Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 17

Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 19. desember 1995 - DAGUR - B 17 Margrét hefur unnið við tón- listarútvarp, verið fréttamaður og unnið útvarpsþætti. Hvað skyldi falla henni best í geð? „Það sem ég er að gera núna, sem er blanda af dægurmálum, tónlist og frétt- um. Ég hefði aldrei getað orðið al- vöru fréttamaður vegna þess að ég á erfitt með að verða heltekin af fréttum." Morgunhani Morgunútvaip Bylgjunnar hefst fyrir allar aldir, nánar tiltekið kl. 6, og því liggur beinast við að spyrja hvenær í ósköpunum morg- unhanarnir Margrét og Þorgeir fari á fætur? „Ég vakna korter í fimm, og rétt eins og í komfleksauglýsing- unni svíf ég út úr húsinu máluð og snyrt,“ sagði Margrét og varð sposk á svipinn. „Nei, annars þetta er aðeins orðum aukið. Georg vekur mig og síðan vakna ég til fullnustu í sturtunni og mæti á Bylgjuna ágætlega hress. Þetta mynstur venst ótrúlega vel.“ Þrátt fyrir að vera svo árrisul segist Margrét ekki fara að sofa fyrr en gengur og gerist; svona um ellefu til hálf tólf, en því megi ekki gleyma að hún fái sér góðan miðdegisblund, rétt eins og gamla fólkið. Margrét var fljót til svars þegar hún var spurð að því hvort sjón- varpið heillaði ekki. „Nei, bless- aður vertu, útvarpið er miklu skemmtilegri miðill. Það vex og dafnar í manni ákveðið bráðlæti í útvarpi, enda er það skjótvirkur miðill. Sjónvarpið er miklu sein- legri miðill, en ég neita því ekki að það hefur ýmsa kosti framyfir útvarp. Ég lít ekki svo á að það sé ákveðinn framaferill fólginn í því að fara úr útvarpi í sjónvarp. í mínum huga er sjónvarp ekkert merkilegri miðill en útvarp." - Ertu metnaðarfull? „Það er nú það. Jú, ég tek mjög nærri mér ef Georg er í illa strau- jaðri skyrtu og fólk segir að hann hljóti að eiga svona slæma konu.“ Þessum orðum Margrétar fylgdu hávær hlátrasköll. „Svona í alvöru talað, auðvitað vil ég standa mig í því sem ég er að gera. Hins vegar hef ég ekki í mér þessa hugsun; að komast áfram, vinna mig upp. Ég á mér ekki yfirmannastöðudraum, guð hjálpi mér. Ég á fullt í fangi með að hafa stjóm á sjálfri mér og minni fjölskyldu. Maður hefur séð fullt af fólki sem fær einhverja titla, stendur hins vegar ekki undir þeim, en hefur ekki kjark til þess að viðurkenna það.“ Ólst up>p> í „húsinu á sléttunni" En nú yfir í allt aðra sálma. Mar- grét var einu sinni ung, í það minnsta nokkrum ámm yngri en hún er í dag. Og í þá daga var gaman að vera til. Þetta var á menntaskólaárunum á Akureyri. „Auðvitað fór maður mikið út að skemmta sér, en ég myndi ekki segja að ég hafi verið mikið úti á lífinu eftir að ég átti Sigyn árið 1982. Það er varla hægt að segja að ég hafi farið út síðan," sagði útvarpskonan og greinilegt var að þama hafði hún farið frjálslega með staðreyndir. „Mín ungdómsár á Akureyri voru yndisleg. Ég ólst upp í „hús- inu á sléttunni", hjá afskaplega yndislegum foreldrum og bræðr- uni. Mamma sagði alltaf að ég hefði verið vitlaus í eitt ár og það er örugglega tiltölulega vel slopp- ið. Ég hefði á þessum árum ekki getað ímyndað mér að ég ætti síð- ar meir eftir að starfa við útvarp. Það var ekki draumurinn í þá daga. Og þótt ótrúlegt rnegi virð- ast, þá get ég enn þann dag í dag ekki staðið upp og sagt meiningu mína yfir fleirum en fimm.