Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 19. desember 1995 - DAGUR - B 5 Oddvitinn sem safnar bókum - rætt við Btrgt Pórðarson á Öngulsstoðum i Eyjafjarðarsveit Birgir Þóröarson, oddviti Eyjafjarðarsveitar, á bókasafni sínu heima á Öngulsstööum. Nú síðustu ár hefur hann að mestu leyti dregið sig út úr þátttöku í búskap og einbeitt sér að sveitarstjórnarmálum og bókasöl'nun. Mynd: sbs. Um alllangt árabil hefur Birgir Þórðarson á Önguls- stöðum II í Eyjafjarðarsveit verið í forystu í sveitar- stjórnarmálum í sinni heimasveit. A þeim málum hefur hann fastar skoðanir, rétt eins og þjóðfélagsmál- um almennt. Birgir, sem er ókvæntur og barnlaus, stundaði lengi búskap> á Öngulsstöðum ásamt Sig- urhelgu systur sinni, en nú hafa þau leigt búskapinn, það er framleiðslurétt og raektun, til fraenda síns, Jó- hannesar Geirs Sigurgeirs- sonar. Segir Birgir þetta gefa sér aukið svigrúm til að sinna félagsmálum og öðrum áhugamálum, þar á meðal skógrækt, sem hann vill helga sig í ríkum maeli í framtíðinni. Þegar Birgir er sóttur heim er það veglegt bókasafn hans sem vekur fyrst athygli. Það telur um fjögur þúsund rit - og þá er talinn með tjöldi óinnbundinna rita. Stærstan hluta safns síns segir Birgir vera þjóðlegan fróðleik af ýmsum toga. Bókasöfnun segir Birgir vera ástríðu og mikill tími fari í að sinna safni sem þessu, ef vel eigi að vera. Síðustu árin hafi hann bundið talsvert af bókum inn, sem nauðsynlegt sé eigi safnið að líta vel út. „Nokkuð af þessum bókum er úr safni afa mtns, Jónatans Þor- lákssonar, sem var fæddur 1825, og bjó á Þórðarstöðum í Fnjóska- dal. Hann var mikill safnari. Þegar hann féll frá fór safn hans í ýmsar áttir og nokkur hluti þess komst í eigu Davíðs skálds Stefánssonar - en bókasafn hans er varðveitt í húsi því sem hann bjó í við Bjark- arstíg á Akureyri. Faðir minn, Þórður Jónatansson, hafði einnig mikinn áhuga á bókasöfnun og safn hans er nú í minni eigu. Nei, ég get ekki sagt að mér finnist vænna um eina bók en aðra. En auðvitað stendur eitthvað uppúr og er merkilegra en annað. Eg get nefnt þriggja binda útgáfu af Sæ- mundar-Eddu, sem var prentuð í Kaupmannahöfn árið 1787. Einnig útgáfu lagasafnsins Grá- gásar frá 1829,“ segir Birgir. Alltafbest í sveitinni „Ég er fæddur hér á Öngulsstöð- um árið 1934. Faðir minn, Þórður Jónatansson, var bóndi hér, en ég tók við búskap af honum þegar ég var um þrítugt. Móðir mín, Katrín Sigurgeirsdóttir, lifir enn og dvelst nú á Kristnesspítala. Ég fór í Menntaskólann á Akureyri og tók þar gagnfræðapróf, en úr frekara námi varð ekki. Jú, auðvitað sé ég eftir því að hafa ekki lokið til dæmis stúdentsprófi, en hins veg- ar veit ég ekki hvort ég hefði farið í langskólanám. Hér í sveitinni hef ég alltaf kunnað best við mig. Bjó hér lengst af með um 30 kýr og geldneyti. Hins vegar ákvað ég fyrir nokkrum árum að helga mig frekar sveitarstjómarmálum og þá varð úr að búskaparaðstaða okkar systkinanna var leigð,“ segir Birg- ir. Eins og títt var og er með ungt fólk í eða úr sveitum landsins hófst félagsmálaþátttaka Birgis í ungmennafélagi hans heimasveit- ar, Öngulsstaðahrepps. Síðar varð hann stjórnarmaður í Ungmenna- sambandi Eyjafjarðar. Einnig starfaði Birgir í búnaðarfélagi og var í hópi forystumanna Búnaðar- sambands Eyjafjarðar. Einnig tók hann þátt í uppfærslu nokkurra leikrita. I sveitarstjórn 1974 Það var vorið 1974 sem Birgir var fyrst kjörinn til setu í hreppsnefnd Öngulsstaðahrepps. Tíu árum síð- ar var hann kjörinn oddviti hreppsnefndar og gegnir því starfi enn, í Eyjafjarðarsveit, en í árs- byrjun 1991 voru Saurbæjarhrepp- ur, Hrafnagilshreppur og Önguls- staðahreppur sameinaðir í eitt sveitarfélag. Um sameiningu þá segir Birgir að til margra ára hafi hrepparnir haft með sér margvíslegt samstarf og frá 1986 hafi þeir rekið sam- eiginlega skrifstofu