Dagur - 19.12.1995, Page 23

Dagur - 19.12.1995, Page 23
Þriðjudagur 19. desember 1995 - DAGUR - B 23 „Ég hef haft áhuga á tónlist síðan ég byrjaði að ganga,“ segir Pálmi Stefáns- son, betur þekktur sem Pálmi í Tónabúðinni. Mynd: BG Höfundur: Axel Axelsson er nemi í haa- nýtri fjölmiðlun við Háskóía Islands. Hann er 23 ára Akur- eyringur og hefur starfaS viS útvarp í mörg ár á hinum ýmsu útvarpsstöSvum. stofnuð. Nótumar voru ekki bein- línis vinir Pálma, því hann hefur alla tíð glímt við sjóndepru. Hann kennir þessu sumpart um að hann hafi aldrei stundað eiginlegt tón- listamám. Hrifnari af Bttlunum Hljómsveitin Póló var stofnuð ár- ið 1964. Um þetta leyti varð mik- ið til af íslenskri tónlist. Danslaga- keppni SKT, Skemmtiklúbbs templara, hafði farið fram nokkr- um sinnum og þar komu fram ým- is lög sem urðu vinsæl. Þetta voru því miklir byltingartímar í tónlist- inni. Bítlamir og Rolling Stones voru að slá í gegn erlendis. Þessar hljómsveitir höfðu eðlilega áhrif á alla þá sem hugðust ná frama hér heima. Um þessar sveitir segir Pálmi: „Ég hef alltaf verið hrifnari af Bítlunum, þeir höfðuðu meira til mín.“ Frœgðin Arið 1967 kom fyrsta plata hljóm- sveitarinnar út. Þá söng Bjarki T ryggvason með sveitinni, en fyrsta lagið sem sló í gegn, var Glókollur - lag Birgis Marinós- sonar, sem hafði áður verið í hljómsveit með Pálma. Erla Stef- ánsdóttir söng einnig með hljóm- sveitinni um tíma. Eftir að hljómsveitin var orðin landsþekkt var mikið að gera. Ferðalög urðu tíðari og hama- gangurinn meiri. „Við keyrðum frá Akureyri austur og alveg til Hafnar í Homafirði. Síðan fórum við líka á Vestfirðina og suður. í Reykjavík spiluðum við meðal annars í Glaumbæ." En trylltust stelpumar í Reykjavík þegar þær sáu hina frægu Pólómenn að norð- an ? „Það hlýtur að vera - er það ekki alltaf svoleiðis?" Hörð samkeppmi Helgamar fóru flestar í ferðalög út á land en á virkum dögum var ekki setið auðum höndum. Sjall- inn var opinn til klukkan hálf tólf öll virk kvöld nema miðvikudags- kvöld. Þar hélt hljómsveit Ingimars Eydal uppi fjörinu fram eftir kvöldi en Póló var í næsta ná- harður. Þannig hefur þetta alltaf verið. Það gerðist ýmislegt skemmtilegt á þessum tíma en flest er þess eðlis að ekki er rétt að greina frá því,“ segir Pálmi bros- andi. Tónabúðin stofnuð Pálmi var ekki einungis í hljóm- sveit. Arið 1966 stofnaði hann Tónabúðina sem hefur verið starf- rækt síðan. Pálmi fór út í rekstur- inn áf vanefnum. „Þetta hefur trú- lega verið hálf heimskuleg hug- mynd. Ég sagði upp föstu starfi og opnaði verslun með hljómplötur, hijóðfæri og þess háttar“. Rekstur- inn var erfiður fyrstu árin, ekki síst vegna þess að eina plötubúðin sem fyrir var á Akureyri var með samninga við flesta innflytjendur þess efnis að þeir seldu ekki öðr- um plötur. Þetta háði Tónabúðinni töluvert en varð þó að sumu leyti til þess að Pálmi tók af skarið. Hann hóf innflutning frá erlendum plötuútgáfum og þá fór að ganga betur. Tónaútgáfan svarið Þegar illa gekk að fá plötur til að selja, urðu menn að grípa til sinna ráða. Það gerði Pálmi og stofnaði einu plötuútgáfuna á Norðurlandi - Tónaútgáfuna. Þetta var eina leiðin fyrir mann í plötuviðskipt- um, sérstaklega í ljósi fyrrgreindra samninga innflytjenda við búðina sem fyrir var. Því stofnaði Pálmi Tónaútgáfuna árið 1967. Jón Ár- mannsson, sem rak um tíma Buxnaklaufina í Reykjavík, kom inn í rekstur útgáfunnar en Jón er nú vínræktarbóndi í Frakklandi. Frá Tónaútgáfunni komu nokkrar af merkustu plötum ís- lenskrar tónlistarsögu. Má þar nefna til dæmis Lifun með Trú- broti. Fyrsta lagið sem Björgvin Halldórsson söng inn á plötu, Þó líði ár og öld, kom líka frá Tóna- útgáfunni. Helsti plötuútgefandinn í Reykjavík á þessum tíma var Svavar Gests eða SG hljómplötur. Fálkinn starfrækti einnig nokkuð öfluga útgáfu og síðan voru nokkrir smærri útgefendur. Pálmi byggði hljóðver að Norðurgötu 2b og það notaði Rík- isútvarpið síðan um árabil. Við upptökur hafði Pálmi tækin uppi og yfirleitt voru tónlistarmennimir niðri. í þessu hljóðveri tók Pálmi upp alls kyns efni, eins og til dæmis með Örvari Kristjánssyni. Laugardagurinn 15■ október Tónaútgáfuævintýrinu lauk árið 1983 en Tónabúðin lifir enn - raunar tvíefld. Pálmi opnaði nýja búð í Reykjavík laugardaginn 15. október á síðasta ári, en Tónabúð- in á Akureyri var einmitt opnuð laugardaginn 15. október árið 1966. Tónabúðin á því þrjátíu ára afmæli á næsta ári. Viðskiptin geta verið vægðarlaus og þegar Pálmi er spurður hvort það sé ekki bjartsýni að opna Tónabúð í Reykjavík, svarar hann: „Auðvit- að er þetta bjartsýni og áhætta en lífið gengur nú einu sinni út það.“ Hljómsveitin Póló. F.v. Þorsteinn Kjartansson, Steingrímur Stefánsson bróðir Pálma, Gunnar Tryggvason og svo Pálmi Stefánsson. Bjarki Tryggvason er fremstur. grenni - í Alþýðuhúsinu. Þar var opið til klukkan eitt og segir Pálmi að oft hafi verið tómlegt í Alþýðuhúsinu til hálft tólf. En þá þustu gestir Sjallans þangað og héldu áfram að skemmta sér til klukkan eitt. Oft fylltist húsið og það þýddi að um 170 manns létu dansinn duna. Það þætti líklega saga til næsta bæjar núna ef þessi fjöldi kæmi saman, jafnvel kvöld eftir kvöld, á virkum dögum. Hœtt á hátindi Árið 1969 hætti hljómsveitin Póló á hátindi ferilsins. Mannabreyt- ingar urðu til þess að Pólómenn ákváðu að nú væri best að hætta. „Það voru miklu fleiri starfandi hljómsveitir á þessum tíma, en á móti kom að það var miklu meira að gera. Þessi „bransi“ er alltaf i

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.