Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 20

Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 20
20 B - DAGUR - Þriðjudagur 19. desember 1995 Jesús fæddist á jólunum en hann er ekki sá eini. Börn fœðast alía daga ársins og aðfangadagur er þar ekki undanskilinn. Þeir sem fœðast þennan dag hljóta þó að halda upp> á af- mælið sitt með nokkuð öðrum hætti en aðrir og ekki ólíklegt að afmælið falli stundum í skugga jólanna. Dagur hafði samhand við nokkra Norðlendinga sem eiga það sameigin- legt að vera fæddir 24. desember og forvitnaðist um hvernig væri að eiga afmæli á þessum degi. Andri Teitsson Andri er fæddur 1966 og verður því 29 ára 24. desember. Hann vinnur sem rekstrar- verkfræðingur hjá Kaupþingi Norðurlands á Akureyri. „Mér finnst ágætt að mörgu leyti að eiga afmæli á aðfangadag. í gamla daga var þó svekkjandi að fá alltaf bara eina gjöf, sem var sameiginleg jóla- og afmælisgjöf, frá frænkum og frændum," segir Andri. Hann segir afmælið þó sjaldan hafa gleymst vegna jólahátíðarhalda. „Þegar ég var yngri voru alltaf haldnar miklar afmælisveislur upp úr hádegi á aðfangadag. Mamma talaði mikið um það að hinar mömmurnar hefðu verið rosalega fegnar að losna við strákana sína í tvo til þrjá klukkutíma á aðal anna- tímanum en mamma var yfirleitt búin að undirbúa afmælið fyrirfram þannig að þetta var ekkert mál.“ Seinni ár segist Andri ekki hafa haldið neitt sérstaklega upp á afmælið. „Ég hef í mesta lagi boðið einum eða tveimur vinum í hádegismat og reikna með að sama verði upp á teningnum í ár.“ Guðrún Ósk Smmnsdóttir Guðrún Ósk er yngsti viömælandinn en hún er fædd árið 1988. Guðrún býr á Akureyri og er nýbyrjuð í skóla. „Ég er sex ára og að verða sjö. Mér finnst bara fínt að eiga afmæli á jólunum," segir sú stutta. Hún er ekki alveg viss hve- nær hún haldi upp á afmælið en mamman, Sigurborg Sveinsdóttir, segir að oftast sé haldið upp á afmælið síðasta sunnudag fyrir jól. „Ég fæ tvo pakka frá sumum eins og mömmu, ömmu og afa,“ segir Guðrún og mamma hennar bætir pabba Guðrúnar á listann yfir þá sem senda tvo pakka. „Ég leyfi henni alltaf að opna þá afmælispakka sem hún fær senda strax um morguninn. Pakkana sem hún fær þegar hún heldur upp á afmælið fær hún að opna um leið og hún fær þá,“ segir Sigurborg. En hvemig finnst móðurinni að þurfa að undirbúa afmælisboð þessa síðustu daga fyrir jól þegar annríkið er mikið? „Stundum er erfitt að hafa afmæli á þessum tíma en ég er orðin vön þessu núna.“ Þórey Hermannsdóttir Þórey verðurj 1 árs á aðfangadag en hún er fædd árið 1964. Hún býr á Húsavík og er heimavinnandi húsmóðir. „Mér finnst bara gaman að eiga afmæli á jólunum. Ég hef að vísu aldrei haldið upp á afmælið en alltaf fengið tvöfaldan skammt af pökkum. Fæ pakka bæði fyrri partinn og um kvöldið líka. Ég neita því ekki að þegar ég var yngri fannst mér afmælið stundum falla í skuggann af jólunum. Ég hugsaði samt aldrei út í það sem bam að það gæti verið gaman að eiga afmæli á öðmm degi og fannst þetta allt í lagi. Ég fékk mínar af- mælisgjafir á aðfangadagsmorgun og var ánægð með það.