Dagur - 19.12.1995, Side 37

Dagur - 19.12.1995, Side 37
Þriðjudagur 19. desember 1995 - DAGUR - 37 B Jólin hjá Jóni Oddi ogjóni Bjarna - gripiö niöur íharnabók Guðrúnar Hdgadóttur„Mtira af jóni Oddi ogjóni Bjarna" í einni af vinsælustu barnabókum síðari ára „Meira afjóni Oddi og Jóni Bjarna" eftir Guð- rúnu Helgadóttur, er fjallað á skemmtilegan hátt um jólin og jólaundir- búninginn. Við birtum hér kafla bók- arinnar sem nefnist „Jólaundirbúningur í skólanum og heima". „Jólin nálguðust óðfluga. Borg- in tók á sig ævintýraljómann, sem fylgdi jólahátíðinni. Ljós voru tendruð og í dag átti að kveikja á stóra jólatrénu á Austurvelli. Strákarnir fóru með pabba og Lár- us fékk að koma með. Pabbi hans var á sjónum og mamma hans komst ekki frá Selmu. I bænum var margt fólk og það var óskaplega kalt. En strákarnir gleymdu því strax og lúðrasveitin byrjaði að leika. Svo fór einhver maður að tala. Tréð var komið frá landinu sem hann átti heima í, bærinn hans var vinabær Reykja- víkur. Hann var líka voða vin- gjamlegur, en strákamir skildu ekki vel það sem hann sagði. Þeir spurðu pabba hvaða mál hann tal- aði, og pabbi sagði að eftir því sem hann kæmist næst væri það íslenska. Svo kveikti konan hans á trénu og allir klöppuðu. Borgar- stjórinn talaði næstur og hann tal- aði örugglega íslensku, en orðin fuku út í vindinn og honum var voða kalt. Eg er viss um að hon- um er eins kalt og honum Simba, hvíslaði Jón Oddur að Lámsi. En borgarstjórinn lauk þessu af með sóma og loks sungu allir Heims Nöfrt jóla- sveinanna Elstu nöfn jólasveinanna sem þekkt eru, eru þessi: Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottasleikir, Aska- sleikir, Faldafeykir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur, Kertasník- ir. í bókinni Jól á íslandi eftir Áma Bjömsson, þjóðháttafræð- ing, segir eftirfarandi: „En fleiri nöfn eru til á jóla- sveinum, hvort sem það merkir, að þeir gangi undir mismunandi nöfnum eftir sveitum, eða séu fleiri en þrettán. Þessi nöfn eru Kertasníkir, Pönnusleikir, Potta- skefill, Hurðaskellir, Moðbingur (líklega úr Eyjafirði), Hlöðu- strangi, Móamangi, Flórsleikir, Þvengjaleysir (úr Mývatnssveit), Pönnuskuggi, Guttormur, Banda- leysir, Lampaskuggi, Klettaskora (Állrahanda 19). Hér em þá kom- in 27 nöfn á jólasveinum, en a.m.k. 4 þeirra, Kertasleikir, Pottaskefill, Bandaleysir og Pönnuskuggi eru naumast annað en afbrigði annarra. Er þá komið skemmtilega nærri þeim fjölda, sem fæst, ef hinar umdeildu tölur 9 og 13, eru lagðar saman. Verið gæti, að um væri að ræða tvo hópa af jólasveinum. í öðrum hópnum væm þá 9, og líklegast, að þeir ættu heima á Norður- og Austur- landi, en stærri hópurinn á Vestur- og Suðurlandi. Talsverður munur er á nöfnum mathákanna annars vegar og nöfnum eins og Moð- bingur, Hlöðustrangi, Móamangi, Klettaskora, hins vegar. Ef reyna ætti að skipta þeim í tvo hópa, yrði að hafa hliðsjón af þessu, en það mun ekki gert hér, þótt þetta sé vissulega rannsóknarefni.“ Heimild: Ámi Bjömsson, Jól á íslandi. Jólagjafir Talið er að jólagjafir hafi í fymd- inni tíðkast meðal höfðingja á Is- landi. Hins vegar hafa jólagjafir ekki þekkst meðal almennings fyrr en á seinustu áratugum og mjög lítið fyrir aldamót. Annars staðar hefur þetta þó löngu fyrr verið orðið algengt, að minnsta kosti kvartar Gestur Pálsson ákaf- lega yfir jólagjafafarganinu í Winnipeg 1890. Ævinlega mun þó hver maður að jafnaði hafa fengið nýja sauðskinnsskó á jólum og nefndust þeir jólaskór. Voru þeir fegurstir litaðir svartir, en bryddir með hvítu eltiskinni. Eina aðra flík að minnsta kosti hafa flestir fengið, því að sagt var að þeir sem enga flík fengju, fæm í jólaköttinn eða klæddu jólakött- inn. Jólakötturinn var einhver lítt skýrgreindur óvættur, sem át þá sem enga flík fengu, eða að minnsta kosti jólaskammtinn þeirra, jólarefinn. Þó er einnig til sú skýring á orðtakinu „að klæða jólaköttinn“, að þeir sem enga flfk fengju, ættu að klæða kött í buxur á jólanóttina í augsýn alls heimil- isfólksins og hafi þetta þótt hin mesta háðung. Önnur sögn segir að þeir sem enga fengu spjörina áttu á að- fangadagskvöld