Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 19. desember 1995 - DAGUR - 7 B urinn er sá að það fólk á íslandi sem lægst hefur launin er dæmt til þess að skrimta svo ég tali ekki um það fólk sem hefur greiðslur og skuldbindingar á herðum sér. Ef fólk vill standa í skilum hlýtur þetta ástand að vera hugarkvöl og ráðleysi. Talandi um að tekju- skiptingin í þjóðfélaginu hafi þró- ast með ranglátum hætti, er ekki rétt að segja að svo hafi orðið. Réttara er að tala um gelgjuskeið sem þjóðin sé ekki komin yfir, allt frá árum stríðsgróða og verð- bólgu. Það er aðkallandi að kjör fólksins í landinu komist í jafn- vægi svo til friðar horfi, meðal annars í samskiptum kynjanna. Stjómkerfið er líka orðið flókið og torskilið almenningi og lamar á marga lund framtak og viðleitni til sjálfsbjargar. Stækkun álvers í Straumsvík eru góð tíðindi og fleira sem er að gerast. Þessu fylgja vel launuð störf og þeim sem em án atvinnu fækkar. En dýpri uppskurð þarf á þjóðarlík- amanum öllum, ef vel á að vera,“ sagði Grímur. Endalok Sambandsins - Árið 1987 sagðir þú í viðtali við Dag að beinlínis væri stórhættu- legt ef samvinnuhreyfingin í land- inu liði undir lok. Hver eru við- horf þín til þessara mála nú þegar Róm er bmnnin, ef svo má að orði komast? „Ja, þessu viðtali er ég nú bú- inn að gleyma, en við það sem ég sagði þama get ég vel staðið. Endalok Sambandsins tel ég fyrst og fremst vera hneisu. Sorgleg er sú lágkúra sem skóp þessi enda- dægur og þeir menn sem voru í forsvari undir hið síðasta hljóta að dæmast hart. Þeir virtust halda áfram að sigla flottan byr verð- bólguáranna, þótt aðstæður breytt- ust og þetta gerðu fleiri en þeir, því miður. Sambandsmenn ætluðu að kaupa banka, lönd og þeir byggðu stóra draumahöll á Kirkjusandi, sem þeim tókst að litlum hluta að flytja í. Og borgin hrundi. En mín trú er samt að sam- vinnustefnan muni alltaf lifa, enda þótt í öðru formi verði. Eg sé til dæmis engan annan möguleika til að viðhalda verslun í dreifbýlinu, en með samvinnu fólksins í ein- hveiTÍ mynd. Að reka verslun úti um land er mjög erfitt og sam- keppnin frá Reykjavík og Akur- eyri hörð; þar sem hirtur er auð- fengnasti ágóðinn af sölu á dag- legum nauðþurftum fólks." Ofmælt að ég sé á góðurn járnum Alla tíð hefur Grímur verið áhuga- maður um hesta og hestamennsku. Framan af ævi miðaðist hesta- mennska hans þó fyrst og fremst við þarfir hans sem bónda, en nokkru áður en hann flutti á Blönduós gekk hann í hesta- mannafélagið Neista og síðan þá hefur hann sinnt hestamennskunni sem áhuga- og ánægjustarfi. „Ég á hesthús og mína þrjá rauðu hesta og myndu þeir auð- veldlega bera mig um landið. Það hefir í rauninni verið mitt drauma- ferðalag, þótt sjálfsagt verði það ekki'nema dag og dag í hópi góðra ferðafélaga. Það hæfir ekki göml- um mönnum að valda öðrum áhyggjum með því að vera einir á ferð. Það þætti ofmælt ef ég segði eins og forsetinn að ég væri á góð- um jámum, því ég hef ekki nema brot af því þreki sem ég hafði áð- ur. Skrokkurinn á mér er býsna samofinn því að sitja á góðum hesti og mér finnst ég eflast allur þegar ég sit góðan hest. En ill- genga hesta þoli ég engan veg- inn,“ segir Grímur. Fréttaritari og veður athugandi Sem að líkum lætur er Grímur nú að miklu leyti hættur störfum og sestur í helgan stein. Þó ekki al- veg; því síðustu tíu árin og vel það hefur hann haft með höndum veð- urathuganir á Blönduósi fyrir Veðurstofu íslands. Athuguð er úrkoma, hitastig, vindátt, vind- hraði og skýjafar - og upplýsingar þar að lútandi eru sendar fimm sinnum á sólarhring í gegnum tölvulínur suður til Veðurstofunn- ar í Reykjavík. Starf þetta segir Grímur vera nokkuð bindandi' en kvartar þó ekki. En nafn Gríms mun þó hæst rísa vegna starfa hans sem frétta- riíari fyrir Ríkisútvarpið á Blönduósi í rösklega 20 ár. „Já, mér finnst skemmtilegt að vera fréttaritari. Þetta starf gefur mér möguleika til að setja mig inn í mál og fylgjast með því sem gerist í kringum mig. Á meðan maður hjarir er nokkurs virði að fylgjast með því sem gerist, þó maður sé ekki lengur þátttakandi í atvinnu- lífinu. Eg get viðurkennt að um margt hafi ég þann sama áhuga á málefnum líðandi stundar sem ég hafði. En kannski finnst sumum að þetta sé sprottið af hnýsni um annarra hagi, en það er fjarri lagi af minni hálfu. Mér er ljós sú breyting sem hlýtur að verða á lífsviðhorfi