Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 15

Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 19. desember 1995 - DAGUR - B 15 B að lýsa nánar byggingunni og sjálfri bræðslunni. Verksmiðju- byggingin snéri norður og suður. Syðst var hráefnisgeymsla, hátt hús með risi og í framhaldi af henni bræðslusalur undir sama risi en gólf þremur metrum neðar. Þar undir var kjallari fyrir kyndinguna og ofan á hlóðirnar kom bræðslu- potturinn sem síðar er lýst. Norður af bræðslusalnum kom talsvert lægra hús sem skiptist í kæliklefa, þangað sem brennisteinsgufan var leidd, og pökkunarhús. Grunnur var steypur en húsið úr timbri. Bræðslupotturinn kom um miðjan júlí. Hann var mikið stykki og vó 4 tonn, var aflangur, kant- aður með rúnnuð horn, smíðaður úr 7 cm þykku stáli og komust í hann 2 rúmmetrar af brennisteins- hráefni. Potturinn var tvískiptur, neðri hlutinn nokkru stærri. Var op bæði á botni, til tæmingar, og á efri hlutanum, til áfyllingar. Brennisteinsgufan var leidd út um sérstakt gat og eftir rörum í kæli- klefann. Sem vonlegt var sýndist mönnum það ekki auðvelt verk að koma pottinum á hlóðir, enda seg- ir Jón það hafa tekið marga daga að mjaka honum inn í gegnum dyr og lyfta á sinn stað. Eftir að eld- hólf hafði verið hlaðið í kringum pottinn var ekkert því til fyrir- stöðu að byrja að kynda undir, enda búið að fylla hráefnis- geymsluna af brennisteini. Mokað í brjálœði Fljótlega kom í ljós að eftir var að leysa ýmis vandamál tengd vinnslunni. Áður en hráefnið fór í pottinn var það þurrkað á sérstakri þurrkhellu þar sem því var snúið og mulið niður með skóflum. Var- ast varð að hafa hitann of mikinn á hellunni svo brennisteinninn Verksmiðjan fullbún og tjörguð að utan, skömmu áður en hún varð eldi að bráð. Spretiging Voru nú hafðar hraðar hendur, enda vetur í nánd. Jón Sigurgeirs- son og Kolbeinn hófust handa að Það fyrsta sem Jón og Kolbeinn gerðu þegar framkvæmdir hófust haustið 1938 var að slá saman bráðabirgðaskýli yfir það byggingarefni sem ekki mátti blotna og svo fá mætti smá afdrep til að nærast. Hér eru þeir félagar Við skýlið. (Mynd úr Árbók bingeyinga 1981) brunnið gat af verksmiðjunni en megninu af hráefninu tókst að bjarga. Jón getur þess að í lok dagsins hafi verið notalegt að geta farið í bað í Grjótagjá, en hún mun hafa fundist árið áður. Brun- inn var að sjálfsögðu mikið áfall en Jón Vestdal og félagar ákváðu að byggja verksmiðjuna upp að nýju og nú úr steinsteypu. Ekkert blessast í Bjarnarflagi Gamall maður sem átti heima á Akureyri kom til okkar er verið var að byggja verk- smiðjuna. Hann stundaði leir- og gufuböð í Bjamarflagi og hélt til á Grímsstöðum. Þessi maður hafði mikið látið sig varða og skrifað mikið um dulræn efni. Hann sagði að í Bjamarflagi myndi ekkert fyr- irtæki blessast, þar væri svo grunnt á Helvíti. Hósbóndinn þar gengi ljósum logum um hitasvæðið og sá gamli mað- urinn hann oft, síðast í kletta- skoru norðan í Jarðbaðshólum og þá á hrosshófum. Þetta rifj- ast upp fyrir mér í hvert sinn sem ég heyri að úrskeiðis fer í Bjamaflagi hvort sem það er brennsteinsvinnsla, kartöflu- rækt eða brestir í safnþró Kís- iliðjunnar o.fl.