að bera fullt hrútshom af hlandi og skvetta úr því í rúmið, sem þeir voru fædd- ir í. Heimild: Ámi Bjömsson, Jól á Islandi. um ból. Það fannst strákunum voða hátíðlegt. Á eftir fór pabbi og keypti jóla- tré og hann keypti líka tré handa Lárusi. Strákunum fannst pabbi alveg frábær. Lárus varð mjög glaður og hlakkaði til að fara með það heim. Selmu finnst svo gaman að horfa á ljósin, sagði hann. Bræðurnir hlökkuðu mikið til jólanna. Þeir voru búnir að búa til heilmikið af jólagjöfum. Mamma átti að fá plötur undir heita potta, sem þeir höfðu búið til í skólan- um, og pabbi átti að fá öskubakka úr trölladeigi. En svo mundu þeir eftir því, að pabbi reykti ekki, en það gerði mamma, svo að þeir spurðu kennarann, hvort það mætti ekki vera þannig, að mamma fengi öskubakkann, en pabbi plötumar, og kennaranum fannst það allt í lagi. Þeir höfðu búið til jötu með Jesúbaminu í handa Soffíu og hjá henni stóðu María og Jósef. Þeir voru verulega stoltir af þessu afreki, því að það hafði tekið svo langan tíma. Jón Bjami átti svo erfitt með að búa til hluti. Límið festist milli puttanna á honum svo að allt límdist við þá. Sérstaklega hafði honum reynst erfitt að koma hárinu á Maríu. Það var eiginlega allt komið á puttana á honum. En kennarinn bjargaði málinu og hárið lenti að lokum á höfðinu á Maríu. Þeir vissu að Soffía yrði afar glöð. Það var verra að finna eitthvað handa Önnu Jónu. Þeir neyddust til að leita ráða hjá mömmu. Hún skildi Önnu Jónu svo vel. Mamma lofaði að búa eitthvað til handa henni og svo heklaði hún axla- tösku handa Önnu Jónu í öllum regnbogans litum, en strákamir fengu að þræða tréperlur á hana, svo að þeir hefðu eitthvað gert sjálfir. Mamma saumaði líka stóra tuskubrúðu handa Selmu og strák- arnir pökkuðu þessu öllu í jóla- pappír. Pabbi ætlaði að velja bók handa Lárusi. í skólanum voru krakkamir alltaf að undirbúa jólin. Þeir skrif- uðu á kort, sem síðan voru sett í póstkassann í skólanum. í fyrstu voru strákamir í vafa um, hvort þeir ættu að senda stelpunum kort, en eftir að hafa rætt málið, ákváðu þeir að senda þeim stelpum, sem þeim líkaði vel við. Jón Bjarni vandaði sig mikið við kortið handa Unni Dóru. Hún átti að dansa ballett á Litlu jólunum. En svo þorði hann ekki að senda henni það einn. Hann spurði Jón Odd hvort þeir gætu ekki sent það saman. Heldurðu að hún sendi okkur? spurði hann. Ég veit ekki, sagði Jón Bjami og gaut augunum til Unnar Dóru. Hún leit til hans og brosti. Hann fann að hann hitn- aði í framan. Hún var ferlega sæt. Jón Oddur, hvíslaði hann, hefurðu tekið eftir að hún er komin með tvær fullorðins? Jón Oddur kink- aði kolli. Þeir voru bara búnir að missa tvær tennur hvor. Sendum henni báðir saman, sagði hann. Láms sendi stelpu sem hét Jó- hanna. Hann teiknaði voða fallega mynd af brunabíl á kortið og svo orti hann vísu. Hún var svona: Gleðileg jól og gott nýtt ár. Og fyrirgefðu svo þetta pár. Strákamir dauðöfunduðu Lárus af því hvað hann var sniðugur. Þeir treystu sér ekki í kveðskap- inn, en létu sér nægja að senda Unni Dóru kort með mörgum myndum. Þeir eyddu svo miklum tíma í þetta eina kort, að þeir ákváðu að senda ekki fleiri stelp- um. Þessar tvær voru hvort eð var þær einu almennilegu. Soffía hló dátt að kortaskriftun- um. Eruð þið komnir með hvolpa- vit, elskumar, sagði hún. Svo sagði hún þeim, að þegar hún var á þeirra aldri hefði hún verið skot- in í strák í sfnum bekk. Hann hefði líka verið skotinn í henni og hefði alltaf verið að gefa henni næpur, sem hann hnuplaði úr görðum nágrannanna. Svo varð Soffía döpur. Seinna varð hann feitur bakari og bakaði verstu franskbrauð í landinu. Sumir sögðu að hann hefði hnoðað þau með fótunum. Og þó voru klein- umar ennþá verri. Þær voru sagð- ar beinlínis hættulegar. Svona er lífið, sagði Soffía. Svo hló hún dátt. Strákamir hlógu lfka. Það var svo skemmtilegt í eldhúsinu hjá Soffíu, og kakóið yljaði þeim svo vel í maganum." tf Óskum Akureyringum svo og landsmönnum öllum gkðilegra jákr og farsœls komandi árs. Pökkum samstarfið á árinu. Bæjarstjórn Akureyrar

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.