Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 18
18 B - DAGUR - Þriðjudagur 19. desember 1995
Hætti 85 dra gamall hja ÚA eftir 34 dra starf:
„Mjög skemmtilegur tími
og ég orðinn gamall
aður enég vissi af'
- segir Benedikt Saemundsson, vélstjóri
Umhverfið mótar mjög ungt
fólk, framtíð þess rceðst oft af
því, hver er uppistaða alls at-
vinnulífs á staðnum. Fyrr á
öldinni voru tcekifærin heídur
ekki svo mörg hjá tnörgum
heimilum, sem oft voru mjög
barnmörg, og höfðu ekki úr
miklu að bíta og brenna, þau
voru einfaldega ekki aflögufcer
þótt eitthvert barnanna vildi
ganga menntaveginn. Benedikt
Scemundsson hefur átt heima á
Akureyri í hartncer hálfa öid,
en hann er fceddur á Stokks-
eyri í októbermánuði árið 1907
og er því 88 ára gamall. Hann
var einn níu systkina, og eru
fimm þeirra enn á lífi. Hann er
enn mjög ern, ekur m.a. ennþá
Ford Excort bifreið sinni að
sumarlagi. Þrátt fyrir háan
aldur starfaði hann hjá Ut-
gerðarfélagi Akureyringa hf.
allt til ársins 1991 við vélar-
gceslu og enn er engan bilbug á
honum að finna, m.a. ekur
hann einn bifreið sinni, nú orð-
ið að vt'su aðeins að sumarlagi.
Utgerðarfélag Akureyringa hf.
varð fimmtugt í vor og hefur
fyrirtcekið því ekki verið nema
13 ára gamalt þegar Benedikt
réðist þar til starfa í landi.
Stokkseyri, heimabcer Bene-
dikts, er við brimasama suður-
strönd landsins og á hans ung-
lingsárum varð sjórinn sóttur
þaðan á árabátum. Þrettán
ára gamall hóf hann sjósókn, á
árabát, og segir Benedikt að
fátt hafi kotnið til greina annað
en að leggja fyrir sig sjó-
mennsku á þeim tíma, fárra
annarra kosta var völ. Hann
fór fyrst á mótoristanámskeið á
Stokkseyri árið 1929, en síðan
lá leiðin til Reykjavíkur, tit
frekara mótoristanáms. Að því
loknu snerist áhuginn um það
að komast á góða báta setn
mótoristi. Síðar fór hann á
námskeið til Fiskifélagsins til
að uypfylla kröfur um meiri
réttindi þegar bátarnir stækk-
uðu og þá um leið vélarnar.
„Ég fór fyrst á vertíð til Vest-
mannaeyja árið 1926, þá átján ára.
Milli Stokkseyrar og Vestinanna-
eyja eru 32 sjómílur og var bátur-
inn sem ég fór með sólarhring á
leiðinni en við hrepptum aftaka-
veður. Á þessum árum fór fjöldi
Stokkseyringa á vertíð til Eyja og
voru margir þeirra á sömu leið og
ég. Það fórst Vestmannaeyjabátur
í þessu veðri, Goðafoss hét hann,
með manni og mús. Fyrsti bátur-
inn sem ég var mótoristi á var
Skúli fógeti frá Vestmannaeyjum
og það var árið 1933. Skúli fógeti
var 14 tonn að stærð með 48 hest-
afla Tuxham glóðarhausvél, sem
smíðuð var í Danmörku og þótti
góð á sinni tíð. Báturinn gekk ein-
ar 8 mílur en þegar við vorum á
línu voru 5 í áhöfninni en 9 á net-
unum. Ég hætti venjulega á vorin
á þessum bátum og kom svo aftur
á haustin eftir að hafa verið á síld-
arbátum fyrir norðan. Þessi bátar
voru misjafnir að gæðum eins og
gengur og gerist, sumir þeirra
slógu úr sér og steinsukku vegna
mikils leka en það gerðist eftir að
ég hafði verið á þeim.
Ég hef í seinni tíð mjög gaman
af því að yrkja um þá formenn
sem ég réri með og hefur það vak-
ið töluverða lukku í Vestmanna-
eyjum. Þetta eru líklega 10 menn,
allt ágætis karlar, þ.m.t. Sighvatur
Bjamason, skínandi náungi, og
Óli Vigfússon, sem var með Skúla
fógeta, alveg sérstakur maður,“
segir Benedikt.
