Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 22

Dagur - 19.12.1995, Blaðsíða 22
22 B - DAGUR - Þriðjudagur 19. desember 1995 & a &W.? Öskum Húsvíkingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra júld/ ogfarsœls nýs árs. Pökkum samstarfid á árinu. Bæjarstjórn Húsavíkur 4 & m & %0wpfélag/ Skagfirðingw sendir félagsmönnum sínum, staifsfólki, svo og öðrum viðskiptavinum bestu óskir um gleðUeg/jál og farsœld á komandi ári. SAUÐÁRKRÓKI - HOFSÓSI - VARMAHLÍÐ - KETILÁSI JP Póló í Sjónvarpssal árið 1968. Þarna var Erla Stefánsdóttir með í hópnum. Póló kom fram í sjónvarpsþætti rétt áður en Sjónvarpið hóf útsendingar á Akureyri. Fannst sumum einkennilegt að sýna norðlenska hljómsveit áður en út- sendingar hófust á Akureyri. Tónaflóð Pdlma Eitt er víst að oft hefur verið fjör á kaffistofunni í Tónabúðinni á Akureyri. Pálmi Stefánsson, betur þekktur sem Pálmi í Tónabúðinmsitur við borðið og sötrar kaffið. Þarna hefur hann oft setið og sp>jallað við ýmsa af merkustu tónlistarmönnum landsins. Hvort sem það hefur verið Sigga Beinteins, Megas, Bubbi Morthens, Björgvin Halldórsson eða einhver annar, hefur alltaf verið glatt á hjalla í þessum kaffikrók í einni af rótgrónustu hljóðfœraversl- unum landsins. Tónlistaráhugi frá bernsku Pálmi Stefánsson er fæddur og uppalinn á Arskógsströnd í Eyja- firði og hann hefur alla tíð verið viðloðandi tónlist. „Ég hef haft áhuga á tónlist frá því ég byrjaði að ganga,“ segir Pálmi. Hann hef- ur aldrei stundað eiginlegt nám í tónlist. Samt sem áður náði hann mjög langt í poppinu með hljóm- sveitinni Póló þegar bítlatónlistin blómstraði, á árunum frá 1964 til 1969. En Pálmi kynntist því að leika á hljóðfæri fyrir fullu húsi, löngu áður en hljómsveitin Póló kom til sögunnar. Einn tneð nikkuna Þegar Pálmi var rétt skriðinn yfir fermingaraldurinn, byrjaði hann að spila á harmoniku út um sveit- ir, eins og þá var algengt. Menn mættu á staðinn, einir með nikk- una og héldu uppi hörkustuði fram eftir öllu. Það var heldur ekki óal- gengt að stráklingar stunduðu þessa spilamennsku. Oft var spil- að í þeim húsum, sem þá nefndust þinghús, í Svarfaðardal, á Ár- skógsströnd og víðar. „íslensk dægurlög voru orðin vinsæl eins og til dæmis lög Tólfta september, gömlu dansamir stóðu fyrir sínu og síðan kom alls kyns sveiflutón- list frá Bandaríkjunum.“ Fyrsta hljómsveititi Árið 1960 flutti Pálmi frá Ár- skógsströnd til Akureyrar. Góður vinur Pálma og frændi, Birgir Marinósson, kom norður upp úr 1960 með hljómsveit frá Sam- vinnuskólanum á Bifröst í Borgar- firði, sem hann gekk í. Sumarið 1961 byrjaði Pálmi að spila með hljómsveit Birgis og þá var ekki aftur snúið. Þótt harmonikan hafi verið fyrsta hljóðfærið sem Pálmi spil- aði á, greip hann í nokkur önnur hljóðfæri sem notuð vom í hljóm- sveitum á þessum tíma. „Það var nú gjaman þannig að ég var oft settur á þann stað sem stóð auður hverju sinni.“ Þannig spilaði Pálmi til dæmis á bassa, saxófón og hljómborð - eftir því sem best hentaði. Hann lærði á hljóðfærin að mestu leyti sjálfur en fór þó í nokkra tíma á saxófón og klarinett í Reykjavík áður en Póló var Við sendum okkar bestu jála - ag ngár&kmðj til viðskiptavina okkar og landsmanna allra. Pökkum viðskiptin á árinu. Mjólkursamlag

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.