Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 42

Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 42
 42 B - DAGUR - Þriðjudagur 19. desember 1995 - mtt viÓJóhann Ólafsson, hónda og organista á Ytra-Hvarft í Svarfaóardal Þessa dagana vinnurJóhann Ólafsson bóndi á Ytra- Hvarfi í Svarfaðardal að up>p>setningu myndarlegs kirkjuorgels heima í stofu hjá sér. Það er kjörgripur mikill og góðup sem hefur um taeplega hálfrar aldar skeið verið í kirkjunni á Eyrarbakka, en er nú kominn norður. Jóhanni miðar vel við að setja hljóðfœrið up>p> og má vænta að á Ytra-Hvarfi verði Heims um ból sungið á aðfangadagskvöld við öllu hljómmeira undirspil en á flestum öðrum heimilum landsins. Sendum öllutn vióskiptavinum okkar bestu óskir utn gleðilegyjáiy og gœfuríkt komandi át: Pökkum viöskiptin á árinu sem er að líða. Hjólbarðaþjónustan Undirhlíð 2 ■ Akureyri ■ Sími 462 2840 Sendum öllum Polariseigettdum heótw jálar Qg . ngárskmðjur Pökkuiti viðskiptiti Polarisumboðið á íslandi Hjólbarðaþjónustan Undirhlíð 2 ■ Akureyri ■ Sími 462 2840 „Ég fór suður á Eyrarbakka í byrj- un nóvember til að taka orgelið niður. Að taka gripinn og fjar- lægja hann var í raun og veru það eina sem ég greiddi fyrir orgelið. Naut ég við það verk aðstoðar Ketils Sigurjónssonar, orgelsmiðs í Forsæti í Flóa, og þetta var dags- verk okkar tveggja. Ketill hefur smíðað mörg orgel í kirkjur lands- ins, síðast það sem er í Víðidals- kirkju í Húnavatnssýslu. Við Ket- ill settum hljóðfærið í gám, sem var fluttur norður sjóleiðina til Dalvíkur,“ sagði Jóhann, þegar blaðamaður Dags ræddi við hann nýlega. Músíkherbergi húsbóndans „Gámurinn kom hingað norður fyrir um tveimur vikum og ég hef unnið við það síðustu vikurnar að í garðinum heima. Jóhann og Unn- ur María hafa talsvert fengist við skógrækt og skógurinn heim við bæ, sem í bakgrunni er, er orðinn stæðilegur eins og sjá má. Myndir: Sigurður Bogi setja hljóðfærið upp. Hef ég verið einn í því verki. Það er talsvert flókið verkefni, því orgelið féll ekki inn í lofthæðina hér í her- berginu. Ég hef því orðið að taka ofan af hljóðfærinu. Síðan eru ýmsar tilfæringar í kringum þetta. En þetta er að smella saman og eftir fáeina daga verður hljóðfærið raftengt. Herbergið hér inn af stof- unni, þar sem orgelið verður, ætla ég að kalla „músíkherbergi hús- bóndans". Þar verður þó ýmislegt fleira, eins og til dæmis tölvan mín. Fram til þessa hef ég fengið að æfa mig á orgelinu í Dalvíkur- kirkju. Þeir tímar sem ég hef feng- ið þar, það er þegar önnur starf- semi er ekki í kirkjunni, hafa hins vegar ekki alltaf hentað mér. Því er afar gott og kærkomið að fá hljóðfæri hingað heim,“ sagði Jó- hann. Orgelið góða er upphaflega smíðað í London og var sett upp í kirkjunni á Eyarbakka árið 1947. Það er 13 radda og pípurnar um 150; í þremur röðum. Alla jafna ættu pípur að vera fleiri þegar raddafjöldinn er nefnd tala. En pípunar í þessu hljóðfæri eru „Ég byrjaði sem organisti árið 1991, sama ár og ég byrjaði í orgelnámi hjá Birni Steinari Sólbergssyni á Akureyri. Kannski er það upphafið að þessu öllu, að mann hefur vantað hljóðfæri til að æfa sig á,“ segir Jó- hann hér í viðtalinu margnota fyrir hverja rödd - og því þarf