Dagur - 19.12.1995, Síða 19

Dagur - 19.12.1995, Síða 19
Þriðjudagur 19. desember 1995 - DAGUR - 19 B Síldarkaupendur voru mjög vandlátir, ekki síst þegar mikið barst að því þá gátu þeir valið úr þeirri síld sem barst að til söltun- ar. Ég held að saltsfldin hafi nú alltaf selst á þessum árum en áður en ég fór að fara á sfld kom það fyrir að eitthvað af saltsfldinni seldist ekki, saltendur sátu uppi með hana. Eftir að ég hætti á Minnie fór ég á Gunnvöru, sem Ingvar Guðjónsson átti einnig. Hún var nærri helmingi stærri en Minnie, um 102 tonn. Hún var með Wickham vél, sem einnig var glóðarhausvél. Það var alveg „súpermaskína" því hún var svo sterk. Það kom sér vel því iðulega var svo mikil kappsigling af miðunum í löndun, t.d. til Hjalteyrar, en þá var verk- smiðjan þar risin. Ég held að það hafi aðeins verið í eitt skipti sem við urðum að láta í minni pokann fyrir öðru skipi. Barði skipstjóri heimtaði ekki neina ofsa keyrslu nema hann sæi möguleika á að verða á undan einhverjum öðrum skipum á svipuðum slóðum. Gunnvör gekk um 10 mflur þegar hún var keyrð á fullu en þá voru svo stór skip farin að stunda sfld- veiðar." Tundurduflin eins og berjaskyr „Þegar við hættum á sfldinni á haustin fórum við að sigla til Fleetwood og Aberdeen með fisk, sem keyptur var bæði fyrir norðan og í Vestmannaeyjum. Þetta var í upphafi styrjaldarinnar og sigld- um við öll stríðsárin. Við vorum oft í sama sjó og þau skip sem sökkt var en við sáum það ekki. Ég minnist þess að þegar stærsta togara íslendinga í þá tíð, Reykja- borginni, var sökkt árið 1941 og áhöfnin skotin með vélbyssum, fórum við úr Reykjavík á sama tíma en gangurinn hjá okkur var minni og eins var mikil þoka og dumbungur á hafinu. Þegar við komum til Fleetwood var Reykja- borgin ókomin þangað og þá viss- um við að eitthvað hafði átt sér stað. Við vorum búnir að fara 8 túra á þessum tíma en eftir þetta var ákveðið að íslensk skip hættu þessum siglingum yfir hafið, áhættan þótti svo mikil. Á sama tíma var árásin gerð á Fróða. Við fórum svo á síld um sumarið en strax um haustið 1942 var aftur byrjað að sigla með fisk. Þá var aðalhættan vegna tundurdufla, sem voru eins og berjaskyr um allan sjó þegar komið var austur fyrir Rauðunúpa, en mörg þeirra höfðu slitnað upp og voru á reki. Ég tel víst að einhverjir bátar hafi rekist á dufl, m.a. hvarf Sæborgin, sem Guðmundur Jörundsson átti, fyrir austan land í sæmilegasta veðri, en hún var í flutningum fyr- ir Bretana. Ég fór á Fagraklett árið 1943, þegar stnðið var í algeymingi, og héldum áfram að sigla til Fleet- wood og Aberdeen og á Fagra- kletti fórum við svolítið sérstakan túr, þvert yfir Skotland. Við feng- um skeyti um það þegar við vor- um nánast komnir til Fleetwood að halda til Aberdeen. Það kostaði það að fara norður fyrir Skotland, en skipstjórinn var búinn að frétta af Kaledonia-skipaskurðinum. Við sigldum svo inn fjörðinn en sáum engan skipaskurðinn heldur mann- virki mikið upp í fjalli sem síðar reyndist vera skipaskurðurinn. Hann var 14 þrep, en það tók heil- an dag að fara gegnum hann auk þess sem hann var svo mjór að fara þurfti í útskot þegar skipi var mætt úr gagnstæðri átt. Báturinn var fulllestaður af fiski og svo djúpskreiður að hann naggaði allt- af með hælinn við botn. Ég var í fimm ár á Fagrakletti, þrjú ár á Gunnvöru, sjö ár á Minnie en alls í 30 ár á sjó og endaði á póstbátn- um Drang, en í millitíðinni hafði ég verið á síðutogaranum Svalbak í þrjú ár, var í hópi þeirra sem sóttu hann nýjan til Aberdeen," sagði Benedikt Sæmundsson. „Við Benni fískutn aíítaf vel" „Þessi nýsköpunartogarar þóttu al- veg feiknarleg „herskip", en þrátt fyrir það kunni ég ekki eins vel við mig á togara og á bátunum. Þetta var rnjög bindandi, mátti ekki fara úr vélarrúminu alla vakt- ina til að halda vélinni á sama snúningi. Skipstjóri var Þorsteinn Auðunsson, og hann var óskap- lega vandlátur. Hann hafði einnig snúningshraðamæli uppi hjá sér og ef einhverju munaði hringdi hann strax niður í vél með miklum ákafa, enda voru þeir undir pressu skipstjóramir, fiskeríið mátti ekki „klikka“, þá vom þeir látnir fara. Vírarnir lágu í blökk í síðu skips- ins þegar togað var, kallað að taka í blökkina þegar búið var að kasta og á meðan