að Lauga- landi. Því megi líta á sameiningu hreppanna þriggja, í ársbyrjun 1991, sem lokaskref í ákveðnu ferli. „Á árunum 1992 og 1993 var starfandi á vegum félagsmála- ráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga nefnd um samein- ingu sveitarfélaga. Afrakstur starfs þessarar nefndar voru meðal annars kosningar um sameiningu sveitarfélaga, í flestum tilfellum í mjög stórar einingar. Ég átti í raun ekki von á að þessar tillögur yrðu samþykktar, sem gekk víðast eftir. Til þess að sameining gangi í gegn þarl' lengri aðdraganda og þróun í gegnum samstarf, sveitar- félaga á milli. Urslit þessara kosn- inga settu ákveðið bakslag í seglin þannig að þróun til sameiningar hefur verið hæg síðustu árin. En þegar frá líður fer þetta ferli aftur af stað og ég á von á því að eitt- hvað gerist í þessum málum innan fána ára. Oft þarf einhver sérstök tilefni til að umræða komi upp. Þannig er nú rætt um samstarf og hugsanlega sameiningu sveitarfé- laga við utanverðan Eyjafjörð, og það gerist þegar boðað hefur verið að leggja eigi niður embætti sýslu- mannsins í Ólafsfirði," segir Birg- Hagrœtt t skótastarfi „Þau mál sem brenna mest á sveit- arstjórnarmönnum - og maður hefur kannske mestar áhyggjur af, er flutningurinn á rekstri grunn- skólans, frá ríki yfir til sveitarfé- laga, á næsta ári. Nú er unnið af fullum krafti í þessum málum, en ennþá er margt óljóst. Eins og þetta horfir við okkur hér í Eyja- fjarðarsveit þá hefur skólahald breyst talsvert hér, með samein- ingu sveitarfélaganna. Hér voru áður fjórir grunnskólar en nú er aðeins einn skóli á Hrafnagili, auk skólasels í Sólgarði, sem er ætlað yngstu bömunum í framanverðum Eyjafirði. Starfræksla þess er þó ekki hugsuð til frambúðar," segir Birgir. Jafnframt segir hann að breyta þurfi talsverðu og hagræða í skólastarfinu á Hrafnagili í ljósi breyttra aðstæðna. Heimavist við skólann hafi verið lögð niður, en gisti- og greiðaþjónusta í skóla- húsnæðinu verið að eflast - jafn- framt því sem þar hafi verið haldnar nokkrar stórar sýningar að undanförnu. Um búskap í Eyjafjarðarsveit segir Birgir að hann hafi á síðustu árum dregist talsvert saman og það komið verulega niður á tekj- um sveitarsjóðs. „Þetta er nokkuð sem maður hefur talsverðar áhyggjur af. Við erum hér á svæði sem auðvelt er að rækta og liggur vel við markaðnum. Þróunin hefur orðið sú að búskap hefur verið hætt á nokkrum jörðum og fram- leiðslurétturinn jafnvel farið út fyrir svæðið. Við í sveitarstjóm erum auðvitað með hugann við að finna ný atvinnutækifæri, en ekk- ert stórt hefur komið til. En ég er síður en svo svartsýnn á framtíð- ina. Ég sé reyndar ekki að sam- drætti í landbúnaði linni alveg á næstunni en botninn kemur ein- hvem tímann þegar sífellt vantar mat handa þjóðum heimsins," seg- ir Birgir. Vit helga mig skógrœkt Sem fyrr segir hefur Birgir nú að mestu leyti dregið sig úr þátttöku í búskap og einbeitt sér að sveitar- stjómarstarfinu, sem jafnframt fylgja ýmsar nefndarsetur á öðrum vettvangi. Hitt er svo annað mál að Birgir hyggst á komandi árum helga sig skógræktarstörfum. 1 landi Öngulsstaða er skógarlund- ur, sem gróðursettur var fyrir rösklega hálfri öld. Þennan lund og næsta nágrenni vill Birgir efla, „ef maður gefur sér tíma til þess...,“ eins og hann kemst að orði. Einnig segist hann þurfa að koma bókasafni sínu í betra lag, til dæmis með að koma óbundnum bókum í band og fylla inn í eyður í ýmsum ritröðum sem hann á. Síðan komi alltaf einstakir titlar sem hann kaupi, enda sé áhuginn fyrir bókasöfnun nánast ólækn- andi. sbs ír. Óskum öllum viðskiptamönnum okkar svo og öðmm Eyfirðingum % gleóileijrajála og árs ogfriðar á komandi ári. Pökkum ánœgjuleg viðskipti á því sem er að líða. & f>v I S LA N DS BA N K I Skipagötu 14 og v/Hrísalund jý

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.