38 þúsund tnáí
og 40 þúsund krónur
„Á þeim árum sem ég var á sfld
óð síldin í yfirborðinu en ég var
aldrei á síld eftir að hún hætti að
vaða nema þegar ég var á Fagra-
kletti á Hvalfjarðarsíldinni 1947
en við vorum aflahæstir þar og
fengum 38 þúsund mál þá fjóra
mánuði sem veiðin stóð yfir.
Launin voru 40 þúsund krónur, og
var mjög gott. Það varð að taka
sfldina í Hvalfirði eftir asdiki
vegna þess að hún óð aldrei. Jón
Sæmundsson var alveg afburða
skipstjóri og gott að vera hjá hon-
um. Þetta var fyrsta árið sem ég
bjó á Akureyri, var þá að flytja
hingað í Sniðgötu 2, sem ég keypi
af Sigtryggi rakara, þar sem ég bý
enn með konu minni, Rebekku
Jónsdóttur. Hún er héðan, og ætli
það skýri ekki fyrst og fremst bú-
setu mína á Akureyri. Mér hefur
alla tíð liðið vel hér, þó ég væri
orðinn ansi rótgróinn í Vest-
mannaeyjum eftir allar vertíðarnar
þar, auk þess sem mitt fólk flutti
þangað árið 1935.
Fyrsti báturinn sem ég var á
fyrir norðan á sfldinni var Minnie,
57 tonna bátur með 100 hestafla
Tuxham glóðarhausvél, sem bilaði
aldrei. Báturinn bar um 850 mál.
Hún var gerð út af Ingvari Guð-
jónssyni, sem bjó fram í Kaup-
angi, en hann átti fimm báta. Á
sumrin hélt Ingvar til á Siglufirði,
þar rak hann eitt stærsta sfldarsölt-
unarplan landsins í þá tíð, svokall-
að Kveldúlfsplan, rak bátana það-
an og þar lönduðu bátamir sfld-
inni. Við sóttumst náttúmlega eftir
því að landa á Raufarhöfn, það var
styst þangað af miðunum vestan
úr Þistilfirði og kringum Langa-
nesið. Þessi síld þótti hins vegar
ekki eins góð til söltunar og síldin
sem fékkst á Skagafirði og Húna-
flóa vegna þess að hún var ekki
eins feit.
Útgerðarfélag Akureyringa hf.
- 50 ára -
Er Útgerðarfélag Akureyringa hf. varð
50 ára, 26. maí 1995, sendi Benedikt
Sæmundsson félaginu afmæliskveðju í
bundnu máli. Kveðjan fer hér á eftir.
Fimmtíu árafrœgðar aldur
finnst þó kannski mörgum galdur
það sem hefur þróast hér.
Veldi stórt á sínu sviði
sœkirfram, með úrvals liði.
Fríður er sáfrækni her.
ÚAfœddist fólksins vegna
furðu má þó reyndar gegna
frami þess frá fyrstu tíð.
Ekki var þar auð að finna,
aðeinsfólk, sem þráði að vinna
og hóf með gleði göfugt stríð.
Yfirmenn á undan gengu
ágœtlega stjórnað fengu
og undra vel um erfitt skeið.
Var afstórhug stefnan tekin
stór og kröftug iðja rekin
til fyrirmyndar fram á leið.
Fram var sótt á friðartíma
fór því svo að hörð varglíma
umforystu ífremstu röð.
Dyggt var upp af virkt og viti
var þá eins og aldrei þryti
hugansflug og hugsjón glöð.
Skipin öll með ÚA merki
eru hluti afsnilldar verki
hafsins prýði, höfðingleg.
Á sjó og landi er sótt til dáða
sigurvilji látinn ráða.
Gott er aðfeta gœfuveg.
Þetta hús er þjóðar sómi
þykir stafa afþví Ijómi
um landið allt og miðin með.
Hér er allt í góðu gengi
gleði og friður endist lengi.
Afbragðs stjórn fá allir séð.
Góðar dísir voru að verki
varð því ÚA gæfumerki
fyrr og nú áfrœgðar braut.
Menn af virðing víða skrafa
- vildu Lilju kveðið hafa. -
Fyrirtœkið frama hlaut.
Heilla óskir hugann gleðja
hálfa öld við skulum kveðja
hún var gjöffrá himna smið.
Biðjum hann með barnsins huga
best aföllu mun það duga.
Sigur veita og sálar frið.
Benedikt Sæmundsson.