Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 10

Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 10
10 B - DAGUR- Þriðjudagur 19. desember 1995 „Leikföngin mín eru ekki bara leikföng heldur liggur að baki þeim mikil hönnunarvinna og ég legg mikla áherslu á að sníða þau að íslenskum veru- leika. Til að leikföng verði áhugaverð fyrir börn verða þau að tengjast umhverfi þeirra þannig að þau geti tengt leik- inn við veruleikann. Þetta at- riði er mikilvægt fyrir félags- þroska barnanna og tnér fannst þetta vanta hér á leik- fangamarkaðinn. Ég er auðvit- að líka að hugsa þetta sem mótvaegi við ofbeldisleikföngin og öll þessi rafstýrðu leikföng, sem geta eyðilagt hugmynda- fiugið hjá börnunum." Þannig mœlist George Hollanders, sem vakið hefur talsverða at- hygli síðustu mánuðina fyrir smíði sína á tréleikföngum fyrir börn. Eins og oft vill verða um góðar hugmyndir sem verða að veruleika reka tilviljanirnar hver aðra og þannig var um tilurð þess að þessi 27 ára Hollendingur fór að leita fyrir sér á íslenska leikfangamark- aðinum. Já, og hver veit nema það verði styttra í en margan grunar að íslensku leikföngin frá Gullasmiðjunni Stubbi verði að útflutningsvöru... „Ég legg mikið upp úr að sníða leikföngin að íslenskum veruleika þannig að börnin geti tengt leik sinn við eitthvað sem þau þekkja úr umhverfi sínu.“ Ein og ein gerð bætist í hóp framleiðsluvaranna. Nokkur af þessum leikföngum fóru í gegnum nálarauga breskrar dómnefndar á dögunum sem gaf þeim gæða- stimpil. George Hollanders og Gullasmiðj- an Stubbur eru raunar eitt og hið sama, hann er eigandinn, hug- myndasmiðurinn og eini starfs- maðurinn þó eftirspumin eftir framleiðslu hans geti fljótlega leitt til þess að fleiri vinnufúsar hendur komi að smíði tréleikfanganna hjá Gullasmiðjunni Stubbi. Maður með þessu eftimafni hlýtur að vera rammhollenskur og það er hann. „Ég er uppalinn í miðborg Amsterdam og þar bjó ég allt þar til árið 1988. Þá rákumst ég og konan mín, sem er sjúkra- þjálfari og kemur frá Friesland í Norður Hollandi, á auglýsingu í blaði um að laus væri staða sjúkraþjálfara hjá Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Þetta vakti strax áhuga okkar vegna þess að við höfðum oft talað um þann draum að búa á einhverju Norðurlandanna. Mér fannst þröngt um mig í stórborginni, enda er hugsunarháttur fólks þar allt öðmvísi en hér. Þar skiptir fólk sér lítið af náunganum en héma líður okkur vel.“ George er lærður prentsmiður og eftir að hann kom til íslands vann hann í sínu fagi hjá Ásprenti hf. á Akureyri en eiginkona hans, Lucienne TenHoeve, sem sjúkra- þjálfari Fjórðungssjúkrahússins. Fyrir þremur og hálfu ári eignuð- ust þau svo tvíburadrengi, sem fæddust talsvert fyrir tímann. Af þeirri ástæðu og vegna öndunar- vandamála hjá öðmm þeirra var ljóst að annað foreldranna yrði að vera heima fyrstu árin. Úr varð að George hætti vinnunni í prent- smiðjunni og fór að sinna drengj- unum. „Þegar við eignuðumst tvíbur- ana fómm við að leita að þroska- leikföngum úr tré handa þeim og okkur tókst hvergi að finna það sem við leituðum að. Þetta varð til þess að ég smíðaði óróa eins og ég þekkti heiman að frá mér. Leikfangasmíðin fór svo enn frek- ar af stað þegar drengimir fengu pláss á leikskóla því þá fékk ég meiri lausan tíma án þess að geta farið út á vinnumarkaðinn. Fyrir einu ári var hugmyndin svo komin á vemleikastigið og ég steig skref- ið til fulls,“ segir George. Eftirsfmrttin strax inikil Smíðaáhuginn hafði alla tíð verið til staðar hjá George og sem bam og unglingur í skóla smíðaði hann ýmsa sérstæða hluti. Eins og gefur að skilja var hins vegar lítið hægt að athafna sig við smíðar í lítilli íbúð uppi á þriðju hæð í miðborg Amsterdam og lítið varð úr þeim fyrr en hann settist að í Kristnesi í Eyjafjarðarsveit, þar sem fjöl- skyldan býr nú. Smám saman hefur boltinn hlaðið utan á sig, leikfangagerð- unum fjölgað og eftirspumin auk- ist. George segir ekki markmiðið að þetta verði að stórfyrirtæki en ekki sé annað að sjá en hægt sé að lifa af þessu starfi. Þó hann sé lítið farinn að kynna fyrirtækið út á við hefur eftirspurnin verið mikil og virðist sem með framleiðslu Gullasmiðjunnar Stubbs hafi komið inn á markaðinn leikföng sem falli í góðan jarðveg. Hannað eftir bcekíingi frá Caterpnllar Á meðan George segir frá hug- myndavinnu sinni að baki leik- fangasmíðinni horfir hann á fmm- módelið af veghefli á vinnuborði sínu. Hefillinn er í raun mjög ein- faldur í útliti en er þó glettilega líkur þeim verkfæmm sem bömin sjá öðm hvom bregða fyrir í snjó- mokstri eða í vegagerð. George var nokkra mánuði að koma hefl- inum í sína endanlegu mynd og til þess notaði hann meðal annars bæklinga frá Heklu hf., umboðs- aðila vinnuvélaframleiðandans Caterpillar. Svipuð vinna var lögð í mjólkurbfl, sem er eitt af nýrri leikföngunum hjá George. Til að fá betri innsýn hafði hann uppi á grein um mjólkurbfla í sögutíma- ritinu Súlum og upp úr myndum í henni varð bíllinn til. Segja má því að tenging leikfanganna við íslenska veruleikann byrji strax á teikniborðinu hjá honum. Hann segir að einfaldleiki verði að vera til staðar í leikföngunum til að kynda undir hugmyndaflug bamanna. Þannig búi þau til sinn eigin heim með sínum leikföng- um. Framleiðir Fisher Price svoteiðis! Augljóst er að rauði þráðurinn í framleiðslunni hjá George er að leikföngin þroski hugmyndaflugið hjá bömunum um leið og þau haldi athygli þeirra. Hann bendir á að margir foreldrar í dag séu komnir í ógöngur, séu í raun ofur- seldir fjöldaframleiðendum leik- Fannst þröngt um okkur í Hollandi Gullasmiðjan Stubbur hefur ný- lega komið sér fyrir í vinnustofu í gamla kvennaskólahúsinu á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit, réttu ári eftir að hún tók til starfa. George við sögina í vinnustofu sinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.