Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 29

Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 29
Þriðjudagur 19. desember 1995 - DAGUR - B 29 hljómborðsleikari, - og ég hygg að margir sem nú eru fertugir og rúmlega það muni vel eftir þeirri hljómsveit,“ segir Bassi - og hann heldur áfram: „Mánar koma til sögunnar þeg- ar Bítlaæðinu sleppir og blóma- skeið þeirrar sveitar var á árunum í kringum 1970. Við lékum mikið hina þungu tónlist sem vinsælust var þá; lög með Led Zeppelin og Deep Purple, Jethro Tull og fleiri sveitum, sem vinsælar voru á þessum árum. Þetta gekk mjög vel í mannskapinn, enda var þetta það vinsælasta þá. Það var hippa- menningin sem þá gekk yfir heim- inn. Mest lékum við á dansleikj- um á heimaslóð á Suðurlandi. Af- ar fjölsóttir voru dansleikir sem við héldum í uppsveitum Ames- sýslu, þar mættu oft þetta 600 til 1.000 manns. Nei, við spiluðum mjög lítið hér á Norðurlandi, kannski við höfum mætt norður á böll einu sinni á ári eða svo,“ seg- ir viðmælandi okkar. Kaktus. Með hljómsveitinni söng þetta sumar komung stúlka, sem var kaupakona í Glóm hjá Labba bróður. Þessi stúlka heitir Björk Guðmundsdóttir. Það sást strax að hæfilekar hennar voru miklir. Hvaða verkefni sem var lék í höndum hennar. Það kemur mér því ekkert stórkostlega á óvart hve langt hún hefur náð nú síðustu ár- in,“ segir Bjöm. Tónlistarskóli hefur mikla þýðingu Eiginkona Bjöms, Sigríður Bima Guðjónsdóttir, er kennari við Gmnnskólann og Framhaldsskól- ann á Laugum og eiga þau tvær dætur; Unni Bimu átta ára og Dagnýju Höllu 2ja ára. Frændi Sigríðar er Jón Jónasson á Þverá, hreppstjóri í Reykdælahreppi. Þetta varð uppspretta að nafni á hljómsveit þeirra sem heitir Frænka hreppstjórans. Þetta er innansveitarhljómsveit, ef svo má að orði komast; mest hafa þau Björn Þórarinsson ásamt Pétri Sigurðssyni, sem er einn nemanda hans í gít- arleik. Mynd: Sigurður Bogi. Björk hafði mikla hæftleika Bjöm lék með Mánum allt til árs- ins 1973 þegar hann fór í Tónlist- arskólann í Reykjavík. Fór þar fyrst í almennt tónlistamám með hljómborðs- og píanóleik sem að- algreinar. Síðar fór hann í tón- menntakennaradeild og útskrifað- ist úr henni árið 1977. Hann minn- ist sérstaklega tveggja skólasystk- ina sem útskrifuðust um leið og hann og hafa verið áberandi í ís- lensku tónlistarlífi; þeirra Ragn- hildar Gísladóttur, Grýlu og Stuð- manns, og Björgvins Þ. Valdimarssonar, sem síðustu ár hefur stjómað Skagfirsku söng- sveitinni í Reykjavík. „Ég var áfram í hljómsveitum, enda þótt ég hætti í Mánum. Setti á fót ásamt fleirum hljómsveitina Kaktus og hélt henni lengi úti með hléum og útúrdúmm allt þangað til ég fór hingað norður og kostaði mitt tónlistamám með því. Sér- staklega nefni ég sumarið 1982, þegar ég hélt úti sveitinni Pardus, sem var útúrdúr frá Kaktus. Ólaf- ur bróðir minn, títtnefndur Labbi í Mánum, stóð þá að útgerðinni á leikið á skemmtunum í Þingeyjar- sýslum. Sigríður syngur og Bjöm leikur á gítar. Reykdælahreppur stendur einn aðila að Tónlistarskólanum