams má nefna Carmino Real, sem var framand- legt verk; Baby Doll, sem kaþ- ólska kirkjan taldi saurugt; Orfe- us í undirheimum en þemað í því verki er að enginn þekkir annan, öll emm við dæmd til einangrunar, allt lífið emm við í eigin skinni; Skyndilega í fyrra- sumar sem er ofbeldisfullasta verk hans og árás á stöðnun og sjálfumgleði og Nótt græneðl- unnar, sem hann skrifaði 1961. Það er framsækið verk, sem fjallar um ölkæra og kvensama prestinn Shanon, sem er sviptur kjóli og kalli, helst að persónan Shanon standi Blanche í Spor- vagningum Girnd á sporði. Áðr- ar eftirminnilegar persónur em m.a. Lára í Glerdýrunum, Alma í Sumar og reykur og Val í Snákaskinni. Tennessee Willi- ams skrifaði níu leikrit síðasta áratug ævi sinnar auk ljóða, smásagna, ritgerða, endurminn- inga og skáldsagna, en virtist þá hafa nokkuð týnt „neistanum." Hann lést árið 1983, þá talinn af mörgum mesta leikritaskáld Bandankjanna. GG koma með eitthvað nýtt, bæði til handa sjálfum sér og áhorfendum. Það verður aldrei reiknað út hvað áhorfendur vilja, en verkefnaval atvinnuleikhúss eins og á Akur- eyri verður að vera hæfileg blanda af ýmsum straumum. Vonandi verður Sporvagninn Girnd sýndur út febrúarmánuð. Þetta er gott leikrit sem ætti að höfða til breiðs hóps áhorfenda en síðan taka við æfingar á verki sem Kjartan Ragn- arsson og Einar Kárason hafa skrifað fyrir Leikfélag Akureyrar og heitir Heima er best, óbeislað raunsæisverk, sem fjallar um ís- lenskan raunveruleika," segir Rósa Guðný. Nóra í Brúðuheitnilinu minnisstœð Rósa Guðný segist ekki hafa á unga aldri ætlað að verða leik- kona, þó blundaði þráin alltaf í henni og oft hafi verið mælst til við hana að hún fetaði leiklistar- brautina. Það hummaði hún þó fram af sér til 21 árs aldurs er leiðin lá í Leiklistarskólann. En er eitt hlutverk sem Rósa Guðný hefur leikið öðrum hug- stæðara? Mér þykir vænt um allflest hlutverk mín sem ég hef leikið, m.a. þau sem ég hef fengist við hér hjá LA, en þau hafa verið mjög fjölbreytt. En ég get nefnt Nóru í Brúðuheimilinu eftir Hen- rik Ibsen sem er mér mjög minn- istæð og svo leikverkið Dalur hinna blindu, sem Þór Tulinius leikstjóri spann með leikhópnum Þibilju upp úr smásögu eftir H.G. Welles. Þar lék ég æðsta prestinn í samfélaginu, Móðir Vitku Týru, sem var einn af öldungunum, en í þessu samfélagi voru allir blindir. Sýningarnar fóru fram í Lindarbæ og voru viðtökur mjög góðar. Vinnan í svona leikhóp er öðruvísi en í „stofnanaleikhúsi,“ við ráðum hvað er tekið fyrir, mótum það og vinnum mikið til öll leiktjöld og leikbúninga sjálf. Ég var öllum stundum í Lindarbæ, ef ekki að æfa þá að „dunda skraut", en það var að búa til skraut á búningana. Þessir leikhópar eru nauðsynlegt mótvægi „stofnanaleikhúsa" en það endist enginn lengi í þessu því maður nánast borgar með sér. Þessar sýningar sækir a.m.k. í fyrstu aðallega áhugafólk um leik- hús, en síðan spinnur þetta utan á sig og fleiri koma. Það er þó aldrei hægt að reikna með sama áhorfendafjölda og hjá „stofnana- leikhúsunum," t.d. sama áhorf- endafjölda og Þjóðleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur laða að. Það fara margir þangað meira af gömlum vana.“ Gott hús Rósa Guðný var spurð að því hvemig væri að leika fyrir Norð- lendinga? „Samkomuhúsið er mjög gott hús, ekki of stórt þannig að maður er í töluverðri nálægð við áhorf- endur. Það gerir öðmvísi kröfur en að standa á stóm sviði. Það er einnig mjög gott að vera meðvit- aður um það að leikari er hvergi æviráðinn og ekkert sjálfgefið að maður fái að sinna þessu óska- starfi sínu um aldur og ævi, fyrir því verður maður að berjast.“ Rósa Guðný hefur verið að leikstýra tvö sl. ár hjá leikklúbbi Menntaskólans á Akureyri. Fyrst var það Strœtið eftir Jim Cartw- right árið 1994 og á þessu ári Silf- urtunglið eftir Laxness. Hefur hún í hyggju að leggja leikstjóm frekar fyrir sig? „Nei, en mér finnst ágætt að setja upp sýningu með áhuga- mannahópum öðru hverju en ætla ekki að leggja það fyrir mig. Ég verð þó með nemendur Mennta- skólans, við ætlum að setja upp Fríðu og dýrin í vetur en sú vinna byrjar í febrúarmánuði,“ sagði Rósa Guðný Þórsdóttir, leikari og leikstjóri. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.