Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 6
6 B - DAGUR - Þriðjudagur 19. desember 1995
Grímur Gíslason, sposkur
á svip. „Það þætti ofmælt
ef ég segði eins og forsetinn
að ég væri á góðum
járnum.“
Flestir landsmenn þekkja
nafn Gríms Gíslasonar á
Blönduósi. Um árabil hef-
ur hann gegnt starfi
fréttaritara Ríkisútvarys-
ins í sinni heimabyggð og
allir þekkja skeleggan
fréttaflutning hans. I ára-
raðir var Grímur bóndi á
Saurbaz í Vatnsdal, en
rúmlega síðasta aldar-
fjórðunginn hefur hann
verið búsettur á Blöndu-
ósi. Þar starfaði hann um
árabil hjá Kaugfélagi
Austur - Húnvetninga,
löngum sem gjaldkeri.
Alla tíð kveðst Grímur
hafa haft áhuga á mál-
efnum líðandi stundar og
svo sé enn. Þó segir Grím-
ur að möguleikar tvítugs
manns séu allt aðrir og
meiri en áttræðs til að
kveða sér hljóðs og láta til
sín taka.
„Ég er fæddur í Þórormstungu í
Vatnsdal þann 10. janúar 1912 og
er því orðinn ansi gamall,“ segir
Grímur, þegar hann var í fyrstu
beðinn að fara í stórum dráttum
yfir æviferil sinn. Hver er maður-
inn? spyrja blaðamenn viðmæl-
endur sína gjaman og að Grími
standa traustir stofnar bændafólks.
Faðir hans, Gísli Jónsson var frá
Stóra-Dal í Svínavatnshreppi,
miklu myndarheimili og móðir
hans, Katrín Grímsdóttir, var frá
Syðri- Reykjum í Biskupstungum
og var komin af ætt þeirri sem
kennd er við Bolholt á Rangár-
völlum.
„í Þórormstungu ólst ég upp til
þrettán ára aldurs. Þá flutti ég yfir
Vatnsdalsána með foreldrum mín-
um að bænum Saurbæ. Þar bjó ég
síðan allt til vorsins 1967, en þá
var ég beðinn að gerast fulltrúi
kaupfélagsstjóra hér á Blönduósi
og brá mér til þess ráðs með að-
eins þriggja daga fyrirvara. Settist
þá að hér á Blönduósi, en rak búið
í Saurbæ næstu tvö árin ásamt
dóttur minni og tengdasyni, er að
þeim tíma tóku við allri jörðinni.
Höfum við, ég og eiginkona mín,
Sesselja Svavarsdóttir, búið hér á
Blönduósi alllengi og lengst af hér
á Garðabyggð 8. Hjá kaupfélaginu
starfaði ég fram til sjötugs og
nokkru lengur við einstök verk-
efni. Það fer vel um okkur héma í
Garðabyggðinni. En frá lífshlaupi
mínu hef ég reyndar sagt á öðrum
vettvangi svo ég veit ekki hversu
ítarlegt við eigum að hafa þetta,“
sagði Grímur.
Stór ættbogi
Sesselja, eiginkona Gríms, er frá
Akranesi og er Borgfirðingur að
uppruna. Þau eiga fjögur böm sem
eru í aldursröð; Sigrún, f. 1942,
bóndi í Saurbæ og hreppstjóri í
Ásahreppi. Hennar maður er Guð-
mundur Guðbrandsson. Nær er
Katrín, f. 1945, bóndi á Steiná III
í Svartárdal. Hennar maður er Sig-
urjón Stefánsson. Sæunn Freydís,
f. 1948, starfsmaður Sorpu hf. í
Reykjavík er þriðja í aldursröð-
inni. Eiginmaður hennar er Guð-
mundur Karl Þorbjömsson, verk-
stjóri hjá sama fyrirtæki. Yngstur
er svo Gísli Jóhannes, f. 1950,
bóndi á Efri-Mýrum í Engihlíðar-
hreppi, en hann gegnir jafnframt
starfí skrifstofustjóra hjá rækju-
verksmiðjunni Særúnu hf. á
Blönduósi. Eiginkona hans er Sig-
urlaug Halla Jökulsdóttir frá Núpi
á Laxárdal. - Bamaböm Gríms og
Sesselju em þrettán og
barnabamabömin eru ellefu.
Viðhorftií atdursmunar
í upphafi samtalsins beindist talið
að Lámsi Bjömssyni, hinum
þekkta bónda í Grímstungu í
Vatnsdal og fleiri rismiklum sam-
tíðarmönnum þar í sveit. Láms og
Grímur voru góðir vinir og nánir
samstarfsmenn.
„Láms var 23 ámm eldri en ég
og hann var í blóma lífsins á mín-
um uppvaxtarárum. Mér fannst
hann þá mjög fullorðinn vera orð-
inn og aðrir á hans aldri nánast
gamlir. Ég hef oft hugsað um
þetta og reynt að setja mig í spor
unga fólksins á hverjum tíma og
viðhorfi þess til þeirra sem eldri
eru. Trúlega er það svo að unga
fólkinu á hverju tíma þykir full-
orðna fólkið vera gamalt og af
þessum sökum geta og hafa orðið
árekstrar, eins og dæmin sanna,“
segir Grímur. Og hann bætir við:
„I dag berjast margir við raun-
verulega fátækt og efnalegt örygg-
isleysi og hafa hvergi nóg til þess
að sjá sér og sínum farborða. Um
þetta hefir kannski aldrei verið tal-
að meira en einmitt nú. Sannleik-
um á sólarhring.