þær ekki fleiri. Jóhann segir að um margt sé þetta orgel ekki í takt við kröfur líðandi stundar, enda séu Eyrbekkingar nú að skipta því út fyrir annað sem er spánnýtt og er smíðað af Björg- vini Tómassyni, orgelsmið á Blikastöðum í Mosfellsbæ. „Þó að þetta orgel sem ég fæ hingað sé gamalt og úrelt á margan hátt er ástand þess þó mjög gott. Það mun engu að síður orðið erfitt að fá varahluti í það, ef eitthvað bilar á annað borð. Því getur maður þurft að bjarga sér fyrir horn með hlutina eða þurft að láta sérsmíða hluti,“ segir Jóhann. Við syngjum fleira en sálma Jóhann hefur síðustu árin verið organisti í Valla- og Urðakirkjum í Svarfaðadal. Því starfi tók hann við af föður sínum, Olafi Tryggvasyni, sem gegndi því í um hálfa öld. „Ég byrjaði sem organ- isti árið 1991, sama ár og ég byrj- aði í orgelnámi hjá Bimi Steinari Sólbergssyni á Akureyri. Kannski er það upphafið að þessu öllu, að mann hefur vantað hljóðfæri til að æfa sig á. Jafnframt þessu stjóma ég Kirkjukór Svarfdæla, sem syngur í öllum kirkjunum þremur hér í dalnum; það er á Völlum, Urðum og Tjöm, en við síðast- nefndu kirkjuna er Hlín Torfadótt- ir organisti. Jú, það er talsverður áhugi á kórsöng hér í dalnum, enda þótt hann komi í bylgum. í dag syngja fimmtán manns í kirkjukómum. Það sem mér finnst þó nokkuð fæla frá er að þetta sé kallaður kirkjukór. Margir halda að slfkir kórar syngi aðeins sálma, en því fer víðsfjarri. Oft eru létt lög á okkar efnisskrá. Því mætti kórinn hugsanlega heita mismun- andi nöfnum eftir atvikum; til dæmis Samkór Svafdæla þegar sungið er á öðrum vettvangi en í kirkjunni. Það myndi ef til vill efla söngstarf hér í dalnurn," segir Jóhann. Jafnframt þessu stjómar hann svo Karlakór Dalvíkur, en hann hóf starf sitt nú í haust eftir um áratugs hlé. I kómum eru um fjömtíu söngmenn. Kórinn hélt sína fyrstu tónleika sl. föstudags- kvöld, en þá var sungið í Dalvík- urkirkju. Birkivtn á porrablótum En þótt listin sé ljúf og orgelspil og tónlist mikið áhugamál Jó- hanns bónda Olafssonar á Ytra- Hvarfi hefur hann þó sitt lifibrauð af kúabúskap. Hann og Unnur María Hjálmarsdóttir, eiginkona hans, búa með 30 kýr og hafa um 70 gripi í fjósi. Framleiðsluréttur til mjólkurkvóta er um 100 þús- und lítrar á ári hverju. „Nei, við emm ekki með neinn annan búpening, fyrir utan hund- inn okkar - hann Bensa. Hitt er svo annað að síðastliðin tólf ár höfum við verið að fást við skóg- rækt. I hlíðinni hér inn af bænum og ofan við höfum við verið að fást við að gróðursetja tré og þama er að spretta upp myndar- legur skógur. Og hvarvetna þar sem land hefur verið friðað hér um slóðir em birkisprotar að skjóta sér upp. Við höfum gróður- sett stafafuru, sitkagreni, ösp, hvítgreni, þyn, lerki og birki. Hef ég látið mér detta í hug að ná safa úr birkinu - og bjóða uppá birki- vín hér á þorrablótum. Við þeirri hugdettu minni hafa menn ekkert sagt, en brósa þó vingjamlega. Það finnast mér góðar undirtektir í fyrstu lotu,“ segir Jóhann. -sbs. m -Brrf • • & t>v Okkar bestu óskir um gleðilegyjál ogfarscelt komandi ár. Pökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Verslunarmiðstöðin Sunnuhlíð rtf

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.