“ Skotist inn með járnkarl Eftir fyrirsögn Jóns Vestdal var farið inn í [kælijklefann með vasaljós og lokað sem snarast á eftir. Varast varð að kveikja á ljósinu inni í klefan- um því lítill rafneisti gat vald- ið sprengingu og svo var brennisteinsgufan eitruð, að hún mátti ekki koma á. bert hömnd. Það varð að dúða sig um höfuð og hendur, fylla svo lungun lofti og skjótast inn með jámkarl og pjakka stork- inn brennisteininn úr pípuop- inu. Púðraði þá út brenni- steinsdufti af miklum krafti er pípan opnaðist og maður beið ekki boðanna en stökk út og skellt var í lás. Hrafninum brá Lífríki er ekki auðugt í Bjam- arflagi, síst að vetrinum en þegar vora tók sást einstaka fugl á lofti. Voru það helst hrafnar er komu neðan frá byggðinni að efna til hjúskap- ar og hreiðurgerðar í Náma- fjalli. Eitt sinn er hrafn flaug yfir, með langt sprek í nefinu, vor- um við að sprengja eitthvað smávegis. Varð krumma svo mikið um hvellinn að hann missti sprekið og hvarf með hröðum vængaburði. skóflunni í pottinn. Hafði þá verið kynt nótt og dag og hitinn í pottin- um kominn á fimmta hundrað gráður. Þegar brennisteinninn kom í pottinn gaus upp logi og óþolandi fnykur. Við vissum hvað gerast mundi og höfðum alla nálæga glugga opna uppá gátt en það nægði ekki til svo aðferðin, að standa á öndinni, var viðhöfð og mokað í brjálæði meðan menn entust til, þá var lokinu skellt á og hlaupið út.“ Jón segir menn strax hafa séð að þetta gat ekki gengið til lengd- ar og var farið í að smíða trekt sem mokað var í. Henni svo rennt yfir pottinn og loku kippt úr svo efnið rann niður um opið á pottin- um. Gaus þá upp eldur og mikið óloft þannig að hraðar hendur varð að hafa við að kippa trektinni frá, skella aftur lokinu á pottinum og kæfa eldinn. Lá einu sinni við stórslysi þegar jámkarl, sem not- aður var til að mylja brennisteins- köggla svo þeir kæmnust út um opið á trektinni, hafði gleymst í bráðnaði ekki. Þá gaus upp mikil og óþolandi stybba. Segir Jón það þó hafa komist í æfingu að standa á öndinni meðan verkin vom unn- in og hlaupa svo frá til að anda. „Eg held að þeim, er að þessu fyr- irtæki stóðu, hafi láðst að hugsa fyrir þeim erfiðleikum er sköpuð- ust af brennisteinssvælunni. Mein- ing þeirra var að moka með skófl- um af þurrkhellunni í pottinn og þannig var byrjað. Það var Pétur Jónsson, er síðar var kenndur við Reykjahlíð, sem kastaði fyrstu trektinni og rann niður í pottinn þannig að ekki var hægt að taka trektina frá. Voru loftbitar famir að sviðna, „þar til einum marg- reyndum andköfunarmanni tókst að komast upp í ræfur og seilast ofan í trektina og ná helvítis jám- karlinum. Þá voru hröð handtök höfð að skella lokinu á pottinn og hlaupa svo út til að anda enda var farið að svíða fyrir brjósti." Ógæfan dynur yfir Rekstur verksmiðjunnar gekk all- vel í byrjun. Þó kom minna magn af hreinum breinnisteini en vonir stóðu til og meira eyddist af kol- um. En senn dró til tíðinda. „Morgun einn í byrjun septem- ber kom dr. Jón Vestdal upp í verksmiðju óvanalega þungbúinn og hugsandi og sagði okkur að skollin væri á heimsstyrjöld. Þótt þessi