Dagur - 19.12.1995, Qupperneq 4

Dagur - 19.12.1995, Qupperneq 4
4 B - DAGUR - Þriðjudagur 19. desember 1995 búf Amnesty mM International inn um lúg- una hjá mér í f dag og eins og^umjulega þarf ég að hleyp>a í mig kjarki til að lesa það. Klutckan tifar, ég er að spila góðan geisladisk með jólalögum, nýbúin að kveikja á öðru kerti aðventukransins og er rétt að komast í jólastemmningu. Ég veit að ef ég opna blaðið, fer mér að líða illa og jólaskapið rýkur út í veður og vind. Yfír- skrift blaðsins er „Áfangastaður ókunnur“ og af síðunum streyma nöfn og myndir fólks sem koma óþægilega við mig, myndir af alvörugefnum konum og mönnum sem horfa beint í augu mín. Þetta fólk hefur ým- ist látið lífíð á hroðalegasta hátt eða horfíð sporlaust. Er ekki bara best að fleygja þessu blaði í ruslatunnuna, halda áfram að hlusta á jóla- lög og pakka inn nokkrum gjöfum? Ekki líður þessu fólki sem leynist í blaðinu neitt betur þó að ég sitji hér við ysta haf með grátstafinn í kverkunum? En ég veit að þó að þetta blað fari í tunnuna, verða nýjar hörmungar í Mogganum á morgun og skjár- inn blóði drifinn þegar ég kveiki á fréttun- um klukkan átta. Ohugnaður heimsins verð- ur ekki umflúinn. Ég bít á jaxlinn og opna blaðið. Ég les um pakistanska drenginn Iqbal Masih, sem seldur var í þrældóm fjögurra ára og hefur barist gegn þrælahaldi barna um þriggja ára skeið. Hann var myrtur í vor, þrettán ára að aldri. Ég les um Alirio Becerra, baráttu- mann fyrir mannréttindum í Kólombíu, sem hvarf fyrir fímm árum. Ég les um Ding Zil- in, kínverska móður sem missti son sinn á Torgi hins himneska friðar í júní 1989. Hún er ofsótt og einangruð fyrir að ræða opin- skátt um júníblóðbaðið og hafa samband við aðstandendur þeirra sem þar létu lífið. Og að lokum rekst ég á gleðifrétt, að póli- tískur fangi á Kúbu sem Amnesty Interna- tional hefur beitt sér fyrir hafi nú verið lát- inn laus. Það knýr á höfuðskelina, þetta fólk sem saklaust verður fyrir hörmungum, fólkið sem að berst fyrir mannréttindum í heima- landi sínu, jafnvel þótt það viti að sú barátta geti kostað það vit, limi og líf. Og ég undr- ast sálarstyrkinn og kjarkinn sem hlýtur að prýða þau sem ganga æðrulaust á vit örlaga sinna í baráttu við ofureflið. Ólafsfjarðarkirkja. Mynd: óþh Afstofni Isaí mun kvistur fram spretta og angi vaxa upp afrótum hans. Með réttvísi mun hann dœma hinafátœku og skera með réttlœti úr málum hinna nauð- stöddu í landinu. Réttlœti mun vera beltið um lendar hans og trúfesti beltið um mjaðmir hans. (Jes. 11: 1,4,5) Kristnir menn halda jólahátíð eftir örfáa daga og fagna því að spádómar Gamla testamentisins rættust, að kvistur Ísaís er fram sprottinn og bamið af ætt Davíðs bor- ið. Hann fæddist fyrir tæpum 2000 ámm, óx upp í samfélagi við menn, bar réttlæti sem belti um lendar og trúfesti um mjaðmir. Hann dó á krossi, hæddur og kvalinn og reis upp á þriðja degi samkvæmt Biblíunni. Vegna fæðingar hans höldum við hátíð ljóss og friðar, festum ljósapemr upp um öll þakskegg, sendum pakka og kort um víðan völl og gerum okkur glaðan dag. Vegna bamsins í jötunni svífur tilhlökkun yfír hús- unum og fölleit skammdegisbömin fá