Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 32
32 B - DAGUR - Þriðjudagur 19. desember 1995
Glens og gaman í jólaboðum
Fjölskylduboðin eru, hjá mörgum, jafn
sjálfsagður þáttur í jólahaldinu og
hangiketið og jólatréð. Þessi fjölskyldu-
boð geta þó verið misskemmtileg. Börn-
unum þykja hinir fullorðnu tala of mikið
og hinir eldri ergja sig yftr hávaðanum í
krökkunum. Hér eru nokkrir einfaldir en
skemmtilegir leikir sem henta bceði ung-
um og öldnum og geta létt andrúmsloftið
í fjölskylduboðunum um jólin.
Keðjusöngur
Áður en leikurinn hefst þarf stjórnandinn
að vera búinn að skrifa niður fyrstu lín-
umar af textum nokkurra þekktra söng-
laga. Leikurinn gengur síðan út á að
stjómandinn les eða syngur fyrstu línuna í
lagi og þátttakendur eiga að syngja næstu
línu sem á eftir kemur. Ef stjómandinn
syngur t.d.: „Fyrr var oft í koti kátt,
krakkar léku saman“, tekur sá þátttakandi
við, sem röðin er komin að, og syngur:
„Þar var löngum hlegið hátt og hent að
mörgu gaman.“ Ef ekki er rétt farið með
lag eða texta er viðkomandi úr leik.
Rétt er að hafa aldur og áhugamál þátt-
takenda í huga þegar lög eru valin. Bömin
kunna t.d. kannski önnur lög en þeir full-
orðnu. Hægt er að styðjast við söngbækur
þegar lögin eru valin og á jólunum er til-
valið að vera með nokkur jólalög.
KHppnkaprp'hlaupf
I þennan leik þarf tvenn skæri og nokkra
pappírsstrimla u.þ.b. 3 metra langa og 5-6
cm breiða. Líma þarf annan enda á
hverjum strimli á vegg í 75 cm hæð. Þeg-
ar stjómandi leiksins gefur merki keppa
fyrstu tveir þátttakendumir um hvor er
fljótari að klippa strimilinn langsum í
tvennt. Ef einhver klippir svo skakkt að
strimillinn fer í sundur er sá hinn sami úr
leik.
Þeir sem vinna í fyrstu umferð keppa
aftur í annarri umferð. Þeir eru með sama
pappírsstrimil og þeir klipptu áður og
þurfa nú að klippa annan helmingin aftur í
helming. Þeir sem vinna þessa umferð
halda síðan áfram í þriðju umferð og nú er
breiddin á borðanum aðeins fjórðungur af
því sem var í upphafi. Leikurinn heldur
síðan áfram þar til einn stendur uppi sem
sigurvegari.
Eggjaíeikur
Þátttakendur í þessum leik þurfa að vera
minnst átta en helst fleiri. Hópnum er
skipt í tvö jafnstór lið. Liðin eiga að setj-
ast á tvær stólaraðir og allir em með mat-
arskeið í munninum. Hvert lið fær síðan
egg sem á að ganga skeið úr skeið. Leik-
urinn gengur út á hvaða lið er fljótara að
Iáta eggið ganga á milli allra þátttakenda.
Bannað er að nota hendumar til að hjálpa.
Leikurinn verður meira spennandi ef Ieik-
stjómandi „gleymir“ að að segja frá því
að eggin séu harðsoðin.
TvíhökuhUstur
Ætli sé hægt að blístra með tvíböku í
munninum? Þeir sem fara í þennan leik
komast að því. Skipt er í tvö lið og hvert
lið leggur fram einn fulltrúa í blísturs-
keppni. Þessir tveir fá tvíbökur sem þeir
þurfa að borða. Um leið og þeir eru
komnir með fullan munn af tvíböku hvísl-
ar sá sem stjómar leiknum að þeim
einhverjum þekktum lögum sem þeir eiga
að blístra á sama tíma og þeir klára að
borða tvíbökuna. Það lið sem fyrst getur
giskað á hvaða lag tvíbökublístrarinn er
að reyna að blístra vinnur.