á Laugum og er skólinn sjálfstæð eining að öllu leyti. Nemendur em um 70 talsins og eru á aldrinum 2ja til 55 ára. Nemendumir koma úr skólunum á Laugum og úr sveitinni almennt. Hinir yngstu koma úr leikskóla sveitarinnar og er tónlist hluti af leikskólanámi þeirra. Skólinn býður uppá söng- nám eins og áður sagði, nám í gít- ar-, píanó- og hljómborðs-, bassa-, saxafón-, fiðlu- og harmoníkuleik. Þá er jafnframt bamakór starfandi við skólann. „Ég tel það mjög mikilvægt að á landsbyggðinni starfi fjölhæfir tónlistarskólar og að þeim sé stýrt af fagfólki. Almenningur þarf að hafa greiðan aðgang að þessum skólum og ftnna þar eitthvað við sitt hæfi. Það hlýtur að styrkja allt menningarlíf og búsetu í byggðum landsins," sagði Bjöm Þórarins- son, tónlistarfrömuður á Laugum í Reykjadal, að lokum. -sbs. Luise Hermisson frá Þýskalandi og Kate Thompson frá Ástraiíu eru skiptinemar á Akureyri. Kate kom til íslands í janúar og fer aftur heim eftir áramótin en Luise hefur dvalið hériendis síðan í ágúst. Þær eru báðar í öðrum bekk I Menntaskólanum á Akureyri. Mynd: bg Jólahald í öðrum löndum Kristnir menn víðs vegar um heim eiga það sam- eiginlegt að fagna fað- ingu frelsarans með því að halda jólin hátíðleg. Hins vegar er ákaflega misjafnt hvernig haldið er up>p> á jólin og málshátturinn „Sinn er siður í landi hverju" á ekki síður við um jólin en annan tíma. A Akureyri dvelja í vetur nokkrir skiptinemar héð- an og þaðan úr heimin- um. Dagur fékk tvær stúlkur, þær Luise Her- misson frá Þýskalandi og Kate Thompson frá Astr- alíu, til að segja frá jóla- haldi í þeirra löndum og ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt kom í Ijós. Þeir eru t.d. sjálfsagt ekki margir Islendingarnir sem vissu að jólasveinninn í Astralíu ferðast um með kengúrur fyrir sleðanum sínum í stað hreindýra! Jóladagur á ströndinni „Jólin í Ástralíu em ekki ólík jól- unum í Englandi eða Bandaríkjun- um og ekki mikið tilstand," segir Kate Thompson en hún býr í litl- um bæ sem heitir Somers og er staðsettur rétt sunnan við Melbo- ume. Hún nefnir þó að í aðalversl- unarmiðstöðinni í Melboume sé alltaf sett upp stór sýning sem sé mjög falleg. „Að öðm leyti em jólin ekkert sérstaklega frábmgðin og í öðmm löndum. Allir kaupa sér jólatré og jólasveinn kemur líka til okkar. Að vísu skiptir jóla- sveinninn á hreindýrunum sínum fyrir kengúmr áður en hann kemur til Ástralíu,“ segir Kate og viður- kennir að þama hafi Ástralar nokkra sérstöðu. „Báðir foreldrar mínir vinna úti þannig að yfirleitt setjum við jóla- tréð ekki upp fyrr en tveimur dög- um fyrir jól. Allir hjálpast að við að skreyta tréð. Á aðfangadags- kvöld setjum við koddaver undir tréð svo jólasveinninn geti sett gjafir í það. Oftast setjum við líka jólaköku undir tréð fyrir jóla- sveininn og smávegis gras fyrir kengúmmar." Reyndar kemur upp úr kafinu að jólin eru bara heilmikið öðm- vísi í Ástralíu en í löndum á norð- urhveli jarðar. Á þessum árstíma er nefnilega mitt sumar þar og mjög heitt. Jólamaturinn er gjam- an