styrjöld næði þá ekki til okkar í Bjamarflagi, skall óhamingjan einnig yfir okkur þar. Um miðjan dag var því veitt eftirtekt að skilveggurinn milli bræðslusals og kæliklefa var heit- ur. Klefamegin við vegginn var steinþró er taka átti við bræddum brennisteini sem barst með guf- unni úr pottinum meira en gert hafði verið ráð fyrir. Grunur vakn- aði að eldur væri laus í þrónni og þegar hitinn óx vom gerðar ráð- stafanir til að fá vatn í tunnum og jafnframt var sagað gat á þakið yf- ir þrónni. Mátti segja að ekki væri hættulaust að vera uppi á þaki sem eldur logaði undir. Sandi var mok- að inn um gatið og skvett vatni en eldur og reykur jukust ört og breiddust út svo ekki var við neitt ráðið. Það var hvöss sunnanátt, húsið nýtjargað og flýtti það fyrir því að allt stóð í björtu báli sam- stundis.“ í brunanum brann allt sem nýju við bygginguna og fengu fleiri til liðs við sig. Gmnnurinn var að sjálfsögðu tilbúinn og um miðjan október, eða röskum mán- uði seinna, var verksmiðjan starf- hæf á ný, eða strax og kæliklefar voru frágengnir. Vom þeir steypt- ir í hólf og gólf og jámbundin hella yfir. Var einnig innréttuð íbúð fyrir verksmiðjustjórann, Axel Olafsson, og fjölskyldu hans. Gekk nú allt nokkuð vel ein- hverja daga og stór farmur af inn- pökkuðum brennisteini sendur til útflutnings. Til stóð að halda byggingarmönnum hóf, enda verkinu lokið. „Ég var heima á Helluvaði þegar boð kom í veisluna hjá Jóni Vestdal. Okkur, sem mest höfðum unnið við verksmiðjubygginguna, var boðið næsta kvöld að koma út í Reykjahlíð og vissum við að þar átti að vera loka- og skilnaðarhóf. Morguninn eftir fékk ég orð gegnum símann frá Jóni Vestdal að eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir í verksmiðjunni kvöldið áð- ur, ekkert yrði af veisluhöldum en ég var beðinn að konta upp í verk- smiðu sem snarast. Færð var slæm en ég náði upp í Reykjahlíð fyrir kvöldið og fékk Reykhlíðingum varð skaphrátt Kvöld eitt, er sólin roðaði fjöllin og allir voru famir heim úr vinnunni, fundum við Kolbeinn upp á því að ganga á Reykja- hlíðarfjall. Stefndum við á það mitt að sunnan, gengum beint yfir holt og hæðir og vomm fljótir í fömm þar til við komum hátt í fjallshlíðina, þar var svo bratt og grjótið smákögglótt og laust að brekkan skreið af stað og við með. Þó tókst að klóra sig upp á hæsta tindinn. Það er víðsýnt af Hlíðarfjalli í björtu veðri og reyndum við að leysa sem best við gátum kross- gátu náttúrunnar með því að gefa hverjum fjallatoppi nær og fjær sitt nafn. Nokkrir steinar lágu svo tæpt á fjallsbrúninni að við gátum ekki stillt okkur um að láta þá velta fram af. Orsakaði það þrumur og hávaða í hljóðleika næturinnar svo sauðfé styggðist og hljóp sitt á hvað. Reykhlíð- ingar vom þessa nótt að smala til rúnings, rétt við fjallið og varð skapbrátt við. Héldu þeir að útlendingar eða einhverjir dalamenn væru þama að verki. Þorsteinn gamli í Reykjahlíð vildi ekki trúa þessu upp á okk- ur Kolla. þá nákvæma lýsingu á hvað skeð hafði. Það hafði orðið sprenging í kæliklefanum og húsið stór- skemmst. Starfsfólkið flúði allt of- an í Reykjahlíð. Mun það hafa verið Guðs