manns, allt frá æsku til elli og ég finn glöggt að minn athafnatími er að renna út. En sjálfsagt er að halda sem lengst í horfinu, á meðan maður verður ekki settur alveg út í hom. Sem dæmi um þetta skal ég nefna að ég hefi um nokkuð langt árabil verið ritari á aðalfundi samvinnufélag- anna á Blönduósi og ég hefi látið hafa eftir mér að ég ætli að skrifa eitthundraðasta aðalfund félagsins á næsta ári. Við þessari hugmynd hefir ekki verið hreyft andmælum en enginn veit hvað næsti dagur, vika, mánuður eða ár bera í skauti sínu. Við það verða allir að vera sáttir, enda ekki annarra kosta völ,“ sagði Grímur Gíslason að lokum. -sbs. Heima í stofu. Grímur og eiginkona hans, Sesselja Svavarsdóttir, eiga fjögur börn og frá þeim hefur myndast stór ættbogi. Myndir: Sigurður Bogi. Hvers vegna eru jóliní Flestar árlegar hátíðir og sérstak- ir dagar eiga sér einhverja sögu. Hvers vegna heitir 23. desember Þorláksmessa? Hvers vegna höldum við jólin? Hafa áramótin alltaf verið um mánaðamót des- ember og janúar? í bók Áma Bjömsson, Saga daganna, er m.a. fjallað um dagana sem tengjast hátíðarhöldum um jól og áramót og það er vel við hæfi í jólablaði að glugga í hvað sag- an segir um Þorláksmessu, jól, áramót og þrettándann. Þortáksmessa Tvær Þorláksmessur em á ári, ein að vetri til og önnur að sum- arlagi. Þorláksmessa að vetrir er 23. desember en þann dag árið 1193 andaðist Þorlákur Þórhalls- son, Skálholtsbiskup, og sumar- ið 1198 var á Alþingi leyft að heita á hann. Bein hans voru tek- in upp og skrínlögð 20. júlí það sumar og á næsta Alþingi var stofnuð Þorláksmessa á andláts- dag hans og síðar bætt við messu á upptökudaginn. Þorláksmessa 23. desember varð lífsseigari en sumamiessan eftir siðaskipti og veldur þar nálægð jóla. Almenn- ur var sá siður að hafa fiskmeti, skötu eða soðinn harðfisk á borðum á Þorláksmessu og á 20. öld hafa Vestfirðingar haldið tryggð við kæsta skötu sem Þor- láksmessumat. Sá siður hefur breiðst út til annarra á síðustu áratugum. Jól Á norðurslóðum eiga jólin sér ævafoma sögu tengda vetrarsól- hvörfum. Nafnið er norrænt og er einnig til í fornensku. Norræn jól féllu síðan saman við kristna hátíð. Á 4. og 5. öld komst sú venja víðast á að minnast fæð- ingar Krists 25. desember en skírnarinnar og tilbeiðslu vitr- inganna 6. janúar og má þaðan rekja jóladagana 13 á Islandi. Mikil þjóðtrú tengist jólum og jólaföstu sem er í miðju ís- lensku skammdegi. Grýla er þekkt sem flagð frá 13. öld en á 17. eða 18. öld varð hún þekkt sem bamaæta tengd jólunum. Jólasveinum fréttist fyrst af á 17. öld og voru þeir afkvæmi Grýlu og mikið illþýði. Á 19. öld tóku þeir nokkuð að mildast og kornu þá ýmist af fjöllum eða hafí. Oftast er talið að þeir séu 9 eða 13. Seint á 19. öld fór eðli jóla- sveina og útlit að blandast dönskum jólanissum annarsveg- ar en evrópskum og amerískum jólakarli hinsvegar. Um 1930 varð sú aðlögun að jólasveinam- ir koma fram í rauðum alþjóða- klæðnaði og verða gjafmildir en halda íslenskum sémöfnum og fjölda. Á fyrri öldum var algengt að slátra kind í jólamatinn og kjöt- súpa var þá á borðum á aðfanga- dagskvöld. Hangikjöt var einnig fastur jólamatur en rjúpur voru upphaflega fátækrafæði. Jólagjafir tíðkuðust ekki hér- lendis fyrr en seint á 19. öld en öldum saman vom sumargjafir almennari. Vinnufólk og heirnil- isfólk fékk hinsvegar oftast eitt- hvað klæðakyns fyrir jólin sem einskonar launauppbót. Áramót Hérlendis verður 1. janúar að ný- ársdegi á 16. öld en áður höfðu áramót verið talin á jólum og 1. janúar var þá áttundarhelgi jóla- dagsins. Jólanótt var því áður hið sama og nýársnótt. Ýmiskonar þjóðtrú tengist nýársnótt. Því var m.a. trúað að kýr tali þessa nótt, selir fari úr hömum, kirkjugarður rís og álfar flytjast búferlum. Þeir sækja heim mennska nienn og má eignast auðæfi þeirra með því að sitja þolinmóður á kross- götum. Þrettándi 6. janúar, þrettándi og síðasti dagur jóla er kallaður þrettánd- inn. Upphaflega hét þessi dagur opinbemnarhátíð og var tengdur ýmsum kristnum trúaratburðum; einkum skírn Krists og Austur- landavitringunum. Algengt var að gera sér dagamun í lok jóla og einnig hefur þrettándinn verið einskonar varadagur fyrir úti- skemmtanir ef veður bregst um áramót. Á síðari árum hafa Álfa- brennur sérstaklega orðið al- gengar á þrettándanum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.