“ Þórey segir að hún haldi yfirleitt ekki upp á afmælið sitt núna þegar hún sé orðin eldri. „Nema þá eins og í fyrra þegar ég var þrítug," segir hún. Þórey á tvo stráka, sem eru ellefu og átta ára, og tveggja ára stelpu. Hvað skyldi börnunum finnast um að mamma eigi af- mæli á jólunum? „Strákunum finnst það hálffúlt þegar ég opna pakka allan aðfanga- dag en þeir þurfa að bíða fram á kvöldið,“ segir hún hlæjandi. Ingimar Brynjólfsson Ingimar fæddist árið 1914 og varð því átt- ræður 24. desember á síðasta ári. Ingimar býr á Ásláksstöðum í Amameshreppi. „Ég finn engan mun á því að eiga afmæli þennan dag frekar en aðra daga. Þegar ég var lítill var ekki mikið um að haldið væri upp á afmæli. Ég veit ekki hvort hægt sé að segja að afmælið hafi fallið í, einhvern skugga. Allir vita þó hver fæddist þennan dag og fæðing hans hlýtur alltaf að vera að- al atriðið á jólunum. Núna er orðið mikið um að haldið sé upp á afmæli fyrir börn. Ég er úr stórum systkinahópi, við vorum fjórtán, og ég held að afmælisdagurinn hafi ekki verið neitt aðal atriði í okkar huga.“ Ingimar hefur ekki heldur haldið upp á afmælið sitt hin seinni ár að undanskildum þremur stórafmælum. „Ég hef þó aldrei haldið upp afmælið á aðfangadag. En þegar ég varð fimmtugur komu öll systkinin til mín. Mig minnir að ég hafi líka haldið upp á afmælið þegar ég varð sextugur og í fyrra þegar ég varð áttræður. Ég hef nú ekki hald- ið upp á afmælið mitt nema í þessi skipti,“ segir Ingimar. AI Aðfangadagur 1934 Lestur jólakveðja hófst í Ríkisút- varpinu, kl. 20.30. Síðan hefur þessi dag- skrárliður verið árviss, síðustu ár á Þor- láksmessu. 1956 Ungverskir flóttamenn, 28 karlar og 24 konur, komu til landsins frá Vín fyrir atbeina Rauða kross íslands. 1989 Veðurhæð á Stórhöfða í Vestmanna- eyjum komst í 120 hnúta (um 224 km/klst.) í vindhviðu en það var jafnmikið og áður hafði mest mælst. Þetta met var slegið 3. febrúar 1991. Jóladagur 1402 Fólk kom saman á Grenjaðarstað í Suður-Þingeyjarsýslu og hét á Guð og Maríu mey „móti þeirri ógurlegu drepsótt sem þá fór vestur eftir landinu“, eins og sagt er í Grímsstaðaannál, en svarti dauði gekk hér 1402-1404. 1980 Sjónvarpið frumsýndi fyrsta hluta kvikmyndar sem gerð hafði verið eftir Paradísarheimt, skáldsögu Halldórs Lax- ness. 1986 Flutningaskipið Suðurland sökk milli Islands og Noregs. Sex skipverjar fórust en fimm var bjargað. Að kvöldi sama dags fórst breska tankskipið Syneta við Skrúð í minni Fáskrúðsfjarðar. Allir tólf skipverjamir drukknuðu. Annar jóladagur 1877 Messufall var í Dómkirkjunni í Reykjavík vegna kulda. Ofnar voru settir í hana tveim ámm síðar. 1911 Leikritið Fjalla-Eyvindur eftir Jó- hann Sigurjónsson var sýnt í fyrsta sinn, hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Þetta hefur verið talinn einn af merkisdögum í ís- lenskri leikritasögu. Leikritið var sýnt 23 sinnum þennan vetur og hafði önnur eins aðsókn ekki þekkst. 1941 Gullna hliðið, leikrit Davíðs Stef- ánssonar, var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur. í aðalhlutverkum voru Arn- dís Bjömsdóttir og Brynjólfur Jóhannes- son. 1953 Sjö systkini vom skírð samtímis í Fossvogskirkjugarði, hið yngsta tveggja mánaða en hið elsta á sjöunda ári. 1956 Morgunn lífsins, þýsk kvikmynd með íslenskum skýringartextum, var frumsýnd í Gamla bíói. Myndin var byggð á skáldsögu Kristmanns Guð- mundssonar. 1981 Maístjaman, lag Jóns Ásgeirssonar, var flutt í fyrsta sinn opinberlega við frumsýningu á leikritinu Hús skáldsins eftir Halldór Laxness. Lagið náði fljótt miklum vinsældum. Heimild: Jónas Ragnarsson, Dagar íslands - atburðir úr sögu og samtíð alla daga ársins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.