mildi að ekki varð slys á fólki við sprenginguna. Ekki mun þetta ofmælt hjá Jóni því þama hefði svo sannarlega getað farið verr. M.a. féll niður, að mestu leyti í heilu lagi, steyptur skilveggur milli pökkunarhúss og kæliklefa, 12x4 metrar að stærð. Jón segir það í fyrstu hafa verið þeim ráðgáta að finna brot úr veggnum á víð og dreif vestan við verksmiðjuna, án þess að sæist neitt á útveggnum. Skýringin var sú að þegar veggurinn féll niður varð svo mikill loftþrýstingur í pökkunarhúsinu að þakið lyftist og múrbrotin köstuðust út. Féll þakið svo á sama stað aftur. Dregur að íokunt Þrátt fyrir þetta áfall var strax far- ið í að lagfæra verksmiðjuna og koma henni aftur í rekstur. Jón Sigurgeirsson segist þó telja að trúin á brennisteins „blóma“ hafi verið farin að dvína hjá ffam- kvæmdastjóra fyrirtækisins, Jóni Vestdal, en skyldustörf kölluðu hann til Reykjavíkur. Og fleiri áföll vom á næstu grösum. Þar sem eimingin gekk hægar en vonast var til var kynt undir pottinum sem mögulegt var, sem þó kom ekki að gagni þar sem leirinn í breinnisteinsjarðveg- inum einangraði hann. Þoldi pott- urinn ekki þennan mikla hita til lengdar og seig botn hans niður í miðjunni. Þó potturinn virtist níð- sterkur þrátt fyrir sigdældina, skipaði Jón Vestdal svo fyrir að nýr skyldi fenginn og fól nafna sínum Sigurgeirssyni að gera mót af neðri hluta pottsins og senda sér til Reykjavíkur, svo smíða mætti eftir því. „Þá var nú komið að mínum síðustu handtökum við þessa margumræddu verksmiðju, þar sem ég hafði svo til átt heima á þriðja misseri. Átt hafði ég þar margar glaðar stundir en líka átt í stríði og erfiðleikum,“ segir Jón Sigurgeirsson, sem gerði eins og fyrir hann var lagt, en úr frekari rekstri verksmiðjunnar varð hins vegar ekki og starfaði hún því aldrei nema þetta eina haust. Stríðið var skollið á og því óhægt um vik að eiga samskipti við út- lönd. Eftir því sem næst verður komist stóð til að selja framleiðsl- una til Þýskalands og sá markaður hefur án efa lokast strax. Örlög verksmiðjunnar urðu þau að árið 1952 voru sett þar upp tæki til að bræða brennistein. Sú framleiðsla lofaði mjög góðu, en stóð stutt þar sem fjármagn skorti til að fullkomna tækin sem notuð voru, að sögn Snæbjöms Péturs- sonar í Reynihlíð, sem er kunnug- ur þeirri starfsemi. Seinna keypti svo Léttsteypan húsin og þar hafa allt fram undir það síðasta verið framleiddir múrsteinar til hús- bygginga. Lauk með futlum ósigri Það fer vel á því að láta Jón Sigur- geirsson eiga síðustu orðin í þess- ari frásögn: „Hvort sá úr „Neðra“ sem áður er getið hefur sagt brennisteinsfyrirtækinu í Bjamar- flagi stríð á hendur sama daginn og Hitler réðist inn í Pólland, er hvergi skráð en bendir þó margt til þess. Heimsstyrjöldinni síðari lauk mjög ákjósanlega en svo fór ekki með stríðið sem háð var í Bjamar- flagi, því lauk með fullum ósigri. Þunga jámhurðin fyrir eldhólf- inu ryðgaði föst og svo fór með flest annað í verksmiðjunni. Það varð fordæmingunni að bráð. Pott- inum sem vonir stóðu til að bræddi gull fyrir þjóðarbúið var kastað á öskuhaug." HA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.