“ - En engu að síður ferðu létt með að draga út lottótölur á laug- ardagskvöldum í sjónvarpinu og hálfþjóðin er að horfa á þig? „Já, að vísu, en í sjónvarpssal eru bara fimm að fylgjast með mér; tveir myndatökumenn, einn frá dómsmálaráðuneytinu og tveir frá íslenskri getspá! Það er bara þannig að maður upplifir hvorki vinnu við útvarp eða sjónvarp þannig að einhverjar þúsundir manna séu að fylgjast með því sem maður er að gera. Ég held að það sé fullt af fólki sem hafi ekki hugmynd um að lottókonan og útvarpskonan Mar- grét Blöndal sé ein og sama manneskjan.“ - En verður þú ekki vör við að fólk glápi á þig á götu sem lottó- konuna í sjónvarpinu? „Það eina sem ég man eftir í þessu sambandi var að ég fitnaði töluvert þegar ég hætti að reykja og fólk hélt að ég væri ólétt. Það tók mjög á mig. En ég hef al- mennt ekki áhyggjur af því að fólk geti ekki sofið fyrir mér og mínu lífi.“ Saumakonan Margrét Við víkjum að áhugamálunum. Margrét viðurkennir að hún gleymi sér með góða bók í hönd- unum og síðan hafi henni opnast nýr heimur þegar hún fór á saumanámskeið hjá Siggu Pé„ Húsvíkingi, fyrir tveim árum. „Ég hætti að reykja og ákvað að verja peningunum heldur í saumanám- skeið. Þetta er rosalega skemmti- legt og nú er svo komið að fjöl- skyldan er meira og minna í heimasaumuðu. Ég viðurkenni að ég var algjör fatafrík á mínum yngri árum, gjör- samlega heltekin af fötum. En hvað mig sjálfa varðar hefur þetta breyst. Börnin ganga fyrir. Ég er ekki viss um að ég vildi endurupplifa unglingsárin, en hins vegar finnst mér mjög gaman að eiga ungling. Sigyn er miklu skynsamari en ég var á hennar aldri. Ég var svolítið áhrifagjörn og hafði þessa ótrúlegu þörf fyrir að þóknast alltaf öllum. Dóttir mín er hins vegar sjálfstæð og skynsöm. Mér fannst til dæmis greindarlegt af þrettán ára ung- lingi þegar hún einn daginn kom til mín og tilkynnti mér að hún væri búin að komast að því, að fyrir hana, mig og allra aðra væri miklu betra að hún væri brosandi unglingur en að vera sífellt í fýlu.“ Jólin eins og hjá p>ahba og niöntmu Margrét og fjölskylda hyggja á búferlaflutninga í byrjun næsta árs. Hún er nú í leiguíbúð í Brekkugerði í Reykjavík, en búið er að ganga frá kaupum á húsi í Hafnarfirði ásamt föður Margrét- ar, Bimi Brynjólfssyni, sem flytur sig nú milli landshluta, í fyrsta skipti á ævinni. I Hafnarfjörð ligg- ur sem sagt leiðin á nýju ári og jólin 1996 verða haldin þar. Fram- undan eru hins vegar jólin 1995 og við ljúkum spjallinu á aðfanga- dagskvöldi hjá Margréti og fjöl- skyldu. „Jólin hjá mér eru vitaskuld al- veg eins og hjá mömmu og pabba og það má engu breyta. Ég er orð- in heltekin af spenningi um hádegi á aðfangadag og það hefur ekkert breyst með árunum. Ég stelst í að kíkja á pakkana og kreista þá svo- lítið og á slaginu sex borðum við hamborgarhrygg óg síðan heima- tilbúinn ís. Síðan er vaskað upp, sem er sú athöfn er ég hataði hvað mest sem bam. En þegar ég er kornin í þau spor sem pabbi og mamma voru þegar ég var bam, þá er mér ljóst að uppvaskið á að- fangadagskvöld er nauðsynlegur þáttur í jólahaldinu. Þegar búið er að taka upp pakkana fáum við okkur eitthvað gott að borða og opnum síðan jólakortin þegar ró hefur færst yfir mannskapinn." Svo mörg vom þau orð Mar- grétar