Einnig er hægt að hafa leikinn þannig
að margir í hverju liði spreyta sig á blístr-
inu. Þá gengur leikurinn þannig fyrir sig
að þegar lið getur upp á réttu lagi tekur
næsti blístrari við. Það lið sem er fljótara í
heildina vinnur. Hvemig sem til tekst með
blístrið er næsta víst að allir þátttakendur
ættu að geta skemmt sér í þessum leik við
að fylgjast með tilburðum þeirra sem
reyna að blístra með fullan munninn því
þeir geta oft orðið býsna skrautlegir.
Jólin eru hátíð barnanna og því
þótti við hcefi að hafa tal af
nokkrum af yngri kynslóðinni
um komandi hátíð. ÍÞela-
merkurskóla í Glcesibæjar-
hreppi, rétt norðan Akureyrar,
btða börn og unglingar jólanna
með óþreyju.
Þórður Arnar Þórðarsson,
9 ára:
„Ég er byrjaður að hlakka til jól-
anna. Við höldum jól af því að
Jesús fæddist á jólunum. Skemmti-
legast finnst mér að opna pakkana
og líka að borða góðan mat. Ég
byrja að hengja upp jólaskraut
svona ellefu dögum fyrir jól og
fjórum til fimm dögum fyrir jól
kaupi ég jólagjafir. Ég skrifa oft
jólakort í skólanum og stundum
gerum við líka músastiga og svo-
leiðis.“
Hvað langar þig að fá í jóla-
gjöf?
„Mig langar í handbolta eða
fótbolta en mér finnst mjög gaman
í íþróttum og held með Þór.“
Gunnhildur Vala Valsdóttir,
9 ára:
„Ég hlakka ógeðslega mikið til
jólanna. Mér finnst mest gaman
að opna pakkana og borða. Síðan
er líka gaman að skreyta jólatréð
og að fá frí í skólanum. Ég geri
ýmsilegt til að undirbúa jólin eins
og búa til músastiga og skraut. Ég
byrja yfirleitt að undirbúa jólin
um leið og mamma. Uppáhalds-
jólalagið mitt er Heims um ból.“
Hvað langar þig að fá í jóla-
gjöf?
„Mig langar í kuldagalla, allt
Disney safnið, íþróttatösku þó ég
eigi eina. Síðan langar mig í bæk-
ur og skó og allt mögulegt."
Víkingur Guðmundsson,
13 ára:
„Ég hlakka svolítið til jólanna en
ég hugsa að ég hafi hlakkað meira
til þeirra þegar ég var lítill.
Skemmtilegast við jólin er jólafrí-
ið í skólanum og mér finnst líka
gaman að fara í heimsóknir og
hitta alla ættingjana. Jólaundir-
búningurinn hjá mér felst aðallega
í því að kaupa jólagjafir og ég
skrifa líka nokkur kort.“
Hvað langar þig að fá í jóla-
gjöf?
„Mig langar í geisladiska, sér-
staklega einn sem heitir Dangero-
us Minds og er úr samnefndri
kvikmynd.“
Helga Guðrún Sverrisdóttir,
13 ára:
„Jú, jú, ég er farin að hlakka til
jólanna. Þau er mikilvæg því þá er
afmælisdagur Jesú og við höldum
jólin til að minnast hans.
Skemmtilegast við jólin er að við
fáum frí í skólanum og allir fá
gjafir. Um jólin verður líka allt
svo fallegt og hátíðlegt. Ég byrja
að undirbúa jólin í desember með
því að skreyta og kaupa jólagjafir
handa vinum mínum. Ég hugsa að
ég skrifi eitthvað um 20 jólakort."
Hvað langar þig að fá í jóla-
gjöf?
„Ég veit það ekki. Jú mig lang-
ar helst í nýja kuldaskó og síðan
langar mig í bækur.“ AI