Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 14

Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 14
14 B - DAGUR - Þriðjudagur 19. desember 1995 Brenni- steins- verk- smiÖjan í Bjarnar- flagi Að undanfömu hefur mikið verið rætt um stóriðju á Is- landi í tengslum við stækk- un álversins í Straumsvík. Ekki er nema eðlilegt að menn reyni að nýta þœr auðlindir setn landið býður uyp á, það hafa tnenn gcrt um aldir. Engu að siður er alltaf hollt að hafa í huga að ekki eru allar sltkar til- rauttir til fjár og það liafa íslendingar fengið að reyna oftar en eintt sinni. Undir lok fjórða áratugs þessarar aldar var hafinn rekst- ur brennisteinsverksmiðju í Bjarnarflagi í Mývatnssveit. Þama var hugmyndin, eins og svo oft bæði fyrr og síðar, að skapa verðmæti til útflutings úr íslensku hráefni. í Árbók Þingeyinga 1981 er að finna athyglisverða frásögn um þessa tilraun, ritaða af Jóni Sigurgeirssyni frá Helluvaði, sem er afar merkileg heimild um þá starfsemi sem þama fór fram. Enginn er öðrurn mönn- um betur fallinn til að segja þessa sögu, en Jón var fenginn ásamt öðrum manni til þess að reisa verksmiðjuna og er vel kunnugur hinum stutta rekstri. Hér á eftir verður rakin saga brennisteinsverksmiðjunnar í Bjarnarflagi og byggt á fyrr- greindri frásögn Jóns, sem því miður þurfti að stytta nokkuð. Frásögnin er um, eins og Jón segir á einum stað, misheppn- aða tilraun til að sækja gull í greipar þess úr „Neðra.“ Grein Jóns heitir: Húsbóndinn í neðra er á hrosshófum. HA Vinnuflokkur sem vann að byggingu verksmiðjunnar árið 1939, bílstjórar, brennisteinstökumenn og gestir. Standandi frá vinstri: Baldur Sigurðsson, Reykjahlíð, Svava Sigurðardóttir, Reykjahlíð, Ólöf Jónasdóttir, Vogum, Kolbeinn Ásmundsson, Stöng, Helgi Þorsteinsson, Geiteyjarströnd, Halldór ísfelds- son, Káifaströnd, Axel Jónsson, Ytri-Neslöndum, Sigurgeir Jónasson, Vogum, Hermann Þórhallsson, Vogum, Stefán Sigfússon, Vogum, Einar Gunnar Þór- hallsson, Vogum, Jón Ármann Pétursson, Reykjahlíð, Þorgrímur Starri Björgvinsson, Garði, Ragnar Sigfinnsson, Grímsstöðum, Þorlákur Jónasson, Vog- um, Jóhannes Sigfmnsson, Grímsstöðum, Jón Jónasson, Vogum, Árni Jónasson, Grænavatni, Hallgrímur Þórhallsson, Vogum, Kristján Þórhallsson, Vog- um, Sigurgeir Þorsteinsson, Geiteyjarströnd (framar í dökkri peysu) og lengst til vinstri er Jón Pétur Þorsteinsson, Reykjahlíð. Sitjandi í fremri röð frá vinstri koma fyrst fjórar stúlkur ónafngreindar, þá Guðrún Sigurðardóttir, Reykjahh'ð, ónafngrcindur drengur, Stefán Jónasson, Vogum, Bryndís Sigurðar- dóttir, Reykjahlíð, Jón Sigurgeirsson, Helluvaði, Jón Valgeir Illugason, Reykjahlíð, Óskar Illugason, Reykjahlíð, Sigurður Stefánsson, Haganesi, Pétur Jóns- son, Reynihlíð og Illugi Jónsson, Reyk jahlíð. Stríðinu sem lauk með fullum ósigrí „Brennisteinsnám og flutningur á brennisteini var fyrrum stór þáttur í athafnalífi Þingeyinga, allt aftur í miðaldir, en hefur nú legið niðri um tíma. Skömmu fyrir síðari heims- styrjöldina var stofnað hlutafélag um brennisteinsvinnslu af þeim dr. Jóni E. Vestdal, Þorvaldi (Skúlasyni) Thoroddsen og Ragn- ari í Smára. Þeir leigðu af ríkinu allar námumar: Reykjahlíðar- og Fremrinámur, Kröflu- og Þeista- reykjanámur. Jón Vestdal, sem þá var nýútskrifaður efnafræðingur, var framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins. Hann hugðist innleiða nýja aðferð við hreinsun brennisteins- ins sem hvergi þekktist í heimin- um.