valinn með tilliti til þess hve heitt er og segir Kate að köld skinka, eða annað kalt kjöt sé al- gengt á borðum og eins sé mikið borðað af ávöxtum, grænmeti og þess háttar. Ekki megi heldur gleyma jólabúðingnum sem sé úr þurrkuðum ávöxtum. „Við setjum alltaf einn smápening í búðinginn og sá sem fær peninginn fær að óska sér,“ segir hún. Sumarið hefur líka áhrif á hvað er gert um jólin og á dæmigerðum jóladegi hjá fjölskyldu Kate er jólamaturinn borðaður í hádeginu, síðan opna þau gjafimar og fara því næst á ströndina. Bikini em því jafnvinsæl jólagjöf þar eins og kuldaskómir hér á Islandi. Kate segist spennt fyrir að vera á íslandi yfir jól. „Þetta verða sennilega fyrstu hvítu jólin mín. Margir tengja jólin við snjó en í Ástralíu em hvít jól eitthvað sem við höfum aðeins heyrt um en aldrei upplifað." Nikuíás, jóíasveinninn og Jesúharnið gefa gjafir „Hver fjölskylda heldur upp á jól- in á sinn eigin máta,“ segir Luise Hermisson frá Þýskalandi. Hún segir að á aðfangadagskvöld sé hver fjöldskylda út af fyrir sig en á jóladag sé farið í heimsóknir til afa og ömmu og annarra ættingja. „Jólasveinninn er líka til í Þýskalandi. Fólk sem er trúað seg- ir að Jesúbamið komi með gjafim- ar á jólunum en í minni fjölskyldu er sagt að jólamaðurinn komi með gjafirnar sem er nokkurskonar jólasveinn. Hann er samt ekki eins og íslensku jólasveinamir,“ segir Luise hlæjandi en eitthvað hafði hún heyrt að þeir íslensku væru margir hverjir ansi hrekkjóttir. Það er ekki bara jólasveinninn og Jesúbarnið sem gefa gjafir í Þýskalandi. 6. desember hreinsa bömin skóinn sinn og setja við dymar. Ef þau hafa verið þæg fá þau smágjafir frá heilögum Niku- lási. Luise segir að því miður komi jóladót allt of snemma í búðir í Þýskalandi. „Á hverju ári virðist þetta byrja fyrr. Oft er hægt að fá jóladót, t.d. jólasælgæti, strax um miðjan okóber. Ég held að enginn sé hrifinn af þessu. Annars byrjar fólk yfirleitt að undirbúa jólin á aðventu,“ segir hún. Heima hjá Luise er eitt her- bergi í húsinu sem er læst tveimur til þremur dögum fyrir jól. Þar inni er jólatréð og allar gjafimar. „Það er alltaf mikill spenningur út af þessu læsta herbergi,“ segir hún. Oftast fer fjölskyldan hennar í kirkju á aðfangadagskvöld, opn- ar síðan gjafimar og fær sér að borða saman. í jólamatinn er yfir- leitt önd en um jólin er einnig mikið borðað af smákökum. Luise er frá Berlín og býr í þeim hluta borgarinnar sem áður tilheyrði Austur- Þýskalandi. Hún segir að lífið þar hafi mikið breyst eftir að múrinn féll en jólin séu þó ekki mjög frábmgðin því sem áð- ur var. Það sé helst að gjafimar séu öðmvísi og íburðarmeiri. „Þeir sem áttu ættingja í vestur- hlutanum fengu líka alltaf pakka frá þeim fyrir jólin en það hefur breyst núna.“ Snjór er ekki algeng sjón í þessum hluta Þýskalands en Luise man þó eftir hvítum jólum einu sinni. Jólin á íslandi leggjast vel í hana og hún hlakkar til þó hún bú- ist við að sakna þess að sjá ekki fjölskyldu sína. AI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.