Blöndal, útvarpskonu, og engu við þau að bæta. óþh Margir merkir munir eru í byggöasafni Kristjáns Jóhannessonar. Hér heldur Kristján á prjónastokk sem skorinn er út af Bólu-Hjálmari. Vísir að byggðasafm - rætt við Kristján Jóhannesson á Reykjum í Skagafirði Stórt og mikið byssusafn er í eigu Kristjáns. Hér mundar hana eina - sem aö sjálfsögðu er óhlaðin. Myndir: Sigurður Bogi. „Ætli ég hafi ekki byrjað að safna þessum munum af skyldurazkni, fremur en afsöfnunaráráttu. Og eðlilega hafa margir mun- ir fallið til í þeim miklu breytingum sem gengið hafa yfir þjóðfélagið síð- ustu áratugina. Mest er úr búi foreldra minna og margt hefur einnig komið frá fólki hér í Skagafirði sem haldið hefur munum til haga og komið þeim hingað til mín," segir Kristján Jóhannesson á Reykjum t Skagafirði. í eina tíð þótti hrein og klár sérviska að sanka að sér ýmsu því skrani sem til féll þegar torfbæjar- samfélagið leið undir lok. Ósagt skal látið hvort Kristján, viðmæl- andi okkar, hefur verið álitinn sér- vitringur af sveitungum sínum - og allra síst er svo nú, þegar í fór- urn hans er að finna mikið safn muna af ýmsu tagi og kominn er vísir að byggðasafni. Þá vilja allir Lilju kveðið hafa. Jafnframt þessu hefur Kristján endurbyggt frambæ og baðstofu torfbæjarins á Reykj- um, sem byggður var um 1850. Fyrir þremur árum var hinn end- urbyggði bær svo tekinn í notkun. Veggir eru steyptir, en byggingin er með torfþaki og innandyra er hún viðarklædd í gamla stflnum. Endurbyggingu annaðist Friðrik Rúnar Friðriksson, trésmiður á Lambeyri í Skagafirði. „Þessir munir eru að stærstum hluta úr búi foreldra minna, þeirra Jóhannesar Kristjánssonar og Ingigerðar Magnúsdóttur, sem bjuggu hér á Reykjum. Einnig eru hér munir úr eigu fósturafa míns Jóhanns P. Péturssonar Danne- brogsmanns, sem bjó á Brúnastöð- um hér í Skagafirði. Það sem hér er að finna þótti sumt ekki merkir hlutir þegar ég var að hirða þá, en allir hlutir verða gamlir þegar þeir geymast,“ segir Kristján. Kristján kann skil á hverjum þeim hlut sem í safn hans er að finna. Meðal þessa eru reiðingar, ljáir, skyrsár, byssur, kaffikanna, kabyssa, skilvinda, skrifpúlt og orgel að ógleymdu skattholi, sem upphaflega er komið frá Guð- laugsstöðum í Blöndudal. „Nei, Guðlaugsstaðaættin hefur ekki enn gert tilkall til skattholsins," segir Kristján, aðspurður. Þá eru einnig í safni hans Biblíur frá fyrri tíð og sömuleiðis prjónastokkur, sem skorinn er út af Bólu- Hjálmari. Merkustu munina telur Kristján þó vera altarishurðir úr kirkju þeirri sem stóð á Reykjum á undan þeirri sem nú er, en sú var tekin ofan laust fyrir síðustu alda- mót eða árið 1896. Þeim fjölmörgu munum, sem eru í safn Kristjáns, hefur verið komið haganlega fyrir. Þó myndu þeir njóta sín margfalt betur ef húsrými væri meira. Kristján segir að vissulega sé hægt að stækka húsrými safnsins en allt sé óvíst hvað verði. „Nei, ég hef ekkert verið að auglýsa ákveðinn opnun- artíma á þessu safni. Finnst að með því sé ég að binda mig yfir þessu og það vil ég ekki gera. Tek við þeim sem vilja koma og skoða,“ sagði Kristján Jóhannes- son á Reykjum í Skagafirði að lokum. -sbs. Baðstofan á Reykjuin sem nú hefur verið endurbyggð, var upphaflega byggð um 1850.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.