“ Þannig segir Jón Sigurgeirs- son frá tildrögum þess að ráðist var í byggingu brennisteinsverk- smiðjunnar í Bjamarflagi. Um aðferðina sem notuð var segir Jón: „Þjóðverjar unnu brennistein úr kolum og hreinsuðu með eimingu. Þá aðferð þekkti Vestdal vel og hugðist hagnýta Bræðslupotturinn kominn. Frá vinstri ugi Jónsson, bílstjóri. Dr. Jón Vestdal, Axel Ólafsson, verksmiðjustjóri, múrari frá Siglufirði og III- (Mynd úr Árbók Þingeyinga 1981) hana við hreinsun brennisteins sem blandaður var jarðefnum og tekinn er beint úr námunum. Hreinsunin átti að fara þannig fram að hráefnið var sett í lokaðan pott og kynt undir með kolum. Brennisteinn sýður við 445 gráður C og breytist í lofttegund eða gufu. Þegar þessi gufa kólnar, ger- ist líkt og þegar vatnsgufa er kæld niður fyrir frostmark þá fellur úr henni snjór. Brennisteinsgufuna átti að leiða frá pottinum í kæli- klefa þar sem út féll algerlega hreinn brennisteinn (blómi), léttur og fínn sem ryk, önnur föst efni sátu eftir í pottinum og skyldu hreinsast burt.“ Hafist handa Það voru síðan Jón Sigurgeirsson og Kolbeinn Ásmundsson, bóndi og smiður á Stöng, sem fengnir voru til að reisa verksmiðjuna sjálfa, en húsið átti að byggja úr timbri, yrði það 30 m langt og mesta breidd 10 metrar. Samning- ur um þetta var gerður haustið 1938 og átti byggingunni að vera lokið fyrir miðjan júní næsta sum- ar. Eftir nokkrar bollaleggingar var verksmiðjunni fundinn staður í Bjarnarflagi, yst í svokölluðum Jarðbaðshólum að austanverðu. Þá var mönnum ekki til setunnar boð- ið að hefja verkið, enda kominn miður nóvember. Fengu þeir Jón og Kolbeinn fleiri menn til liðs við sig og unnið var allt upp undir 12 stundir á dag auk milliferða, sem tóku oft dágóða stund í svarta myrkri og misjafnri færð, en Kol- beinn og Jón héldu til niður í Reykjahlíð. Komið var fram í svartasta skammdegi þegar undir- stöður hússins voru steyptar og einu húsi, fyrirhugaðri hráefnis- geymslu, tókst að koma upp í skammdeginu. Lá vinna svo niðri þar til á útmánuðum að dag tók að lenga og auðveldara var með að- föng úr kaupstað. Verksmiðjan rts Þegar tók að vora fluttu þeir Kol- beinn og Jón með viðlegugögn og smíðatól sín í hráefnisgeymsluna til að halda verkinu áfram, en því var lokið á tilsettum tíma. Gefum Jóni orðið: „Mjólk og annað til viðurværis fengum við sent úr Reykjahlíð. Silungur var oft á borðum og rauðmaga fengum við stundum frá Húsavík og seinna komu andar- eggin úr Slútnesi. Matreiðsluhætt- ir voru fremur fábrotnir og elda- mennskan eftir því. Við grófum niður í hraungjall, nálægt brenni- steinspytti, tveggja metra djúpa holu og settum þar í botnlausan tréstrokk og fylltum að honum með leir. Strokkurinn tók upp fyr- ir jarðbrún og var honum lokað með tréhlemmi. Niður í þennan strokk, sem kallaður var „Papins- pottur,“ var matvælum og öðru sem sjóða átti rennt í spotta og haft þar svo lengi sem þurfa þótti. Engin hætta var á að brynni við. Hangikjötslæri þurfti að hanga næstum daglangt og var stundum borið á borð en síðan látið hanga lengur þar til full soðið var inn við beinið." Rétt er áður en lengra er haldið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.