eftir- væntingarglampa í kinnamar. Vegna hans sem fæddist á jólum er mnnin upp ný öld í sögunni. Eða er ekki svo? Samt deyja menn enn vegna réttlætis- kenndar sinnar jafnvel á jólum. Samt eru böm enn hneppt í þrældóm og konum nauðgað. Þegar friður kemst á í einu ríki gýs upp blóðug borgarastyrjöld í hinu næsta. Og stundum virðist þessi ranghverfa sæmandi lífs vera náttúmlögmál, að fólki sé ekki áskapað að geta lifað í friði í þessum heimi frekar en dýrunum. Og þegar í þessa þanka er komið er stutt í afneitunina og vonleysið. Þá hendir maður fréttablöðunum í mslatunnuna, sefur yfir erlendu fréttunum í sjónvarpinu, flettir hratt yfir dagblöðin og reynir að halda jól ljóss og friðar óháð hinni stríðshrjáðu og kúguðu veröld. Ef strútsað- ferðin dugar ekki má alltaf sökkva sér niður í vol og víl um að það þýði ekkert að halda gleðileg jól í þessum ömurlega heimi. En nú er Kristur kominn í heiminn og tekur hvomga aðferðina gilda, veg afneitun- arinnar eða uppgjafarinnar. Boðskapur hans fjallaði um elsku til Guðs og náungans. Hann talaði líka um hina efstu daga þegar öll grimmd og græðgi verður afnumin. Til sömu daga horfði Jesaja spámaður mörgum öldum fyrr og dró upp myndina af fyrir- myndarríki Messíasar. Þá mun úlfurinn búa hjá lambinu og pardusdýrið liggja hjá kiðlingnum kálfar, ung Ijón og alifé ganga saman og smásveinn gœta þeirra. Kýr og birna munu vera á beit saman og kálfar og húnar liggja hvorir hjá öðrum og Ijónið mun hey eta eins og naut. Brjóstmylkingurinn mun leika við holudyr Sigríður Guðmarsdóttir. nöðrunnar og barnið nývanið af brjósti stinga hendi sinni inn í bœli hornormsins. Hvergi á mínu heilaga fjalli munu menn illtfremja eða skaða gjöra því aðjörðin erfull af þekkingu á Drottni eins og djúp sjávarins er vötnum hulið. (Jes. 11:6-9) Enginn veit hvenær friður og frelsun kemst endanlega á. En sá sem játar trú á Krist má ekki stinga höfðinu í sandinn. Hann má ekki slæva samvisku sína og með- aumkun með öðrum jarðarbúum. Hann má heldur ekki gefa sig tóminu og tilgangsleys- inu á vald. Heimurinn á sér von og sú von hans liggur í þeim sem skóp hann og vakir yfir honum nú, þeim sem einhvern tímann mun koma og gera alla hluti nýja. í ljósi þeirrar sýnar er barátta Davíðanna út um allan heim sem reiða slöngvivað sinn að Golíötum spillingarinnar, ekki vonlaus. Hið góða er hinu illa máttugra og mun um síðir vinna fullan sigur. En þangað til verð- um við öll að leggjast á okkar litlu árar í baráttunni við myrkrið, með stuðningi við mannréttindasamtök, með elsku til Guðs og náungans, með von og eldmóð í hjarta. Ég geng frá blaðinu „Áfangastaður ókunnur" í blaðagrindina og held áfram að pakka inn. Sorgin yfir rangsleitninni nístir beinin eins og ég vissi að hún myndi gera. En ég finn líka fyrir annarri tilfinningu, sig- urvissan og von yfir grettistakinu sem hetj- ur samtímans lyfta hvar sem viðbjóður og ógn ráða ríkjum. Með þrautseigju sinni og kjarki snúa þær margri bölvuninni í blessun. Guð blessi og varðveiti alla þá sem berj- ast gegn óréttlæti og spillingu í heiminum. Hann gefi okkur öllum gleðileg jól.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.