Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 41

Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 41
Þriðjudagur 19. desember 1995 - DAGUR - B 41 - segir Eyþór Rúnarsson, 10. bekk Eyþór Rúnarsson stundar nám í tíunda bekk Hafralœkjarskóla. Eyþór er frá Hrísateigi í Reykjahverfi. Móðir Eyþórs er Hulda Jónasdóttir, heimavinn- andi húsmóðir. Faðir hans er Rúnar Oskarsson, sem á fólks- flutningabíla og ekur þeim, ein- um íeinu. Hann er einnig ann- ar eigandi hins nýstofnaða fyr- irtækis Fjallasýn, sem er með vetarferðir frá Húsavík fyrir er- lenda og innlenda ferðamenn. Eyþór á þrjú systkini. „Ég held að þetta sé fínasti skóli og hafi komið frekar vel út í sambandi við próf og fleira. Mér bekk. finnst þetta góður skóli og hér eru góðir kennarar, mér líkar ágætlega við þá flesta,“ segir þessi 15 ára piltur aðspurður um skólann sinn. - Er mikið félagslíf hjá ykkur? „Það er ekkert of mikið, því það verður heldur lítið úr því. Það eru náttúrlega fáir nemendur héma og það verður kannski minna úr þessu á virkum dögum. Við reyn- um að gera eitthvað sjálf um helg- ar, eða svona hálfsmánaðarlega.“ - Saknarðu einhvers sem boðið er upp á í stærri skólunum í bæj- unum? „Já, kannski meiri félagsskap- ar, en mér hefur alltaf líkað vel hérna. Við höfum farið í heim- sókn í skólann í Mývatnssveit og svo ætlum við á Gauragang á Húsavík. Um daginn fórum við á starfskynningu til Akureyrar. Við máttum velja okkur eitt fyrirtæki fyrsta daginn, eiga frjálsan tíma um kvöldið og fara í kynnisferð í skólana þar daginn eftir.“ - Hvaða fyrirtæki valdir þú þér til að heimsækja? „Ég fór á Bing Dao því ég hef mikinn hug á að verða kokkur, alla vega er það að heilla mig núna. Mér leist ágætlega á staðinn og það er rosalega góður matur þama. Ég held mig við þessa hug- mynd um að verða kokkur þangað til ég skipti um skoðun.“ - Hefurðu verið í tónlistarskól- anum? „Ég er að læra á gítar núna og hef lært á blásturshljóðfæri í fjög- ur ár. Síðan hef ég leikið í flestum leikritum sem sett hafa verið upp og finnst það mjög gaman. Maður venst því ótrúlega fljótt að koma fram. Núna er ég að leika Heródes í söngleik og er hættur að vera Adam og Eva í aidingarðinum, Bragi Kárason og Bergþóra Björg- ◄ vinsdóttir á æfingu á söngteikn- Uin. Myndir: IM með sviðsskrekk, en finnst gaman að syngja á sviði.“ - Hverju finnst þér það skila ykkur að taka þátt í starfi af þessu tagU „Ég held að þetta sé mjög gott fyrir krakkana, við höfum rosa- lega gott af að fara svona upp á svið og við lærum mikið af þessu. Þegar salurinn er fullur má ekkert klikka. Foreldramir hafa lfka gam- an af þessum sýningum." IM „Þad var rosalega gaman íleikhúsinu" - segir Iris Helga Baldursdóttir íris Helga Baldursdóttir á heima í Hraunbœ t Aðaldal. Hún er dóttir Baldurs Krist- jánssonar og Gígju Þórarins- dóttur, sem reka gistiheimilið Þinghúsið á sumrin. Baldur er laerður smiður en vinnur um þessar mundir við Sundlaugina á Húsavík og í Smiðjunni KÞ, byggingarvörudeild. Gígja er myndmenntakennari við Borg- arhólsskóla á Húsavík. „Þau keyra á milli og ég gæti verið í Borgarhólsskóla en ákvað að klára hérna. Þar spilar ýmislegt inní, Hafralækjarskóli er minni og við erum bara átta í bekknum þannig að við fáum meiri athygli. Ýmislegt fleira er hægt að gera í svona fámennum skóla.“ íris Helga er nemandi í tíunda bekk og fonnaður nemendafélags- ins, hún syngur einsöng í öðm verkinu sem sett var upp fyrir árs- hátíð skólans og er í kómum í hinu. „Héma koma allir 100 nem- endur skólans á svið í söngleikj- unum á árshátíðinni, en þetta væri ekki hægt í Borgarhólsskóla." - Hvað finnst þér það gefa ykkur að vinna við svona uppsetn- ingu? íris Helga Baldursdóttir, formaður nemendafélagsins. „Þetta er mjög gaman. Það er þroskandi að taka tilsögn og við þurfum að vera með sjálfsagann í lagi.“ - Hefur þú stundað nám við tónlistarskólann? „Já, ég spila á píanó. Ég ætla að taka fimmta stig núna í vor, svo ég er í ýmsu. Þegar ég fór í starfskynninguna fór ég í leikhús- ið á Akureyri. Það var rosalega gaman.“ - Hvert stefnir hugurinn varð- andi nám? „Ég fer alla vega fyrst í menntaskólann og tónlistarskól- ann og svo er framhaldið ekki al- veg ákveðið.“ - Nú er móðir þín með próf úr myndlista- og handíðaskólanum, hefur það áhrif á þig til að kynna þér listabrautina? „Nei, ég er alla vega laus við að hafa áhuga á að mála.“ - Er mikið starfað á vegum nemendafélagsins? „Félagið er nokkuð virkt, við reynum að hittast aðra hvora viku að kvöldlagi og hafa vídeókvöld, diskótek eða annað. Svo eru blak- og körfuboltaæfingar einu sinni í viku. Við heimsækjum einnig aðra skóla hér í kring, Stórutjamaskóla og Reykjahlíðarskóla." - Ér mikið starf að vera for- maður? „Það er misjafnt, fer eftir því hvað verið er að gera í skólanum. Þetta getur verið dálítið stress því ég reyni að gera mitt besta.“ - Hvemig líkar þér að eiga heima úti í sveit? „Mér líkar það mjög vel, en ég er ekki svona sveitamanneskja sem væri til í að vera með búskap. Ég kem auðvitað úr vemdaðra umhverfi en krakkamir í bæjun- um. Ég hef þó verið með annan fótinn á Akureyri, því þar býr fjöl- skylda móður minnar." IM Kór söng og hljómsveit lék, allir nemendur skólans fengu hlutverk viö hæfi. Qkðileg jál úgvfarsælb hmumdlár Pökkum ánœgjuleg viðskipti á árinu sem er að líða. Miðstöð hagstæðra viðskipta $

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.