var hringt á hálfa ferð. Eitt sinn er við vorum vestur á Hala skil ég ekkert í því hversu lengi hann keyrir á hálfri ferð, lík- lega ein þrjú korter, en þá hrópar hann niður og spyr hversu lengi ég ætli að toga á hálfri ferð. Ég var nú orðinn hálf leiður á þessu öllu og svaraði honum því að mér kæmi það ekkert við, það væri hans mál. Þá henti hann símanum á, lét hífa og aflinn var fjórir pok- ar, eitt stærsta holið sem við feng- um. Þegar ég kem svo upp að borða er hann þar líka. Strákamir vissu ekkert urn það að togað hafði verið á hálfri ferð en vom að tala um hversu stórt holið hafði verið. Það lá alveg ótrúlega vel á Þorsteini og hann segir: „Það er ekki að spyrja að því þegar við Benni erum á vakt, þá fiskum við alltaf vel.“ Á gamlárskvöld 1950, er við vomnt á Halanum, fengum við tundurdufl í vörpuna er Jónas Þor- steinsson var í fyrsta skipti með Svalbak. Það var búið að berjast utan á síðunni í pokanum, en þeg- ar sturtað var úr pokanum kom það í ljós. Ég er að fara af vakt og fer upp í brú til Jónasar. Það gekk mjög illa að ná inn pokanum og Jónas taldi ástæðuna þá að pokinn væri hálffullur af grjóti. Það varð uppi fótur og fit, tundurduflið bundið fast og keyrt inn á Isafjörð og það var síðan gert óvirkt á Prestabugtinni af sprengjusérfræð- ingum.“ / 34 ár hjá ÚA Eftir að hafa verið á Drang í sjö á' fór Benedikt í land og var í 34 ár hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf„ eða frá 1958 til 1992 við keyrslu á frystivélunum. Þá var búið að starfrækja frystihúsið í eitt ár, en áður höfðu togaramir iðu- lega siglt með aflann eða hann var saltaður á Akureyri. Benedikt seg- ir að öll árin sem hann starfaði hjá ÚA hafi verið unnið að endurbót- um á húsnæði og tækjum og einnig stækkun húsnæðis. - Hver var mesta breytingin sem átti sér stað hjá ÚA meðan þú varst þar? „Þegar ég byrjaði hjá ÚA vom frystivélar og tæki frá Héðni hf. í notkun en um 1980 komu mjög góðar, norskar vélar, skrúfupress- ur frá Kvemer, auk nýrra ísvéla frá Svíþjóð frá Stal og ég tel komu þeirra einna mestu og bestu breyt- inguna þann tíma sem ég starfaði hjá fyrirtækinu. Ekki má heldur gleyma flæðilínunni, sem er glæsileg framkvæmd. Þetta var mjög skemmtilegur tími þama niðurfrá og mér leið mjög vel þrátt fyrir langan vinnudag en stundum var unnið á 12 tíma vökt- um. Ég vissi varla hvað tímanum leið og var orðinn gamall áður en ég vissi af. Það var mér mikil ánægja að starfa hjá ÚA, sem hef- ur nú um hálfrar aldar skeið starfað með miklum glæsibrag og verið lyftistöng fyrir land og þjóð. Það hefur veitt stórum hópi Ákur- eyringa vinnu og tekið unglinga í vinnu er þeir komu úr skólunum. Það hefur eflaust beint lífi þeirra á heilla- og gæfubrautir. Yfirmanna og öllu starfsfólki ÚA mun ég ávallt minnast með sérstökum vin- arhug. Það kitlaði mig aldrei á þessum ámm að fara aftur á sjó, var orð- inn afhuga því, auk þess sem ég var farinn að verða svo gamall í hettunni.“ Guílntoíi ÚA „Um líkt leyti og ég byrjaði í frystihúsinu kom Gísli Konráðs- son til ÚA, alveg stórkostlegur maður. Hann, ásamt Vilhelm Þor- steinssyni, á stærstan þátt í því að ÚA er orðið jafn öflugt fyrirtæki í dag og raun ber vitni. Gunnar Ragnars, núverandi forstjóri, reyndist mér vel, ekki síður en fé- laginu. Sá maður sem er þó mér efst í minni er Kristján Guð- mundsson, Gósi. Hann stjómaði fiskvinnsluvélunum, bæði flökun- ar- og roðflettivélunum, en þá þekktu fáir þessar vélar, en hann virtist vita allt um vélar, alveg sama hvaða tegund eða hlutverk þeirra var og allt lék þetta £ hönd- unum á honum, algjör snillingur. Þegar vélamar gengu úr sér tók hann þær í gegn og gerði þær sem nýjar og sparaði fyrirtækinu stór- fé, var algjör „gullmoli“ fyrir ÚA. Jón Einarsson, sem var þama 1. meistari um tíma var einnig ógleymanlegur, smíðaði allt mögulegt, m.a. ýmis tæki,“ sagði Benedikt Sæmundsson, vélstjóri, sem settist ekki í helgan stein fyrr en eftir sjö áratugi á vinnumark- aðnum, bæði til sjós og lands. GG Ágœlii Norðlendingar fuiqíleilarjála aij í ijjá i mM k iv Beslu þakkirfyrir skemmtunina á árinu sem er að líða Sjáumst liress á nýja árinu. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar • • &

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.